föstudagur, ágúst 31, 2007

La tomatína


40.000 manns + 115.000 kg af tómötum = getur ekki verið annað en gaman.

Er að hugsa um að fara á næsta ári, langar að fara á næsta ári, en því miður er þetta í lok ágúst.

mánudagur, ágúst 27, 2007

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta

Ég var að lesa mbl.is áðan og rakst á grein Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn og hélt auðvitað að þetta væri eitthvað djúsí frá Hollywood. Það rann í gegnum huga minn að kannski ætti Brad Pitt bróður, eða kannski George Clooney......En nei, ekki varð mér að ósk minni. Þá var þetta frétt um tvo þýska bræður, þann eldri 26 ára og þann yngri sem greinilega var yngri og átti 24 ára kærustu. Já þið eruð örugglega farin að átta ykkur.....sá eldri var sem sagt að sofa hjá kærustu þess yngri vegna þess að yngri bróðirinn var of FEIMINN til að sofa hjá eigin kærustu!!!!! og þetta uppgötvaðist ekki fyrr en stelpu greyið kveikti ljósið í svefnherberginu. Þá höfðu bræður skipt um hlutverk á klóstinu og passað að þegar sá eldri var inni til að taka hlutverk yngri bróðursins að ljósin væru slökkt.

Myndi maður nú ekki bara láta gæjann fara í stað þess að semja við systur sína um að sofa hjá honum, ef maður þyrði ekki úr fötunum fyrir framan hann?????
Og nú af því að ég á ekki systur, þá ætla ég að beina þessu til frænkna minna -stelpur, ég ætla ekki að sofa hjá kærustunum ykkar. Ef þið þorið það ekki sjálfar, losið ykkur þá við þá!

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Frh.

Já síðan fór ég með Aude í matarboðið. Þar hittum við fyrir maraþonhlaupara og deitið hans. Maraþonhlauparinn hafði lokið maraþoninu þarna um daginn á sex klukkustundum, á meðan aðrir voru að klára það á 3 og hálfri klukkustund, og þá er ekki að tala um sjálfa mig. Þið vitið það alveg að mér dytti aldrei í hug að hlaupa meira en 4 metra í einu, er það ekki? Ólyginn segir að það hafi einn sjötugur lokið keppini á undan maraþonhlauparanum, sem er þó enn á þrítugsaldri. Það þótti frekar broslegt allt allt kveldið.
Síðan fórum við á tónleika á Miklatúni, þarsem elstu tónlistarmenn landsins kepptust við að fá hjartaáfall.......Sem betur fer slapp það nú til að einhver dræpist á þessum tónleikum. Annars þótti henni Aude Megas vera merkilegasti tónlistarmaðurinn, hún skildi engan veginn í því að manninum væri hleypt svona drukknum í sjónvarp, útvarp og upp á svið. Síðan lá leiðin á flugeldasýningu og síðan heim til Maraþonhlauparans í partý....... Þar sem fólk á einum tímapunkti var komið í að reyna láta sér detta einhverja í hug sem hægt væri að spyrða saman við einhleypingana í partýinu. Ég stoppaði það af þegar kærasta maraþonhlauparans lét sér detta í hug að fara koma mér saman við bróður sinni. (það var of mikið af því góða!!!! Hilda mín, þú veist af hverju.) Enda mér mein illa við að það sé verið að koma mér saman við hina og þessa. Aðallega hina samt. Frh....Þetta er svo löng saga að ég meika ekki meira

föstudagur, ágúst 24, 2007

Jæja þá er hún Aude farin heim. Ég dró hana niður í bæ á klukkan 10 að morgni menningarnætur. (Hvað? Það er ekkert að þessari setningu). Við lögðum við Dropann og gengum svo Barónsstíg og síðan niður Laugarveginn. Þegar við vorum komnar niður Laugarveginn og Bankastrætið líka, gengum við fram á þennan ofboðslega mannfjölda. Þá var Reykjavíkur-maraþonið í fullum gangi. Þar sem við vissum af einum kunningja mínum á hlaupum þarna þá ákváðum við aðeins að hinkra, en sáum hann ekki. Síðan héldum við áfram niður á Hallærisplan og horfðum á indverska dansara. Síðan fórum við í Kolaportið. Þar kenndi ýmissa grasa og þar var líka mjög skrítin lykt. Í Kolaportinu keyptum við einmitt harðfisk og hákarl, því ég taldi vinkonu minni trú um það í kvikindisskap mínum að það væri nú ekki hægt að koma til Íslands án þess að bragða þetta hnossgæti..........

Síðan héldum við áfram og eiginlega til baka aftur, því nú lá leið okkar upp að Hallgrímskirkju, þar sem við settumst niður með maltextrat og frönsk horn. Ég beið spennt eftir að geta gefið vinkonu minni hákarlinn. Við opnuðum harðfiskinn, maltið og mauluðum á hornunum, þegar mér sýndist vinkona min vera búin að borða opnaði ég dósina með hákarlinum............. Hún tók bita og stakk honum upp í sig.........ég beið spennt eftir að hryllingssvipurinn kæmi á andlitið á henni, en hann kom ekki.....henni fannst hákarlinn bara ágætur.


Við dönduluðumst niðri í bæ, urðum fyrir því að einhverjir latíno-gæjar reyndu að taka okkur á löpp með því að bjóða okkur í siglingu....Hver veit hvenær eða hvor okkur hefði verið skilað aftur?????? Síðan var okkur líka boðið í mat til Ástu og Baldvins.

frh. síðar...

laugardagur, ágúst 18, 2007

Útilega? Ha?

Jæja nú er hún Aude mín komin. Við erum búnar að fara á Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Seljalandsfoss og svo alla leiðina til baka til Rvk-ur, og komum náttúrulega við í Eden til að fá okkur ís með dýfu, dýfa er óþekkt fyrirbæri í Frakkalandi. En tær snilldar uppfinning að sögn súkkulaði svínsins Audar. Aude átti nú samt besta frasan í Hveragerði þegar ég var að rúnta með hana um bæinn og var komin með hana upp á golfvöll sem er fyrir ofan bæinn. "Er þetta ekki svolítið lítill vegur til að geta verið til Reykjavíkur???" Ég fékk kast.
Síðan erum við stöllur búnar að eignast uppáhalds lag í íslensku útvarpi, Allt fyrir ástina, með honum Páli Óskari. Þvílíkt lummu lag, sambland af diskói og teknói. En við tökum nú samt alltaf upp á því að fara raula það, þvílíkt sem það festist í heilanum á manni....

Við fórum í "útilegu" á Snæfellsnes. Fórum í gærmorgunn og komum aftur í kvöld, þ.e. föstudagskvöld. Það hvarflaði að mér að kíkja í tjaldpokann kvöldinu áður en við fórum, en gleymdi því síðan aftur, satt að segja fannst mér það ekki þurfa því að ég var bara búin að tjalda einu sinni, og mundi eftir því að hafa tekið það upp aftur heima til að þurka það eftir vosbúðina á Höfn um árið á Humarhátíð. Síðan ætluðum við að gista í þessu fína tjaldi í Ólafsvík, en nei nei, haldið þið ekki að himininn hafi ekki verið týndur og tröllum gefinn..... Þá hafði tjaldið verið í geymslu hjá foreldrum mínum og Hemmi litla dýr ekki farið í útilegu við Botnsvatn, í tjaldinu mínu!!!! (mig rámar nú eitthvað í það núna að hafa lánað honum það). Hemmi segist ekki hafa komið öllu dótinu fyrir í tjaldpokanum og því fór himininn í bakpoka sem vinur hans á, og þar er hann örugglega enn....ef hann er ekki kominn á haugana. Þannig að við máttum gjöra svo vel að gista í bílnum!!! Frábær útilega! Ekki satt?

mánudagur, ágúst 13, 2007

Er fyrsti apríl?

Ég næstum því dó áðan, úr hlátri, þegar ég rakst á frétt á www.visir.is með titlinum Perri á reiðhjóli
Auðvitað þurfti ég nú náttúrlega að lesa fréttina, og þá dó ég aðeins meira, að innan. Þá voru það víst einhverjar ungar stúlkur, vonandi ekki mjög ungar þó, sem gengu fram á mann á Sólvallagötunni sem var nótabene á reiðhjóli, að fróa sér!!!! Stúlkunum varð að sjálfsögðu mjög brugðið að sjá þennann másandi mann, stóð í fréttinni. Einnig kom fram í fréttinni að þetta hefði verið um kl 7 um morgunninn. Hvað eru ungar stúlkur að gera svona snemma úti? Þær geta nú ekki hafa verið mjög ungar. En alla vegana var lögreglan að leita að þessum manni, á milli þrítugs og fertugs, með derhúfu, í rauðum og bláum jakka. Og semsagt á reiðhjólinu.

Hvað er að?? Hverjum dettur eiginlega í hug að fara fróa sér, sitjandi á reiðhjóli, úti á götu???? Er fólk hætt að vilja fá að vera í friði við þetta???

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Jæja þá er gamanið búið, ja svona næstum því

Því að ég á að fara á fund með deildinni minni, sem samanstendur af tveimur öðrum manneskjum núna á föstudagsmorguninn kl 10, úff hvað það verður erfitt að vera komin eitthvað kl 10, ég get verið vöknuð, ekkert mál, en að mæta einhverstaðar fyrir 10 gæti orðið erfitt.

Ekki má gleyma að mér er boðið í partý í Hljómskálann um helgina

Það er samt fullt á döfunni, þar sem hún Aude mín ætlar að fara koma í heimsókn á mánudaginn og vera í heila 9 daga. Er að pæla að fara með hana smá á suðurlandið, Borgarfjörðinn og kannski Snæfellsnesið, voða gaman. Síðan er náttúrulega Menningarnótt, sem ég hef aldrei prófað fyrr, hef alltaf verið fyrir norðan eða að vinna, eða jafnvel bæði..... Síðan, síðan, síðan.... byrjar bara skólinn.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Falleg húfa, ekki satt?

Þetta er húfa sem , supuestamente, tekur við hávaðanum sem verður þegar maður hugsar.

Myndin er fengin að láni hjá: www.elpais.com


mánudagur, ágúst 06, 2007

Á barnum

Mig rak í rogastans þegar ég var að "fletta" El País og rak augun í þessa mynd. Þetta er einmitt bar sem við stelpurnar fórum á á Tenerife. Fínasti bar með írskristemmingu. En ekki er hún falleg fréttin sem fylgdi. Þar er sagt frá því að 21 árs "karlmaður" af arabískum uppruna hafi látið lífið eftir að hafa verið sleginn af einum af dyravörðum staðarins. Faðir hins látna vill meina að margir af þeim mönnum sem vinna sem dyraverðir séu drápsvélar án þess að þurfa á byssum eða hnífum að halda og hafi mikla fordóma gagnvart múslimum og dökku fólki.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Herra Valencía................

Þetta er herra Valencía. Hvar fundu þeir þennann mann? Á djamminu?
-Maðurinn er með bauga langt niður á kinnar. Hvað er málið? Er maðurinn drukkinn á myndini? Var ekki hægt að spasla svoltið undir augun á honum?

Og fór maðurinn í alsherjar líkamsvax? Hvað haldið þið? Mér þykir mjög undarlegt að sjá svona dökkhærðann mann með svona lítið af líkamshári.

Myndina fékk ég að láni hjá: www.hola.es

föstudagur, ágúst 03, 2007

Hvað í...................?


Þessi mynd er fengin að láni hjá www.elpais.es þar sem hún tekur þátt í "Besta mynd sumarsins".

Hvað eru þessir strákar annars að gera? Var þeim svo heitt að þeir misstu vitið?