föstudagur, desember 31, 2004

Jæja þá er árið búið

ja eða svona næstum því, einir átta tímar eftir.
Ég hef mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að gera árið upp á þessu bloggi. Ég verð bara að viðurkenna að ég veit bara alveg hvar ég á að byrja. Ég get ekki gert upp við mig hvert skemmtilegasta atvikið á þessu ári var, annars var rosa gaman þegar Jóna kom til mín til Valencia, sérstaklega fyrsta kvöldið þegar við fórum bara 2 saman á djammið, það var ekki alveg jafn gaman að vakna daginn eftir. En síðan var líka rosa gaman að fara til Reykjavíkur í nóvember, verst að sumir skyldu þurfa lögreglufylgd til að komast heim, og þá er ég EKKI að tala um sjálfa mig. (Vona bara að betur fari þegar ég kem í febrúar)
Neyðarlegasta atvikið var óumdeilanlega þegar 2 franskar stúlkur stóðu upp á veitingastað og betluðu brauð af næsta borði (þetta með glóðaraugað og gítarinn var í fyrra)
Ef ég hefði farið á harmonikkutónleika þá hefði það verið það allra leiðinlegasta sem ég hefði lent í árinu, en ætli ég verði ekki að láta tímana í Dialectologia nægja.
En afrek ársins er örugglega að koma jólakortinu til Guðnýjar Ster í fyrradag, vona bara að hún finni það einhverntímann.

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól frá mér til ykkar.

Ps. ég held ég vinni mér það ekki til lífs að skríða hérna útúr þessum snjóskafli og færa fólki jólakortin í dag, sjáum til á morgunn

miðvikudagur, desember 22, 2004

Ekki á morgunn, heldur hinn.

Já nú má svo sannarlega segja að við séum snjóuð í kaf hérna á Húsavíkinni og ótrúlegt má virðast að fyrir einungis sólarhring höfum við Jóna verið á rúntinum og ekki þurft að hægja á við hver einustu gatnamót til að sjá hvort einhver sé að koma. Já ruðningarnir eru orðnir svo háir að ég (meðalmanneskjan :)) sé ekki yfir með góðu móti.
Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég varð svolítið hissa þegar ég sá allann þennann snjó í morgunn, c.a. 1 meter af jafnföllnum, og mér datt einna helst í hug að ég hefði sofið eitthvað lengur en bara eina nótt.

En það er svona einna helst í fréttum að ég er að falla á tíma í jólagjafainnkaupunum, á 2 eftir og ég var að tala við Barböru í síma áðan, (Barböru sem ég bjó með í Valencia) og jú hún Hilda frænka mín er búin að vera marga daga á landinu og ég hef ekkert séð hana, ég er eiginlega farin að skammast mín svoltið mikið, ég er bara búin að vera svo voða upptekin og veðurteppt í kvöld.

laugardagur, desember 18, 2004

Hæ hæ aftur

Ein bara dugleg að blogga? hugsiði sjáfsagt með ykkur þegar þið lesið þessi orð. já internetið er sko komið í lag og ég bara í svona frábæru skapi....... þetta er nefnilega ekkert lítið skemmtilegur dagur, búin að fara í jólagjafainnkaupin, senda fullt af jólakortum, ég var líka ekkert smá stollt af sjálfri mér í gærkveldi að hafa rumpað þessum jólakortum af, held ég eigi samt einhver eftir, annars held ég að það sé nú varla alvarlegt, en jæja.....
Samt verð ég eiginlega að viðurkenna að ég keypti eiginlega stærðstu jólagjöfina handa sjálfri mér, ég er samt að hugsa um að pakka henni inn og skrifa bara "Til:Svanlaugar, Frá:Grílu" Ég keypti nefnilega svona Krullusléttitæki, og ekki vanþörf á!

Úpps!!Ég held ég hafi verið að komast að því hvert uppáhaldslagið mitt sé, allavegana þessa dagana............skrýtið, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart, það er muse lag, ég hef ekki hlustað á muse lengi og satt að segja verð ég að viðurkenna að muse minnir mig alltaf á fyrrverandi bekkjarfélaga minn sem gekk oft og yðurlega(er'etta annars ekki skrifað með uffsiloni) í bol merktum muse. Ég vona að þetta ástfóstur mitt standi engan vegin í tengslum við þennann bekkjarfélaga.............




föstudagur, desember 17, 2004

Já ætli það sé ekki rétt, að ég þurfi að fara blogga, það er langt síðan síðast.
En ég.....ég..........ég hef afsökun. Hann Helgi bróðir, maldito, stútaði einhverju rafmagnsdrasli svo ekki var hægt að fara á netið hérna á heimilinu í 2 vikur.

Annars er mjög lítið að frétta, nema ég á eftir að kaupa ALLAR jólagjafirnar og skrifa ÖLL jólakortin nema eitt..............Hvað er að mér? Ekki það að ég hafi allann heimsins tíma til að versla, ég er nú að vinna frá 9 til 6, og hvenær ef ekki á þessum tíma fer maður í búðir. Eg er þó búin að versla jólafötin, nú getur amma loksins farið að sofa á nóttunni, ég held að þetta hafa verið farið að valda henni svefnörðuleikum, það væri nú ljótt ef ég hefði nú farið í jólaköttinn...............MJÁ, en þessu með jólakortin verðu kippt í liðinn í kvöld og jólagjöfunum á morgunn................vonandi sem flestum

Ég hef verið að pæla í svotlu, ég hef reyndar oft pælt í þessu en það er þetta orðatiltæki "andskotinn á honum"
Dæmi.:
-Helgi, andskotinn á honum, braut spennubreytinn.


Hvað er þetta "andskotinn á honum"?

svar óskast




mánudagur, nóvember 29, 2004

Eigum við að friða endur?

Hæ ég var bara að velta fyrir mér hvað væri að á 'islandi ('i dag).............Í gær þegar ég var að lesa textavarpið rakst ég á frétt þar sem talað var um að Halldór nokkur á þinginu (man ekki hvort það var Blöndal eða gamli Utanríkisráðherrann þ.e. Forsætisráðherrann) vildi fara friða endur...................vildi bara hafa veiðitímabilið í 3 mánuði og að ekkert mætti skjóta endur eftir áramót ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,mér svo sem alveg sama hvort endur séu skotnar eða ekki, það er ekki eins og ég skjóti þær eða þær mig eða að ég borði þær eða nokkuð
Það sem mér þótti athyglisvert við þetta allt saman var að fyrrnefndur Halldór hafði fylgst með öndum í barnæsku og virtist mér það vera aðalástæða friðuninnar...............HVAÐ ER AÐ?

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Umræður sem einungis gætu átt sér stað á Húsó!!

Fyrir nokkru varð ég vitni að umræðum sem mér finnast mjög lýsandi fyrir Húsvíkinga og Húsavík. Þetta eru svona umræður þarsem kjaftasögurnar verða til........þar sem enginn veit neitt en hver og einn hefur dregið sína eigin ályktun. Þar sem ég geri í því að vera ekki svona stóð ég bara hjá og tuldraði ofan í hálsmálið hjá mér "get a life!"
Þess má geta að ég heyrði þessar samræður ekki allar, þannig að ég veit ekki enn um hvern var verið að tala, en svona ef ég giska-þá held ég að það hafi verið kona, fráskilin eða ekkja. Annars er mér slétt sama.............ég á fullt í fangi með mitt eigið líf.

Þátttakandi 1: "Ég sá'ana labba fram hjá heima í gær og það var einhver maður með henni"
þátttakandi 2 og3: "Nú'" "Hver var það?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki"
Þátttakandi 2:"Er hún komin með mann?"
Þátttakandi 3: "Ég hélt hún væri með einhverjum á Akureyri"
Þátttakandi 2:"Nú það hlýtur þá að vera búið" (Það er greinilega bara hægt að fara frá Húsavík til Akureyrar, ekki öfugt!!)
Þátttakandi 4: "Leiddust þau?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki".................................................

Ég vona að ég verði aldrei svo sorgleg að standa í svona umræðum.(Er að reyna venja mig af þessu slúðri alltaf hreint) Afhverju er fólki ekki sama um hvað fólk sem það þekki ekki neitt er að gera? Faðir minn vill meina að þetta sé náunga kærleikur, ég vil meina að þetta séu leiðindi......................Í gvuðanna bænum, fáið ykkur bók að lesa!



fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Alger Vesalíngur

Það sem maður lætur hafa sig útí.

Það sem maður lætur hafa sig útí:
-það sem maður lætur hafa sig útí............að mæta í kór einu sinni í viku og svo er maður bara allt í einu lentur í leikriti.............Já, mín er lent í söngleiknum Vesalingunum...........sér til ómældrar ánægju.............eða hitt þó..............Við erum að tala um það að á síðustu tveimur., þremur vikum hef ég mætt á t.d. einar 8 æfingar í þessu drasli, og þó skrópaði ég á einar 2............kannski 3, síðustu 3 daga hef ég farið í vinnu og síðan á leiksýningu............................Ég ætlaði að vera eitt kvöld í viku í kór!!!!!!!!!!!!!!!-hefði mig langað að vera í leikriti, þá hefði ég gengið í leikfélagið !!!! Ég verð að segja það að mér er nóg boðið, og er skapi næst að hætta í þessum kór....................

föstudagur, nóvember 19, 2004

Annað hvort er fólk almennt hætt að lesa bloggið mitt eða hefur ekki þorað að kommenta eða spyrja neins eftir síðustu faerslu mína. En nóg um það....................

Núna er kominn FÖSTUDAGUR og mig langar alveg ofboðslega mikið að fara eitthvað út í kveld. þ.e. mig langar ekki til að vera heima og prjóna í kvöld. Ég keypti mér nefnilega garn til að prjóna lopasokka og vettlinga og svo keypti ég líka kuldaskó, maður kemst víst ekki hjá því fyrst það vill ekki haetta að snjóa -Maður kemst víst ekki hjá því að versla í heimabyggð fyrir jólin því ég held við séum snjóuð inni

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Forvitnin leynist víða

Ha ha ég lenti svotlu ótrúlega fyndnu í dag, ég fór með Ricardo í búð og þar voru ekki fleiri né faerri en 3 aettingjar, Helga Dóra, Amma og Soffia. Þegar ég sá Soffiu fara þriðju ferðina í kringum rekkann grunaði mig að kannski vaeri að njósna um mig. og það var rétt. Svo erum við bara þarna að versla og lendum í að maeta þeim.....................þá heyrist í Helgu -"Við erum svo forvitnar að við erum bara hreinlega með verki." (-"þá verðiði bara að hafa verki" varð mér að orði) Ég verð nú að viðurkenna að mér leist nú ekki á það þegar ég sá þaer koma í halarófu á móti mér...................var alveg eins búin að sjá það fyrir mér að nú yrði mér ýtt út í horn, vasaljósið dregið upp og lýst í augun á mér. -yfirheyrsla-
Jaeja þetta var nú það sem ég vildi tjá mig um í dag...................forvitnin leynis víða

laugardagur, nóvember 13, 2004

Í laugardagsfíling

Guð best að sýna smá lit á þessum laugardagseftirmiðdegi og blogga -ég meina það er nú orðið all svakalegt ef Jóna er farin að slá mér við.
Annars er voða lítið að frétta - allavega ekkert meira en á fimmtudaginn -nema það að hún Jóna er að koma heim um jólin (vei!!! skyldi ****r*** vita af þessu? :))-það hefur ekki gerst síðastliðin tvö jól -en það gladdi mitt litla hjarta að vita að hún vaeri að koma -þá verður alveg fullt af fólki til að fara með á djammið.:)
Ja Húsvíkingar eru ennþá forvitnir -ég varð aðeins vör við það - ég labbaði tvisvar yfir Garðarsbrautina í gaerkvöldi og í baeði skiptin keyrðu sömu bílarnir framhjá og í baeði skiptin glápti innihaldið á mig -aetli þeir hafi ekki fattað hver ég vaeri í fyrra skiptið? -eða voru þeir að forvitnast hver vaeri með mér.......
Nú Helgi bróðir vill meina að ég sé einstaklega lunkin við að finna alla leiðinlegustu tónlistina hans í tölvunni -ég get svo sem ekkert daemt um það -en mér fannst ekki gaman að hlusta á Birgittu Haukdal syngja um að hún vaeri með fingur !!!!!!!!!!!!!!!!!!! -Bíddu-á ég þá bara að kyrja í kór -"já ég líka!!!" (ég veit að svo fylgir -sem vilja snerta- en það sem er mest krípí er að svo fylgir-þessa mjúku sál!!!!!!!)
Annars er faðir minn orðinn bilaður -hann kom fram rétt í þessu og kallaði -"Helgi-það er það sama og áðan!!" ??????? og bara uppúr þurru -Hvað er það? -Hvað er maðurinn að meina? (að það sé það sama í matinn? að sami maðurinn hafi skorað mark? að.....?)

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ótrúlega langt síðan síðast

Já það er nú ótrúlega langt síðan síðast og ég búin að framkvaema alveg fullt. En það hefur verið alveg einstaklega erfitt fyrir mig að blogga því hann lyklaborðaböðull (þ.e. Helgi) hefur verið einstaklega skapvondur og núna á þessu lyklaborði er ekki haegt að gera aí og kommu. (á hinu var annaðhvort ekki haegt að stroka út eða þú varðst að stroka út allt sem þú varst að skrifa (komma) sem betur fer er ég ekki að gera BA-ritgerðina mína á þessa tölvu)

Jaeja hvað er maður svo búinn að vera bardússa síðan síðast?
Ja maður er búinn að vera að vinna og svo fór ég til Reykjavíkur um síðustu helgi (komma) að nafninu til til að vesenast í BA-ritgerðinni en endaði svo á djamminu með partýgengi GunnaGunn http://gunnigunn.blogspot.com en staesta plúsinn faer náttúrulega sú sem toppaði sjálfa sig og týndist og kom heim í lögreglufylgd (komma) geri aðrir betur!!!!
Annars er lítið að frétta. nema að Húsvíkingar eru enn jafn forvitnir og lélegir að fara rétt með sögur og velta fyrir sér hlutum sem þeim koma engan vegin við


laugardagur, október 23, 2004

Kúba eða Húsavík

Ég held ég hafi minnst á það einu sinni að ég þjáist af einhverri húsavíkurparanoju, þ.e. veiki þar sem þér finnst endilega eins og það sé alltaf verið að fylgjast með þér. Ég verð að viðurkenna að mér var farið að líða eins og ég væri þátttakandi í Gran Hermano (Big Brother) um daginn. Merkilegt hvað fólk er mikið að tala um aðra hérna.(veit að ég er alls ekki saklaus) Og merkilegt að fólki skuli finnast það merkilegt hvað ég er að gera, það sem mér finnst eiginlega merkilegast við það er mér finnst ég ekki þekkja neinn hérna, þess vegna finnst mér þessi áhugi svo merkilegur, já af því að ég þekki í rauninni voða fáa. í alvörunni þetta er bara eins og á Kúbu, la vigilancia allstaðar............nema það er ekki klagað í Castro heldur Mömmu!............. þannig er mál með vextu að fyrir tveim vikum var móðir mín spurð útí búð, eða útá bílastæði eða eitthvað hvort það væri kominn tengdasonur, þá hafði þessi kona séð mig labbandi útí bæ með e-h manni (sem ég hafði svo sem verið að "hitta" en hafði nú ekki séð ástæðu til að tilkynna foreldrum mínum um)
-Hvað er að?

föstudagur, október 08, 2004

Allar þessar einstæðu mæður

Mig minnir að ég hafi minnst á það einhvern tímann að ef lítið væri að gerast á blogginu hjá manni þá væri sennilega meira gerast í alvöru lífi manns. Ég verð eiginlega að viðurkenna að svo er nú eiginlega ekki í mínu tilviki. (Ég skipti bara um vinnu og nú er ég ekki á netinu allann daginn, núna fékk ég bara rétt að skreppa á netið hjá honum bróður mínum)

Í dag fékk ég geggjaða heimþrá til Reykjavíkur, ég var að skoða Fréttablaðið, þar var grein um "heitustu" pöbbana í Reykjavík...........og núna get ég ekki beðið eftir að 6.nóvember komi, gaman að hafa eitthvað svona til að láta sér hlakka til.

Ég held að ég sé alveg búin að sjá það út að ég muni ekki búa á Húsavík í framtíðinni, þessi staður fyllir mig paranoju, án spaugs! Stundum held ég að fólk hérna viti meira um mig heldur en ég veit sjálf, án spaugs! Mér finnst alveg ótrúlegt að fólk sé að tala um mig útí bæ, ég meina ég þekki nú ekki svo marga. (það var kúnni sem spurði mig um daginn hvernig mér gengi að skrifa!!!!!!!!!!!!) ég vissi ekki til þess að þessi maður þekkti mig!!!!! En á maður ekki bara að þakka fyrir að umtalið er á góðu nótunum, en ekki djöfulsins druslan og helvítins hóran. :)

Annars er mjög fyndið að fylgjast með þessu liði hérna, eins gott að þér verði ekki á því þér verður aldrei fyrirgefið!!!! Fólk hefur fordóma fyrir útlendinum, aðkomufólki (þ.e. þeim sem eru ekki af þriðja ættlið sem búið hefur í bænum, hefur ekki gengið í barnaskóla hérna, eða foreldrar þeirra eiga ekki ættir að rekja hingað), letingjum, vitleysingum, hálvitum, stelsjúkum, dópistum (fólki sem hefur einu sinni verið tekið 1 jónu fyrir aftan íþróttahúsið) , aumingjum, fólki sem borgar ekki reikningana sína, öryrkjum, einstæðum mæðrum, alkhóllistum, fólki sem það þekkir ekkert o.s.frv. (þá er líka orðið askoti erfitt að fara út úr húsi og tala við fólk, því þá er ansi mikið upptalið) Reyndar heyrði ég líka af einni konu sem var með fordóma út í hóp menntafólks, sem var svo merkilegt að ósennilegt þótti henni að það gæti tekið til eftir sig!!! og ekki erum við að tala um hóp heilaskurðlækna eða stærðfræðinga.

En þessar einstæðu mæður, hvað er málið með þær!!!!!!!????? Ætli fjöldi einstæðra mæðra segi eitthvað til um "gæði" íslenskra/húsvískra karlmanna? (Er gjörsamlega ómögulegt að búa með þessu?) Eða kunnum við ungafólkið ekki að takast á við vandamáilin? Búum við til vandamál þar sem þau eru ekki? (já, allavegana ég) Erum við að flýta okkur of mikið? (Erum við að æða út í sambúð og barneignir, húsakaup o.s.frv. of snemma?) Er fólk almennt að halda það að það eigi bara að vera hamingjusamt? og það þurfi allt að vera skemmtilegt og frábært og yndislegt? Að það séu aldrei skúrir í lífinu? (Á hvaða bandarísku bíomynd hefur þetta fólk verið að horfa á?)
Ég allavegana neita að trúa því að þessir íslensku séu allir hálvitar og aumingjar. (þótt alveg sé ástæða til að skilja við þá suma)

Annars kom hún Marta María til landsins núna í síðustu viku, en núna er hún farin aftur, og við fórum á djammið á henni Húsavík um síðustu helgi (ekki Helgi bróðir!!!) og ég er alveg að segja satt þegar ég segi að sunnudagurinn eftir djammið hafi verið ónýtur. Annars var þetta mjög fyndið djamm, Guðný Stef. fór alveg á kostum þegar hún var að kvarta yfir gífurlegri elli sinni, að það væri nú orðið rosalegt þegar maður þekkti börnin á djamminu af foreldrunum og sagðist vera fædd árið 46 fyrir krist, geri aðrir betur!!!! (ótrúlegt hvað hún hefur haldið sér)
Já þetta var alveg súper djamm, fórum í fyrir partý til Mörtu, sötruðum munnskol (leit út eins og munnskol, bragðaðist eins og munnskol, => munnskol..........................einungis aðeins áfengara) með Helgu Dóru föðursystur minni, fórum svo í eftirpartý hjá Mörtu (þá var Guðný löngu farin heim að lulla) og ég eldaði handa liðinu....................besti matur sem ég hef nokkurn tímann eldað, held að liðið hefði borðað þótt þetta hefði verið spaghetti og soyasósa.

Jæja eigum við ekki að segja þetta gott í bili?
Hasta luego!!!!!!

p.s. annars er ég farin að fá svoltið skrýtinn tölvupóst uppá síðkastið, "áttu fimmkall?" -já, en hvað er málið?, "Ertu á leiðinni til Þýskalands?"-nei en hvað er málið?

laugardagur, september 25, 2004

Ellismellur

Mikið ósköp er maður orðinn gamall. Það var alla vegana tilfiningin sem ég fékk þegar ég labbaði niður í bæ rétt fyrir klukkan ellefu í morgunn, það var líka bara gamalt fólk (svona á sjötugsaldri) sem ég mætti á röltinu. Venjulega hef ég nú reyndar ekki verið vöknuð á þessum tíma á laugardögum, þ.e. ef ég hef ekki verið að mæta í vinnu enda kannski ekki verið ástæða til þess. En þar sem ég var sofnuð um 10 í gærkvöldi (þar kemur ellin enn inn) er nú kannski alveg eðlilegt að ég hafi verið vöknuð.
Jæja, ég gerði mér semsagt ferð niður í bæ til að kaupa mér kórmöppu, ekki hægt að vera bara með blöðin og allt í óreglu............reyndar hélt ég að ég myndi kafna þegar ég fór að skoða þessar möppur þarna.......... og ekki var það vegna rykofnæmis, heldur verðsins, fyrst skoðaði ég möppu eins og konan sem situr við hliðina á mér á, með plöstum og rosa fínt fínt.................en þegar ég snéri henni við sá ég að eitt svona stykki kostaði 1.990 kr. (eða eitthvað svoleiðis) þá hætti mér bara alveg að finnast þetta fín mappa, ég verð eiginlega að segja eins og er. -mér dettur ekki í hug að versla svona lítinn og ómerkilegann hlut fyrir næstum 2000 kall, ég hefði skili ef mappan væri úr leðri með ekta gyllingum............(nei, sennilega hefði hún þurft að kosta meira til þess) en jæja ég keypti svipaða möppu á 470 kr. En mér finnst líklegt að það sé svoltið í það að ég hætti mér aftur inn hjá honum Frikka

sunnudagur, september 19, 2004

rigning

Já ég gleymdi að segja frá því að ég byrjaði í kór á síðasta þriðjudag. Samkórnum. og komst að því að ég er örugglega yngst, held ég nema "stjúpa" Lilju Friðriks sé yngri, veit ekki (veit reyndar ekki heldur hvort þetta sé stjúpan en held það). Mér leið eins og ég væri lent uppi á elliheimili og saknaði þessi mikið að vera ekki í stúlknakór eða háskólakór, sérstaklega þegar ég sá gamla dönskukennarann minn ganga í salinn (við erum að tala um það að maðurinn er kominn á ellilífeyri, þótt ekki sé hann elstur í anda) og svo var náttúrulega líka senjor Pig ( og þá er vitnað í útlit mannsinns), merkilegt samt hvað var mikið af kennurum í þessum kór.

Annars er ég bara búin að vera dúlla mér þessa helgina, þýða og leika við vinina

Já og Helgi bróðir lenti í slysi á föstudaginn, hann lenti í samstuði við Sigga Valla, það er náttúrulega eðlilegt að þegar tveir stórir menn lenda saman láti eitthvað undan. í þetta skiptið var það Helgi, hann var sendur með sjúkrabíl inn á Akureyri, en svo var bara allt í lagi með hann. (ég held hann hafi bara verið að þykjast) Nei annars maður á ekki að gera grín af þessu.

Ég lenti í brjálaðri rigningu þegar ég var labba heim í nótt, ég get svo svarið það að ég var bara blaut inn að beini. og síðan var þvottur fjölskyldunnar tekinn inn í morgunn og undinn aftur, því hann var blautari en þegar hann var settur út. (Andskotinn að hafa ekki munað eftir regnhlífinni þegar ég fór út)

laugardagur, september 18, 2004

Eitt stórt spurningarmerki

Ef andlitið á mér gæti orðið að einu stóru spurningarmerki hefði það orðið það í dag, þannig er svipnum sem kom á andlitið á mér þegar síminn hringdi í vinnunni best líst. Í símanum var maður sem hafði mjög furðulega spurningu, hann spurði eftir stelpu sem hafði unnið þarna í sumar sem hefði verið með strák sem á Rottweiler hund og vildi maðurinn ná tali af stráknum. Ég verð eiginlega að viðurkenna að mér fundust þetta frekar óljósar upplýsingar.

Annars gengur mér bara vel i vinnunni (ekki jafn vel með ritgerðina) en það skrítnasta sem ég er búin að vera gera af mér þarna er að baða sólstóla.

Annars hefur mér oft dottið í hug að kúnnarnir haldi að ég sé göldrótt.
Inn kemur stúlka, svona sirka 25 ára gömul með mömmu sína í eftirdragi, þetta var frekar myndarleg stelpa/kona (þess má geta að hún býr ekki í bænum þannig að það þýðir ekki að spurja), geðstirð mjög og ekkert nógu gott handa henni (örugglega e-h reykjavíkurgella), hún spyr nú samt hvernig karmellukakan sé, ég segi henni að þetta sé svona karmellukaka, -"hvernig karmellukaka?" (HVERNIG!!!!karmellu!!!) -"er'etta svona skúffukaka með karmellukremi?" -"nei, það er karmellubotn" þá verður gellan geggjað pirruð, ekkert hægt að éta þarna o.s.frv. en fær sér nú samt eitthvað.
Ég veit bara það að ef ég kæmi svona fram við einhverja afgreiðslustúlku í búð með mömmu með mér að þá myndi ég nú sennilega fá daskið þegar ég kæmi út í bíl aftur. (Ricardo vildi meina að svona fólk ætti bara að fá sér að r**a) ég hefði kannski bara átt að gefa henni súkkulaðistykki, þá hefði henni kannski liðið betur.

laugardagur, september 11, 2004

Long time no see

Jæja ég rak upp stór augu í morgunn þegar litli kisi minn hann Jón Sófus fræddi mig um það að það væri ekki smart að ganga í köflóttu og röndóttu á sama tíma. Ég sem sagt kveikti á wordinu í tölvunni minni og þá sagði hann Jón Sófus mér þetta (hann er litli hjálparmaðurinn minn í tölvunni), það var líka hann sem sagði mér að það væri ekki góð hugmynd að hlaupa með skæri, en hver gerir það svo sem.

Helst í fréttum:
-Er farin að vinna í bakaríinu, er mjög þreytt í fótunum eftir þá vinnu og hef einungis fallið í freystni í 3 skipti, 2 kleinuhringir með súkkulaði og eitt crossant með skinku og osti (geri aðrir betur)
-Held ég sé að verða eitthvað gömul því ég var sofnuð fyrir hálf ellefu í gærkvöldi (og það á föstudagskvöldi)
-Held að það sé verið að stokkera mig, alla vega hélt það á mánudaginn
-1bls þýdd í bókini, í þessari viku (verð að fara að bæta mig)
-Sá að löggan stoppaði með blikkandi ljósin á fyrir framan bakaríið í fyrradag, þá hafði einhver lagt ólöglega, það er víst stórglæpur á HÚSAVÍK
-Keypti mér skó uppá 9000kr í fyrradag (vona að það gleðji Baldvin bankadreng, sem segir að það eigi ekki að sjást í sokkana í gegnum sólann)



sunnudagur, september 05, 2004

ZZZZZ ZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZ......

ZZZZ ZZZZ ZZZZ
Nú er mín þreytt. Lenti á alveg frábæru djammi í gær (þó engin þynnka, enda það hæpið af 4 bjórum á 6 tímum). Guðný Stefáns átti stórleik (æi greyið lenti smá útundan, þegar ég talaði tungum) og sótbölvaði og tuðaði eins og...........ja.....eigum við ekki bara að segja eins og gamall KR-ingur :) :) Þetta var mjög fyndið djamm, ef djamm skyldi kalla, svo virtist sem ættingjar mínir væru ALLIR(faðir minn fremmstur í flokki, Hóddi, Hólmgrímur (pabbi Hönnu Rutar), Steini Pétur, Helga Dóra og örugglega einhverjir fleiri, þó fjarskyldir séu) mættir á svæðið svo um var að gera fyrir mig að hegða mér. Síðan um svona hálf þrjú er okkur Guðnýju smalað í pizzu í Snælandi hjá einhverjum spánverja og það má eiginlega segja það að Guðnýju hafi ekki fundist neitt gaman og það var þá sem hún bölvaði sem mest, en gaman af því.

P.S. óska eftir orðatiltæki eða málshætti sem er um að fólk eigi að gæta þess hvers það óskar. (Be careful what you wish for)

föstudagur, september 03, 2004

Einn af þessum DÖGUM

Já þetta er einn að þessum dögum í dag, ekkert að gera, rigning, ekkert að gera og meira ekkert að gera.
Ekkert komið útúr atvinnuleit minni ennþá, en eitthvað hlýtur það nú að verða...........trúi ekki öðru......þá er bara að fara í eitthvað af þessum 68% vinnum sem ég fann.......(afhverju 68%?)

Nú það helsta í fréttum er eiginlega það að þessi berjaárátta föður míns virðist eitthvað í rénun, hann fór t.d. ekkert í berjamó í gær En það var kannski bara vegna þess að það var ausandi rigning..(hann var búinn að vera fara eftir vinnu og svo aftur eftir kvöldmat) Ég verð að viðurkenna að ég var nú farin að hafa svolitlar áhyggjur af honum karlinum, ég meina það getur ekki verið eðlilegt að tala bara um ber, það er mjög takmarkað umræðuefni. Við erum að tala um það að maðurinn tönglaðist á því sama aftur og aftur (ég hélt að annahvort væri maðurinn geðveikur eða með alzheimer) og borðaði svo ber og rjóma í hálfa gjöf.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Hrakfallabálkur

Guð ég held ég geti farið að skrifa hrakfalla blogg, ég er nefnilega ótrúlegur hrakfallabálkur, sannkölluð Bridget Jones, nema ég toppa hana stundum.
Síðustu hrakföll mín eru:
*Fimmtudagur: Fór í grillveislu inn í Aðaldal (til Hildar á Búvöllum) og viltist!!!!!byrjaði á beygja upp réttann afleggjara en snéri svo við (því mér fannst ekki getað passað, að þetta væri sá rétti) og lenti næstum á Laugum. GERI AÐRIR BETUR!!!!
*Í gær:Var næstum búin að handleggsbrjóta mig með því að klemma mig á hurð, flestir klemma bara einn putta en mér dugar ekkert minna en að taka höndina af við olnboga. (var að flýta mér og fattaði að ég hafði gleymt að slökkva ljósið og teygi mig inn í herbergi en þá skellist hurðin á mig (ég hafði ýtt við henni svo hún lokaðist))
Ég ætti kannski að fara að endurskoða þetta með að fara á hjóli í vinnunna, það er ekki víst að það sé öruggt fyrir mig eða aðra............

draumar

Hefur ykkur dreymt drauma sem eru svo raunverulegir að eftir á vitiði ekki hvort þeir voru draumur eða veruleiki?
Ég held þetta hafi komið fyrir mig. Ég uppgötvaði það nefnilega þegar ég var að fara að sofa í gærkvöldi að ég hefði horft á konu labba inn í Landsbankann (ekki í venjulega innganginn, heldur hinn) með fullt fangið af risastórum gulrótum. ????? Og var ekkert að kippa mér upp við það, hjólaði bara framhjá........ Ég veit ég er oft steikt í hausnum þegar ég er búin að vinna en..........mér finnst nú skrítið að ég skuli ekki hafa kippt mér meira upp við þetta. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem mig dreymir gulrætur, því mig dreymdi einu sinni að ég væri að tína gulrætur af tómataplöntum (furðulegt nokk)

mánudagur, ágúst 30, 2004

í helgarfríi

Já ótrúlegt en satt þá fékk mín helgarfrí, það hefur nú ekki gerst síðan um Verslunarmannahelgi.
Helstu afrek helgarinnar voru:
-Að fara uppí Mývó með Ástu, Baldvini og Hildi. Höfðinn skoðaður, baðlónið og borgari á Gamla bænum prófað. 60°c í gufu, heitt!!!
-Þóttist ekki skilja spænsku í baðlóninu. Algerir dóna-spánverjar þar á ferð, kommenteruðu á appelsínuhúð miðaldrakvenna sem gengu niður stiga (framhjá þeim)!!!! vona að þær hafi ekki skilið spænsku heldur
-Heimsókn til Hódda, Rósu og Tryggva Snæs, komið í veg fyrir að Tryggvi færi að sofa á réttum tíma.
-12 bls þýddar í bókinni, þá er mín bara komin á bls 35, aðeins 80 blaðsíður eftir.
-Áfengis neytt: 0 einingar (nokkuð góður árangur!)
-Kg: -3 (síðan byrjun ág)

Ps. ég held að í dag hafi ég fengið óvenjulegustu spurningu sem ég hef fengið . "heyrðu ég keypti svona fiskibollur í vagúmpakka, -hvernig eldarðu það?"



föstudagur, ágúst 27, 2004

Að úða eða ekki úða

Jæja nú er sumarið að verða búið og fólk hætt að úða.
Ætli það sé ekki merki um gott sumar þegar þú getur séð úðara í hverjum garði. Reynar fannst mér fólk fara fullgeist í úðarana sumstaðar. Þið vitið að sumir eru með alveg fullt af grjóti eða hellum og einhverjar nokkrar plöntur á strjáli. Ég varð svoltið vör við það í sumar að fólk væri með úðarann á þetta grjót hjá sér, reyndar hefur mér skilis að það sé alveg óþarfi að vökva grjót þannig að mér fannst nú hinn mesti óþarfi að vera með úðarann á þessar 5 stjúpur þarna í beðinu, sennilega hefði verið nóg að fara með tveggja lítra gosflösku þarna í beðið. Einnig skilst mér að það sé óþarfi að vökva bíla og þvott á snúrum. Nágrannar mínir voru nefnilega svoltið í því að vökva bílinn hjá foreldrum mínum, okkur til ómældrar gleði, það er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að keyra um á doppóttum bíl þegar rykið skolast til á bílnum. Það reyndar slapp til með þvottinn en það var oft mjótt á munum, um hvort okkar hefði betur við eða úðarinn.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Helst í fréttum

Þetta er tuttugasti og annar dagurinn sem ég vinn í röð, hef ekkert fengið frí síðan 4.ágúst, er að verða svoltið erfið á fætur á morgnana, geisp!!!!
Annars sá ég eftir því að hafa sofnað með hárið hálf blautt í gærkveldi því ég vaknaði með það alveg súper-dúper krullað öðrumegin en miklu minna krullað hinumegin, svo það var lítið annað hægt að gera nema skella teyju í það. (Vá hvað ég er farin að eiga lítið líf þegar ég er farin að tala um hárið á mér á blogginu)

Annars er ég nú svona í startholunum með BA-verkefnið mitt, ætla reyna skúbba því af í vetur, samt á það ekkert að vera neitt skúbbilegt, það á að vera 10e verkefni sem þýðir held ég svona sirka 60 blaðsíður+þýðinguna mína og á að skilast í fjórum eintökum, mér liggur við yfirliði þegar ég hugsa um þetta. (Ætli ég geti afsakað svona 1,2,3 ferðir til Reykjavíkur með ritgerðinni???? Kennarinn minn er náttúrulega í Reykjavík, ég þyrfti nú kannski að hitta hana einhverntímann)

Fólk virðist almennt hafa einsett sér að eyðileggja heilsuátakið mitt, Helgi bróðir kom áðan og gaf mér súkkulaði og svo er ég að fara í grillveislu um helgina...........hvað haldiði að verði um heilsuátakið mitt þá?!!!


miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Dagurinn í dag

Rólegt í vinnunni
*Mogginn: Maður í Frakklandi sendur í geðrannsókn eftir að hann braut niður vegg í íbúð sinni til að stækka íbúð sína og fræðir lögguna um að hann sé Faraó þegar hún hefur afskipti af honum. Maðurinn bjó víst í blokk. (ekki skrítið þótt löggan hefði afskipti af honum þegar hann hóf að brjóta veggi-kominn inní íbúð hjá öðrum)
*Frönsk börn eru algerar dúllur þegar þau tala: 2 ára dreng rekur í rogastans þegar hann sér skrifborðið mitt/bátinn -"maman, c´est un bateau!"
*Einhver voða sniðugur dreifir pappír útum allt inn á klósti (daglegur viðburður)
*Einhver verður pirraður yfir því að ég viti ekki um neinn sem getur farið með hann í hvalaskoðunn, vill ekki fara með þessum tveim fyrirtækjum sem eru hérna (nánös!!)
*Laga 120 sinnum til í bæklingunum, það virðst ómögulegt að setja bæklingana á sinn stað aftur.
*Einhver spyr hvað kaffið kosti, einhver spyr eftir safnahúsinu, hvalamiðstöðinni, sundlauginni, rútuferðum, Selum, Lundum, náttúrulegum laugum........
*Mogginn: Michael Jackson ekki misþyrmt við handtöku en hann er að fara í enn eina lýtaaðgerðina, þarf að bæta á nefið á honum með pörtum úr eyrunum. (Þá verður hann eyrnalaus greyið). Þórey Edda í 5ta sæti........
*Verð ringluð við að horfa á viftuna snúast í loftinu
*Er að pæla í að telja bílana sem keyra framhjá,,,,,,,,,,,,,,,

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

hvað verð ég

by meteoric
Quiz created with MemeGen!

Sko...............

Sko..........ég veit að það er mjög sérstakt að það stytti upp í Reykjavík og nágreni og það sé gott veður og jafnvel að hitinn fari upp fyrir 25 stigin, en það er ekki svo merkilegt að það þurfi að tala um það næstu 2 vikurnar. Get over it!!!!! Og það er engin ástæða til að fara grípa til varúðarráðstafana vegna hita. í guðana bænum, það er kominn 24.ág og það er eiginlega borin von að fólk fari að kafna úr hita héðan af á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta er að ég rakst á dálkí Fréttablaðinu í gær með ráðum til að berjast við hitann. "Ekki kafna úr hita" var titillinn, EKKI KAFNA ÚR HITA!!!! hverjar eru líkurnar á því á íslandi, ekki miklar geri ég ráð fyrir, þó það hafi nú komið upp undir 30 stig þá eru ekki miklar líkur á að þú kafnir úr hita, ég held að hitinn þurfi nú að vera kominn yfir 40 gráður til þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af því, og á íslandi er það nú nokkurn veginn borin von............
En ég ætla nú samt að leifa ykkur að heyra ráðin.

Nokkur einföld svölunarráð: (ekki svo einföld á íslandi)

*Opnaðu gluggana og notaðu færanlega viftu eða loftvifu í staðinn fyrir loftkælingarkerfið. Smá hreyfing á lofti getur gert húsið þitt mun svalara. (Eru margir með Loftkælingu á íslandi?)

*Fáðu þér tímastillta loftkælingu þarsem þú getur stillt hitastigið á kvöldin eða þegar enginn er heima.(Ég endurtek eru margir með Loftkælingu á ísl??)

*Ekki setja lampa eða sjónvörp nálægt lofkælingarkerfinu þar sem hitinn frá tækjunum ruglar loftkælinguna í ríminu.(Loftkæling???)

* Settu upp hvít gluggatjöld til að halda hitanum frá húsinu.(Já alveg möguleiki)

*Notaðu viftu ásamt loftkælingarkerfinu til að breiða kalda loftið um allt húsið.(Loftkælingu???)

*Dragðu fyrir þá glugga á daginn sem snúa í suður eða vestur.(alveg möguleiki)

*Settu sólarfilmu í gluggana sem snúa í suður.

*Þurkaðu leirtauið í höndunum í staðinn fyrir að nota uppþvottavélina. (ég held að það verði aldrei svo heitt að ég nenni því)

*Notaðu örbylgjuofn í staðinn fyri þennan hefðbundan ofn.
(?????ég veit að ofninn hitar upp eldhúsið en..........???Er þetta ekki óþarfa stjórn)

*Slökktu á tölvunni og skjánum þegar það er ekki í notkunn.(já það drepur víst engann)

*Reyndu að stinga sem flestum rafmagnstækjum í samband við millistykki og slökktu á millistykkinu þegar þú ert ekki að nota rafmagnstækin.(jæja það skaðar engann að spara rafmagnið og tækin gefa frá sér hita þegar þau eru í sambandi)

*Farðu í sturtu í staðinn fyrir bað til að minnka notkunn á heita vatninu (Bíddu er ekki nóg af því í krananum á Íslandi)

Þetta eru góð ráð á Spáni þarsem notað er rafmagn til að hita vatn, rafmagn og vatn til í loftkælingarnar, og yfir allt sumarið rafmagnsnotkunn landans fréttnæmt efni (ég er ekki að spauga með þetta það var fréttnæmt ef notað var minna rafmagn á Spáni heldur deginum áður og líka ef minna var notað!!!!)


En jæja boðskapurinn hjá mér var eiginlega, heimsku Reykvíkingar sem skrifið í Fréttablaðið, það er borin von að fólk kafni úr hita á íslandi nema það læsist inni í gufubaði eða eitthvað svoleiðis

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Stórlétt

Mér stórlétti þegar ég kom í vinnuna í morgunn.
Ástæðan var ekki sú að ég þyrfti að komast langt, langt í burt frá fjölskyldu minni, heldur var hún sú að ástandið á ferðamannaklóstinu sem ég þarf að þrífa var bara alls ekki slæm (Guði sé lof!!!!)´og ég sem var búi að ímynda mér það alversta. Ég sá það alveg fyrir mér að það yrði ástandið yrði ekki gott, auðvitað yrði einhver búinn að míga út um allt (það ætti í raun skylda alla karlmenn til að pissa sitjandi, það er hvort eð´er þeim fyrir bestu, verndar blöðruhálskirtilinn eða pissublöðruna eða eitthvað, man bara ekki alveg hvað það var) eða (eins og Hermann bróðir orðar það)frussuprumpa upp um alla veggi ---mér skilst það á fólki sem hefur unnið á svona stöðum þar sem erlendir ferðamenn hafa verið að fara á klóstið að það hafi einmitt lent í svona þrifum------og hvorki líkamlegt né andlegt ástand mitt bauð upp á svona hasar í dag

Auglýsingar

Vitiði þetta er sú allra heimskulegasta auglýsing sem ég hef séð


Helgina 3.-5. september bjóðum við pörum flug og
gistingu á Holiday Inn Bloomsbury í London á
einstaklega rómantísku verði.

Flug og gisting í tvær nætur 24.900 kr.

Það er ekki hægt annað en verða skotin(n) í
tilhugsuninni um að deila herbergi með sínum
elskulega/elskulegu yfir helgi í þessari
iðandi stórborg sem hefur upp á allt að bjóða.



Guð!!!ég vona að enginn hafi fallið fyrir þessari EINSTAKLEGA hallærislegu auglysingu

laugardagur, ágúst 21, 2004

Heimskort hálvitana

Svona getur fólk verið gáfulegt

föstudagur, ágúst 20, 2004

ilmsprey

Mér datt það í hug áðan þegar ég var að kaupa lyktarsprey í dag, fyrir klóstið í vinnunni minni (sem mér skildist að stinkaði) þegar við Edda vorum í Hrísey. Við fórum á einhvern bar (ótrúlegt þegar við 2 eigum í hlut). Þegar maður fór svo inn á klósett á þessum bar sprautaðist alltaf ilmsprey út í loftið í hvert skipti sem maður fór inn, það var einhver svona dæla tengd við hurðina. Síðan þá hef ég eiginlega hatað ilmsprey því að eftir kvöldið var maður farinn að lykta eins og klóstið því að þegar maður kom þarna inn sprautaðist ilmspreyið yfir mann. Edda brást hin versta við, hún átti víst ilmvatn heima hjá sér.

Sumir eru fyndnari en aðrir

ha ha ha (ja ja ja, á spænsku)Það komu til mín spánverjar áðan, ha ha ha, við erum búin að spjalla í svolitla stund þegar ég tek eftir að bæklingarnir sem þau eru með eru allir á þýsku.......ég get náttúrulega ekki setið á mér og spyr þau hvort þau ætli að lesa þetta á þýsku.........þá segist konan ekki skilja neitt hvort eð er.............og maðurinn bætir við "mér finnst nú best þegar hlutirnir eru á íslensku, það er svo skemmtilegt að að ímynda sér hvað gæti staðið í bæklingunum" (skemmtilega kaldhæðinn maður)ha ha ha (og mig grunar að þetta hafi verið svona had to be there moment)

Blogg hjá ókunnugum

Núna er ég sorgleg, núna er ég farin að skoða blogg hjá fólki sem ég kann engin skil á, bara eitthvað sem ég datt bara óvart inná, á vafri mínu á netinu. Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er að ég datt inn á alveg bráðfyndið blogg hjá stelpu sem varð fyrir þeirri óheppilegu lífsreynslu að vera fletta fréttablaðinu og hvað haldiði að hún rekist á .........................nú einhvern fyrrverandi kærasta á brókinni í einhverri auglýsingu. Mig rámar reyndar í að ein af vinkonum mínum (sem er, by the way, ekki ég!)hafi lent í svipaðri lífsreynslu nema það var sjónvarpsauglýsing, sem var tekin í Bláa Lóninu eða í sundlaug eða eitthvað. Vinkona mín var ekki par hrifin. Þemað í þessari auglýsingu var að vísu næpuhvíti nödda-strákurinn (alls ekki lýsing á þessum dreng svona í alvörunni) og 2xbikínigellur, ég held að það hafi verið verið að auglýsa Pottþétt diskana (Guð, ég vona að ég verði ekki myrt fyrir að segja frá þessu)Man einhver eftir þessu?
Annars brugðust þessar tvær við á mjög svipaðan, þ.e. með því að skilja ekkert í sjálfum sér

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Sumir eru hressari en aðrir

Þetta er að vísu á ensku, en þessi var nú aldeilis hress

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Pyntingatæki

Allt í rólegheitum í dag, lítið að gera og ég að bíða eftir bæklingunum mínum svo ég geti sett þá upp í hillu.
Það eina sem er frásögu færandi núna í dag er að ég fór á hjólinu hans Helga í vinnunna, annann daginn í röð og núna er ég að deyja í rassinum, ég veit ekki hverskonar pyntingatæki þetta hjól er en ástæðan er kannski sú að Helgi bróðir er einum 20 sentimetrum hærri en ég og því er svoltið langt niður á pedalana fyrir mig, en ég samt að hugsa um að leiða það heim.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Guðdómlegt hús

Eitt er víst að ég verð í góðu skapi í allann dag.
Það komu nefnilega frakkar með ferðahandbók áðan og spurðu um kirkjuna og bentu á einhvern texta þar sem fyrirsögnin var "kirkjan" og við hliðina var mynd af húsinu hjá Helgu Nínu (fyrrverandi leikskólastjóra og virðulegri frú) og.........hvað heitir maðurinn hennar???? og voru þessi frönsku hjón að leita af akkúrat þessarri kirkju.
Ég veit að húsið hennar Helgu Nínu er alveg sérstaklega virðulegt hús en............ekki er það kirkjan.......nema eitthvað hafi farið framhjá mér. (Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta svona timburhús í svoltið svona svissneskum/sumarbústaða stíl, með svölum og kvistgluggum (enginn kross á þakinu eða neitt)) Kannski er Helga Nína búin að stofna sértrúarsöfnuð, en ég er ekki búin að heyra af því.......svo.......
Ég kunni samt eiginlega ekki við að benda þeim á húsið hennar Helgu Nínu, ef ske kynni að þau myndu banka uppá og heimta að fá að skoða "kirkjuna", ég er ekkert viss um að Helga Nína hefði húmor fyrir því.
Ætli höfundar þessarrar bókar hafi vitað að þetta væri ekki kirkjan og bara verið að spauga í fólki????

mánudagur, ágúst 16, 2004

Góð byrjun????

Hafiði tekið eftir því að ef að dagar byrja illa þá skiptir stundum engu máli hvað þið reynið að taka ykkur fyrir hendur, ekkert gengur upp. Þið gætuð allt eins bara skriðið upp í rúm strax og beðið eftir næsta degi.

Ég finn það á mér að þessi dagur á eftir að verða vondur, mjög vondur.
Þetta byrjaði allt á því að ég svaf næstum yfir mig. Klukkan hringdi í morgunn, ég slökkti á henni og hélt svo áfram að kúra, vakna svo með andfælum, sjitt hvað er klukkan???! En ég náði samt á réttum tíma í vinnuna, eina mínútu í
Og hvað haldiði að hafi beðið eftir mér, stíflað klósett!!!! Þú þarft annað hvort að vera hálfiti til að stífla klósett á Íslandi eða hreinlega að gera það viljandi. Það er ekki eins og þetta sé Hondúras þar sem ekki má sturta klósettpappírnum niður...........
Það lá við að ég trompaðist í morgunn þegar ég sá þetta, þótt mér finnist það alveg frábært að fá að byrja morgunninn á að þrífa klósett, þá finnst mér það fullmikið af því góða að þurfa að fara dýfa höndunum(í hönskum) ofan í klósett að veiða fljótandi klósettpappír uppúr gulleitu vatni fullu af skítatægjum. Helvítis vanþakklátu útlendingar!!!!!!

laugardagur, ágúst 14, 2004

Hver er ég?

CENTER>The Completely Pointless Personality Quiz
The Completely Pointless Personality Quiz
TABLE WIDTH="304" BGCOLOR="#51336D" CELLPADDING="2" CELLSPACING="0" ALIGN="CENTER">
Quiz Me
Svanlaug was
a Talented Cook
in a past life.

Discover your past lives @ Quiz Me



Frábært í fyrra lífi var ég kokkur, nú er ég mörgæs

Hei! Konur eru líka fólk!

Hingað til hef ég nú ekki talið mig meðal gallhörðustu femínista en mér finnst alveg vera tákmörk fyrir karlrembunni. Ég var að lesa viðtal við einhverja rappara í Fréttablaðinu í morgunn og ég verð eiginlega að viðurkenna að þeir fóru nett í pirrurnar á mér. Sennilega er borin von að þér þarna Young Buck og LLoyd Banks úr G-unit vaði í vitinu og reyndar grunar mig að það vanti eitthvað í hausinn á þeim sem stoppar þá frá að segja allskonar vitleysu.

"Það væri hálf erfitt að standa fyrir framan krakkana án þess að hafa eitthvað. Maður verður að hafa eitthvað til þess að sýna velgengnina, hvort það er skartgripur eða glæsilegur kvennmaður".

Já já það skiptir greinilega engu máli hvort það er skartgripur eða kona.
Þeir vildu reyndar meina að þetta snérist ekki bara um "peninga og kerlingar". Hvað er annars málið með þetta orð "kerlingar", síðan hvenær fóru menn að nota það almenn yfir konur? Þegar ég heyri þetta orð, held ég alltaf að það sé verið að tala um konur á elliheimilinu. Reyndar finnst mér orðið kall hafa svipaða "niðrandi" merkingu og dettur mér alltaf í hug þegar ég heyri setninguna "já x er komin með kall" að þessi x hafi náð sér í bekkjarbróður afa síns eða eitthvað því um líkt.
Reyndar finnst mér alveg stórmerkilegt að þetta rapp og R&B skuli eiga þvílíkum vinsældum að fagna hérna á Íslandi (Mér finnst það leiðinlegra en allt) þar sem textarnir endurspegla ekki beint íslenskann veruleika. það er til dæmis ekki almennt vandamál á íslandi að fólk sé skotið úti á götu í íbúðahverfum, eða bara skotið út á götu yfirleitt, mig grunar að það sé ekki æðsti draumur fólks hérna á íslandi að geta borgað reikningana sína, alla vegana hefur það ekki verið temað hjá íslensku tónlistarfólki hingað til (ég man eftir ótrúlega vinsælu lagi fyrir nokkrum árum sem snérist um það að einhver kærasti lifði á stelpu, keyrði bílinn hennar, notaði símann hennar og borgaði svo aldrei neitt!!!!) Og ekki hef ég heyrt um að það sé fjöldi fólk sem lifir svokölluðu götulífi vegna fátæktar og/eða menntunarleysis. Götufólkið okkar eru yfirleitt alkar, eitulyfjaneitendur og/eða fólk með einhver geðrænvandamál.

"Demantarnir, bílarnir og kellingarnar í myndböndunum eru tákn um verðlaunin sem þú getur fengið ef þú spilar þennann leik."
Hvaða leik? Er ekkert í hausnum á þessum mönnum?

föstudagur, ágúst 13, 2004

Er eitthvað sem ég er að missa af?

Það hvarflaði svona rétt aðeins að mér í morgunn að ég væri búin að lifa í lygi alla mína ævi. Að allt það sem ég hef gengið að sem vísu væri bara bölvuð vitleysa, t.d. það að þegar er þoka og tíu stiga hiti þurfi maður að klæðast meiri fötum en þegar er 23 stiga hiti og sól. Þessu velti ég fyrir mér um leið og ég fylgdist með hlýrabolsklæddum súkkulaðidreng svamla í gegnum torfu af pollagallaklæddum túristum. Já hann stakk svo sannarlega í stúfa þessi drengur þarna.
Annars hef ég orðið nokkuð vör við það að einmitt þessarri týpu að drengjum virðist vera heitara en okkur hinum. Þið þekkið kannski ekki þessa týpu sem klæðist alltaf hlýrabolum eða prjónavestum, gallabuxum (á spáni hörbuxum), fer í ljós 3var í viku, með tattú sem nær utan um annann upphandlegginn og er oftast nær með aflitað eða kolsvart hár. (Alger klisja)
Er skylda að ganga í hlýrabol ef þú ferð 3var í ljós í viku og ert með tattú? Eða kemur það í veg fyrir að þér verði kalt? Eða er það kannski bara minna kúl að ganga í peysu? Guð forði þér frá því að missa kúlið, betra hlýtur nú að vera að drepast úr lungnabólgu

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

The Icelandic phallological museum

Eins og þið kannski flest vitið þá er ég að vinna í ferðamanna upplýsingum og merkilegt nokk þá spyr fólk mig oft hvað það eigi að gera hérna í þessum bæ og þá má ég náttúrulega fara að telja upp, hvalaskoðun, safnahúsið, hvalamiðstöðin, reðasafnið, skrúðgarðurinn, vatnið o.s.frv. Verst finnst mér nú eiginlega þegar ég þarf nú að fara vísa þeim á reðasafnið, phallological er nú ekki mjög lýsandi orð, og oft þarf ég að fara út í einhverjar meiri lýsingar. Afhverju gat þetta ekki bara heitið the penis museum?

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Hvað gengur sumu fólki til

Geisp geisp. Ég er búin að vera í vinnunni stanslaust síðan fyrir níu í morgunn, vildi óska að það nennti einhver að tala við mig.
Annars hefur það hvarflað að mér að ég sé alger snobbhæna, ég nefnilega er svoltið í því að taka eftir furðulegum múnderingum, ja á allakanta. Til dæmis varð ég vör við mann sem sem var sköllóttur, með örugglega mjög sítt að aftan því hann greiddi hárið aftan af hnakkanum og yfir skallann og festi svo herlegheitin með spennu í einhver örfá hár ofan við ennið. Hvað ætli þessi maður hafi verið að pæla þegar hann fór að heimann? Heldur hann að maður taki eitthvað minna eftir því að hann sé sköllóttur þegar hann er svona????? Er ekki bara málið að snoða sig þegar hárstaðan er svona????? (Hilda Rós ætlaði að fara fram á við Roberto að hann greiddi sér svona, smekkur fólks er greinilega misjafn)
Síðan kom maður hérna í gær sem var í svona líka skemmtilega barbie-bleikri skirtu, er ekki enn búin að átta mig á hvað honum gekk til, þar að auki var hann með sítt rautt skegg og skalla og sítt að aftan, alstaðar hár nema bara rétt á toppnum.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Sri er fundin og sænski póstpokinn líka

Ég eiginlega sprakk úr hlátri þegar það kom í fréttum að líkið af henni Sri hefði fundist í morgunn. Ekki það að mér finnist eitthvað skemmtilegt við það að fyrrverandi sambýlismaður hennar hefði tekið sig til og stútað henni, heldur vorum við Helgi bróðir búin að tala um það í gærkvöldi að það væri nú svoltið fyndið ef henni hefði svo ekkert verið hent í sjóinn, og það var einmitt það sem gerðist. Hún Sri fannst bara í gjótu við Hafnarfjörð og björgunarsveitirnar búnar að sitja yfir einhverju rekaldi í tvo daga, það hlýtur að vera svekkjandi fyrir þá.
Það er samt eitt sem ég hef velt svoltið fyrir mér í þessu máli.
Hvar fær maður drappaða sænska póstpoka? Er ég að missa af einhverju? Er þetta til á öllum heimilum nema mínu? Er þetta eitthvað svipað og með bláu fótanuddtækin um árið? (sem reyndar myndi skýra það afhverju það er ekki til drappaður sænskur póstpoki heima hjá mér, það hefur heldur aldrei verið til fótanuddtæki, hvorki blátt né öðruvísi) Hvar nær maður í drappaðan sænskann póstpoka (sem ég gat nú ekki betur séð en að væri grár í sjónvarpinu)?

fimmtudagur, júlí 29, 2004

vinnan

Já annar vinnudagur búinn, og búin að tala við ótrúlegasta "fólk", vegagerðina, hvalaskoðunarfyrirtæki, skattstofuna, hótel, rútubílstjóra, fólk sem vill borða lunda svo fátt lítið sé upptalið. Undirbúa íslandsferðina fyrir einhverja frakka sem eru búnir að koma trekk í trekk, ég er eiginlega farin að halda að þau séu bara að koma til að hitta mig.

Hvernig snobbari ert þú?

HASH(0x89f0c3c)
You speak eloquently and have seemingly read every
book ever published. You are a fountain of
endless (sometimes useless) knowledge, and
never fail to impress at a party.What people love: You can answer almost any
question people ask, and have thus been
nicknamed Jeeves.What people hate: You constantly correct their
grammar and insult their paperbacks.

What Kind of Elitist Are You?
brought to you by

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hvað er EIGINLEGA að?????

Ég veit ekki hvort einhverjum öðrum hefur orðið á að horfa á Húsavíkursjónavarpið nýlega en upp á síðkastið hefur oft hvarflað að mér að ég hafi óvart ferðast í tíma. Nú fyrir þá sem ekki vita þá er verið að sýna tónlistarmyndbönd á þessarri stöð og þar að auki allann daginn, það er svo sem ekkert að því enda finnst mér það hin ágætasta skemmtun að horfa á tónlistarmyndbönd og ég væri nú sennilega ekkert að minnast á þetta nema bara af því að ekkert kom út á þessu ári. Lunginn af þessum myndböndum er af níunda áratug síðustu aldar. Áðan sá ég til dæmis myndband með David nokkrum Bowie þar sem hann var einmitt íklæddur leðurbuxum, ber að ofan og með sítt að aftan (sem mig grunar reyndar að sé að koma aftur í tísku, mér til ómældar ánægju ;( )
Við systkinin höfum jafnframt verið að velta svoltið fyrir okkur tónlistarvali Frikka í Bókabúðinni. Hvernig stendur á því að hann velur svona mikið af Tekknói? Maður sér hann nú ekki beint fyrir sér vera að dansa við það. Og hvað er með öll þessi lög með AHA (eða hvernig það er nú skrifað)?
Hvernig stendur á því að það er farið að sýna tónlistarmyndbönd þarna allann daginn? Er kannski búið að sýna öll leikrit sem sett hafa verið upp í bænum? Og kannski öll heimamyndbönd líka?

Hostage-situation á Stórhól

Ég heyrði alveg snilldar sögu af ungum, virkum dreng í dag (þess má geta að drengur þessi er kominn til vits og ára og hefur róast þó nokkuð síðan þetta gerðist)
Dag einn var faðir drengsinns að verka siginn fisk fyrir utan hús fjölskyldunnar á Stórhól. Faðirinn bregður sér inn í kaffi og skilur hnífinn eftir á borði þarna utan við húsið. Þegar faðirinn kemur aftur út er hnífurinn horfinn og undarlega hljótt orðið í hverfinu, þar sem venjulega heyrðust hávaði og læti í krökkum við leik. Nú voru góð ráð dýr, því föðurinn grunaði um leið hvar hundurinn lægi grafinn (ekki það að hann grunaði að hnífurinn hefði verið notaður til að drepa hund) Drengurinn hafði numið hnífinn á brott og fer faðirinn strax að leita og finnur drenginn í bílskúrsskoti við Stórhól 9 með eina tíu krakka í gíslingu. Þess má geta að drengurinn sem um er rætt var einungis fjögura ára þegar þetta gerðist og því ekki sakhæfur.

Trabajo trabajo trabajo

Jæja þá er mín bara komin með vinnu og allt. Í upplýsingabásnum í Strax, mér skilst að vinnan snúist einna helst um það að taka á móti fólki í kaffi og spila tetris, nei nei, fólk má sko alveg koma í heimsókn til mín (milli 2 og 4, er rólegast, þ.e. ef ég er þarna) en vinnan snýst um það að halda túristunum í bænum og láta þá gera sem mest. og hjálpa þeim náttúrulega, virðist mér við fyrstu sýn að áhugi kvennkyns túrista á lundum sé í hæstafalli óeðlileg...........það væri örugglega hægt að selja miða í lundaskoðunnarferðir!!!!!!(Voða spennó!!!)
Jæja best að fara út og njóta góða veðrisins(eða hvernig maður segir það)

 

mánudagur, júlí 26, 2004

Jú jú ég er á lífi

Púff nú er orðið svoltið síðan ég bloggaði síðast, ja einir 2-3 dagar en jæja, er svosem ekki búin að vera gera neitt, bara leita af vinnu og taka til eftir bræður mína, sem síðan kvörtuðu yfir því að það væri ekki farið inn í herbergi hjá þeim, óhreinu fötin sótt og svo dúkkuðu þau bara upp hrein í fataskápnum, einnig  kvörtuðu þeir yfir því að diskarnir færu ekki sjálfir í uppþvottavélina. (síðan hvernær hafa þeir gert það!?)
Nú ekki hefur mikið markvert gerst þessa dagana nema það að foreldrar mínir eru komnir heim úr Danaveldi og höfðu talsvert góss með sér og í dag fór ég með Hóffý og Grétari Þór að gefa öndunum, það var fínt og endurnar mjög gráðugar þótt ég sé svona nokkuð viss um að Grétar hafi nú lítið verið að gefa öndunum að sínu brauði, heldur hafi hann mestmegnis verið að japla á því sjálfur, eins og börn gera einmitt oft.


fimmtudagur, júlí 22, 2004

BA pælingar

      Barn þarfnast níu mánaða til að fæðast en einungis eina sekúndu þarf til að maður deyji. Ein mínúta var nóg til að breyta lífi mínu. Mínútan þegar síminn hringdi og fjarlæg rödd Jean Charles ýtti mér út í leit sem ég endaði á að týna mér í.
     Jean Charles hafði verið besti vinur minn. Það voru aðrir tímar, orðatiltæki eins og “besti vinur” höfðu ekki einungis þýðingu heldur voru þau oft notuð.
    Á einni mínútu á októberkvöldi braust vinur minn inn í líf mitt með ærandi hringingu símans.
    -Antonio, Antonio..-Ég þekkti röddina ekki aftur, en hún mælti nafn mitt-. Antonio, þú verður að hjálpa mér.
    Klikk. Sambandið slitnaði. Ég kannaðist við röddina, jafvel þótt ég hefði ekki heyrt hana í marga mánuði.
    Síminn hringir aftur. Núna jú.
   -Antonio, þetta er Jean Charles...-og aftur bylja klikkin á tólinu hjá mér.
   Þetta var, hafði alltaf verið rödd vinar míns, Jean Charles, ef orðið vinur hafði einhverja þýðingu fyrir mig ennþá.
   Ég ýtti við uppþornuðu eintaki af El banquete eftir Platón og heilu fjalli af myndasögum eftir Milo Manara með fætinum, þar til ég sá bók með rauðri kápu, þar sem ég geymdi líf mitt, koma undan bunkanum. Þarna geymdi ég símanúmer Jean Charles. Áður fyrr kunni ég það utan af en ég gleymdi því daginn sem ég kom að Ofélie með öðrum manni.
   Mér hefur alltaf fundist að það væri hægt að vita hvort einhver væri heima bara á hljóðinu á hringingunni; þetta málmkennda hljóð bar vitni um að hann væri ekki heima. Hann hafði ekki hringt í mig heiman frá sér. Enginn getur talað með örvæntingarfullri röddu sitjandi á þægilega indverka rúminu hans Jean.
   Í þriðju tilraun svaraði kona drukkinni röddu: “Jean Charles býr ekki lengur hér”.En hann hafði hringt í mig af einhverjum óþekktum stað, og mælt furðulega hræddri röddu. Jean Charles var án efa furðulegur maður, en eitthvað skelfilegt hlaut að hafa hent hann til þess að hann.............................

 Langar einhvern til að heyra meira????(Commentin!!!)

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Í djúpum..............

Hemmi bróðir á afmæli í dag (til hamingju með það!!) en það væri nú ekki til frásögu færandi nema af því að ég er einmitt að passa hann núna. (foreldrarnir í Danmörku) Mamma hringdi í  mig í gær og fræddi mig um það að litla barnið hennar ætti afmæli daginn eftir (reyndar þurfti hún líka að minna afmælisbarnið á það sama) og var óskað eftir því að ég myndi baka handa honum. (já og þarna liggur hundurinn grafinn) Helvítins kakan.
Já eftir að hafa talað við móður mína, spyr ég Hermann  hvað baka skuli og byrjar hann á því að óska eftir einhverju marens dóti með ávöxtum, súkkulaði og ég veit ekki hverju (no way in hell!!!) og var þá sæst á köku með súkkulaðirjóma og perum, hljómar nógu einfallt en er það ekki.
Byrjaði á að baka eitthvað sem heitir svampbotnar, það var svona nokkurn vegin hálvitahellt, líka það að setja inn í þessa köku, en svo var það helvítins súkkulaðirjóminn....................sem skildi sig tvisvar!!!! Ekki spyrja mig af hverju, ég skil það ekki.................kannski að einhver hafi hrekkt kúna sem rjóminn kom úr, eða eitthvað, eða hann hafi verið gallaður, eða að ég hafi bara ekki haft hugmynd um það sem ég var að gera (sem mér finnst reyndar líklegra).      Nú jæja, nú var Hemmi kominn ofan í skálina hjá mér og búinn að taka stjórnina, hann reyndar var búinn að hafa yfirumsjón yfir þessu öllu saman og það var honum að kenna að rjóminn skyldi sig í fyrra skiptið.
Nú jæja rjóminn komst svo loksins á kökuna í þriðju tilraun og situr núna í ískápnum, spurningin er hvort við tímum nokkuð að borða hana, en við erum alla vegana búin að taka mynd....

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Sagan af bláa reiðhjólinu


 Posted by Hello Ég þekki stelpu sem heitir Didi og þetta er hjólið hennar. Nema hvað Didi þessi er mjög óheppin ung stúlka og má eiginlega segja sem svo að við höfum verið óhullt í Valencia í þann tíma sem hún var þar. Aumingja Didi fór til Valencia til að læra spænsku, eins og svo margir aðrir, en svo óheppilega vildi til að Didi kynntist öllum verstu hliðum Valenciaborgar og var satt að segja farin að sjá eftir því að hafa komið.
Í fyrstu vikunni sinni í Valencia fór Didi á ströndina og skildi fartölvuna sína og gsm-síma eftir í íbúð vinar svo hún yrði nú ekki rænd á ströndinni. En svo óheppilega vildi til að þegar Didi og vinurinn komu heim af ströndinni að búið var að brjótast inn í íbúðina og auðvitað hafði þessi óprúttni aðilli haft tölvuna hennar og símann á brott með sér.  Nú myndu margir halda að þessi manneskja gæti nú andað rólegar því ólíklegt sé að fleira af svipuðum toga gæti hent sömu manneskjuna í miljóna borg. En nei nei, það væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að hún Didi bjó með rúmensku pari og tók maðurinn þessu rosalega ástfóstri við hana, þannig að hún átti nánast því fótum fjör að launa.
Rúmenski maðurinn:(á meðan Didi borðar morgunnmatinn)-Þú ert svo falleg     -þú ert svo falleg     -Alveg eins og Tiramisú. (Hver yrði nú ekki upp með sér við svona hól?)
Síðan bankaði rúmenski maðurinn uppá hjá Didi einn morguninn, Didi opnar dyrnar, og hvað haldiði???? Þá stóð maðurinn alsber fyrir utan dyrnar hjá henni og sagðist vilja fara með henni á ströndina. Þennann dag flutti Didi út. (ljái henni hver sem vill) Og einmitt þennann dag flutti hún inn til okkar og var í nokkra daga þar til hún var búin að finna nýja íbúð. Daginn eftir komst Didi að því að kærastinn hennar væri búinn að vera týndur í Alaska í viku, þ.e. hann hafði ekki skilað sér á réttum tíma úr kajakferð sem hann hafði farið í með vini sínum.
Enn gæti fólk haldið að nú væri hrakförum Didiar lokið en nei svo er nú ekki því að u.þ.b. viku seinna fer Didi á hjólinu sínu í partý í Ciudad de Artes y Ciencias og ekki vill betur til en svo að forláta bláa reiðhjólinu hennar er stolið.
Og enn gæti fólki dottið í hug að loksins væri hrakförum Didiar lokið en nokkrum dögum síðar fer Didi á djammið í Carmen og í þetta skiptið var hún vel undirbúin, enginn átti að geta rænt hana. Didi hafði fjárfest í hengilás á veskið sitt. En samt sem áður tekst óprúttnum aðillum að hafa á brott með sér nýja símann hennar Didiar sem hafði einmitt verið í veskinu með hengilásnum. Einhver galdramaður þar á ferð.
Þess má geta svona í lokin að ég var aldrei rænd í Valencia, reyndar þekki ég tvær aðrar stelpur sem voru rændar en engann sem var svona óendanlega óheppinn eins og Didi
 

mánudagur, júlí 19, 2004

Tölvu-fötlun...er það til?

Já ég er sko sannarlega fötluð á tölvusviðinu. Þetta blogg er hreinlega að gera útaf við mig og ég hreinlega trúi því ekki að ég sé svona vitlaus. Mér er búnir að takast ótrúlegustu hlutir síðan ég opnaði þetta blogg í gær, þar á meðal klúðra hlutunum þannig að ekkert sjáist á skjánum nema hornklofar,örvar, strik og bara læti. Það er alveg óþarfi að brjótast inn á bloggið mitt og hakka það, ég er fullfær um það sjálf!!!! Er búin að reyna mikið að setja mynd inn á bloggið, mynd af bláu reiðhjóli, ætlaði nefnilega að segja sögu af þessu bláa reiðhjóli (ekki það að lásinn hafi verið inn-út-inn-inn-út) en það verður víst bara að bíða betri tíma.
Eitt er það sem ég er búin að reyna mikið, ja eina 2 tíma í kvöld, það er að setja teljara inn á síðuna, það bara gengur ekki, gestabókin kom þó en mér tókst þó að stroka allt út af síðunni við að setja teljarann inn, held að folk.is hafi einmitt verið hannað handa fólki eins og mér, en það þýðir víst ekkert að gefast upp.
 
 


ahaaaa

ahaaa

Fyrsta færsla á nýju bloggi

Jæja fyrst að folk.is var farið að fara í taugarnar á mér, bara hreinlega fyrir að vera of einfalt, ákvað ég að skipta, reyndar held ég núna að það hafi verið vanhugsað hjá mér því ég var búin að bardúsa ótrúlega langann tíma við hlut sem var svo ótrúlega einfaldur, núna langar mig að skipta um lit á þessu bloggi, en hef ekki hugmynd um hvernig maður gerir það. En jæja það hlýtur að koma í ljós fljótlega, það er ekki eins og ég hafi ekki nógann tíma. Sennilega verð ég svoltinn tíma að redda þessu, þar sem ég er hálf fötluð á tölvur, en þetta hlýtur bara að koma 


laugardagur, júlí 17, 2004

Táin af við öxl

Æ Æ aumingja táin mín, ég er fótlama. Ég varð fyrir smá slysi í gær, opnaði baðherbergisdyrnar á litlu tánna á hægri löpp. Æ Æ það var ekki gott.......og núna er ég bara með hálfa nögl á tánni og............. plástur.Úff já ég lifi ótrúlega óspennandi lífi þessa dagana, engin vinna og ein heima með bræðrunum, sem eru aldrei heima, sem sagt ein heima og táin á mér eru stærstu fréttir úr lífi mínu þessa dagana (enn sorglegt og ég þarf ekki einu sinni hækjur til að ganga, bara plástur) Ég fann nú samt gamla vegabréfið mitt í gær, já ég held það hafi verið í gær, ég gerði svo dauða leit af þessu vegabréfi í fyrra sumar og satt að segja var ég farin að ímynda mér að það hefði verið brotist inn í íbúðina mína á meðan ég bjó á Kársnessbrautinni og því stolið með þessum 40 pundum sem voru inní því. En nei, nei, þegar ég fór að taka upp úr kössum í gær kom það upp með hinum bókunum, svona er það þegar maður ætlar að geyma eitthvað á svo vísum stað. Svo endar það á því að maður finnur hlutinn ekki einu sinni sjálfur.Svo fór ég líka á Baukinn í gærkvöldi, það kom mér svoltið á óvart að sjá svona mikið af fullorðnu fólki þarna, þá er ég að tala um yfir fertugu, og þar að auki vel við skál. Ég var t.d. spurð hvort ég talaði ennþá íslensku???? vitiði stundum efast ég, sérstaklega þegar ég hlusta á bræður mína tala saman, þeir nota orð sem ja samkvæmt mínum orðabókum eru EKKI til, t.d. sögnina "að lagga"-ég er ekki enn búin að komast að hvað þetta þýðir, en það hefur eitthvað með tölvur að gera, held ég.

föstudagur, júlí 16, 2004

Leti og aftur LETI

Úff það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég bara hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Já ég er komin aftur til Íslands. Það var svoltið annað að koma núna til landsins en þegar ég kom frá Hondúras þarna um árið, enda var það í Febrúar og um fimmtíu gráðu hitamismunur. En núna var þetta bara allt í lagi, ég var eiginlega bara dauðfegin að lenda á Keflavíkurflugvelli í alskýjuðu, rigningarúða, þótt ekki hafi verið laust við það að glamrað hafi í tönnunnum á mér. Eftir flugið mitt fór ég nú samt að velta einu fyrir mér(reyndar í annað skiptið á ævinni), enda nógur tími (45 mínútur í rútu).Mér finnst alveg merkilegt hvað gamalt fólk getur verið dónalegt. Ég er alltaf að reka mig á það að þetta fólk bara veður yfir allt og alla eins og það eigi allann heiminn.(Auðvitað eru til undantekningar). Ég byrjaði fyrst að velta þessu fyrir mér þegar ég fór í flug í Alicante um jólin. Þarna var ég að standa í röð, og búin að bíða þó nokkuð lengi og svo kom bara eitthvað gamallt pakk og tróð sér fram fyrir mig og endaði á að reka mig aftur fyrir röðina þegar ég sagðist nú hafa verið þarna undan. Kannski er þetta bara gamla fólkið í Alicante sem að lætur svona, heldur að það eigi rétt á að vera fyrst í röðinni bara af því bara eða af því að það býr þarna.(við erum ekki að tala um að þetta fólk sé eitthvað á dánarbeðinu eða sé örkumla)Á miðvikudaginn í síðustu viku þurfti ég svo aftur að taka flug frá Alicante. Ég ásamt allnokkrum fjölskyldum á leið heim úr sumarleyfinu vorum búin að bíða í hátt upp undir klukkutíma í röð fyrir framan innritunina þegar birtist maður á áttræðisaldri og treður sér framm fyrir alla röðina bara rétt sí svona eins og hann ætti allann heimin og benti okkur á að hann væri nú búinn að fara þrjátíu sinnum og það ættu að vera þrjár raðir. En af hverju skildi hann eiga að vera fyrstur í einni röðinni þegar það voru margir sem voru búnir að bíða miklu lengur? Enda voru það nokkrir sem kurteysislega bentu honum á þetta, aumingja konan hans var komin út í horn, dauðskammaðist sín örugglega fyrir hann. Það var samt ein kona í hópnum sem lét hann ekki vaða yfir sig og reifst við hann, aumingja spanjólarnir í afgreiðslunni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og ég skammaðist mín bara mest fyrir að vera íslendingur og stödd á þessum stað.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Stjörnuspáin

Ég fae alltaf stjörnuspána mína senda í e-mail, veit reyndar ekki alveg hvers vegna, en jaeja, gaman ad tví en stundum veit ég ekki alveg hvad sá sem skrifar tessar stjörnuspár er ad paela. (Hugsa ad Jóhannes á Víkurbladinu sé hugsanlega kominn í aukavinnu, tótt ekki sé ég viss um ad hann sé svona sleipur í enskunni). En tetta er alla vegana tad sem ég fékk í dag
 
Your attitude towards others pushes you to meet people, who could be considered by a large majority, as eccentric persons. They might be considered by a large majority to be a little bit strange. You will be happy to meet one of them today, but this person will look familiar and strangely enough, will most likely be yourself.Veistu...............ég veit bara ekki alveg hvernig ég á ad taka tessu

mánudagur, júlí 05, 2004

Ekki ferðabæklingur

Ég er ad hugsa um ad fara ljúga til um tjóderni, leidast nefnilega obbó mikid ad svara spurningum um Ísland, um hitastig, sólstödur og ýmislegt sem fólk virdist ekki vita um Ísland, t.d. ad tad séu KÝR á Íslandi. Ég er ekki ferdabaeklingur. En samt fraedi ég tann sem spurdi um kýrnar nú í hvert skipti um húsdýrin á Íslandi og er ad hugsa um ad senda honum bók um Íslensku húsdýrin í jólagjöf, Tid vitid tessa med tykkuspjöldunum sem börn undir eins árs aldri eiga. Ég get svo sest nidur med honum vid taekifaeri og kennt honum nöfnin og ad segja Brabra og mumu og svoleidisAnnars erum vid búnar ad lenda í skemmtilegum leigubílstjórum uppá sídkastid, sem hafa bara spjallad og spjallad, einn fraeddi okkur um borgarastyrjöldina í Kólumbíu, annar virtist alveg aestur í ad kenna mér spaensku (ég var bara ein í tetta skiptid) Vitidi tad eru 4 merkingar á ordinu banco í spaensku, -Banki,-Bekkur,-fiskitorfa(er tad ekki annars kallad torfa?),-og eitthvad sem leigubílstjórinn mundi svo ekkert hvad var, Sídan var hann ad fraeda mig um mismuninn á tessum tveim sögnum í spaensku sem týda "ad vera"!!!!!!!!!!! ég var ekki alveg viss um hvort ég aetti ad vera módgud. Og já svo lentum vid á leigubílstjóra sem gerdi ekki annad en ad tala um hvad vinkona mín vaeri falleg, henni var nú ekki alveg sama greyinu.En jaeja ég er bara alveg ad fara heim og reyndar bara einn dagur eftir í Valencia, sem verr fer, tótt ég sé alveg til ad fara sleppa úr tessum hita. Áaetladur lendingartími á Íslandi: 1730 tann 07.07.04

miðvikudagur, júní 30, 2004

Prófin búin

Já loksins eru prófin búin, tótt fyrr hefdi verid.Tad er alls ekki búid ad ganga vel, en tetta verdur bara ad koma í ljós, og ég er bara búa mig undir tad ad hafa fallid í öllu, tá verdur madur nefnilega svo rosa gladur tegar madur naer einu, en jaeja...........nóg um tad.Núna tarf ég ad fara drífa mig heim, ég tarf nefnilega ad fara maeta annarstadar eftir tvo tíma.bless bless, tad er ekki víst ad ég bloggi fyrr en ég er komin til íslands

föstudagur, júní 25, 2004

Flutningspartý áður en í nýja íbúð er komið

Jæja elskurnar mínar núna ætla ég að blogga í síðasta skipti fyrir flutninga( já ég er ekki enn flutt) en það gerist í dag kl.2000, þá kemur kallinn að kippa af okkur lyklunum. En jæja núna ætla ég að gera smá könnunn, ég ætla að skora á alla þá sem koma inn á þessa síðu að kvitta í gestabókina, bara svo ég sjái hvort einhverjir aðrir en Jóna vinkona og Elísa(það eru nefnilega þær sem eru að kommenta) eru yfir höfuð að lesa, þið þurfið svo sem ekki að segja neitt merkilegt, bara hæ eða uhmmmm eða eitthvað, ég er nú svo sem ekki að biðja um heilu ritverkin.En jæja já það var partý á þakinu í kvöld (en el techo), við reyndar komumst að því að við höfðum verið að bjóða í partý í loftinu á íbúðinni okkar, techo þýðir nefnilega bara loft í húsum innan dyra og þótti þetta því mjög spaugilegt, því span”jólarnir” (og þá vil ég taka fram JÓLARNIR) vissu ekki alveg hvað við vorum að fara fram á.En jæja ég bið bara að heilsa að sinni og ekki gleyma gestabókinni, það er ekki afsökun að vera búinn að skrifa ;)

mánudagur, júní 21, 2004

Helvítins GLÆPAMENN

Jæja nú eru bara 2 próf eftir. Español coloquial búið, sem var reyndar bara algert djók, en jæja það er búið og núna á ég að fara í annað próf á morgunn.Í gærkvöldi kom svo leigusalinn okkar og sagði okkur að það væri að koma nýtt fólk í íbúðina á laugardaginn, já hann er búinn að leigja undan okkur íbúðina, takk fyrir það!!!! Og við erum öll með samning til 30.júni og ein meirað segja til 15.júli. Hvað á þetta að þýða eiginlega????? Hann reyndar bauð okkur aðra íbúð, á öðrum stað, ekki svo langt í burtu. Hann vissi alveg að við ætluðum að vera eitthvað fram í Júlí, og var meirað segja búinn að segja okkur að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við gætum alveg haft þetta eins og við vildum..............já takk.En við erum alveg búin að ákveða það að við ætlum ekki að flytja þangað sem hann vill að við förum. Við höfum ekki áhuga að vera borga þessum mönnum leigu, fyrst þeir koma svona framm. Afhverju þurfum við að taka saman tveim vikum fyrr? Afhverju getum við ekki bara fengið að vera heima hjá okkur? Og þetta lið farið í þessa íbúð þarna???? Hvað á það annars að þýða að mæta bara á sunnudagskvöldi og segja okkur að við þurfum að vera farin út fyrir laugardag????

laugardagur, júní 19, 2004

Símtal til tunglsins

Úff ég er svo dugleg, bara ef ég væri svo dugleg að gera það sem ég ætti að gera. Þ.e. LÆRA!!!!!! Ég er nefnilega farin leita mér að hlutum sem þarf nauðsynlega að gera bara svo ég þurfi ekki að læra og svo hef ég náttúrulega samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Í dag var það svo símreikningurinn sem þurfti athlygli minnar, svo ekki væri verið að snuðra neinn (hef það nefnilega á tilfinningunni á því að þessi franska haldi alltaf að það sé verið að snuðra hana eitthvað, það þarf allt að vera uppá sentímó (krónu) og þetta er smitandi). Reyndar er það meira mál en maður hefði haldið að fara í gegnum símareikning þar sem 4 nota símann og ég held að spánverjar séu alveg snillingar að gera einfalda hluti flókna. Þessi símafyrirtæki eru náttúrulega bara glæpasamtök og guð hjálpi þér ef þér verður á að hringja í GMS úr heimasímanum þínum. Það var nú samt eitt sem vakti athygli mína. Á síðustu blaðsíðu reikningsinns var talið upp: “Símtöl í eigið talhólf”, “Símtöl til Útlanda”, “innanlands símtöl”,”Símtöl í farsíma”,”Símtöl á aðra staði (a otros destinos)”, “Internet”. Bíddu nú við..................................???????????????????? “Á aðra staði”? Hvert? Til Mars? Er ég að missa af einhverju? Hvert hringir maður þegar símtöl innanlands, til útlanda, internetið (við erum ekki með fax) eru upptalin?????? Til Mars? Tunglsins???? :) En sennilega finnst mér þetta bara fyndið úr því að ég er búin að sitja yfir átta blaðsíðna símareikningum okkar í 2-3 tíma. Á endanum ákvað ég bara að gera eins mér fannst, taka allt þetta sem enginn kannaðist við og deila því niður á fjóra og þau verða þá bara taka því þegjandi og hljóðalaust.......................Er það ekki??????????

miðvikudagur, júní 16, 2004

Fótbolti fyrir Gunna

Púff púff, ég nenni ekki að læra meira..............................en það verður víst ekki hjá því komist.............núna er það literatura hispanoamericana de S:xx (á föstudaginn) og svo fæ ég líka fara í próf á mánudag og þriðjudag og svo fer ég ekki í próf fyrr en 30. jún og þá er ég búin og svo kem ég heim 7.júli og þá veit ég ekkert hvað ég ætla að fara gera, en jæja, skipulagning hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, þ.e. ég get alveg skipulagt en mér gengur djöfulega að fylgja skipulaginu (prógramminu). Það er svona svipað eins og það að ég ætla mér alltaf að læra að ganga um eins og manneskja en svo kemur alltaf rusl (í Heiðabæ “Rustl”) og mér finnst ekki gaman að laga til svo að það er alltaf rustl. (alveg djöfullegt) ég hef alltaf öfundað þá sem er alltaf fínt heima hjá.Ég er með fótbolta-ofnæmi eða óþol eða eitthvað svoleiðis. Það er alla vega sú niðurstaða sem ég hef komist að. Hvað annað getur verið að mér fyrst ég þoli ekki að það sé fótbolti í sjónvarpinu þegar ég er inní eldhúsi? Sennilega er þetta nú samt bara óþol, fyrst mér finnst fótbolti óþolandi, fæ alveg grænar.............. Sérstaklega finnast mér svona mót (sbr. Heimsmeistara-mót, Evrópumeistara-mót) leiðinleg, ég get alveg sætt mig við að það sé horft á fótbolta einu sinni í viku heima hjá mér, en þrisvar sinnum á dag er OF mikið, enda ákvað ég það þegar ég var 12 ára að ég ætlaði ekki að eiga mann sem fyndist fótbolti skemmtilegur. Mér finnst þetta alveg stór galli við karlmenn, að sitja inni á miðju sumri og horfa á á sjónvarpið í 6 klst. á dag. Oftast með dregið fyrir glugga og ekki er hægt að tala við þetta því þá er maður að trufla. TRUFLA HVAÐ? Það gerist nánast ekki neitt á þessum 90 mínútum sem leikurinn stendur yfir. Ef þú ert heppin/n þá færðu að sjá svona sirka 3 mörk (í handbolta geturðu hæglega fengið að sjá 40 mörk á 60 mínútum), kannski er einhver skapbráður og sparkar og lemur mennina í hinu liðinu, er virkilega þess virði að eyða 90 mínútum af sínu lífi í þetta? Eru þessir menn ekki enn búnir að uppgötva að það eru þættir sem gera útdrætti úr leikjum, svo að þeir þurfi ekki að sitja yfir leiknum í 90 mínútur. Mér finnast þessir þættir ágætis tímasparnaður, þú getur séð allt það mikilvægasta sem gerðist í leiknum á innan við 5 mínútum. Reyndar hef ég lengi efast um kynhneigð þessarra manna sem sitja löngum stundum yfir fótbolta. Fótbolta, þar sem leikmennirnir klæðast stuttbuxum og fletta upp um sig bolnum þegar þeir skora mark og hefur enginn velt því fyrir sér af hverju leikmennirnir þurfa alltaf að klappa hvor öðrum á rassinn? Og afhverju eru meiri líkur á því að þú náir sambandi við þessa menn þegar það er ber kona í sjónvarpinu en þegar það er fótbolti? Og hvað með kvennafótboltann? Maður skyldi ætla að það væri alveg topp sjónvarpsefni handa þessum mönnum. Stelpur og fótbolti í einu. En nei það er víst ekkert spennandi.En svo við víkjum aftur að þessu óþoli mínu, þá áttaði ég mig fyrst á því að það væri náttúrulega “sjúklegt” að mér væri ekki sama hvað væri verið að horfa á í sjónvarpinu þegar ég hefði engann áhuga á að horfa á það og væri ekki einu sinni í sama herbergi. Helst langaði mig að reka kærasta þessarar frönsku heim, því það var hann sem var að horfa á þennann ófögnuð, hann gæti víst horft á þetta þar, en ég náði að hemja mig

mánudagur, júní 14, 2004

Veðrið og problemas interculturales

Úff úff úff. Ég sofnaði eitthvað um þrjú í nótt, ekki það að ég hafi verið á djamminu í gær, nei nei, þetta er bara háttatíminn minn. Tveim tímum seinna vaknaði ég við einhvern hávaða og læti. “Hvað er þetta?” tauta ég hálf sofandi við sjálfa mig um leið og ég staulast að glugganum og loka honum. Glugginn minn er nefnilega hálf hurð, bara hægt að opna efripartinn og hann var farinn að sveiflast heldur mikið. Ég var með gluggann opinn og græið þarna sem maður dregur fyrir gluggann að utanverðu lokað. En jæja. Ég ákveð nú samt að tékka á þessum vindi þarna úti, og ég verð að viðurkenna að ég held að ég hafi misst andlitið því það sem við mér blasti leit einna helst út eins og íslenskur snjóbylur, nema þetta var rigning og göturnar voru að breytast í sundlaugar. Já og þrumur og eldingar og bara læti. Allir komnir á fætur í íbúðinni, eldhúsgólfið orðið blautt vegna rigningar og einhverra hluta vegna var öldugangur í klóstinu. Ég ætti eiginlega að fara upp á þak og athuga hvort grillið er ennþá þar, ég efast um það því ég veit að sjónvarpsloftnetið er ekki þar, sennilega hefur það fokið út í veður og vind í gærkvöldi, því nú sést ekkert í sjónvarpinu.Já við vorum með smá partý á þakinu í fyrrakvöld. Barbara var að halda upp á afmælið sitt. Já og með sanni má segja að upp hafi komið ákveðin menningarvandamál (problemas interculturales), samt ekki neitt hættulegt, bara smá fyndið. Við erum oft þreytt á því að það sé verið að spurja okkur (og þá sérstaklega ég) hvernig hlutirnir eru hverju landi fyrir sig.(maður veit ekki alveg hvar maður á að byrja þegar fólk veit ekki neitt) Nú jæja hún Joana frá Grikklandi var spurð “og hvað borðið þið í Grikklandi?” og Joana snillingurinn sem hún er svaraði “nú með gaffli” Mjög gott svar. (Þetta var mjög fyndið þá!!!!!)Ég var spurð “eru kýr á Íslandi?” Spánverjar standa í þeirri meiningu að það snjói allann ársinns hring í Austurríki og fyrsta spurningin sem ég fæ er oftast hvort það sé ekki voðalega kalt á Íslandi. Voðalega getur fólk verið vitlaust. Ég veit ekki hvað er kennt í landafræði í þessum löndum en...................por favor!!!!!!...........................og það sorglegasta við þetta allt saman er að allir sem ég þekki hérna eru búnir að vera í háskóla í að minnsta kosti eitt, tvö ár

föstudagur, júní 11, 2004

á leið í grillið (ekki á það)

Ég man eftir því fyrst eftir að ég flutti hingað í íbúðina þá vaknaði ég alltaf við það klukkan fimm á morgnana að konan á hæðinni fyrir ofan var komin á fætur og í háhæluðu skóna sína. Tikk-tikk, tikk-tikk, ég veit reyndar ekki hver leggur það á sig að ganga á háumhælum heima hjá sér? Reyndar hefur mig oft langað til að banka uppá hjá þessarri konu til að athuga hvort það sé ekki örugglega rétt það sem ég ímynda mér, að þetta sé einmitt húsfrú á sextugsaldri. Það hefur reyndar ekki alltaf verið fallegt það sem ég hef hugsað til þessarrar vinkonu minnar þarna uppi en “Æ nei ekki aftur” hefur oftar en ekki bergmálað í hausnum á mér. Hver leggur það annars á sig að vakna klukkan fimm? Við erum að tala um að það er ekki enn orðið bjart klukkan fimm. En núna er ég hætt að vakna við hana (ég vona að þetta sé “hún”) en ég heyri oft í henni yfir daginn líka, ætli hún fari aldrei út???? Það er annars skrýtið með þessar spænsku, þær fara aldrei út, ekki einu sinni út í matarbúð, nema hárið sé fullkomið, meiköppið og alles.Ég fór í bíó áðan og sá alveg mjög skemmtilega mynd, eða skemmtilega??? Ég á eftir að sakna þessa þegar ég kem heim, að geta ekki farið í bíó þegar mér dettur í hug. Svo þarf maður alltaf að horfa á bandarískar myndir. Hvað er annars málið með íslendinga og bandarískar myndir? Afhverjum þurfum við alltaf að horfa á bandarískar myndir sem eru allar eins, bang bang, spark spark, og ég veit ekki hvað og hvað en ef að það sést eitt brjóst þá er verið að misbjóða fólki.En jæja góða nótt börnin mín, við erum að fara grilla upp á þaki.

sunnudagur, júní 06, 2004

tvö búin fjögur eftir

Jæja þá er aftökunni lokið. Tvö próf búin og fjögur eftir, en það erfiðasta er að baki, vona ég, annars er það aldrei að vita hvað þessum kennurum dettur í hug.Annars rak ég upp stór augu í gær. Það sat stelpa fyrir framan okkur Evu sem greinilega vissi ekki svarið við einni spurningu og hvað haldiði að hún geri? Nú auðvitað dró hún bókina upp og leitaði að svarinu. Ef þetta er ekki kallað að SVINDLA, þá veit ég ekki hvað..............

laugardagur, júní 05, 2004

Stjórnarskráin ekki heilög

Hvað er eiginlega að?” varð mér spurn í morgunn þegar ég sá að Dabbi og Dóri Ásgríms vildu fara að taka synjunarvaldið af forsetnanum. Til hvers erum við þá að hafa forseta ef hann á ekkert að gera??? Og á þá forsetinn bara að vera skildugur að skrifa undir lög? Ef hann má ekki neita, til hvers þarf hann þá að skrifa undir þau??? Til hvers er Ísland þá með forseta ef hann á ekki að gera neitt nema brosa, fara í opinberar heimsóknir og, já, búa á Bessastöðum?Ég skil mjög vel að það fari í taugarnar á Dabba að geta ekki gert nákvæmlega eins og honum hentar, að það skuli einhverjum detta í hug að setja ofan í við hann, en fara engar bjöllur í gang í hausnum á honum þegar honum dettur í hug að breyta Stjórnarskránni??? Stjórnarskránni!!!! Í alvöru Dabbi????!!!! Og lögfræðimenntaður maðurinn...............Mér finnst reyndar að það mættu oftar vera þjóðaratkvæðagreiðslur, mér finnst þessi ríkisstjórn alltaf vera gera eitthvað sem mér er persónulega á móti skapi. t.d. styðja bandamenn í stríðinu á móti Saddam Hussein og hækkun bensínverðs, sem reyndar var upphaflega vegna gjöreyðingavopna sem áttu að vera í Írak, en viti menn ári seinna hafa þau ekki fundist, jafnvel þótt þeir leituðu í munninum á Saddam....................................................................

fimmtudagur, júní 03, 2004

prófin ó prófin

Mér líður eins og ég sé einhver sveittur (ekki í jákvæðri merkingu) tölvukarl, nema það að tölvur eru ekkert búnar að koma við sögu (ja ekki nema bara þann tíma sem tók að skrifa þessi orð). En ég er búin að sitja og læra síðan um hádegi, það er 26 gráðu hiti og sólin, þótt það sé hálf skýað, hefur staðið uppá gluggann hjá mér í nær allann dag og herbergið mitt er bara fjórir “ferrmetrar”, tæplega fimm, og hefur hitastigið verið svipað og í sauna seinni partinn í dag, ég mátti meirað segja setja kveikja þokuljósin (borðlampann) til að sjá eitthvað þegar einhverjum datt í hug að draga tjaldið fyrir svalirnar svo sólin skini ekki inn. (ég á glugga sem opnast út á svalirnar). Ég sakna fjólubláa ljóta skrifborðstólsins míns á Íslandi. Ég held nefnilega að stóllinn minn hérn sé afkvæmi bekkjana í Húsavíkurkirkju og sólstóls. Þótt rassinn á mér sé alveg mjúkur þá þurfti ég nú samt að fara og sækja mér púða til að sitja á. Haldiði að það sé nú..............Þessi próf eiga greinilega eftir að vera algert helvíti, þótt oftast séu þau ekkert skemmtileg. Er að fara í Español de América á þriðjudaginn og Siglo de oro á miðvikudaginn. Ég ætla rétt að vona að sem flestir hugsi nú fallega til mín og krossi alla hugsanlega líkamsparta í von um að mér gangi nú vel í prófunum.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Don Kíkóti og tunglið

Þetta er ömurlegur dagur. Það er skýjað og ég er að læra undir próf í siglo de oro (Gullaldarbókmenntum) og það er eiginlega nokkuð ljóst að ég mun falla, er eitthvað að reyna klóra í bakkann, en ég býst við það hafi ekki neitt upp á sig. Reyndar dauð sé ég eftir því að hafa skráð mig í þennann kúrs, hefði átt að vita að ég hefði sennilega ekki gaman af því að lesa Don Kíkóta, Lasarillo de tormes, og poesía lírica . Hvað var ég eiginlega að pæla???? Þetta er svona svipað og að lesa Íslendingasögurnar, nema þær eru nú skömminni skárri því þær eru jú á minu móðurmáli. Don kíkóti var bara skemmtilegur fyrstu tvær blaðsíðurnar og síðan varð ég bara pirruð á formlegheitum (Vuesta merced (yðar náð) í öðru hverju orði). En hlutirnir gætu þó verið verri, það gæti verið sól.Annars virðist vera einhver misskilningur í gangi með tunglið hér heimilinu. Já þið vitið tunglið, þetta gula, stóra sem endurkastar ljósi sólarinnar og þú sér aldrei almennilega nema á nóttunni. Ja sumir sem búa hérna standa vist í þeirri skoðunn að tunglið sé alltaf á sama stað á himninum. Ekki veit ég hvað er til stúdentsprófs i sumum löndum eða jafnvel til barnaskólaprófs...........en...............þetta er alveg fáránlegt. -“tunglið er næstum fullt í kvöld, hvar er það annars???? Það var yfir blokkinni þarna í gærkvöldi.” Reyndar varð mér lítið um svör svona í byrjun. Ég þurfti nú að velta því fyrir mér hvers vegna þetta hljómaði svona heimskulega í mínum eyrum, því jafnvel þótt ég eigi til að vera svoltið vitlaus sjálf þá held ég að mér hafi aldrei dottið í hug að tunglið sé alltaf á sama stað. Reyndar hélt ég einu sinni (þegar ég var þriggja eða fjögra) að tunglið væri að elta bílinn hjá okkur, alla vega beið ég alltaf eftir því að tunglið hyrfi aftur fyrir einhver hús en það kom alltaf aftur.Ég verð samt að viðurkenna að mér varð svoltið um þegar hún vinkona mín skildi ekkert í því að tunglið skyldi ekki vera þarna um miðnætti í gærkvöldi þegar hún hafði séð það á þessum stað þegar klukkan var að ganga 4 “kvöldinu” áður. Ástæðan fyrir orðleysi mínu var reyndar sú að 1) ég trúði því ekki að hún hefði spurt að þessu og hélt kannski að mér hefði misheyrst 2)ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að byrja útskýra hlutina fyrir henni. Þurfti ég að útskýra að jörðin væri ekki flöt? Að í rauninni væri það ekki himininn sem snérist heldur væri það jörðin? Að þegar það væri dimmt á einum stað væri það vegna þess að sólin skini hinum megin á jörðina, ekki vegna þess að það hefði verið dregið fyrir sólina með svörtu tjaldi og að stjörnurnar og tunglið væru göt á þessu teppi?

þriðjudagur, júní 01, 2004

íþróttafíkill

Já þá er það orðið ljóst, ég er að koma 7.júlí til landsins, ég fékk flugmiðann minn í pósti í dag. Hugsa að ég verði bara nokkuð fegin að komast heim eftir allt saman, þótt ég hafi það rosa fínt hérna. Ég er bara orðin frekar þreytt á þessarri frönsku og kærastanum, jafnvel þótt ég reyni að láta þau ekki pirra mig. Ég hef oft heyrt talað um það að þegar fólk er hamingjusamt gleymi það oft að taka tillit til annarra, jafnvel gleymi að aðrir séu til, og kannski er ég bara frekja. Frekja að leyfa kærastanum ekki að horfa á fótbolta í sjónvarpinu þegar enginn á þessu heimili horfir á fótbolta og við erum að koma af vídjóleigunni með spólu. Frekja að finnast ég eiga meiri rétt á að vera á mínu eigin heimili, þ.e. þar sem ég borga leigu (ekki hann). Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta akkúrat núna er að í dag kom Barbara heim úr prófi og mátti gjöra svo vel að horfa á tennis í sjónvarpinu (sem ég veit að þessarri frönsku finnst ekkert skemmtilegur) bara afþví að kærastinn vildi horfa á það. (Afhverju fer hann ekki heim til sín, ef hann vill horfa á TENNIS??) Afhverju myndi maður vilja horfa á tennis?????? Af því að maður er íþróttafýkill, en ætli það sé ekki sorglegra að horfa á golf????

laugardagur, maí 29, 2004

Væl og Skæl

Ég hugsa að sumir verði aldrei hamingjusamir. Allavega ekki þeir sem eru alltaf kvartandi og kveinandi. Ég er ekki að segja það að það sé aldrei ástæða til að kvarta heldur að sumir hætta aldrei að kvarta. Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er að ég er alveg að flippa á henni Barböru, stundum finnur hún sér ekkert að segja nema eitthvað neikvætt og oftast um eitthvað sem ekkert er hægt að gera við. Við erum til dæmis búin að hlusta á hana kvarta úr kulda í allann vetur, já það er stundum búið að vera kalt, en svo kom hún út úr herberginu sínu um daginn og kvartaði undan hita, þá stóð sólin upp á gluggan hjá henni og hún gat ekki sofið eða eitthvað í þá áttina. Sumum er ekki hægt að gera til geðs. Ég veit ekki hvort að ég hafi farið vitlausu megin framúr í morgun eða hvað en í dag var ég næstum búin að missa mig við hana, Hvað á ég að gera í því þótt það sé að verða skýjað og það sé vindur þegar við erum á ströndinni? Og að sandurinn límist við hana og fari í hárið á henni? er það ekki bara eitthvað sem fylgir því að fara á ströndina? Er ekki alltaf hægt að finna að öllu? Ég reyndar reyndi að fara í smá Pollýönnuleik við hana í dag. Þegar hún var búin að væla yfir vindinum og kuldanum á ströndinni, datt mér í hug að segja við hana “ja við verðum þá ekki sveittar og ógeðslegar, sandurinn mundi þá límast miklu meira við okkur.” Hún reyndar þagði í smástund eftir þetta, mér til...........ja ég vil ekki segja gleði, en ég bara nennti engan vegin að hlusta á þetta lengur, en sennilega hefur hún bara verið að hugsa um hvort ég væri að verða eitthvað biluð.............sem ég er náttúrulega.Ég er samt ekki að segja það sé bannað að kvarta, það er til dæmis alveg eðlilegt að kvarta yfir því þegar þér er seld súr mjólk útí búð og nú er ég að kvarta yfir vinkonu minni, sem oftast er almennileg, sennilega hefur hún bara líka farið vitlausumegin fram úr í dag.Það er samt ekki gott að segja hvar meðalvegurinn er í öllu þessu, ég man eftir einni persónu úr FRIENDS, sem reyndar kom bara einu sinni fram í þessum þáttum, guði sé lof!!, sem var of jákvæður. Þetta var einhver kærasti Phoebear sem var líka svona súper jákvæður að jafnvel hinir hversdagslegustu hlutir voru alveg bara það frábærusta sem til var. Sjálfsagt hefur hann verið hamingjusamur en kannski ekki þeir sem hann umgekkst. En bara af því að ég er að tala um jákvæðni, þá verð ég bara að minnast á það að Vala Matt er alvarlega misskilin manneskja. Starf síns vegna verður hún að vera svona jákvæð eða hrifgjörn, það væri nú erfitt fyrir hana að finna fólk sem vildi hleypa henni inn til sín ef hún gerði ekkert annað en að segja þeim að það væri bara ljótt og asnalegt heima hjá því. Og það hlýtur að liggja alveg sérstaklega mikið við að hún sé hress og almennileg núna þar sem að hún hlýtur að vera verða búin að koma inn í flest öll hús á höfuðborgarsvæðinu.

föstudagur, maí 28, 2004

Flutt til MIDDLE-OF-NOWHERE

Jæja þá er ég flutt í nýja íbúð. Helvíti fúlt að þurfa að vera standa í einhverju svoleiðis svona þessa síðustu daga sem ég er hérna á Spáni, það eru bara níu dagar eftir, en svona er þetta nú víst.Það er nú reyndar ekki ljúgandi upp á þennann karl sem við vorum að leigja af, hann ætlaði virkilega ekki að borga okkur alla peningana sem hann skuldaði okkur til baka. Hann ætlaði virkilega að komast upp með það að henda okkur út áður en samningnum væri lokið og ræna okkur í þokkabót. Þegar við fluttum inn í haust þurftum við að borga eitthvað tryggingargjald, við vorum ekki búin að borga leigu þennann mánuðinn og ekki heldur rafmagn, vatn og gas síðustu þrjá mánuði, við borguðum náttúrulega rafmagnið, vatnið og gasið en neituðum að borga leigu þessa daga sem við vorum í íbúðinni eftir fimmtánda. Reyndar hefði mér einni aldrei tekist þetta því sennilega hefði ég verið svo hlessa að hann skyldi fara fram á að við myndum borga leigu að ég hefði örugglega bara borgað vegna þessa að ég hefði verið svo orðlaus, en hún Barbara lét nú ekki valta yfir sig svona auðveldlega enda er hún í viðskiptafræði og sennilega eru kúrsar í löglegum svindlarabrögðum í því fagi, allavegana var hún alveg búin að sjá fyrir hvaða brögðum hann ætlaði að beita. Reyndar hafði hann komið á miðvikudeginum til að ræða við okkur, þegar við vorum búin að redda okkur nýrri íbúð og sagði svo þá að hann hefði nú alveg getað sent nýja fólkið í hina íbúðina sem hann var að bjóða okkur (afhverju sagði hann það ekki fyrr?)En svo til að trompa allt ákváðum við að vera ekkert að vera gera hreint áður en við fórum því ekki var íbúðin svo ýkja hrein þegar við fluttum inn, við erum að tala um það að það var ekki hægt að baða sig nema eyða hálftíma í að þrífa baðkarið eitt og sér, en það reyndar skýrðist allt á mánudaginn þegar fyrrverandi leigjandi bankaði upp á og spurði hvort hann mætti sjá íbúðina, bara svona upp á að rifja upp gamlar stundir, að hann hafði einmitt lent í því sama og við vorum að lenda í, að honum var hent út, reyndar sagði hann líka að oft hafi nú einmitt verið reynt að henda honum út vegna óláta og partýhalds, einu sinni komu 200-300 manns í partý hjá honum og löggan á svæðið, eigandinn að íbúðinni brjáluð og svo framvegis. Þá kemur reyndar ekki á óvart að nágrannarnir hafi verið smá taugatrekktir þegar við buðum 10 manns í crepes og aperativo. Það var ekki fyrr en þá sem ég skildi afhverju, þeir hafa náttúrulega verið langþreyttir á brjáluðum ítölum. Við erum að tala um það að morgunninn eftir var hringt í dyrasíman og okkur sagt að í 12 íbúðum í húsinu hafi ekki verið svefnfriður um nóttina og ég veit ekki hvað og hvað. Hverjum er ekki sama þótt hann geti ekki farið að sofa fyrr en hálf tvö á laugardagskvöldi? og....... Fyrr má maður nú vera viðkvæmur ef það truflar mann eitthvað að það séu 10 manns í heimsókn í íbúðinni fyrir ofan eða neðan.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Morðtilraun

Í nótt reyndi Diego að drepa okkur, eða hann hefði getað kveikt í íbúðinni að minsta kosti. Sko....hann kom heim af djamminu í nótt um klukkan 5 að staðartíma, dauðadrukkinn, geri ég ráð fyrir og sársvangur. Haldiði ekki að maðurinn hafi ekki ákveðið að fara elda, salat með beikoni og fiskfingur(reyndar veit ég ekki síðan hvenær fiskar hafa haft fingur), ja honum tókst ágætlega að koma salatinu niður stórslysalaust en hann dreif sig inn í stofu að hvíla sig á meðan fingurnir voru að malla í ofninum, hann steinsofnaði í sófanum og dreif sig svo inn í rúm um 7, hálf átta þegar hann vaknaði og sá að það var orðið bjart. Aude vaknaði klukkan tíu í morgunn og fannst eitthvað óeðlilega heitt í eldhúsinu. Þá voru fingurnir búinir að malla í 5 tíma og lítið orðið eftir af þeim nema...............ja voða lítið, það tók okkur reyndar þó nokkurn tíma að bera kennsl á þessa kolamola sem hún Aude hafði fundið í ofninum, núna erum við búnar að banna Diego að elda þegar hann kemur heim af djamminu –bara salat og brauð, takk fyrir, þótt mér finnist ekkert gaman að vakna á morgnana þá er ekki sagt að ég vilji sleppa því það sem eftir er. En ef maður lítur á björtu hliðina þá getum við sagt að Diego hafi örugglega tekist að afþýða fiskifingurna (Dedos de pescado)

Ekki deginum eldri en 18

Já maí bara alveg að verða búinn og bráðum koma prófin, mér til mikillar gleði. Ég gladdist samt yfir því að ég væri bara í málvísindum og bókmenntum og einhverju svoleiðis í stað þess að vera í eðlisfræði eða líffræði eða læknisfræði eins og þessi franska sem ég bý með, hún er að lesa um einhverjar veirur og bakteríur og ég veit ekki hvað og hvað, ég fór líka beint inn í herbergi og las um sérkenni málýskna á Spáni og þótti það ekkert svo leiðinlegt.Annars er nú ekki svo mikið að frétta af mér, nema það að ég á pantað far til Íslands þann 7.júlí, og ætti að fá miðann minn í pósti fljótlega, ef helvítin týna ekki póstinum eða eitthvað.Ég er eiginlega farin að hafa áhyggjur af því að ég þurfi að vera eins og útspítt hundskinn í Reykjavík við að heimsækja allt þetta fólk sem ég þekki þar, mér telst til að ég þurfi að fara á einhverja 5-6 staði á tveimur dögum, en sem betur fer er stutt á milli þeirra, en það væri slæmt ef einhver móðgaðist af því að ég kom ekki í heimsókn áður en ég fór norður. Þegar ég kem svo norður get ég farið að hafa áhyggjur af því að finna mér vinnu, því ég held að mínir dagar í gróðurhúsunum séu liðnir, ég er nefnilega orðin of gömul.Ég uppgötvaði það nefnilega um daginn að ég verð bráðum 24 og það var næstum að ég hringdi á Hvamm og pantaði herbergi þar, en svo mundi ég að við Elísa ætluðum að kaupa okkur sumarhús á Spáni (mig rámar líka eitthvað í það að hafa ákveðið í einhverju óráði (sennilega vegna hita) í gróðurhúsunum að við Edda, Helga María og einhverjir fleiri ætluðum að fara saman á elliheimili og vera voða skemmtileg) Ég gerði mér síðan líka grein fyrir því að ég færi sennilega ekki á elliheimili fyrr en 2050 (um leið og ökuskírteinið mitt rennur út (og myndin löngu horfin)) svo það þýðir kannski ekkert að fara sækja um fyrr en 2030 í fyrsta lagi. Sennilega ætti ég samt ekki að eyða miklum tíma í það að hafa áhyggjur af þessum gífurlega háa aldri mínum því að um daginn var ég beðin um skilríki á skemmtistað, dyraverðirnir efuðust nefnilega stórlega um það að ég væri orðin 18.

þriðjudagur, maí 25, 2004

ONCE=11

Ég heyrði yndislega sögu áðan. Þannig er mál með vextu að hér á Spáni eru stundum græn lítil hús á gangstéttum við stórar umferðargötur. Hús þessi eru litlu stærri en símaklefar en með gluggum allann hringinn en yfirleitt er dregið fyrir gluggana. Á þessum húsum stendur ONCE með stórum stöfum og fyrir neðan er mynd af manni með blindrastaf. Ég man að ég velti því svoltið fyrir mér hvað þetta væri en ekki jafn mikið og hann Diego sem var búinn að komast að því í þessum klefum væri fólk sem hjálpaði blindum yfir götuna. Ég veit ekki hvað hann heldur að séu margir blindir í Valencia en sennilega ekki nógu margir til að það þurfi að vera fólk i vinnu við það að fylgja þeim yfir götur. Og hvernig ættu þessir blindu svo að sjá húsin???? Þess má geta að ONCE er lottó sem selt er til styrktar blindum og vinna blindir við að selja miðana í þessum húsum, þess vegna er mynd af manni með hvítastafinn. Ég veit ekki hvort nokkrum öðrum finnst þessi saga fyndin en hún bjargaði alveg kvöldinu fyrir mér

mánudagur, maí 24, 2004

Skyggni eða kannski ekki

Ég var að uppgötva svoltið fyndið áðan. Ég þarf hvorki að heyra né sjá kærasta frönsku stelpunar til þess að vita að hann er í heimsókn. Ástæðan er ekki sú að sé orðin skygn á gamalsaldri heldur virðist þessi drengur gjörsamlega baða sig upp úr rakspíranum, við erum að tala um það að ég finn lyktina af “honum” í 20-30 mínútur eftir að hann er búinn að yfirgefa svæðið. Í kjölfarið á þessarri uppgötvun minni hef ég svoltið verið að velta fyrir mér hvort enginn annar taki eftir þessu????? Og hvort þetta fari ekkert í taugarnar á kærustunni hans?????? Þetta er alveg góð lykt svo sem, Í HÓFI!!!! En það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að “allt er gott í hófi”, reyndar finnst mér ekki allt gott, jafn vel ekki í hófi, t.d. ekki að sitja í flugvél, mér finnst það alveg afspyrnu leiðinlegt. Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir að hafa setið 9-10 tíma samfleytt frá Houston til London, það var ekki gaman og alls ekki gott og alls ekki í hófi.En svo ég víki aftur að þessarri lykt, þá hef verið að velta fyrir mér hvort þetta fari ekki í kærustuna hans, fyrst mér finnst lyktin vera of mikil í 10 metra fjarlægð, hún er oft í minni fjarlægð en það þegar hún hangir á öxlinni á honum. En kannski eru frakkar með skert lyktarskyn, sem myndi skýra ýmislegt, þar sem þau eru bæði frönsk.

laugardagur, maí 22, 2004

Konunglegt brúðkaup og ljótir kjólar

Til hamingju með útskriftina Elísa (best að það komi fram strax, svo það sjáist að ég hafi ekki verið búin að gleyma því) Betra er seint en aldrei, Illu er best aflokið........o.s.frv. :)Það var brúðkaup í dag. Já loksins er það búið, það sem verst er að núna fáum við að horfa á myndir af því í sjónvarpinu næstu vikurnar. Reyndar fannst mér brúðarkjólinn ljótur eða alla vegana miklu síðri en hjá þessarri þarna sem giftist danska krónprinsinum.Úngfrú Brabra heldur áfram að rífast við kærastann, t.d. held ég að hann sé búinn að tala við hana svona þrisvar, fjórum sinnum í dag og alltaf hefur það endað með öskrum og látum. Ég hugsa að þetta sé nú alveg í andarslitrunum hjá þeim, vona ég, hennar vegna. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt að þú þurfir að hlusta á kærastann predika yfir þér svona 2-3 tíma á dag og þó sé hann í öðru landi. Vitiði það að stundum dettur mér í hug að segja honum að Brabra sé ekki heima þegar hann hringir, bara svo ég þurfi ekki að hlusta á rifrildi á þýsku.Ég horfði á fréttirnar á spænska ríkissjónvarpinu í gær. Ekki það að það sé fréttnæmt að ÉG hafi horft á fréttirnar, heldur var svoltið sem vakti undrun mína. Það var talað konur úti á götu um allann Spán. Það var nefnilega ekkert annað í fréttum í gær heldur en það að krónprinsinn ætlaði að fara gifta sig í dag. En alla vegana ætluðu þessar konur að fara í hárgreiðslu núna í morgunn og klæðast galakjólum, til þess eins að horfa á þetta konunglega brúðkaup Í SJÓNVARPINU!!! Hvaða máli skiptir það hvernig þú ert klæddur þegar þú ert að horfa á sjónvarpið? Þær hafa þá þurft að vakna snemma til að fara í greiðslu, því útsendingin frá brúðkaupinu byrjaði klukkan átta í morgunn og þau voru gift fyrir hádegi, það er ýmislegt sem fólk leggur á sig. Ég vaknaði reyndar klukkan níu í morgunn til að horfa á herlegheitin, en leyfði mér það sitja á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið og að fara ekki í greiðslu (greiddi mér ekki einu sinni sjálf), fannst engin ástæða fyrir því að punta mig fyrir sjónvarpið, held því hafi alveg staðið á sama (og sennilega spænska krónprinsinum líka).