mánudagur, ágúst 29, 2005

Allt komið

Nema bílarnir.

Já nú sit ég og bíð eftir að geta farið að troða draslinu mínu á bíl svo ég geti farið. Vonandi koma þeir bráðum. Ég er búin að troða öllu sem kemst í minn bíl, þá eru blómin hennar Mörtu meðtalin, það verður því sannkallaður frumskógarfílingur á leiðinni, ég mun alltaf sjá Drekatré í baksýnisspeglinum.

Annars er ég að pæla í að leit mér að stuðningshóp ruslsafnara.........svona eitthvað í líkingu við AA. Hver geymir annars símaskrá frá árinu 2000????

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Þetta er að hafast

Ég get ekki verið eðlileg. Nú er ég búin að vera fara í gegnum dótið mitt af því að ég er að flytja, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get engan vegin verið eðlileg. Ég er þvílíkur draslsafnari og ég tými aldrei að henda neinu. Er t.d. eðlegt að geyma símaskrá fyrirtækja síðan 2000, við erum að tala um það að fataskápurinn minn var fullur af fötum sem voru annað hvort of lítil, of stór eða bara hreinlega ónýt eða jafnvel löngu komin úr tísku. Hvað er að?

Annars fer ég til borgar óttans á morgunn, uppúr hádegi, þegar búið verður að sækja dótið mitt.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Leti

Guð ég held ég sé að andast úr leti, eða er þetta kannski bara vítamínskortur? Kannski alveg spurning um að fara prófa orkuvítamínið, þið vitið.....................þetta sem byrjar á s, kannski ætti ég að fá mér svona minnistöflur í leiðinni..........eins og þær sem ég sá auglýstar í fréttablaðinu um daginn????? (Kannski er best að vera ekkert að óverdósa á vítamínum)))

Já allavegana er ég að andast úr leti, ég horfi á dótið mitt og veit ég er að fara að flytja (fer á sunnudaginn!!!) og ekkert gerist, það er eins og ég bara búist við að það hoppi sjálft ofan í kassana, best að fara taka vítamín.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

éggetsvosvariðþað

Þegar ég sá þetta hér datt mér í hug þegar við Marta urðum vitni af bekkjarmóti '56 eða '57 árgangsins núna í vor. Sem sagt mest allt svona venjulegt fólk að nálgast fimmtugt, nema einn, sem var greinilega gæinn í hópnum, búinn að eyða svona sirka 5000 klst í ljósum, ennfleiri í ræktinni (enda er maðurinn íslandsmeistari í fitness í elstaflokki), með kolsvart hár og hökutopp í stíl.(Hver leggur eiginlega á sig að lita á sér skeggið?) Maðurinn minnti mig óneitanlega svoltið á Heimsferða Ingólf. Það versta við þetta allt saman var fullvissa mannsins um æðilslegleika sinn. éggetsvosvariðþað, ég vissi ekki hvort ég ætti að forða mér, æla eða bara hvort tveggja. Ég fyllist að vísu alltaf svona ógeði þegar ég sé svona gamla kalla sem halda að þeir séu guðs gjöf til kvenna.

Og þarna rúllaði liðið ofurölvi, og ég edrú að fylgjast með þeim, full ógeðs. Og hvað eftir annað skaut hugtakið "Gráifiðringurinn" upp kollinum í hugskoti mínu.
En sitt sýnist hverjum. Haldiði ekki að ein bekkjarsystir mannsins rjúki ekki á hann og segi "Ó, X þú ert svo sætur!!!" (!!!!?) éggetsvosvariðþað að ég hélt ég yrði ekki eldri við að halda niðri í mér hlátrinum, éggetsvosvarið það að ég var næstum köfnuð. Konan var augljóslega blind! Eða þessi þykku gleraugu hennar að minnsta kosti alþakin móðu. Svo hófst viðreynslan, konan ætlaði hreinlega að éta manninn sem var svona æðilegur, hann virtist að vísu ekki til í tuskið. Svo bættust fleiri bekkjarsystur í hópinn og hreinlega héldu ekki vatni yfir honum.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Munaðarlaus

Já ég er munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru öll á föstudaginn til Reykjavíkur og síðan til Danmerkur. Svo núna er ég ein í kotinu. Ég var að vinna alla helgina og var lítið, mjög lítið heima, ég var mjög hissa á sunnudagskvöldið þegar ég kom heim úr vinnu að sjá að safafernan sem ég opnaði á föstudagskvöldið var enn í ískápnum og hafði ekki einu sinni verið snert!!! En það er víst það sem gerist þegar þú ert einn heima.....................maturinn hverfur ekki úr ískápnum, en hann birtist svosem ekki heldur.
Ég tók nú fyrsta munaðarleysisdaginn með trompi, dreif mig á fætur um morgunninn og fór til Akureyrar með það að leiðarljósi að láta nú smíða aukalykil eða tvo fyrir bílinn................en mér var tjáð að hann væri of ungur fyrir svoleiðis aðgerðir..já, ég var frædd um það að bílar smiðaðir eftir '95 væru með örflögu í lyklinum og því myndi venjuleg eftirsmíði ekki virka, þar með hefði ferðin átt að vera ónýt en nei ég græddi alveg helling...........það voru útsölur í gangi á Glerártorgi, ég keypti fína spariskó á tæpar 2000kr, voða fína támjóa skó með fellingum að framan(svona í stíl þær á maganum á mér) og hæl.............svo núna eyði ég öllum kvöldum heima hjá mér í náttfötum og hælaskónum.......................................bara djók ;)

Annars verð ég að segja farir mínar ekki sléttar með þennann bíl...........á föstudaginn fyrir viku var ég svo reið við hann að mér var skapi næst að ýta honum niður á bryggju og láta hann gossa í sjóinn. Sko ég fór á honum til Egilstaða (þar sem ég komst að því að hann væri golf ekki polo) en þegar ég ætlaði að fara fara á honum heim aftur tók hann upp á því að vilja ekki í gang........sama hvernig ég klappaði honum. Ég reyndi líka formælingar en ekkert gekk.. Pabbi gat að vísu startað honum og ég komst heim og á réttum tíma í vinnunna. (þetta var á afmælinu mínu, 1.ág) síðan var hann enn tregari í gang þangað til á föstudagskvöldinu vildi hann bara alls ekki fara í gang (þá var ég búin að eiga hann í viku og einn dag) auðvitað hringdi ég í Valda og hann hjálpaði mér að draga bílinn í gang...svo prófaði ég að drepa á honum og þá fór hann í gang svo að ég hélt að vandamálum mínum væri lokið og fór á honum í vinnunna....................en nei svo neitaði hann bara alveg að fara í gang fyrir framan vinnuna mína þetta kvöld.....................Og pabbi mátti gjöra svo vel að hjálpa mér að draga hann........................Á sunnudegi lét hann eins og mamma hringdi í afa og afi hringdi í karla sem hann þekkir og fékk einn sem var í sumarfrí til að kíkja í vinnunna til að lesa úr niðurstöðum sem fengust úr tölvunni á Bílaleigunni ( þessi maður er víst sá eini sem kann að lesa svona á Húsavík) En nei!!! Allt kom fyrir ekki. Það var víst ekkert að bílnum þótt hann vildi ekki fara í gang (góð talva sú) síðan voru þeir undirmannaðir á verkstæðinu............þá fór afi að hringja í fleiri kalla..........sem veltu því fyrir sér fram og aftur hvað gæti verið að þessum bíl.......................það kom svo í ljós að það sem var að var það sem faðir minn hafði tauta um allann helvítins tímann...............háspennukeflið! (!!!???Mér skilst að það sé eitthvað svipað auðvelt að skipta um það eins og að skipta um kerti) En ég fékk bílinn ekki aftur fyrr en um miðjan dag á föstudegi...............ha, þetta tók 4-5 daga að gera við eitthvað sem tekur ekki nema 30 mín að skipta um.......................Djöf var ég orðin pirruð.

Og þar með er ekki allt búið, nei nei............heldur þegar ég var á leiðinni inn á Akureyri biluðu rúðuþurkurnar, já!, sú bílstjóramegin vildi ekki hreyfast!!!!! Svo ég þurfti að keyra frá Akureyri í stöku skúrum með engar rúðuþurkur...........ég get ekki sagt að það hafi verið gaman.
Ég þorði einu sinni að segja afa frá biluninni þegar ég heimsótti hann daginn eftir, en sagði mömmu það þó (hún hélt að ég væri að ljúga, þetta væri ekki venjulegt) síðan talaði ég við hana seinna og þá sagði hún að ég þyrfti sennilega bara að herða bolta, sem og ég gerði í dag og allt virkar eins og það á að virka (to my best knowlege, anyhow)

Hey, síðan var staffapartý á Hvammi á laugardagskvöldið, ég var að vísu að vinna en ákvað þó að kíkja eftir vinnu og liðið var sko komið vel í það. Þessir fullorðnu útí garði með boozið og þessir yngri inni í singstar, líka með bús...............mjög fyndið að labba inn i svona drukkið partý alveg edrú. Ég ætlaði ekki að verða eldri þegar Toggi og stelpurnar tóku síðan keppni í einhverju þungarokkslagi..................Sem enginn hafði heyrt nema Toggi en samt tókst honum að tapa, lagleysi er víst mikið böl í hans fjölskyldu. (Þótt mér hafi nú aldrei þótt þungarokkssöngur fallegur söngur)
Síðan kíktum við út til fullorðna fólksins. Ína og Bima fóru að kostum, sátu með Ingu Þóris á milli sín og skiptust á að kalla hana Vigdísi Finnboga (Ég komst að því að þau höfðu verið í leik þarsem það er sett nafn aftan á þig og svo áttu að giska á manneskjuna) Inga hafði víst átt að giska á Vigdísi. But I guess u had to be there

Annars var ég að pæla í nafni á bílinn, Tómas II??? Einhverjar aðrar uppástungur?

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ég segi farir mínar ekki sléttar

Í vinnunni minni eru konur sem eru búnar að vinna þarna í 170 ár, þ.e þrefaldann líftíma sinn. Málið er að þær vilja að hlutirnir séu gerðir á ákveðinn hátt, því miður er ég með sjálfsbjargarviðleitni og þær ekki með umburðarlyndi, því vilja oft koma upp ansi fáránlegar aðstæður þegar ég held mig vera að redda málunum ( sem er oftast ekki eins og hlutunum ætti að redda, en skiptir nákvæmlega engu máli).

Ég var ekki búin að vinna þarna lengi þegar ég varð vör við þetta. Það er skiptið þegar ég RAÐAÐI VITLAUST Á KVÖLDVERÐARHLAÐBORÐIÐ. Held ég hafi svissað ávöxtunum og dótinu til að setja ofan á brauð..... ekkert stórvægilegt en það þurfti að breyta því.

Einu sinni þurftum við tvær afleysingastúlkur að redda okkur í eldhúsinu einn dag, hvorug okkar hafði hugmynd um hvað nákvæmlega við ættum að gera þarna...........en það reddaðist............bara ekki alveg eins og það hefði átt að reddast. Ég hafði þrifið vagninn sem heldur matnum heitum í hádeiginu vitlaust................ég hleypti vatninu niður af honum en vissi bara ekki að ég ætti að setja vatn í hann aftur.
Daginn eftir var ég að setja rúllur í konu frammi á gangi þegar ég heyri bergmála úr eldhúsinu "hverjir voru eiginlega í eldhúsinu í gær?" (grófleg þýð. "Hvaða HÁLFVITAR voru í eldhúsinu í gær??!") Þá hafði mín ekki sett vatnið í eins og ég átti að gera .......OG! í fáfræði minni sett skálar ofan í vagninn!!!!

í stað þess að telja alla hlutina upp ætla ég bara að segja frá þeim síðasta......það var glórulaust
Í gærmorgunn þegar ég var að klára nætur vaktina mína komst ég að því að trefjamaukið var búið (trefjamauk. e-h sem fólki er gefið til að fyrirbyggja hægðatregðu). Auðvita brá ég mér út í eldhús og bað þau að redda mér, ekki vildi ég hafa það að samviskunni að einhver fengi hægðategðu. Virðist ekki mikið mál.
Þegar konan i eldhúsinu kom i vinnunna sagði ég henni að trefjamaukið væri búið en ég væri búin að biðja þau í eldhúsinu að redda þessu....og auðvitað bjóst ég við klappi á bakið, en nei! í stað þess sagði hún mér að ég ætti ekkert að vera standa í svona veseni þegar ég væri á næturvakt og hringdi svo í eldhúsið og afpantaði trefjamaukið sem ég hafði pantað.

Það er alltaf spurning um að vera ekki of lengi í sömu vinnunni, serstaklega ef þú ert í svona vinnu.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Golf var það heillin

Ha ha..............talandi um að vera óglögg á bíla................ég var búin að rúnta allaleið til Egilsstaða á nýja bílnum áður en ég gerði mér grein fyrir að hann væri golf en ekki polo.................þarmeð er það leiðrétt.

Já minns var í sumarbústað með "gamla settinu" og Hemma litla, sem er ekki svo lítill lengur. Svo komu Tóta, Bjarni og Brynhildur og gistu eina nótt. Ég fór einmitt með Hemma og Brynku á rúntinn í fyrradag, fórum á Egilsstaði og síðan á Hallormstað...........Brynhildur sat í aftursætinu í krampakasti, allann tímann!!!! svona erum við systkinin skemmtileg...................eða kannski var það bara vegna þess að ég var að dóla mér.......á svona 80-100 km hraða, því hefur hún aldrei vanist.................bræður hennar eru nú bölvaðir ökuníðingar.
Þrennt stendur uppúr í þessarri ferð
1) Við keyrðum c.a 40 km langt þvottabretti (er að hugsa um að senda samgönguráðherra kvörtunarbréf)..........það var ekki gaman
2)Saga sem mamma var að segja af Hemma litla þegar hann var lítill. Hér kemur hún:
Einu sinni var hemmi í afmæli, c.a. 1-2 ára gamall, þegar spurt var "Hver er Völsungur??" öll börnin í veislunni svöruðu "Ég ég!", ekki hemmi, hann svaraði "Ekki ég, ég er mömmustubbur!"
3)Pabbi spilasvinlari svindlaði á litla barninu, sem er ekki svo lítið lengur í gæsaspilinu.................ekki enn vaxinn upp úr því karlinn.................hann svindlað líka á mér þegar ég var lítil, og þá meina ég lítil, c.a. 4 ára

Kveðja Svanlaug 25 ára