miðvikudagur, mars 30, 2005

Ættingjaheimsókn dauðans

Ég lenti í heimsókn til frænku minnar um daginn. Það í sjálfu sér er nú ekki til frásögu færandi nema þessi vel menntaða kona á fimmtugsaldri virðist alltaf þurfa að vera gefa mér ráðleggingar um það hvernig ég á að haga lífi MÍNU, þ.e. segja mér hvað ég ætti að vera að gera í stað þess sem ég er að gera (engin leið að gera alla ánægða), og oft og iðulega virðist flaumurinn berast “ástar”málum mínum.(alltaf jafn gaman að ræða það við ættingja)
–“Eru engir sætir strákar í spænskunni?”(þetta var á öðru árinu mínu)-“Jú jú þessir 2 eru voða sætir” : )
Núna í þetta skiptið snérust málin um það að ég væri nú að verða 25 ára og þurfi því endilega að fara gifta mig, já það eru hennar orð GIFTA MIG!!! (maðurinn hennar stakk reyndar upp á því að ég færi í kolaportið, þ.e. ekki til að gifta mig, heldur til að finna mann). Sem sagt ættingjaheimsókn dauðans.
Hvar finnur maður annars svona........ menn? Ég er búin að prófa djammið, og ekki virtust þessir tveir í spænskuni hafa áhuga........ Annars virðist ég vera alveg einstaklega lunkin í að laða að mér svona súper pesado náunga(þreytandi, uppáþrengjandi), sem engin leið virðist að losna við. Ég gleymi aldrei einum bókmenntafræðinema sem ég hitti einu sinni í miðborg Reykjavíkur. Hann var sko klisja. Ræddi við mig um spænska kvikmynd sem komið hafði út á vídjói vikunni áður, sem hvorugt hafði séð og hnykkti svo út með Manu Chao, allt eftir það að ég hafði sagt honum að ég væri að læra spænsku, ég held ég hafi alveg átt að falla fyrir honum bara fyrir að geta nefnt eina spænska kvikmynd, sem hafði komið út á vídjói vikunni áður og var auglýst í gríð og erg og af því að hann gat sagt Manu Chao, hver veit ekki hverjir þeir eru? Ég man hvað mér þótti þessi strákur brjóstumkennanlegur, hann skaut sig gersamlega í fótinn, þetta hefði virkað á stelpurnar sem höfðu VERIÐ á Spáni, þarna á þessum tíma hafði ég engann áhuga á Spáni. Aldrei hefur leiðin niður á Lækjartorg frá Hverfisbarnum virtst jafn löng og það hefði verið óskandi að ég hefði fattað að lát’ann hafa annað númer en mitt eigið, það hefði sparað margra vikna stokkeringu.
Svo var það sá nýfráskildi sem króaði mig af inni á klósti og fræddi mig um þá fyrrverandi..........sá svo greinilega eftir því og tók svo þann pólinn í hæðina að heilsa ekki daginn eftir, mánuðina á eftir, bara alls ekki. Sumir eru greinilega ekki að höndla áfengið.
Svo er það sá síðasti sem elti mig um allann barinn, sama hvað ég snéri upp á mig, og elti mig langleiðna heim. Ég var orðin hálf hrædd við hann, og farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi þurfa að skella útidyrahurðinni á nefið á honum eða láta pabba henda honum út, ja eða Helga bróður.
(Svo er verið að tala um að stelpur séu þurfandi/needy)
Hvað er að?
Ég neita að taka sökina alfarið á mig. Jú auðvitað gæti ég verið dónalegri og meira fráhrindandi en.............kannski lítið á því að græða. Ætlí fleiri eigi við þetta vandamál að stríða?
En hvað gengur fólki til að vera yfirheyra ættingja sína um einkamál þeirra. Mínir ættingjar eru heppnir að ég tek svona spurningar ekki nærri mér, en mér finnst þær leiðinlegar. Og í þetta skiptið gekk hún frænka mín fram að móður minni, henni fannst þetta fullmikil stjórnsemi. Og til hvers að spyrja? Ef þú ert að byrja samband og vilt ekki að það fréttist, segirðu ekki frá því. Ef þú ert í sambandi og það má fréttast, þá fréttist það örugglega, alla vega í minni fjölskyldu.
Annars er ég að að hugsa um það að setja svið leikþátt næst þegar þessi frænka fer út í þessi mál, láta hana fá taugaáfall. Væri það ekki fyndið ef ég brotnaði saman hjá henni og segði að þeir séu allir svo vondir við mig og bla bla bla. Væri það ekki frábært atriði? Hún myndi örugglega ekki spyrja aftur, þ.e. eftir að ég springi úr hlátri

fimmtudagur, mars 24, 2005

Afhverju?

Nei ekki afhverju ég? Heldur bara afhverju?

Það er eitt sem ég er búin að pæla í lengi. Afhverju er talað um að það sé óhollt að gleypa vínberjasteina? Maður hefur heyrt að það geti stíflað botnlangann og síðan geti líka farið að vaxa vínberjatré út um munninn á manni. (reyndar dreg ég það mjög í efa)

En er eitthvað óhollara að gleypa vínberjasteina en t.d. korn í brauði? Mér er spurn

sunnudagur, mars 20, 2005

o

O.......ég uppgötvaði það í morgunn að það er búið að vera Fallas í Valencia síðustu vikuna, held að það sé reyndar búið núna, las í blaði að í gær hefði verið fimmta Fallas kvöldið.
Finnst eins og ég hafi verið að missa af einhverju

laugardagur, mars 19, 2005

En nóg af leti

Ég get svo svarið það að ég er búin að liggja í dvala síðan ..................ég veit bara ekki hvenær. Ég veit ekki alveg hvort ég á að kalla þetta leti eða bara snert af þunglyndi.................maður verður þunglyndur af því að hringla ein í bakaríinu 5 tíma á dag, hina þrjá eru einhverjir þarna........... En mín hristi af sér þunglyndið í gær og fann sér aðra vinnu, en á því miður bara að byrja 23.maí. en þangað til verður maður víst að drepa tímann í Bakaríinu, alveg upp á síðasta dag. Bossinn ekkert happy yfir því að maður sé að hætta á þessum tíma, annars á ég nú bara mánaðar uppsagnarfrest. Það endar örugglega á því að ég þarf að vinna til 21.maí, ég sem hafði ætlað mér að fara í svona eitthvað sem kallað er frí áður en ég byrjaði í nýju vinnunni, en í staðinn verð ég bara að safna peningum.
Er eiginlega svoltið fúl því mig virkilega langaði að fara í frí með Ástu, Baldvini og kó, ja eða fara til Baunalands og kíkja á Hildu og Mörtu (kannski, ef hún vill fá mig???) En maður getur nú varla skilið aumingja Maju eftir eina í pleisinu, aleina, þó hún sé hörkutól

Það hefur annars ekkert gengið í ritgerðinni, ætli ég endi ekki á að skila henni 3.jan........og útskrifast þá í lok feb. Ég veit ég er snillingur í því að humma hlutina fram af mér, þótt ég viti vel að illu er best aflokið, það hugsa ég alla vegana þegar ég fer í uppvaskið á morgnana (sem ég lendi af einhverjum ástæðum alltaf í) Sem minnir mig á það að ég ætti að fara hringja í ökukennarann hans Helga, Já afhverju ætti ég að fara gera það? Nú af þvi að ég veit að hann gerir það ekki sjálfur. Sennilega feimni við að hringja í ókunnuga.

sunnudagur, mars 06, 2005

Þvílík leti

Já svo ég upplýsi þetta nýja nýyrði, þysja, þá er það notað um zoom á myndavélum, þá á maður víst að segja þysja í staðinn fyrir að "súmma".

Annars var ég í borg bleytunnar um síðustu helgi ( hún reyndar sleppti þvi að vera sérstaklega blaut í þetta skiptið). Það var mjög fín ferð, þótt ég hafi eytt 5 tímum í hlöðunni (þjóðarb...). Ég varð þeirrar gjæfu aðnjótandi að sjá bæði Ylfu og Lísu úr idolinu á strjáli þarna einhversstaðar. Annars var þetta bara svona hefðbundin borgarferð hjá mér. Ég sleppti því algerlega að heimsækja ættingja, ég hitti að vísu Soffíu frænku í kringlunni en...........
Það er annars merkilegt hversu álit manns á hlutunum geta breyst, ég hef aldrei verið mikið fyrir að sitja í hlöðunni, oft fundist það frekar þrúgandi, fullt af fólki að reyna vera hljóðlátt en tekst illa upp, núna fannst mér það bara fínt.
Ég lenti að vísu í svolitlu fyndnu í hlöðunni, ég bað um ritgerð sem var vitlaust skráð en fannst eftir svotla leit. Konan sagði að ég mætti alveg fá að skoða hana, þ.e. ef ég yrði sjáanleg, ef ég færi ekki langt. Reyndar hafði þetta eitthvað með það að gera að hún gat ekki skráð ritgerðina á mig þar sem hún var vitlaust skráð. Mér leið bara eins og ég væri hinn versti þjófur, rétt eins og ég myndi fara að stela ritgerð !!!!!!!!!!!!!
Ég verð samt að viðurkenna að ég verð stundum ferlega forvitin þegar ég skoða svona ritgerðir, þá aðalega um það hvað nemendurnir hafi fengið í einkunn. Annars sé ég alveg mun á því hvernig þær eru unnar, sumt finnst mér flott og annað hreint og beint barnalegt, aldrei myndi ég fara að hafa undir titilinn "Mis problemas" (Vandamál mín), þá átti höfundur við vandamál sem hún lenti í í sambandi við þýðinguna sína, ég held ekki að hún hafi farið út í sín persónulegu vandamál í BA-ritgerðinni sinni, og vona ekki.

Já, Tótla, ég er semsagt að gera BA-ritgerðina, er að gera svona þýðingarverkefni. Er búin að þýða heila bók (að vísu stutta) og ætla svo að gera 10 e ritgerð, 60 bls, að mér skilst, ekki það að mér sýnist að mér endist aldur til þess, ég vildi að ég mætti telja þýðinguna inn í ritgerðina því að þá ætti ég bara 2 bls eftir ;) En þetta kemur víst allt með kalda vatninu :)


Síðan var haldið þetta svakalega partý á Rauðarárstígnum, það endaði reyndar ekki með eldsvoða eins og síðast, enda aðeins fámennara en síðast, eða hvað? Skiptum við ekki bara Svenna og Benna út fyrir vini Baldvins, og Benna og gítarnum út fyrir Tanju? En vinir Baldvins eru ólíkt rólegri en Svenni & co.

Síðan kom Marta í heimsókn frá Baunalandi í þessarri viku, við fórum á Sölku og lentum á árshátíð FSH. Gaman Gaman. Birkir er víst farinn að múta NEF til að hafa ekki ball og banna áfengisneyslu á árshátíðinni, sem síðan endar í því að 16-18 krakkarnir eru full úti á götu og hin fara bara á barina. Er það bót í máli?