þriðjudagur, desember 18, 2007

Eru dagblöðin hætt að hafa fólk í vinnu......

.....við lesa yfir texta til að tékka málfar og stafsetningu áður en þeir fara undir augu almennings!!!.......

Hvernig getum við eiginlega ætlast til þess að útlendingar læri íslensku, þegar við getum það ekki einu sinni sjálf?????? Og ráðum fólk sem greinilega þekkir ekki muninn á því að deyja og drepast, dauð og dáin, éta og borða.....og svo mætti lengi telja.

Af hverju getur fólk ekki bara munað það að dýr drepast, eru dauð og éta, á meðan þau eru enn á lífi. Þar af leiðandi byrjar maður fréttina sína ekki svona "Kona lá eftir dauð..." (þið getið séð afgang hér)

Af hverju getur fólk annars ekki bara munað að sagnirnar hlakka og kvíða taka með sér nefnifall, og að maður kaupir gjafir handa fólki en ekki fyrir það. (nema þú sért sérstaklega greiðvikinn og sért að kaupa gjafir fyrir Pétur og Pál, sem þeir ætla síðan að gefa einhverjum öðrum.) Maður talar við lækni en ekki læknir.

Þetta er nú það sem fer mest í taugarnar á mér í dag. Ég ímynda mér ekki að ég sé best í íslenskri málfræði, en stundum stend ég sjálfa mig að því að telja málfræðivillur hjá fólki sem ég tala við, ef það er sérstaklega slæmt.

Ein spurning í lokin:
Hver er munurinn á seinasta og síðasta? Hver er munurinn á því að segja "seinasta laugardag" og "síðasta laugardag"?

sunnudagur, desember 16, 2007

http://www.youtube.com/watch?v=p58_glJe_PY

ER EKKI Í LAGI?


Skólayfirvöld í Norður-Kaliforníu máttu greiða sem svarar tæpum sex milljónum króna í málskostnað fyrir fjölskyldur sem höfðuðu mál á hendur skólanum vegna reglna um klæðaburð nemenda.

Foreldrar barna í skólanum fóru í mál eftir að nemanda var refsað fyrir að mæta í skólann í sokkum sem á voru myndir af Tígra, vini Bangsímons.

Dómssátt náðist í málinu, en talsmaður skólayfirvalda sagði í síðustu viku að milljónirnar sex rynnu til lögmanna fjölskyldnanna. Reyndar þurfa skólayfirvöld líklega einnig að greiða sínum eigin lögmönnum.

Í dómssáttinni segir m.a. að skólanum sé ekki lengur heimilt að krefjast þess að nemendur séu einvörðungu í einlitum sokkum. (fengið af mbl.is)

Aumingja fólkið uppi !

Það getur ekki verið gaman að eiga börn, alla vegana ekki þessi sem búa með köttunum ofan við mig.

Ég rumskaði við það í nótt, kl.03:xx að það voru greinilega gestir í glasi hérna á efri-hæðinni. Ég hugsaði þeim þegjandi þörfina og breiddi koddann yfir hausinn.
Kl 07:xx vaknaði ég við börnin, þá voru þau komin af stað, syngjandi.

Það er nú bara ekki í lagi með þetta lið. Annað hvort vaknar maður við ryksuguna fyrir 8 um helgar, ef ekki, þá vaknar maður við börnin syngjandi, t.d. Maístjörnuna.

föstudagur, desember 14, 2007

Þýðinga mistök


Ég var að horfa á einkar góðann þátt í vonda veðrinu í dag um 5 leitið. Eitt atriðið gerðist á lögrelustöð þar sem lögreglan neitaði að láta glæpakvendi laust vegna þess að það hafði farið úr bænum, eftir að hafa framið glæp en hafði verið látin laus gegn tryggingu. En glæpakvendið hafði farið til að huga að ungum syni sínum og komið síðan aftur til baka. En núna harðneitaði lögreglan að láta hana lausa af því að hún væri "flight risk".

Þýðingin bjargaði þessum annars leiðilega þætti alveg fyrir mér, þýðandinn virtist skilja það sem svo að með þessu "flight risk" væru handritshöfundarnir auðvitað að vitna til þess að konan væri hættuleg í flugvél, og þess vegna vildi lögreglan loka hana inni þangað til dómur yrið kveðinn upp yfir henni. Ekki sú að þeim þætti líklegt að konan myndi flýja.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Genin

Ég var að lesa grein um genabreytingar manna á www.mbl.is, þar sem talað er um að gen manna séu sífellt að breytast "Sem dæmi má nefna að Afríkubúar eru með ný gen sem veita mótstöðu gegn malaríu. Evrópubúar eru með gen sem auðvelda fullorðum einstaklingum að melta mjólk og Asíubúar eru með gen sem gera eyrnavax þurrara en hjá öðrum."(´úr greinini)

Ég fékk nú eiginlega kast þegar ég las þetta með eyrnavaxið, það er spes, og ennþá meira spes að hafa tekið eftir því!

föstudagur, desember 07, 2007

Hvað hefur maður með kött að gera í blokkaríbúð?

Þau eiga tvo ketti. Fólkið fyrir ofan mig á tvo ketti. Ég heyri krafsið í þeim niður til mín, þegar þeir spóla á parketinu, plastparketinu.
Hvað hefur maður annars að gera með tvo ketti í blokkaríbúð? -Eru þau kannski farin að reka kattahótel?