mánudagur, september 01, 2008

Ég á ekki orð....

valið stendur á milli fótboltaleiks og tónleika með Beonce, eða hvað hún heitir, í sjónvarpinu... Ég get ekki beðið eftir því að vetrardagskráin byrji.

laugardagur, ágúst 16, 2008

Blancanieves


Mjallhvít og dvergarnir sjö voru algengt garðskraut í Jaca, enda fjallaþorp.

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Þá er sumarfríið búið




















Jæja já þá er sumarfríið búið og ég byrjuð að vinna aftur. Ég kom heim á síðasta fimmtudag og eyddi síðan 5 klst í að fara yfir verkefni í fjarnáminu...og fór síðan daginn eftir í að prófa fólkið.

Myndirnar eru útsýnið út um gluggan á húsinu þar sem ég gisti á námskeiðinu í Jaca. Ég hef aldrei áður séð kanínu bundna úti í garði. En þið?

sunnudagur, júní 29, 2008

Ísbjörn!!


Hversu vinsæl yrði ég ef ég hringdi í lögguna og segðist hafa séð heilu hjarðirnar af ísbjörnum meðfram þjóðveginum á leiðinni suður? :)

fimmtudagur, júní 05, 2008

-"Ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."


Í fyrrasumar þegar Aude vinkona mín var í heimsókn, þá kom ég við í Hveragerði og gaf henni ís í Eden. Er ekki skylda að koma við þar þegar maður fer um Hveragerði?

Nú, þegar við vorum búnar að borða ísinn þá ákvað ég að fara með hana svolítinn rúnt um Hveragerði sem endaði uppi við golfvöll, þar sem þessir hverir hafa myndast eftir jarðskálftana.
Mér hefur nokkuð orðið hugsað til þessarar ferðar með bros á vör þegar minnst hefur verið á þetta svæði, því þarna kom einmitt einn gullmolinn uppúr henni Aude þarsem við þræddum einbreiðann malarveginn.....-" Svanlaug, ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."

Alveg að verða búin að plana sumarfríið :)

Jæja þá er þetta alveg að komast á hreint. Ég er að fara til Spánar 5. júlí, það var reyndar löngu vitað. Og verð á námskeiði í 2 vikur, rétt hjá Zaragoza, þar sem myndin er tekin. Síðan ætlar Aude að koma og vera með mér í viku á N-Spáni. Þann 1. ágúst ætla ég að hitta foreldra mína og bræður í Salou og dandalast með þeim í viku og síðan fer ég heim þann 8. ágúst og þá verður nú stutt þar til skólinn byrjar aftur.

þriðjudagur, júní 03, 2008

ÉG STÓÐST EKKI MÁTIÐ

"Orðblendingar"
Av misgáum, ella kanska eisini fákunnu, kemur tað stundum fyri, at nýggj "orð" gjørd úr pørtum av øðrum orðum, stinga seg upp. Tað var ikki sørt, at tú hevði hug at hvøkka við, tá ið hetta hoyrdist í eini sending: "tað er ikki nakað, vit kunnu "útrika"". Helst mundi lesarin vera mismæltur, men løtu seinni var sama "orð" aftur at hoyra. Hetta er eyðkendur "orðblendingur". Fyrri partur man vera fingin framman av orðinum útinna ella útrætta og seinni partur aftan av orðinum avrika. Vit noyðast javnan at gera nýggj orð, har ið eingi eru fyri, men ongar áneyðir skuldu verið at gjørt orð, tá ið nóg góð orð eru til. Ivaleyst man hetta hava verið mistak hjá høvundinum, men tað átti so ikki at sloppið ígjøgnum málsliga eftirlit teirra, ið skipa fyri sendingunum.

laugardagur, maí 31, 2008

Undarleg mannanöfn í Færeyjum

Svanleyg....nafnið mitt á færeysku
Barba.....eitthvað skyld Barbapabba?
Eyðleyg...lögð í eyði? eyðilögð?
Femja...eins og fremja...
Giljanna... til giljanna minna
Gurli...wurly?
Gylta...Hvað ætli gylta sé á færeysku? Hef grun um að Gylta hafi eitthvað með gull að gera sbr. að gylla
Leyvoy...Ley á spænsku eru lög...voy er fyrsta pers. et. af Ir (að fara)
Lísbita...Lúsabit???
Lý...blý?
Píl...písl?
Pólína...kannski bara frænka mín???
Reiðunn...kannski alltaf reið?
Tabita...systir Gullintanna og Smjörbita?
Ulla...Ulla!

föstudagur, maí 30, 2008

Ég fæ alltaf kast þegar ég les færeysku.

Íslendsk nøvn
Fáir íslendingar hava ættarnavn ella eftirnavn. Flestir eru "kendir við faðir sín", eyðkendir við faðirsnavninum í hvørsfalli + -son/-dóttir. Íslendski uttanríkisráðharrin Steingrímur Hermannsson eitur Steingrímur og er Hermannsson, t.e. faðir hansara eitur Hermann. Einasta navn hansara er so statt Steingrímur, hitt er til eyðkennis. Tí er tað ikki góður siður at nevna hann ''Hermannsson", men væl ber til bert at siga Steingrímur, eftir at hann fyrst er kunnaður sum Steingrímur Hermannsson.

"MANGLA"
"Vit mangla fólk…" stóð í eini lýsing. Hetta óføroyska orð er javnan at síggja og hoyra. Hví nýta hetta orð altíð og stund, tá ið vit eiga góð føroysk orð við somu merking, sum t.d. vanta, tróta, skorta og ivaleyst onnur við. "Okkum vantar fólk…" hevði ljóðað ólíka betur. At mangla er at slætta klæði við manglifjøl.

Fengið að láni hjá: http://www.fmn.fo/ordafar/ordafar.htm

miðvikudagur, maí 28, 2008

Vinur hennar Hrefnu kominn aftur....

Ég komst að því fyrir nokkru að það var ekki strákurinn af efstu hæðinni sem ég hjálpaði upp úr snjó"skafli" hérna fyrr í vetur...Núna veit ég bara ekkert hverjum ég hjálpaði....bara einhverjum snoðuðum 17. ára strák....

Ég hafði nefnilega bara séð þennann á efstu hæðinni einu sinni...það var í ágúst þegar ég var að skila sameigninni af mér í fyrsta skipti, þá kom þessi til dyranna og var einhver svakaleg 5 ára gella með honum, þannig að ég gerði ráð fyrir að hann væri bara 5 ára líka...

Síðan birtist þessi maður hér í stigaganginum fyrir mánuði síðan.....og fór að heilsa mér!!!! Og auðvitað verður mér alltaf hugsað til Hrefnu.

fimmtudagur, maí 01, 2008

-Hvernig hljómar íslenska fyrir útlendingum?


Þegar ég var búin að vera u.þ.b. 5 mánuði í Hondúras, þá varð ég þess "heiðurs" aðnjótandi að komast einmitt að því hvernig íslenska hljómar fyrir útlendingum. Þannig voru mál með vextu að ég var eini íslendingurinn í Hondúras, sem ég vissi um, á þessum tíma og þar af leiðandi talaði ég ekki íslensku mjög oft, nema við mömmu sem hringdi 1 sinni í mánuði, og þá var það sko erfitt.

Ég vissi að þeir væru að koma, íslensku strákarnir 3, og var ég svolítið farin að kvíða fyrir að þurfa að fara tala íslensku, því ég var alveg handviss um að ég væri hætt að geta það. Ekkert mál að tala spænsku eða ensku...en ekki íslensku.

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk inn á svæðið sem við áttum að vera á á þessum AUS-hittingi, búin að sitja í skelfilegum, eldgömlum, amerískum Schoolbus með hænum, kanínum og ég veit ekki hverju fleira úr dýraríkinu. Já, ég gekk inn á svæðið og heyri þar sem þrír strákar eru að tala eitthvað svakalegt tungumál sem líktist einna helst rússnesku, 10 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að ég skil allt sem þeir segja og 5 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að þeir eru að tala ÍSLENSKU!
Ég var allt kvöldið að safna í mig kjarki til að reyna að tala við þá. Fyrstu setningarnar mínar á íslensku voru víst samsettar úr íslenskum orðum og spænskum sögnum með íslenskum beygingareindingum. Það má eiginlega deca að þetta kvöld hubiera ég hablað spíslensku.

fimmtudagur, apríl 24, 2008

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Babelfish í ruglinu?

Svona þýðir hann greyið:

Nine months are needed so that a boy is born but a second is enough so that a man dies. A minute it was sufficient to change my life. The minute in which it sounded to the telephone and the distant voice of Jean Charles I embark to me in a search in which it would finish losing to me.

Jean Charles had been my better friend. They were other times, and expressions as "better friend" not only had sense, but that they were used frequently.


Það tekur barn níu mánuði að fæðast en það tekur mann bara eina sekúndu að deyja. Ein mínúta var nóg til að breyta lífi mínu. Mínútan þegar síminn hringdi og fjarlæg rödd Jean Charles ýtti mér út í leit sem ég endaði á að týna mér í.



Jean Charles hafði verið besti vinur minn. Þá voru aðrir tímar og orðatiltæki eins og "besti vinur" höfðu ekki einungis þýðingu heldur voru þau oft notuð.

laugardagur, apríl 19, 2008

Svona af því að ég er að fara til Spánar í sumar...


...þá ætla ég að segja eina sögu sem lætur mig deyja úr hlátri í hvert skipti sem mér dettur hún í hug...

Við stórar umferðargötur úti á Spáni eru oft svona klefar eins og hér til hægri, nema þegar enginn er í þeim þá eru rimlarnir oftast dregnir fyrir.

Hann Diego, vinur minn var búinn að búa upp undir ár á Spáni þegar hann uppgötvaði hinn raunverulega tilgang klefana. s.s. að selja lottómiða til styrktar landsamtaka blindra spánverja (organización nacional de ciegos espanoles=ONCE).

Áður en hann Diego komst að hinum raunverulega tilgangi þessara klefa, hélt hann að þarna inni væri fólk sem fylgdi blindum yfir götur, skiljanlegur misskilningur, sérstaklega þegar maður horfir á myndina.

Ég man að mér datt í hug að kannski á Spáni hétu samtök homma og lesbía Once (ellefu). Ég hef nefnilega aldrei skilið afhverju þessi samtök þurfa að bera tölu á Íslandi. Það verður bara til þess að ég ruglast og segi samtökin '76 nei '66 nei '67 nei '78

Þessir klefar eru mjög algengir, sjálfsagt yfir 100 talsins bara í Valencia, þannig að ég veit ekki hvað hann Diego hélt að væru margir blindir á Spáni.

föstudagur, apríl 18, 2008

Hljómar þetta vel?

Blaðadrengir

Newsies

Blaðadrengir (Newsies) er bandarísk söngvamynd frá 1992.

Myndin gerist í New York árið 1899 og segir frá því er blaðadrengir fóru í verkfall vegna smánarlegrar framkomu blaðakónganna Josephs Pulitzers og Williams Randolphs Hearst í þeirra garð.

Piltur að nafni Jack "Kúreki" Kelly skipulagði verkfall blaðasalanna og David Jacobs hét sá sem var potturinn og pannan í nýju verkalýðsfélagi sem sameinaði blaðasalanna í baráttunni við auðkýfingana.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Ég veit þetta verður ekki vinsælt...

...en er ekki hægt að koma sumu fólki í vinnu?

Þá er ég aðallega að tala um þetta lið sem er í gjörningum. Ég sá konu í sjónvarpinu um daginn sem greinilega hafði alltof mikinn frítíma. Hún var búin að hengja upp fjöldann allann af hekluðum dúkum, fylla baðkar með vatni, síðan var hún bara þarna að dandalast með málningu og pensil, í hvítum kjól og mála eitthvað upp í loftið og á gólfið svona á milli þess sem hún buslaði eitthvað í baðkarinu.

Síðan var maður sem var búinn að byggja eitthvað sem einna helst líktist leiksviði í barnaleikriti. Þarna var lítið hús, tjörn, yfir tjörninni var síðan lak lá sem haldið var uppi af gasblöðrum. Þetta hefði verið voða sætt ef að gjörninginn hefði átt að nota í barnaleikrit. Mér skildist að gjörningurinn í þessu verki hafi einna helst verið blöðrurnar sem héldu uppi lakinu...

...mér leiðist að fólk sé á launum við svona vinnu.

sunnudagur, mars 30, 2008

Rosalega er ég þakklát....

...-að eiga ekki glænýjann bíl. Hugsaði ég eftir að hafa þvegið bílinn minn í dag og skoðað skemmdir vetrarins á dökkbláu lakkinu... Pakkið sem á bílastæðið við hliðina á mínu hefur svo sannarlega framið skemmdarverk á hægri hliðinni, þar hafa birst c.a. 8-10 lóðréttar hvít-silfraðar línur. Það eina sem ég get huggað mig við er að bíllinn, sem í fyrra leit svo þokkalega út þrátt fyrir að vera orðinn 10 ára gamall, myndi hvort'eð er ekki seljast á meira en 150.000 ikr. En ég var svo sem ekkert að hugsa um að selja hann Jónas minn.

Aumingja Jónas.

mánudagur, mars 17, 2008

Útskýring á málýskudjókinu

Getið þið ímyndað ykkur skilgreiningu á því hvað tungumál er?


Getið þið síðan ímyndað ykkur skilgreiningu á því hvað málýska er?


Hvað er það sem gerir tungumál að tungumáli og málýsku að málýsku?


Jæja, alla vegana í stuttu máli eru allir málvísindamenn búnir að sættast á það að tungumálin séu samsett úr málýskum, þ.e.a.s. að allir sem tali tungumálið tali einhverja af málýskum þess, það er því ekki hægt að segja að maður tali tungumál, heldur talar maður málýsku af tungumálinu.
Og þetta þótti mér svaka fyndið um daginn.

laugardagur, febrúar 23, 2008

Ég lýsi eftir Erlingi

Já Erlingur minn ef þú ert einhverstaðar þarna úti þá lýsi ég eftir þér.

Ég þekki að vísu engann Erling, en fólk er alltaf að hringja til mín að spyrja eftir honum. Þetta er alveg plága, það er hundleiðinlegt að svara í símann og útskýra það að Erlingur sé ekki í þessu símanúmeri og hafi ekki verið síðastliðin 3-4 ár!

Ég er búin að reyna símaskránna, því miður eru svona 10 bls af Erlingum.



Kveiktuð þið á djókinu með málýskuna?

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Ég komst að því í dag...

...að ég tala málýsku. Hef meir'að segja annann orðaforða en aðrir í kringum mig. Þessi grunur hefur verið að læðast upp að mér síðastliðnar vikur, en varð alveg ljós í dag þegar konurnar í vinnunni hreinlega vissu ekki hvað ég var að tala um. Mér varð það á að nota orðið "blýpenni", það er víst norðlenska fyrir svo ljótt orð að ég varla get komið stöfum að því..."skrúfblýantur"...það er afskaplega ljótt orð.

föstudagur, janúar 25, 2008

Reykvíkingar og snjór.

-það er eitthvað sem ekki á saman.

Í morgun kom ég seint í vinnuna, 3-mín, af því að sonur hjónana á efstu hæðinni festi sig á leiðinni út af bílastæðinu, ég sá að hann var að festa sig þegar ég kom út. Ég hugsaði "hann hlýtur nú að losa sig úr þessu, þetta eru bara 10-15 cm, nýfallið og engin hálka undir . Ekkert til að vera fastur í." En nei! haldiði ekki að maðurinn hafi ekki enn verið fastur þegar ég ætlaði að fara, þá var ég búin að eyða um 10 mín í að moka ofan af bílnum mínum. Þá hafði ekki enn hvarflað að honum að bakka aðeins, til að losa sig. Maðurinn var örugglega búinn að spóla í gegnum malbikið.

-Við erum að tala um að þetta lið hægir á sér og stoppar helst, ef það sér fram á að þurfa fara í gegnum smá snjó, svona bara svona til að festa sig örugglega.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Nágranninn

Ég sagði konunum í vinnunni frá forvitna nágrannanum í gær. Í dag vildu þær fara hafa samband við lögregluna. -"Það er náttúrulega ekkert eðlilegt að maðurinn sé svona á gluggunum hjá mér!"
Ég dó úr hlátri og stoppaði þær af, þessi maður getur seint talist mjög hættulegur og þar að auki hugsa ég að hann liggi ekki bókstaflega á gluggunum hjá mér. Ég verð bara muna að draga fyrir ef það koma gestir...........sérstaklega ef þeir eru karlkyns, s.s. pabbi minn.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Gera stjórnvöld engar athugasemdir við svona?

Það er kona sem ég veit um sem er skráð einstæð móðir og er með tvö börn. Á póstkassanum er bara nafnið hennar og síðan barnana. Samt er alltaf einhver maður hjá henni sem börnin kalla pabba, ég mæti honum mjög oft í þvottahúsinu og sé hann mjög oft fara út um kl. 07.30 á morgnana. Síðan er konan ólétt. Hvernig útskýrir hún það að börnunum hafi fjölgað hjá sér síðan í fyrra. Segir hún að börnin séu eingetin? Þarf hún ekki að feðra barnið? Eða segir hún kannski bara að að hún viti ekki hver faðirinn er? (humm, hljómar vel)

föstudagur, janúar 04, 2008

OMG

Ég á vangefinn nágranna, Hrefna mín þú veist alveg hver það er, og hann er með kærastamál mín á heilanum. Við erum að tala um það að maðurinn nefnir þessi mál við mig í hvert einasta skipti sem við hittumst, sem betur fer gerist það ekki nema svona 1-2 í mánuði.

Einu sinni var pabbi í heimsókn, þá spurði K hann hvort hann væri kærastinn minn. Þegar pabbi neitaði því og sagðist vera pabbi minn þá sagði K að það gæti ekki verið...........hann væri svo ungur.

Síðan var ég að tala við K aftur núna og þá spurði hann mig hvort ég væri með kærasta, enn og aftur..... En núna var ástæðan af því að hann hafði séð mig tala við eitthvað karlkyns, ljóshært heima hjá mér í stofunni!!!! Ég taldi honum trú um að þetta hlyti að hafa verið bróðir minn eða eitthvað :) Hann þyrfti að komast til Kúbu þessi, þarsem fólk fær borgað fyrir að kjafta um nágrannana.