föstudagur, maí 12, 2006

Það sem manni er ekki boðið upp á

Það er ekkert skrýtið þótt fólk liggji í áfengisdái hérna á Íslandi heilu og hálfu helgarnar, guð minn góður. Ekki er sjónvarpsdagskráin svo beisin, maður þarf alla vegna nokkur glös áður en maður getur farið að njóta hennar. Það sem einna helst er í boði er ofbeldi, klám eða limalaust fólk. Ástandið er sko svo slæmt þegar Marta situr inni í stofu og horfir á Omega, sér til skemmtunar. Það er bara allt leiðinlegt sem manni er boðið upp á, nema One tree hill, auðvitað. Þið getið rétt ímyndað ykkur að það sé svart þegar maður er farinn að íhuga að horfa á fransk/bandaríska sjónvarpsmynd um kínverskann lögreglumann í París sem er svikinn og vændiskona kemur til bjargar.(ofbeldi+klám=frábært)
Dæmi um það sem boðið hefur verið uppá í kvöld:
Stargate SG-1, svona starwarsdót
Þessi mynd þarna um kínverjann
bítófen 40
stelpa með engar fætur og engar hendur að synda....
Afhverju er ekkert í sjónvarpinu sem mig langar að sjá, þegar ég hef tíma