föstudagur, mars 31, 2006

Það tilkynnist hér með að ég er búin að prjóna peysuna á hana Þórdísi, og hún er ekki komin í háskóla ennþá (það var einhver sem sagði við mig að hún yrði komin í háskóla áður en ég kláraði)........En samt er ég svoltið hrædd um að peysan sé of lítil....uppskriftin er fyrir 3-6 mánaða en peysan er bara svo lítil að ég get ekki ímyndað mér að nokkur komist í hana....fer á morgunn og kaupi tölur í hana........helst bleikar
Ég rak augun í þetta á mbl.is áðan

"Samkvæmt spá Greiningardeildar KB banka mun fasteignaverð hækka um 5% á næstu fjórum ársfjórðungum."

En þar sem ég er ekki með mjög góðan fjármálaorðaforða í íslensku velti ég fyrir mér hvort "fjórir ársfjórðungar" séu ekki það sama og "eitt ár", getur einhver svarað því? (og hví er þá ekki bara sagt eitt ár?)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Bloggleti

Jæja er ekki best að segja bloggletinni stríð á hendur.........

Nú þegar ég er komin í 100% vinnu á elliheimilinu er drífur nú ekki mikið á daga mína.............þ.e. ekkert sem ég mætti fara að segja frá.....

Ætli ég sé ekki búin að fara á djammið svona 2svar síðan eitthvað heyrðist frá mér síðast....

Talandi um djamm...........Hún Lilja vill alltaf vera að fara á Ólíver, á að vera vinsælasti staðurinn í bænum, en er reyndar gjörsamlega ofmetinn, þar er alltaf alltof mikið af fólki, leiðinleg tónlist (ef mig langar til að hlusta á FM 957, þá á ég útvarp heima), svo er maður látinn bíða í endalausri röð þarna.
Það eina fyndna við það að fara á Ólíver er að ég sé Börk Bjarna, gamlan bekkjarbróður, alltaf þarna. Ég er búin að koma þarna u.þ.b. 4 sinnum í vetur og alltaf er Börkur þarna, og það fyndna er að mér skilst að hann búi í útlöndum, einu sinni var hann meir að segja með "bróður minn ljónshjarta" með sér eða einhvern sem stal hárinu hans.

Um síðustu helgi fór ég síðan að hitta Ástu, Baldvin, Hildi, Dóra og Gunna á Tapas, voða fínt þar, þótt staðurinn virtist svoltið fátækur af stólum.....síðan fórum og kíktum á Dubliners, auðvitað, á degi heilags Patreks...þar var x sá fyrsti sem ég sá þar inni, mér til ómældrar gleði, það einmitt varð til þess að ég fór huldu höfði þar inni, sem reyndar var ekki nóg, til mín sást, og var líkamstjáning mín túlkuð sem leyfi til símhringingar kl. 3 þennann morgunn og sofandi rödd mín sem heimboð kl 0325............gaman gaman

fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún Jóna eignaðist litla stelpu í dag, til hamingju með það :)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagur

Ég uppástóð það með sjálfri mér að ég þyrfti endilega að eignast fægiskóflu, og endilega í dag......á öskudeginum sjálfum!!!!!!! (Það var greinilega ekki bara í fyrra (í kaldhæðnislegum tón) sem ég var komin með svo mikið ofnæmi á börnum að ég velti því fyrir mér að láta binda hnút á eggjaleiðarana á mér, (ég hlustaði á öll börn á Húsavík syngja))...

Ég álpaðist nú inn í rúmfó og komst að því að jú!!! það var öskudagur, greip fægiskófluna, komst að því að kertin voru öll á 99 eða 199, keypti nokkur. og komst að því Sylvía Nótt er vinsæl meðal barnana......það voru stelpur undan mér í röðinni sem kunnu allt lagið (ég held það að minsta kosti) Það bergmálaði alla vegana töff-töff-töff þarna í endan.