sunnudagur, mars 30, 2008

Rosalega er ég þakklát....

...-að eiga ekki glænýjann bíl. Hugsaði ég eftir að hafa þvegið bílinn minn í dag og skoðað skemmdir vetrarins á dökkbláu lakkinu... Pakkið sem á bílastæðið við hliðina á mínu hefur svo sannarlega framið skemmdarverk á hægri hliðinni, þar hafa birst c.a. 8-10 lóðréttar hvít-silfraðar línur. Það eina sem ég get huggað mig við er að bíllinn, sem í fyrra leit svo þokkalega út þrátt fyrir að vera orðinn 10 ára gamall, myndi hvort'eð er ekki seljast á meira en 150.000 ikr. En ég var svo sem ekkert að hugsa um að selja hann Jónas minn.

Aumingja Jónas.

mánudagur, mars 17, 2008

Útskýring á málýskudjókinu

Getið þið ímyndað ykkur skilgreiningu á því hvað tungumál er?


Getið þið síðan ímyndað ykkur skilgreiningu á því hvað málýska er?


Hvað er það sem gerir tungumál að tungumáli og málýsku að málýsku?


Jæja, alla vegana í stuttu máli eru allir málvísindamenn búnir að sættast á það að tungumálin séu samsett úr málýskum, þ.e.a.s. að allir sem tali tungumálið tali einhverja af málýskum þess, það er því ekki hægt að segja að maður tali tungumál, heldur talar maður málýsku af tungumálinu.
Og þetta þótti mér svaka fyndið um daginn.