laugardagur, september 29, 2007

Frekar líbó, ha?

Mér finnst ég alveg svakalega líbó þegar ég fer fram í þvottahús á náttfötunum. Lengra fer ég þó ekki....Og reyndar hefur það ekki hvarflað að mér.
Hingað til.

Um daginn fór ég síðan rétt fyrir hádegi á fimmtudegi að taka bensín á bílinn minn. Haldið þið ekki að stúlkan sem var að taka bensín á undan mér hafi ekki verið á náttfötunum. Marta, náttbuxurnar hennar voru meir að segja ljótari en mínar bleiku með blómunum. Hún var síðan í rauðri flíspeysu utan yfir, en á náttbuxunum engu að síður.
Þarna varð mér ljóst að barnaefni hefur greinilega meiri áhrif en við höfum hingað til haldið. Þessi stúlka hefur augljóslega horft á Bananabræður hér á árum áður.

þriðjudagur, september 25, 2007

Sorrý kannast ekki við það


Þegar þú ert á veiðum - ljónið sjálft - ættu önnur frumskógardýr að draga sig í hlé. Þú ert alveg til í að vera vinalegur, en því miður, þú ert SVANGUR!

Og hvaða rugludallur komst nú í að semja stjörnuspána??????

miðvikudagur, september 12, 2007

Ja-há?

Ef þú púkkar enn upp á manneskju sem myndi selja ömmu sína við fyrsta tækifæri, skaltu slíta sambandinu. Það verður létt að finna staðgengil.

Já þetta var stjörnuspáin í dag? Hvernig túlkið þið hana?

Hvað er í gangi á Kársnesi?


Aðalmálið á Kársnesi þessa dagana er sennilega stækkun Kópavogshafnar. Ég las frétt um málið á www.mbl.is áðan þar sem verið var að fjalla um málið og fjallaði greinin aðallega um hversu margar athugasemdir hefðu komið fram í sambandi við þessa stækkun. Ég geri ráð fyrir að allar athugasemdirnar séu á neikvæðunótunum en það sem mér þótti merkilegast var að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að taka allar athugasemdir til greina. Mér sýndist á greinini að þeir sem væru ungir, þ.e. undir 18 ára aldri hefðu ekki rétt á að hafa skoðun á málinu. Einnig var minnst á að fólk yfir níræðu hefði líka haft skoðun á málinu og mér fannst eins að það ætti ekki að hafa skoðanir. Á maður þá bara að hætta að hafa skoðanir þegar maður nær ákveðnum aldri? Hver er sá aldur? Er það á sama tíma og maður fer á ellilífeyri? Á maður þá bara ekki að missa kosningaréttinn þá líka?
Annað sem mér þótti sérstaklega athyglisvert var að heimilisköttur hefði skilað inn athugasemd og fylgdi með greinini að athugasemd kattarins yrði ekki tekin til greina. En mín spurning er:Afhverju ekki? Fyrst hann getur komið henni í orð?

sunnudagur, september 09, 2007

Réttir í Madrid?

Eða næstum því.
Götur Madridar munu í dag fá ein 1000 stykki af búfénaði í heimsókn, þar af 700 spænskar kindur. Búfénaðurinn er kominn til Madridar í tilefni af 14. hátíð hirðlífis. Á hátíðina munu koma hirðingjar og smalar frá um 40 löndum og mun hún vera haldin til að hvetja lönd til að slaka á reglum um landamæri og annarskonar höftum sem koma í veg fyrir að hirðingjar fái að ferðast óáreittir með búfénað sinn.

laugardagur, september 08, 2007

Tískan kemur aftur

Hvað er málið?????!

Ég fór í bæinn í dag og ætlaði..............................ég endurtek ætlaði að kaupa mér föt. Ég var reyndar mjög efins um að ég fyndi eitthvað sem mér líkaði....Ég hef nefnilega verið að taka eftir því upp á síðkastið að furðuleg tíska er að stinga upp kollinum. Elliheimilatískan, núna þykir smart að ganga með slæður, já þið heyrið rétt, kellingaslæður, eins og gamlar konur ganga með. Ég höndla það ekki. Síðan get ég svarið að ég sá flíkur sem eru alveg eins, eins í sniðinu og með eins munstri eins og gömlu útþvegnu flíkurnar sem kellingarnar áttu á elliheimilinu, bara minna útþvegnar. Ég höndla þetta bara ekki. Er að hugsa um að hætta að kaupa mér föt þangað til þessi tíska fer aftur. Ég er bara hrædd um að krumpugallar með vængjaermum komi aftur í tísku.