þriðjudagur, janúar 31, 2006

nei sko

Ég er búin að laga til og bæta við, búin að fá mér Gestabók og allt hvaðeina. Ég hvet ykkur eindregið til að kvitta í hana.

Annars er síðasti dagur mánaðarins, og fátæktin í algleymingi, ég hata Reykjavíkurborg fyrir að hafa síðasta útborgunnardag 21.des.............vitiði að það eru 40 dagar á milli útborgunnardaga!!!!!!!! Hvaða fíflaskapur er þetta?????

mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja

Ég er búin að vera að vinna alla helgina Skilaði BA-ritgerðinni (næstum fulllokinni)á fimmtudaginn. Komst að því á föstudaginn að ég fengi ekki að útskrifast í feb. þannig að ég mun eyða næstu fjórum mánuðum í að vera búin með allt, en óútskrifuð........frábært!! En svo sem mér að kenna þar sem að ég valdi mér svo leiðinlegt efni að það var alveg kvöl og pína að halda sér við efnið....Er alveg búin að komast að því að svona Málvísindi og þýðingafræði eru ekki fyrir mig, ég er hreinlega ekki nógu smámunasöm í þetta. Ég fæ nú bara æluna mér dettur í hug signo lingüístico (máltákn). Ég get svo svarið það að það var EKKI í lagi með þessa menn sem veltu sér uppúr þessu daginn út og daginn inn.
Annars er allt í góðu..........smá kvef....ja, kannski spurning um að ég sé að verða biluð, þar sem ég er farin að blogga fyrir kl 8 að morgni til.....

mánudagur, janúar 23, 2006

jú jú enn á lífi,,,,,held ég, er að mygla yfir hel#$%#$$"ritgerðinni, það er þó alveg að verða búið

vona ég

sjáumst þegar ég verð búin

föstudagur, janúar 06, 2006

Já, já, ég er enn á lífi

Sæl veriði, ég biðst velvirðingar á fjarveru minni
Ég er enn að rembast við að koma saman ba-ritgerðinni minni, það sem stendur einna helst í vegi fyrir mér er mín eigin leti og tímaleysi

Annars er allt gott að frétta, rosa gott....
Hafði það rosa gott um jólin
Hitti Guðnýju stef á annann í jólum og fórum við á Baukinn, hitti þar einn bekkjarbróður.........sem stökk á mig og óskaði mér gleðilegra jóla!! (allt í fínu með það) nema hvað hann tjáði mér það einnig að hann hefði þekkt mig aftan frá!!!!!!!!!!! (Hvað er málið með það???!!)
Síðan var ég í borg bleytunnar yfir áramótin og skemmti mér svona rosa vel í partýi á sólvallagötunni........og fór því aldrei niður í bæ.....þettað var eitt ódýrasta djamm sem ég hef farið á!!! (sem er náttúrulega bara ánægjulegt á þessu síðustu og verstu tímum)Buddan er ekki feit eftir jólin, ólíkt flestum öðrum

Er að fara á sumarbústaðadjamm annaðkvöld í tilefni að 25 ára afmæli Ástu, það verður nú gaman.

Ég læt ykkur vita af mér á næstunni.... (over and out)