þriðjudagur, desember 12, 2006

Skrýtnir nágrannar og annað furðulegt fólk

Já, ég á fuðulega nágranna......fólkið sem á íbúð hinum megin við bílastæðið ætlaði aldrei að fá sér gardínur, konan gekk fram og aftur á brjóstahaldaranum, ég get svo svarið það að það var orðið daglegt brauð að mæta henni á haldaranum á hverjum morgni þegar ég fór í vinnuna
Síðan á ég annann nágranna sem ég reyndar hef ekki hugmynd um hvernig lítur út eða hvar nákvæmlega á heima........en það eitt veit ég að honum þykir góð hugmynd að vera saga, með vélsög, eða munda gradda til að ganga 2 á nóttunni og snemma á morgnana um helgar....Er þetta fólk venjuleg.


Síðan er ein spurning til þeirra sem þekkja mig:
Er ég með eitthvað sérstaklega stingandi augnaráð? Horfi ég eitthvað óþægilega mikið í augun á fólki ??? Er eitthvað tabú sem ég veit ekki um með það að horfa í augun á fólki þegar maður talar við það eða?
(Ástæðan fyrir því að ég spyr er að manneskja sem ég hitti annað slagið virðist alltaf fara hjá sér ef eitthvað augnsamband myndast. t.d. ef ég lít upp frá einhverju sem ég er að gera og augnsamband myndast um leið, eða ef ég kveð og verður það á að líta í augun á þessari manneskju)

Svar óskast

laugardagur, desember 09, 2006

Skrýtnir draumar og skrýtnar konur

Mig dreymdi svolítið mjög furðulegt núna aðfaranótt fimmtudagsins. Mig dreymdi að ég fengi sendan pakka og var það hún Sara Rós sem átti að hafa sent mér þennann pakka. Ég dró pakkann inn í stofu, þar sem Ásta, Baldvin og Gunni, mig minnir að Gunni hafi verið þarna líka, sátu. Ég fer að opna pakkann og uppúr honum koma eintómar peysur, hver inní annarri, a.m.k 3-4 stykki, og það sem meira var að þær voru mismunandi í útliti en allar bláar!!!
Hvað haldið þið að þetta tákni??? (já, Sóley mín ég geri ráð fyrir að þú trúir ekki á svona)

Úr einu í annað....
Þá lenti ég í skrýtnu atviki um daginn, þ.e. Helgi bróðir lenti í svolitlu......
Hann var að versla í Bónus og þá vindur gömul kona sér að honum og fer að rífa sig yfir því að hann sé með í vörinni.................sé ekki alveg hvað það kemur henni við................Nú þessi kona, sem hvorugt okkar hefur séð áður, vildi meina að Helgi þjáðist af einhverri minnimáttarkennd og þess vegna væri hann að taka í vörina.....................

miðvikudagur, desember 06, 2006

Viljið þið segja mér hvað þetta þýðir!!!


Mið.6.12.2006

Hvert sem þú ferð, skaltu taka með þér þinn innri frið sem á til að gleymast í daglegu amstri í leit að auðlegð, umhverfinu að færa þér gjafir tilverunnar og vertu óháð/ur. Þú telur þig eflaust vita hvað réttast væri að gera í stöðunni þegar eitthvað verkefni er annars vegar en annað mun koma á daginn, vittu til.
-Fengið á www.spamadur.is



Hvaða íslenskufræðingur er þarna á ferð???? Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Ég veit ekki alveg hvað spámaður er að pæla þessa dagana, hann er alltaf að spá voða rómatík............ég hef nú ekki séð neitt af henni. (Ég fer nú að rukk'ann um hana) ;)

þriðjudagur, desember 05, 2006

Orðabók

Honum bróður mínum áskotnaðist orðabók um daginn, þá Pétrísku - íslensku.......
Það sem fólki dettur ekki í hug...maðurinn hlýtur að eyða heilu dögunum í að snúa útúr

skæluskjóða-blaðafulltrúi LÍÚ, þarsem hann skælir stöðugt yfir bágri afkomu sjávarútvegs
sköndlaskoðun- heimsókn í Reðursafnið á Húsavík
Sem minnir mig á þegar ég var að vinna í ferðamannaupplýsingum á Húsó þegar þýsk túristakona kom og hvíslaði yfir borðið hjá mér í miklum upplýsingartón að orðið phallus (sbr. phallus museum=Reðursafn) gæti misskilist á þýsku....já að phallus gæti bæði þýtt steinn og (svo hvíslaði hún enn lægra) typpi......(það munaði engu að ég öskraði úr hlátri (hafið ekki áhyggjur, ég hló bara mikið innra með mér)). Mér þótti nú lúmskt gaman að segja henni að phallus væri nú einmitt í seinni merkingunni.
spólgraður - maður sem verður graður af því að horfa á bláar spólur
kúlukílingar- golf

sunnudagur, desember 03, 2006

Nýjasta tækni og vísindi

Æi ég er nú ennþá að ákveða hvort þessi mynd sé sæt. Nú eru vísindamenn búnir að finna upp aðferð til að taka mynd af fóstri sem er enn í leginu. Þetta hér er sem sagt fílsungi í legi móður sinnar. En eitt er víst það er enginn friður lengur..... ef börnin fá ekki einu sinni frið á meðan þau eru inni í mömmu sinni.
Hvað finnst ykkur???

Mynd fengin á www.elpais.es.

Það er byrjað aftur.......

Já, undanfarið hafa mér verið að berast símtöl í heimasímann þar sem spurt heftur verið eftir Erlingi, ég veit ekki hvort ég hef rekið sögu þessarra símtala hérna, en alla vegana er þetta búið að ganga á síðan ég fékk símanúmerið......og náði hápunkti sínum þegar allt í einu vorum við komnar með talhólf á heimasímann, þarsem fólk var mikið að spyrja útí mótorhjól, bíla til sölu og verð..... Svanlaug snillingur tók það upp hjá sjálfri sér að breyta upphafsskilaboðum talhólfsins, við litlar vinsældir hjá eiganda hólfsins. Eftir það hefur nú ekki mikið verið hringt í Erling, fyrr en núna uppá síðkastið.......Og nú er annað hvort spurt eftir honum, já nú eða skellt á ( reyndar gæti kannski verið að þessar áskellingar tengist öðru, kannski á ég leynilegann aðdáanda, ja eða kannski Helgi bróðir) (ég hef nefnilega aldrei náð að ræða þetta við áskellarann) En ég gæfi mikið fyrir að eiga símanúmerabirti. (Forvitnin gæti drepið mig þegar fólk skellir á)

laugardagur, desember 02, 2006

Jæja jólin að koma

Já jólin eru greinilega að koma, það er búið að kveikja á jólatréinu á Húsavík....

Mynd fengin að láni á www mbl.is

Ein spurning, og kannski bara svona eins og ein athugasemd. Hvað finnst ykkur um breytingarnar a blogginu? Og því miður er ég búin að missa öll kommentin mín, svo þið verðið að fara kommenta með hjá blogger. Hitt dótið var ekki að gera sig lengur...sorry

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Eigum við að láta okkur dreyma


um sól og sumaryl í svartasta skammdeginu.

Roatán, Honduras

Jæja skyldi þetta takast

Ég reyndi um daginn að blogga og það týndist þannig að ég er búin að vera í svolítilli fílu við hann blogger síðan þá.

Nú það er svolítið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér svo að ég er að hugsa um að gera bara svona þetta helst

Þetta er helst....

-Fór til Köben 19. okt, er reyndar löngu komin aftur, en skemmti mér konunglega með frænkum mínum.....fyrir utan veikindi og stokkera sem urðu á vegi mínum.....það er sko langt þangað til bjór kemur inn fyrir mínar varir.......................hápunktar ferðarinnar voru myndataka á ákveðnum manni í rauðum bol (stelpurnar vita um hvað ég er að tala) og rifrildin hjá systrum ( sumir hlutir breytast bara ekki)

-Fyrstu prófin eru á föstudaginn, nemendur mínir eru að fara yfir um af stressi.....og aðalspurningin er "-kemur þetta á prófi?"

-Ég er hætt á Dropanum

-Ég hef ekki farið á djammið síðan í Danmörku og fer sennilega ekki fyrr en um jól.

-Fyrrverandi kærastinn er kominn aftur til Íslands eftir 10 daga langa búsetu á Spáni, sem er þó nokkuð undarlegt því þegar hann fór seldi hann húsgögnin sín, hjólið og bara allt, það kæmi mér ekki á óvart þótt hann hefði reynt að selja nærfötin sín.....allt þetta virðist nú nokkuð ýkt miðað við 10 daga fjarveru......Svo nú eru þeir Ricardo og Hafliði bara orðnir næstu nágrannar, aftur. (Hverjar eru líkurnar?)

-Ég sá konu í tigerkápu um daginn, varð ósjálfrátt hugsað til ofurskutlunar tigerTöru og síðan til Ella.........Hann hefur greinilega verið á undan sinni samtíð þegar hann keypti rúmteppið forláta.
En þessi kona hefði tekið sig vel út með Töru í bandi. Hún hefði hins vegar ekki tekið eins vel út með Ella í bandi innvafinn í rúmteppinu.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Mér er vorkun

Já eða þannig,

-Ég þarf að vera í vinnunni til 6 í dag
-Það lítur allt út fyrir það að ég fari ekki á djammið þessa helgina, það er þá þriðja helgin í röð sem ég sit alein heima og "bora í nefið", (mér býðst að vísu að fara í kveðju partý hjá fyrrverandi kærasta sem er að flytja af landi brott, jú hú hversu gaman er það, en ætli ég komi ekki við hjá honum og kveðji, finnst hans vinir ekki spennandi djammfélagar......útlendingar og annað pakk, vonandi kemst ég hjá að hitta þann sem býr hinum megin við götuna, þetta er búinn að vera nógu erfiður dagur fyrir)

chao

laugardagur, október 07, 2006

Ég gleymdi

Já ég gleymdi að segja ykkur frá því sem ég sá á Dropanum fyrir fáeinum vikum síðan.

Ég var að fara í fötin mín niðri í búningsklefa eftir vakt og sá þar dökkhærða konu sem var að klæða sig í jakkann sinn, sem væri nú ekkert sérstaklega óvenjulegt nema fyrir það að jakkinn var actually babybleikur gervi loðfeldur....ég rek náttúrulega upp stór augu, en kann þó ekki við að vera að stara á þessa konu.


Ég álpast upp stigann í bleiku móki og er að stimpla mig út, þegar ég hitti hann Eika og upp úr mér vellur þetta með bleika gervi loðfeldinn. Og þá spyr hann mig bara að því hvort ég sé viss um að þetta hafi verið kona?????
Það renna á mig tvær grímur, maður býst nú ekkert sérstaklega við því að hitta karlmann í kvennaklefanum með sítt dökkt hár og í bleikum gervi loðfeldi.

Hann Eiki fræddi mig síðan á því að það er víst kynskiptingur að vinna á 4.hæðinni, kynskiptingur með hryllilegann smekk, því hann/hún var eins og tuskudýr fá 8. áratugnum i þessum feldi.

föstudagur, október 06, 2006

Hvað er í gangi, eiginlega?

Sjónvarpsdagskráin breytist ekkert....hún er ennþá jafnslæm, þ.e. um helgar

Ómar Ragnars er búinn að hringsóla á árabát á Hálslóni í hálfann mánuð, hvað er með hann? er hann kominn á ellilaun? þarf hann ekki að mæta í vinnu?

Útvarpskonur eru farnar að auglýsa það að þær séu komnar í karlabindindi

Og Fertugir karlmenn eru farnir að auglýsa eftir nánum samskiptum við aðra karlmenn, helst marga í einu.....(rak augun í þetta þegar ég fletti Fréttablaðinu um daginn).

Er fólk alveg að tapa sér?

þriðjudagur, október 03, 2006

Ráðleggingar

Ég var að vinna á Dropanum um helgina....tað eru alltaf sögur eftir Dropahelgar, reyndar líka aðrar helgar en tad er annað mjálm. Nema hvað að tessa helgina virtust öll spjót beinast að hjúskaparstöðu minni....Ég lendi í samtali við eina 97 ára sem finnst alveg upplagt að ráðleggja mér í leit minni að eiginmanni, hann átti að vera svona og hinseginn, ekki drekka of mikið, nenna að vinna, útí að vera laghentur og snyrtilegur, síðan var henni mjög umhugað að ég ætti frystikistu til að geyma hluti í (kannski eiginmanninn tegar hann verður orðinn of leiðinlegur) :) Tess má geta að sú 97 ára hefur ekki enn orðið ágengt í leit sinni að eiginmanni (tannig að ef einhver er spenntur fyrir einni 97 ára í hjólastól tá....bara djók). Tað er alveg spurning hvort ég eigi ekki að spurja tessar sem eru tví- og trígiftar. (ekki tað að ég hafi beðið um tessar ráðleggingar)

Síðan var ég að vinna með einni frá Filipseyjum sem vildi endilega ráðleggja mér að fara nú eignast börn, tað væri nú ekki seinna vænna. Hún væri nú orðin 51 árs og nú væri búið að taka eggjastokkana hennar svo ekki myndi hún fara að eignast börn, ég ætti nú endilega að eignast bara eitt....tað virtist ekki skipta neinu máli tótt ég væri 26 ára og ætti engann kærasta.......Tannig að ég sagði henni bara að ég myndi fara út um næstu helgi og redda tessu :) (hvernig öðruvísi getur maður svarað )

sunnudagur, september 17, 2006

Hvers eiga innflytjendur að gjalda?

Á Dropanum er ég að vinna með einni af tessum konum sem komu sem flóttamenn frá Kólumbíu í fyrra. Hún heitir Jaqueline. Aumingja Jaqueline mín varð fyrir tví óláni að ráðist var á hana niðri á Hlemmi um daginn, og var tar á ferðinni ein samstarfskona okkar blindfull (og jafnvel eitthvað meira). tessi samstarfskona vildi meina að við gerðum ekki annað heldur en að tala illa um Jaqueline. Samstarfskonan barði hana Jaqueline með dósapoka tar til að einhver góðhjartaður maður bjargaði henni.
Er tað einhver ný starfsmannastefna hjá Reykjavíkurborg að vera með snarbrjálað lið í vinnu? og tá er ég alls ekki að tala um innflytjendurnar!! Er maður í stórhættu í vinnunni?

föstudagur, september 15, 2006

Hondúrasfílingur

Eitthvað hlýt ég að vera óhóflega falleg tessa dagana, tví tað var blístrad á eftir mér tegar ég gekk útúr Bónus áðan með innkaupapokann, tess má geta við kunnuga að ég var ekki í græna jakkanum

fimmtudagur, september 14, 2006

Sögur af djamminu

Á laugardagskvöld fór ég mjög edrú á djammið, ólíkt kvöldinu áður, en við skulum EKKI ræða tað hér (smá mórall í gangi). ó mæ god, tað var greinilega eitthvað í gangi í tengslum við fullt tungl!!!! Við Guðný fórum á Celtic (já Guðný stef í heimsókn)og saman safnið af rugludöllum sem við hittum. t.d. hitti ég hjúkkuna Hrund, sem ég hef by the way aldrei séð áður. Já hún Hrund varð bara svo ástfangin af mé að ég ætlaði bara alls ekki að losna við hana, og tó vildi hún ekki meina að hún væri lessa. Sem betur fer hef ég lært tað í aðhlynningunni að losna við fólk á sem kurteysislegastann hátt og sagði tví "jæja, Hrund mín tað var nú gaman að tala við tig" tegar hún var búin að dást að mér í klukkutíma, að mér fannst.
Ja hún Hrund var nú ekki fyrr búin að láta sig hverfa tegar tad birtist strákahópur sem tilkynnti okkur Guðnýju að teir væru að fara, ekki veit ég alveg hvers vegna tví við höfðum ekkert verið að tala við tá, en tilkynntu okkur að einn teirra væri bróðir Ágústu Evu (Sylvíu Nætur).
Tá birtist vinur Magnúsar sem turfti endilega að fá símann lánaðann hjá Guðnýju til að hringja í japönsku konuna sína, til að fá símanúmer hjá vini sínum. Guðný var hálft kvöldið að svara sms frá honum Magnúsi, sem hún hafði aldrei hitt.
Síðan voru víst einhverjir gæjar sem buðu Guðnýju í threesome, en hún aftakkaði pent sem er mjög eðlilegt tar sem teir höfðu tjáð henni að teir væru báðir giftir og síðan var boðið ekki alveg hennar tebolli.
Síðast tegar ég frétti af henni Hrund var hún einmitt vinaleg með öðrum threesome gæjanum.
Maður ætti kannski að hugsa sig um áður en maður fer á djammið á fullutungli.

föstudagur, september 01, 2006

hvað þarf síminn minn að vera ónýtur til að ég megi frá mér nýjann?

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ég lenti fríkí samtali við einn samkennara minna í grillpartýi á fimmtudagskvöld. Þá hafði hún frétt að hún Svanlaug væri að byrja kenna í skólanum. Fréttirnar bárust reyndar af mjög furðulegum stað, af leikskóla sonar hennar........!!!! Ég auðvitað varð bara eins og spurningarmerki í framan,,,,Eina manneskjan sem hélt að ég þekkti sem hefur eitthvað með leikskóla að gera....var hún Lilja...og sennilega er hún ekki mikið að blaðra um mig...og mín atvinnumál....því ekki er víst að maður megi vita hvar hún er að vinna þessa stundina (marta skilur hvað ég meina, er það ekki?)
Jæja uppúr dúrnum kemur svo að hann Dóri er að kenna á þessum leikskóla. Reyndar finnst mér mjög dularfullt hvernig hann hefur frétt þetta því ekki hef ég hitt hann síðan....ja....síðan.....ég hitti hann í dyrunum á Celtic, ég held það hafi verið á kosningavökunni.
Ég á mér greinilega athyglisverðara líf en ég geri mér grein fyrir, þó hef ég ekki farið á djammið í Reykjavik, síðan ég kom heim frá Tenerife, nema einu sinni edrú, þetta fólk þarf nefnilega alltaf að fara eða gera eitthvað þegar ég hef ekki tíma, ja eða þarf að mæta í vinnu kl.8. já svo fór ég á djammið á Húsó

Síðan er það þetta djamm á fólki sem rífur svefnfrið minn, í fyrrakvöld, n.b. á fimmtudagskvöldi, hringdi Marta í mig eftir miðnætti því hún hafði hitt bróður minn á Bauknum og ég þurfti endilega að vita það. Og það var ekki nóg að ég léti hringja út einu sinni svo hún léti mig í friði, heldur hringdi hún aftur, ég náttúrulega neyddist til að fara á fætur og sækja símann í hleðslu, því ég hafði áhyggjur af að eitthvað hefði gerst.
Síðan fékk ég sms frá honum bróður minum í nótt, sem enn var lentur á djamminu, og fréttir herma að hann sé að fara aftur í kvöld....

Ég er búin að vera ein heima í rúmlega viku núna og líkar svona bara þokkalega, þó erfitt hafi það verið þegar ég þurfti ekki að mæta í vinnu, þá var slæmt að Ásta þyrfti endilega að vera í útlöndum og ég þurfti að horfa á Rockstar alein heima hjá mér, það reyndar hvarflaði að mér að fara og banka upp á á Barónsstígnum, en það hefði bara verið kvikindiskapur...aðillinn sem býr þar var ofboðslega feiminn að þurfa fara með mér í lyftu niður 3 hæðir um daginn, greinilegt að sumir mundu eftir því hvað þeir sögðu á djamminu helginni áður....og kvikindið sem ég er hefur náttúrulega bara lúmskt gaman af því.

En hafið ekki áhyggjur þið megið alveg tala um mig eins og þið viljið, bara svo lengi sem þið vitið að það sem þið eruð að segja um mig er rétt. :)

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Fyrsti dagur í skólanum búinn, gekk vel, er enn að reyna koma bloggi inn sem ég skrifaði á föstudag, held að tölvan mín sé vangefin, kannski lagar Helgi minn þetta þegar hann kemur til mín

föstudagur, ágúst 18, 2006

Mig dreymdi....

Í nótt dreymdi mig að ég hitti Kristínu Péturs, bekkjarsystur mína, bambólétta á fylliríi í lyftu. Þetta var mjög skrýtið allt saman, reyndar man ég nú ekki alveg hvernig stóð á því að ég hitti hana þarna, en ég man bara hvað ég var hissa á þessu öllu saman, og sérstaklega á því hvað maðurinn hennar var hryllilega ómyndarlegur (að mínu mati).
Hvað ætli draumráðendum þyki um þetta?

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Mig langar sko ekki í svona ís!!!!!!


Þykir þetta nú orðið smekklegt í henni Asíu, að asíubúum ólöstuðum, þá er þetta viðbjóður. Og hvað er að þér Jóna að vera senda mér svona ljótar myndir???? Ég er hætt að geta borðað ís úr vél..... kannski ekki alveg en ég hefði pottþétt ekki list á svona ís!!!!

Jæja þá er sumarfríinu lokið.
Það er helst að frétta:
-að ég er komin heim frá Tenerife, fyrir svona mánuði síðan
-að ég er búin að ráða mig í nýja vinnu, í spænskukennslu.
-að Marta er að flytja frá mér og Helgi bróðir að flytja inn.
-að ég er bráðum að fara kaupa mér eldhúsborð...af því mig vantar slíkt

heyrumst seinna

þriðjudagur, júní 20, 2006

Ránið

Bollywoodmyndir

Þetta er ég búin að vera föndra við:

Gleraugun
Símtalið
Fermingarfötin
S&R reyndar var það Marta sem föndraði þetta, vona að henni sé sama

mánudagur, júní 12, 2006

Æ ferlega er maður orðinn latur við að blogga....og hringja í fólk og svoleiðis

Nýjustu fréttir eru þær að ég er að fara til Tenerife 29. jun, þ.e. ef ég druslast fram úr rúminu og úr náttfötunum til að borga ferðina áður en ég fer í vinnunna

Við Marta fundum fötin hennar á Laugarveginum i gær.....í Rauðakrossversluninni, Marta heldur því fram að þessum æðisgengna græna kjól sem við sáum í glugganum þar hafi verið stolið af snúrunni hjá henni. (Smá djók, það stendur nefnilega "fötin þín" á glugganum, sem mér þykir reyndar mjög heimskulegt og kjólinn var svo ljótur, svona svipaður að lit og indjánabúningurinn sem ég var í á öskudag '84 eða '85, svona fyrir þá sem þekkja til, grunur leikur einnig á að kjólinn sé úr sama efni, þ.e. joggingefni)

Annars lentum við á djamminu á laugardagskvöldið og hittum fullt af húsvíkingum, og skemmtilegu tegundina þar að auki......þ.e. ekki tegundina sem maður felur sig fyrir, þið vitið tegundina sem líkleg er til að rjúka heim til Húsavíkur og segja "Guð...ég sá hana svanlaugu bregða fyrir þarna á þessum bar þarna og mér sýndist hún bara hafa bætt á sig 0,5 kg!!!!"

laugardagur, júní 03, 2006

misskilningur

Það lá við að ég skellti uppúr þegar ég fékk eftir farandi e-mail:
PERIODICO

Estimado entusiasta del deporte:

Ya puedes consultar gratis online
el periodico de todos los deportes
Corredores, Aventura, Viajes, y mucho mas..

Deporte6AM


Dagblað

Kæri íþróttaunnandi:

Nú geturðu fylgst með öllum íþróttum ókeypis á netinu
Nautaati, ævintýrum, ferðum og mörgu fleira


Ein spurning: Hvenær fór ég að teljast til íþróttaunnenda?

miðvikudagur, maí 31, 2006

veik heima

Það dugar ekkert minna heldur en að mín verði veik til að mín nenni að blogga. Já, þetta er annar dagurinn sem mín meikar ekki í vinnuna fyrir hornös, hálsbólgu, hita og beinverkjum.

Annars er alveg fullt búið að gerast síðan síðast, Guðný stef búin að koma í heimsókn, Finnar búnir að vinna júró, ég er örugglega búin að fara svona 3svar á djammið, og alltaf að Celtic. Enda er maður farinn að kannast við starfsfólkið.....reyndar þekkti ég það nú fyrir......Dóri var nú að skjóta einhverju á mig þarna síðast þegar ég fór um dyrnar.....ég veit ekki hvað hann meinti....sennilega eitthvað í sambandi við að ég var í för með Hafliða og Gunna......Það var búið að fara með Ástu heim og ég ein eftir með vinum Baldvins, og Gunni uppástóð að við þyrftum að fara á Pravda, ég ætlaði nú að koma honum á séns (ekki með mér!!!) og síðan ætlaði ég að passa að Hafliði færi einn heim (kannski ekki mitt mál en..) En svo þegar við komum á Pravda voru bara karlmenn á staðnum, ja svona 80-90%, þannig að Gunni lenti ekki á séns það kvöldið.

föstudagur, maí 12, 2006

Það sem manni er ekki boðið upp á

Það er ekkert skrýtið þótt fólk liggji í áfengisdái hérna á Íslandi heilu og hálfu helgarnar, guð minn góður. Ekki er sjónvarpsdagskráin svo beisin, maður þarf alla vegna nokkur glös áður en maður getur farið að njóta hennar. Það sem einna helst er í boði er ofbeldi, klám eða limalaust fólk. Ástandið er sko svo slæmt þegar Marta situr inni í stofu og horfir á Omega, sér til skemmtunar. Það er bara allt leiðinlegt sem manni er boðið upp á, nema One tree hill, auðvitað. Þið getið rétt ímyndað ykkur að það sé svart þegar maður er farinn að íhuga að horfa á fransk/bandaríska sjónvarpsmynd um kínverskann lögreglumann í París sem er svikinn og vændiskona kemur til bjargar.(ofbeldi+klám=frábært)
Dæmi um það sem boðið hefur verið uppá í kvöld:
Stargate SG-1, svona starwarsdót
Þessi mynd þarna um kínverjann
bítófen 40
stelpa með engar fætur og engar hendur að synda....
Afhverju er ekkert í sjónvarpinu sem mig langar að sjá, þegar ég hef tíma

sunnudagur, maí 07, 2006


Ein spurning. Er þessi sætur?

sunnudagur, apríl 30, 2006

Rán í strætó


Farþegar og ökumaður strætó í San Pedro Sula (mínum heimabæ)voru rænd rétt fyrir utan El Carmen. Tveir vandræðaunglingar stigu upp í vagninn rétt eins og um venjulegt fólk væri að ræða, síðan réðust þeir á vagnstjórann og þar á eftir á hina farþegana. Sumir hverjir sem í vagninum voru misstu allt sem þeir höfðu á sér, þar á meðal mánaðarlaunin sem höfðu einmitt verið útborguð þennann dag. Hringt var í lögreglu eftir að atburðurinn átti sér stað og kom einn lögreglumaður á vettfang, ekkert bruðl þar á bæ.
mynd tekin af www.laprensahn.com

föstudagur, apríl 28, 2006

Slökkvuliðið mótmælir lágum launum



Slökkvuliðsmenn í A Corunya í Gallisíu vekja athygli á lágum launum sínum....(ein mynd segir meira en þúsund orð) Ætli þessi segi að slökkvulismenn séu á svo lágum launum að þeir séu hættir að hafa efni á fötum......vona ekki

mynd fengin að láni hjá www.elpais.es

Sól, sól og sumar

Jæja núna er ég búin að labba út í búð í dag (já og sigrún, ég villtist ekki), það er svona ekta vor-sumarveður, sól, logn, og þó nokkuð hlýtt, og svona einhverskonar iðnaðarmenn að dúlla sér úti á götu, bara svona rétt til að undirstrika að það er komið sumar.

Annars er lítið að frétta. Nema, íbúðin "mín" er búin að vera reyklaus í að verða tvær vikur, það er mjög ljúft að anda að sér svona fjallalofti (ja, eins hreint og það getur orðið hér í vesturbænum) á morgnana, í stað reykingarsvælunar.....sem mér þykir sífellt ógeðslegri.

Jæja ég ætla að fara hitta Ástu núna, hana hef ég ekki séð síðan á Páskunum

þriðjudagur, apríl 25, 2006

ba-ritgerðin versnar bara, styttist bara, og ég hata hana alltaf meira og meira....er u.þ.b. við það að fara með hana út í garð til að annað hvort grafa hana eða kveikja í henni,jæja gott fólk, hvort á ég að gera???? Það er orðið deginum ljósara að ég KANN EKKI að skrifa ritgerð!!!!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Djamm í gærkveldi

Skilti: eingöngu ljóshært fólk má koma hérna inn
Húsvíkingar og semihúsvíkingar: Gunna úr Bláhvammi, Haukur "vælukjói", Marta náttúrulega, Finninn sem var með Hildu Kristjáns, bara ótrúlega fáir húsvíkingar í þetta skiptið, guði sé lof

laugardagur, apríl 22, 2006

Ellikerling færist yfir

Já ég held hún ellikerling sé að færast yfir mig, hugsið ykkur, ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi, á föstudagskvöldi!!!!! og svo þurfti ég að leggja mig í dag, ég var svo þreytt.

Hef ekki enn komist að hver þessi dularfulli stokker minn er. Vitið þið það?

föstudagur, apríl 21, 2006

Hræddur flýr þó enginn elti

Það var nú málshátturinn í egginu þetta árið, held að ég hafi fengið vitlaust egg....
Annars fékk ég nú reyndar tvö......þið getið ekki ímyndað ykkur hvað móður minni þóttu það athyglisverðar upplýsingar.......og varð fyrir miklum vonbrygðum þegar hún heyrði að vinnan hefði gefið mér það....

Annars er lítið í fréttum, nema það að ég held að það sé verið að stokkera mig. Siðast liðnar tvær vikur er ég búin að vera að fá dularfull sms úr óþekktu númeri......og eitt af netinu, sem reynar vakti spurningar af minni hálfu....."ég er bara strax farinn að sakna þín, sjáumst þegar þú kemur aftur......" (Kem aftur hvert?)( sent fyrir 11 að morgni til, laugardaginn 10.apríl), síðan hafa þetta nú bara verið gleðilega páska og gleðilegt sumar sms. Ef einhver með óskráð vodafone-númer hefur verið að senda mér skilaboð er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hætta, eða gefa sig fram...þetta er farið að vera frekar óþægilegt!!!!

mánudagur, apríl 10, 2006

-Hvað eru margar ábætur?

Hitti Hildu mína í dag og fór með hana á flugvöllinn í vatnsmýrinni. gaman gaman
þar átti hún líka þennann frábæra frasa "- hvað eru margar ábætur?" þegar hún ætlaði spyrja hvað hún gæti fengið oft ábót á kaffibollann, sem by the way kostar 220kr stykkið!!!! En sem betur fer er hægt að fá endalausar ábætur á kaffibollann, og samt er þetta RÁn!!!! En frasinn hennar var nú alveg sérstaklega fyndinn af því að hún var einmitt búin að spyrja mig hvernig hún ætti að spyrja að þessu, og "-Hvað eru margar ábætur?" voru einn möguleikinn sem við vorum búnar að velta fyrir okkur og ákveða að væri ógáfulegur.
Hún Hilda er nú alger perla (og henni er fyrirgefið fyrir að vera svoltið bjöguð afþví hún býr í útlandinu), þær eru það allar frænkur mínar, og Herdís líka sem deilir einhverju með manni með uffsiloni (Y)=deyla

Krísa gærdagsins liðin hjá....bara af því að mér var gefið leyfi til að kjafta (ég kalla þetta húsvísku slúðurgenin)

kveðja
Lauga ekki svo mikil blaðurskjóða eftir allt saman

sunnudagur, apríl 09, 2006

Leyndó

já svona er það þegar maður er að reyna að læra smá.......búin að setja í þvottavél, og nú byrjuð að blogga engin er eirðin, hringja í Ástu, það sama uppi á teningnum þar á bæ.....dauð klæjaði í tunguna að kjafta í hana leyndarmáli.....kjafta því bara í Hildu í fyrramálið.(þá get ég sagt að ég hafi endst tvo daga :)) Þetta var sko furðuleg símtal, hugsa að ég hafi ekki heyrt helminginn af því sem Ásta var að segja mér bara af því að ég var að leita af fullt af öðrum hlutum til að segja Ástu í stað LEYNDARMÁLSINS...
Hvað er annars með leyndarmál......afhverju langar mann svona rosalega að kjafta?
Þetta er meir'að segja eitthvað svo nauða ómerkilegt að ég hreinlega skil ekki afhverju þetta þarf að vera leyndarmál !!!!!
Segi ég bara af því að mig klæjar svo í tunguna.....
Kveðja
Lauga blaðurskjóða

laugardagur, apríl 08, 2006

ég verð vist að fara fá mér víðar nærbuxur


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 86

You will die when your underwear gets to tight and cuts off your blood circulation

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

miðvikudagur, apríl 05, 2006

"jii"

Það var einmitt það sem hrökk uppúr mér þegar ég var u.þ.b. að standa upp úr stólnum á hárgreiðslustofunni. (það hafði samt ekkert við strípurnar og klippinguna að gera). Ég var búin að vera að hlusta á tvær vinkonur tala saman, sem höfðu greinilega panntað sér saman tíma í klippingu (alltaf gaman saman). Ég veit ekki hvað svona kvendi kallast en "gelgjur á þrítugsaldri"kemur upp í hugan........ Kærasti þessarrar háu dökkhærðu hafði boðið henni og 6 ára syni hennar til útlanda yfir páskana....síðan var hann eitthvað farinn að draga til baka með það, vegna þess hversu dýrt það er og fór fram á að hún borgaði hluta........Síðan kom heil ræða um hvað þessi kærasti væri ömurlegur og la la la.........og litla ljóshærða vinkona hennar hlustaði alltaf á og tók þátt í þessu.........endalaus ræða um ömurlegleika kærastans......Og ekki komst ég hjá því að heyra þessa ræðu....Þetta var orðið svo rosalegt baktal að ég er bara enn miður mín...Síðan þegar ég stend upp úr stólnum heyri ég að sú litla ljóshærða segir "þú átt ömurlegasta kærasta ever" þá var mér allri lokið og þetta "jii" hrökk uppúr mér. Guð, hvað mér langaði að spyrja hvað hún væri að gera með þessum strák sem væri greinilega væri svo ömurlegur..............

föstudagur, mars 31, 2006

Það tilkynnist hér með að ég er búin að prjóna peysuna á hana Þórdísi, og hún er ekki komin í háskóla ennþá (það var einhver sem sagði við mig að hún yrði komin í háskóla áður en ég kláraði)........En samt er ég svoltið hrædd um að peysan sé of lítil....uppskriftin er fyrir 3-6 mánaða en peysan er bara svo lítil að ég get ekki ímyndað mér að nokkur komist í hana....fer á morgunn og kaupi tölur í hana........helst bleikar
Ég rak augun í þetta á mbl.is áðan

"Samkvæmt spá Greiningardeildar KB banka mun fasteignaverð hækka um 5% á næstu fjórum ársfjórðungum."

En þar sem ég er ekki með mjög góðan fjármálaorðaforða í íslensku velti ég fyrir mér hvort "fjórir ársfjórðungar" séu ekki það sama og "eitt ár", getur einhver svarað því? (og hví er þá ekki bara sagt eitt ár?)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Bloggleti

Jæja er ekki best að segja bloggletinni stríð á hendur.........

Nú þegar ég er komin í 100% vinnu á elliheimilinu er drífur nú ekki mikið á daga mína.............þ.e. ekkert sem ég mætti fara að segja frá.....

Ætli ég sé ekki búin að fara á djammið svona 2svar síðan eitthvað heyrðist frá mér síðast....

Talandi um djamm...........Hún Lilja vill alltaf vera að fara á Ólíver, á að vera vinsælasti staðurinn í bænum, en er reyndar gjörsamlega ofmetinn, þar er alltaf alltof mikið af fólki, leiðinleg tónlist (ef mig langar til að hlusta á FM 957, þá á ég útvarp heima), svo er maður látinn bíða í endalausri röð þarna.
Það eina fyndna við það að fara á Ólíver er að ég sé Börk Bjarna, gamlan bekkjarbróður, alltaf þarna. Ég er búin að koma þarna u.þ.b. 4 sinnum í vetur og alltaf er Börkur þarna, og það fyndna er að mér skilst að hann búi í útlöndum, einu sinni var hann meir að segja með "bróður minn ljónshjarta" með sér eða einhvern sem stal hárinu hans.

Um síðustu helgi fór ég síðan að hitta Ástu, Baldvin, Hildi, Dóra og Gunna á Tapas, voða fínt þar, þótt staðurinn virtist svoltið fátækur af stólum.....síðan fórum og kíktum á Dubliners, auðvitað, á degi heilags Patreks...þar var x sá fyrsti sem ég sá þar inni, mér til ómældrar gleði, það einmitt varð til þess að ég fór huldu höfði þar inni, sem reyndar var ekki nóg, til mín sást, og var líkamstjáning mín túlkuð sem leyfi til símhringingar kl. 3 þennann morgunn og sofandi rödd mín sem heimboð kl 0325............gaman gaman

fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún Jóna eignaðist litla stelpu í dag, til hamingju með það :)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagur

Ég uppástóð það með sjálfri mér að ég þyrfti endilega að eignast fægiskóflu, og endilega í dag......á öskudeginum sjálfum!!!!!!! (Það var greinilega ekki bara í fyrra (í kaldhæðnislegum tón) sem ég var komin með svo mikið ofnæmi á börnum að ég velti því fyrir mér að láta binda hnút á eggjaleiðarana á mér, (ég hlustaði á öll börn á Húsavík syngja))...

Ég álpaðist nú inn í rúmfó og komst að því að jú!!! það var öskudagur, greip fægiskófluna, komst að því að kertin voru öll á 99 eða 199, keypti nokkur. og komst að því Sylvía Nótt er vinsæl meðal barnana......það voru stelpur undan mér í röðinni sem kunnu allt lagið (ég held það að minsta kosti) Það bergmálaði alla vegana töff-töff-töff þarna í endan.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Hinir bílarnir leggja mig í einelti

Hvað er með fólk í Reykjavík, skammast það sín ekkert fyrir að fara útúr bílnum sínum þegar honum er svo illa lagt næstu bílar komast hvorki lönd né strönd. Er það ekki kennt í ökuskólum Reykjavíkurborgar að maður eigi ekki að leggja nema þar sem maður er ekki fyrir öðrum. Ég hata súsúkkí bifreið sem einn nágranna minna á , (þ.e. ég hata einn nágranna minna)Hversu oft hef ég verið að koma heim af kvöldvakt og lagt fyrir aftan ameríkanann af 4 hæðinni, og vaknað síðan á morgunnvakt og verið innikróuð af ameríkananum og súsúkkí jeppanum sem hefur lagt svoleiðis í skottinu á mér að 10 mínútur tekur að smokra sér útúr stæðinu. Hversu oft hefur mér ekki dottið í hug að setja í bakkgír og setja allt í botn (en sennilega myndi ég tapa meir á því en hann) eða sækja eldhúshníf inn og stinga á dekkin hjá honum ( sem betur fer hef ég alltaf verið að verða of sein í vinnuna þegar ég hef komist útúr þessu stæði) Núna er ég búin að læra að leggja ekki þarna nema hafa mjög gott bil á milli mín og ameríkanans.
Um daginn var ég síðan að koma úr vinnunni og þá var búið að leggja bíl á milli tveggja raða innst á bílastæðinu í vinnunni............auðvitað þurfti að vera jeppi við hliðina á mér og hár steypukantur hinumeginn..........aðrar 10 mín þurfti til að komast út.
Daginn eftir kom kona og lagði svo skakkt í bílastæðið við hliðina á mér að varla hægt var að komast út úr mínu bílastæði, síðan var hún svo illa inn í bílastæðinu að hún var eiginleg hálf úti á götu. Það virtist ekki hafa nein áhrif þótt ég sendi henni illt augnaráð þegar ég gekk inn í minn bíl

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ekki hundi út sigandi

Maður er bara rifinn upp fyrir allar aldir til að skutla liðinu í vinnunna. Pabbi er nefnilega fastur úti í sveit í brjáluðu veðri, á bílnum.
Það er brjálað veður, fullt af snjó, og svo heimta þau að ég skutli þeim, á litla lága Golfinum. Við erum að tala um að það voru bara Jeppar á ferðinni sem allir hugsuðu að "þessi ætti nú eftir að festa sig" en nei Golfinn hélt greinilega að hann væri bara jeppi líka þannig að nú er ég búin að fara niður á bryggju, á verkalýðsskrifstofuna og heim aftur. Ég mætti að vísu snjóruðningstæki hérna í götunni þegar ég kom aftur, núna held ég að ruslatunnan okkar sé horfin, ég heyrði alla vegana mjög grunsamleg hljóð áðan á meðan snjóruðningstækið skóf stéttina hjá okkur. Best að fara og gá.....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvað skal gera?

Já, hvað skal gera þegar X sendir manni sms og óskar manni gleðilegs Valentínusardags? Aumingja X tekur á taugarnar þessa dagana, jafnvel meira en oft áður. X finnur það á sér þegar ég er að fara út að skemmta mér. X finnur það á sér ef mér er sýndur áhugi. X uppástendur að koma í heimsókn daginn eftir að ég hef verið úti að skemmta mér, þótt heilsa mín bjóði ekki uppá það. (Til hvers? -þefa uppi hugsanlega næturgesti?) Og hangir í yfir 2 tíma!!!! Á meðan dotta ég við eldhúsborðið.
Það er liðið á annað ár síðan......
Hvernig svarar maður?

Yes people I took the high-road!!! og svaraði "Takk, hann verður það"(þ.e.Valentínusardagurinn)Bara af einskjærum kvikindisskap, jafnvel þótt ég sæti og horfði á sjónvarpið með mömmu minni.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ferðasaga

Jæja þá er minns kominn í smá heimsókn á norðurlandið.
Ég var reyndar búin að velta því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki fara, 1 heil vika í frí frá vinnunni, sá bara fram á leiðindi og slæping í borg roks og rigningar, forvitni að sjá vinkonu ólétta,...var þó tvístígandi vegna ótrúlegrar hálku, óveðurs, slysa-fælni minnar. (Ein sem fer varla út fyrir bæjarmörk að vetri til, vegna slysahræðslu)

Jæja ferðin hófst í rigningu í vesturbæ Reykjavíkur, viðkoma í þjóðarbókhlöðu, bókum skilað, skuld borguð. Stopp í Nýja Garði, reynt að ná í ba-ritgerð, skrifstofa lokuð.
Stopp í Orkunni, maður þarf víst bensín til að komast alla leið. Rigning ágerist þegar förin færist nær Grafarvogi, styttir upp þegar ekið er inn í Mosfellsbæ (tilviljun?). Endalaus hringtorg. Margir vörubílar. Léleg þurkublöð. Ónýt þurkublöð. Lendi á eftir Vörubíl, skítugum vörubíl, ónýt þurkublöð, mikið rúðupiss, sé þann kost vænstan að elta ljósin á vörubílnum, veit ekki hvert ég er að fara. En allt endar vel að lokum og stoppa í Esso í Borgarnesi, er rænd, 1300kr fyrir 1 nýtt þurkublað, þvílíkur glæpur. (Er að hugsa um að sækja nýja þurkublaðið mitt út og sofa með það uppí hjá mér í nótt)

Keyri beinustu leið norður til Húsavíkur. Hata alla íslenska útvarpsmenn, þeir tala of mikið. Það er verið að byggja voða sæta nýja brú yfir Laxánna.
Er hætt að vera skylda að lækka ljósin þegar maður mætir bíl?
Ég óska "heilögum Valentínusi" til hamingju með afmælið

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hvers á ég að gjalda

Fyrsti dagur í ófarlama

og ég kem út og það er púnterað á einu dekkjana undir bílnum, hugsaði hinum æðri máttarvöldum þegjandi þörfina, ég hlýt að hafa gert eitthvað mjög slæmt í fyrralífi fyrst ég á þetta skilið, að þurfa að skipta um dekk svona hölt eins og ég er.....og þess má geta að varadekkið er hjólbörudekk, maður fer nú ekki langt á því.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Farlama

Já mér tókst að stórslasa mig í bíói á sunnudagskvöldið......Hver slasar sig annars í bíói?
Þetta var svona atriði sem maður hefur séð í teiknimyndum. Ég var búin að gleyma að það væru tröppur þarna, náði að taka tvö skref í loftinu þangað til að ég fór að hrapa. Var samt ótrúleg hetja og sat í gegnum myndina....fór síðan upp á slysó á mánudag og fór í röntgen.......Er ekki brotin, bara tognuð og farlama, ég get ekki einu sinni keyrt bíl. en ég get vaskað upp og sett í þvottavél, það eru afrek dagsins.

Annað er það að frétta að ég hata blogger, hann hefur ekki enn viljað birta síðustu færslu frá mér,,,,,

þriðjudagur, janúar 31, 2006

nei sko

Ég er búin að laga til og bæta við, búin að fá mér Gestabók og allt hvaðeina. Ég hvet ykkur eindregið til að kvitta í hana.

Annars er síðasti dagur mánaðarins, og fátæktin í algleymingi, ég hata Reykjavíkurborg fyrir að hafa síðasta útborgunnardag 21.des.............vitiði að það eru 40 dagar á milli útborgunnardaga!!!!!!!! Hvaða fíflaskapur er þetta?????

mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja

Ég er búin að vera að vinna alla helgina Skilaði BA-ritgerðinni (næstum fulllokinni)á fimmtudaginn. Komst að því á föstudaginn að ég fengi ekki að útskrifast í feb. þannig að ég mun eyða næstu fjórum mánuðum í að vera búin með allt, en óútskrifuð........frábært!! En svo sem mér að kenna þar sem að ég valdi mér svo leiðinlegt efni að það var alveg kvöl og pína að halda sér við efnið....Er alveg búin að komast að því að svona Málvísindi og þýðingafræði eru ekki fyrir mig, ég er hreinlega ekki nógu smámunasöm í þetta. Ég fæ nú bara æluna mér dettur í hug signo lingüístico (máltákn). Ég get svo svarið það að það var EKKI í lagi með þessa menn sem veltu sér uppúr þessu daginn út og daginn inn.
Annars er allt í góðu..........smá kvef....ja, kannski spurning um að ég sé að verða biluð, þar sem ég er farin að blogga fyrir kl 8 að morgni til.....

mánudagur, janúar 23, 2006

jú jú enn á lífi,,,,,held ég, er að mygla yfir hel#$%#$$"ritgerðinni, það er þó alveg að verða búið

vona ég

sjáumst þegar ég verð búin

föstudagur, janúar 06, 2006

Já, já, ég er enn á lífi

Sæl veriði, ég biðst velvirðingar á fjarveru minni
Ég er enn að rembast við að koma saman ba-ritgerðinni minni, það sem stendur einna helst í vegi fyrir mér er mín eigin leti og tímaleysi

Annars er allt gott að frétta, rosa gott....
Hafði það rosa gott um jólin
Hitti Guðnýju stef á annann í jólum og fórum við á Baukinn, hitti þar einn bekkjarbróður.........sem stökk á mig og óskaði mér gleðilegra jóla!! (allt í fínu með það) nema hvað hann tjáði mér það einnig að hann hefði þekkt mig aftan frá!!!!!!!!!!! (Hvað er málið með það???!!)
Síðan var ég í borg bleytunnar yfir áramótin og skemmti mér svona rosa vel í partýi á sólvallagötunni........og fór því aldrei niður í bæ.....þettað var eitt ódýrasta djamm sem ég hef farið á!!! (sem er náttúrulega bara ánægjulegt á þessu síðustu og verstu tímum)Buddan er ekki feit eftir jólin, ólíkt flestum öðrum

Er að fara á sumarbústaðadjamm annaðkvöld í tilefni að 25 ára afmæli Ástu, það verður nú gaman.

Ég læt ykkur vita af mér á næstunni.... (over and out)