miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég er á lífi

-bara svo það fari ekki á milli mála.

Annars er nú ekki mikið að frétta þessa dagana. Vinna, skóli, vinna. Er hreinlega ekki að komast yfir þetta allt saman þessa dagana er með 3 útistandandi verkefni sem þarf að skila og eina ritgerð um Don Kíkóta...........hversu skemmtilegt er það nú??? Fyrir utan ba-ritgerðina sem virðist ekkert vera að gerast í...................vildi óska að hún skrifaði sig sjálf.

Annars er ég nú beitt ofbeldi í vinnunni (á elliheimilinu) -það var gömul kona sem lamdi mig, ég varð ekkert smá reið (því miður mátti ég ekki lemja hana til baka, reyndar hvarflaði það ekki að mér)

laugardagur, október 15, 2005

svolítið utan við mig

Veit ekki hvað er að mér.........................en er farið að gruna að mér sé ekki ætlað að skila verkefni í viðskiptaspænsku......................það er súper mikið að gera hjá mér núna, en það er ekki hægt að vera svona glórulaus eins og ég......Núna er ég búin að týna tveim ljósritum að sama kaflanum í viðskiptaspænsku og þarf sennilega að fara að ljósrita þennann kafla í þriðjaskipti!!!!! Held ég hafi týnt fyrsta eintakinu einhverstaðar uppí í skóla, seinna eintakið skildi ég eftir á þjóðarbókhlöðunni í dag þegar ég fór og ljósritaði það. Uppgötvaði það um 6 þegar ég ætlaði að fara að nota það og rauk upp í þjóðarbókhlöðu........................það voru rimlar fyrir dyrunum.............svo ég gerði ráð fyrir að það væri læst.
Hvað er að mér?

fimmtudagur, september 29, 2005

Langar ykkur á djammið á laugardagskvöldið????
Látið mig vita í gegnum síma.....
eða hérna í kommentunum

þriðjudagur, september 27, 2005

Tíminn flýgur

Já þetta er sveimér satt, ef verið er að tala um einn kennarann minn.
Hún er ótrúleg í að teygja lopann, ef svo má að orði komast, það er ótrúleg tímaeyðsla í hennar tímum. 1. Hún kemur alltaf um 10mín of seint, 2. Hún setur okkur eitthvað fyrir tímann, sem við eigum síðan að bera saman 2 og 2 í tímum og síðan fer hún yfir. 3. hún þarf alltaf að hafa svoooo mörg orð um sama hlutinn. 4. hún er alltaf rosa hissa þegar tíminn er búinn og hún ekki búin að gera helminginn af því sem hún ætlaði sér
Fyrir utan það að hún kemur alltaf of seint og kennir svo allar frímínutur ef færi gefst...... pirrandi

Vá! sjáiði hvað ég er duglega, bara 2 blogg á 2 dögum!!!

mánudagur, september 26, 2005

Stundum

já stundum má maður bara ekkert vera að þessu.
Já það er búið að vera mikið að gera, ég er víst í 50% vinnu, og 70%skóla+helvítins djöfulsins ritgerðin.(staðreynd 1)
Bý á reynimelnum(2)
Finnst virkilega skemmtilegra að vaska upp en að taka úr uppþvottavél(3)
Það er maður á elliheimilinu þar sem ég vinn sem kallar mig alltaf Idu, veit ekki hvers vegna (???)(4)
Þarf að fara erindast í dag, eitthvað sem mig langar nákvæmlega ekkert til að gera (5)
Var víst klukkuð

Annars erum við Marta búnar að vera passa hund í viku, þetta er þvílíkt bindandi dæmi. Annars er hún Tara voða góð. Tara, sem við reyndar köllum Ofurskutluna Tiger-Töru, er svona loðinn lítill hundur með gosbrunn á hausnum. Annars hefur mér þótt frekar neyðarlegt að þurfa að fara með hana í göngutúra, mér hefur hreinlega fundist hálvitalegt að fara með þennann "hund" í göngutúr......þennann hund sem þarf að vera í kápu þegar hún fer út, þótt þetta kvikindi sé ekkert nema hárin.............og það er ekki bara það heldur er kápan svona flískápa með tigermunstri. Svo er það ekki eins og það sé ég sem fer í göngutúr með hana, heldur fer hún með mig, dregur mig áfram, svo heyrist alltaf svona köfnunarhljóð frá henni, þá er vinkonan að hengja sig í ólinni á því að draga mig áfram, held hún ætti frekar að fara í göngutúr með Ástu.
Annars er hún eiginlega vitlausari en allt, hún heldur sig vera varðhund, allir 30 cm, það má ekki ganga framhjá húsinu hjá okkur öðruvísi en vinkonan sé byrjuð að urra, grrr, síðan er hún mikill kattaveiðari, varð alveg vitlaus um daginn þegar ég kveikti á wordinu og hjálparkötturinn minn mjálmaði, hun varð líka brjáluð þegar ég mjálmaði........

Annars fór ég niður á Selfoss í fyrradag til að ná í nagladekkin mín, sem átti að senda mér þegar ég keypti bílinn fyrir 2 mánuðum síðan.........................hvað er að fólki, þetta kallar maður framkvæmdaleysi........Við faðir minn vorum reyndar búin að komast að þeirri niðurstöðu að maðurinn sem átti bílinn hafi ekki verið alveg heilbrigður......allavegana kunni hann ekki að bóna bíla......maður gleymir ekki að þurka bónið af húddinu á bílnum!!!!! Hef grun um að aumingja maðurinn sé alki og misnoti lyf.............................allavegana fann ég fjölnota lyfseðil í bílnum upp á mjög sterk verkjalyf sem venjulegt fólk er ekkert að nota..................en núna er ég nú sennilega farin að búa til

þriðjudagur, september 06, 2005

Jæja

Jæja eftir að björgunarsveitin bankaði uppá hjá mér í morgunn hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki góð hugmynd að blogga ekki..........................fólk verður áhyggjufullt

Jú nú er ég komin til borgar óttans, búin að fara í 2 áfanga, einu sinni á djammið, og flytja.................og það er nú meira en að segja það...........hvers vissi að ég ætti svona mikið dót eftir...........sumt er enn í kössum...........og síðan er ég búin að vera eltast við gildandi leigusamning í íbúðinni sem ég er í.............til að geta komið mínum í gildi

mánudagur, ágúst 29, 2005

Allt komið

Nema bílarnir.

Já nú sit ég og bíð eftir að geta farið að troða draslinu mínu á bíl svo ég geti farið. Vonandi koma þeir bráðum. Ég er búin að troða öllu sem kemst í minn bíl, þá eru blómin hennar Mörtu meðtalin, það verður því sannkallaður frumskógarfílingur á leiðinni, ég mun alltaf sjá Drekatré í baksýnisspeglinum.

Annars er ég að pæla í að leit mér að stuðningshóp ruslsafnara.........svona eitthvað í líkingu við AA. Hver geymir annars símaskrá frá árinu 2000????

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Þetta er að hafast

Ég get ekki verið eðlileg. Nú er ég búin að vera fara í gegnum dótið mitt af því að ég er að flytja, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get engan vegin verið eðlileg. Ég er þvílíkur draslsafnari og ég tými aldrei að henda neinu. Er t.d. eðlegt að geyma símaskrá fyrirtækja síðan 2000, við erum að tala um það að fataskápurinn minn var fullur af fötum sem voru annað hvort of lítil, of stór eða bara hreinlega ónýt eða jafnvel löngu komin úr tísku. Hvað er að?

Annars fer ég til borgar óttans á morgunn, uppúr hádegi, þegar búið verður að sækja dótið mitt.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Leti

Guð ég held ég sé að andast úr leti, eða er þetta kannski bara vítamínskortur? Kannski alveg spurning um að fara prófa orkuvítamínið, þið vitið.....................þetta sem byrjar á s, kannski ætti ég að fá mér svona minnistöflur í leiðinni..........eins og þær sem ég sá auglýstar í fréttablaðinu um daginn????? (Kannski er best að vera ekkert að óverdósa á vítamínum)))

Já allavegana er ég að andast úr leti, ég horfi á dótið mitt og veit ég er að fara að flytja (fer á sunnudaginn!!!) og ekkert gerist, það er eins og ég bara búist við að það hoppi sjálft ofan í kassana, best að fara taka vítamín.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

éggetsvosvariðþað

Þegar ég sá þetta hér datt mér í hug þegar við Marta urðum vitni af bekkjarmóti '56 eða '57 árgangsins núna í vor. Sem sagt mest allt svona venjulegt fólk að nálgast fimmtugt, nema einn, sem var greinilega gæinn í hópnum, búinn að eyða svona sirka 5000 klst í ljósum, ennfleiri í ræktinni (enda er maðurinn íslandsmeistari í fitness í elstaflokki), með kolsvart hár og hökutopp í stíl.(Hver leggur eiginlega á sig að lita á sér skeggið?) Maðurinn minnti mig óneitanlega svoltið á Heimsferða Ingólf. Það versta við þetta allt saman var fullvissa mannsins um æðilslegleika sinn. éggetsvosvariðþað, ég vissi ekki hvort ég ætti að forða mér, æla eða bara hvort tveggja. Ég fyllist að vísu alltaf svona ógeði þegar ég sé svona gamla kalla sem halda að þeir séu guðs gjöf til kvenna.

Og þarna rúllaði liðið ofurölvi, og ég edrú að fylgjast með þeim, full ógeðs. Og hvað eftir annað skaut hugtakið "Gráifiðringurinn" upp kollinum í hugskoti mínu.
En sitt sýnist hverjum. Haldiði ekki að ein bekkjarsystir mannsins rjúki ekki á hann og segi "Ó, X þú ert svo sætur!!!" (!!!!?) éggetsvosvariðþað að ég hélt ég yrði ekki eldri við að halda niðri í mér hlátrinum, éggetsvosvarið það að ég var næstum köfnuð. Konan var augljóslega blind! Eða þessi þykku gleraugu hennar að minnsta kosti alþakin móðu. Svo hófst viðreynslan, konan ætlaði hreinlega að éta manninn sem var svona æðilegur, hann virtist að vísu ekki til í tuskið. Svo bættust fleiri bekkjarsystur í hópinn og hreinlega héldu ekki vatni yfir honum.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Munaðarlaus

Já ég er munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru öll á föstudaginn til Reykjavíkur og síðan til Danmerkur. Svo núna er ég ein í kotinu. Ég var að vinna alla helgina og var lítið, mjög lítið heima, ég var mjög hissa á sunnudagskvöldið þegar ég kom heim úr vinnu að sjá að safafernan sem ég opnaði á föstudagskvöldið var enn í ískápnum og hafði ekki einu sinni verið snert!!! En það er víst það sem gerist þegar þú ert einn heima.....................maturinn hverfur ekki úr ískápnum, en hann birtist svosem ekki heldur.
Ég tók nú fyrsta munaðarleysisdaginn með trompi, dreif mig á fætur um morgunninn og fór til Akureyrar með það að leiðarljósi að láta nú smíða aukalykil eða tvo fyrir bílinn................en mér var tjáð að hann væri of ungur fyrir svoleiðis aðgerðir..já, ég var frædd um það að bílar smiðaðir eftir '95 væru með örflögu í lyklinum og því myndi venjuleg eftirsmíði ekki virka, þar með hefði ferðin átt að vera ónýt en nei ég græddi alveg helling...........það voru útsölur í gangi á Glerártorgi, ég keypti fína spariskó á tæpar 2000kr, voða fína támjóa skó með fellingum að framan(svona í stíl þær á maganum á mér) og hæl.............svo núna eyði ég öllum kvöldum heima hjá mér í náttfötum og hælaskónum.......................................bara djók ;)

Annars verð ég að segja farir mínar ekki sléttar með þennann bíl...........á föstudaginn fyrir viku var ég svo reið við hann að mér var skapi næst að ýta honum niður á bryggju og láta hann gossa í sjóinn. Sko ég fór á honum til Egilstaða (þar sem ég komst að því að hann væri golf ekki polo) en þegar ég ætlaði að fara fara á honum heim aftur tók hann upp á því að vilja ekki í gang........sama hvernig ég klappaði honum. Ég reyndi líka formælingar en ekkert gekk.. Pabbi gat að vísu startað honum og ég komst heim og á réttum tíma í vinnunna. (þetta var á afmælinu mínu, 1.ág) síðan var hann enn tregari í gang þangað til á föstudagskvöldinu vildi hann bara alls ekki fara í gang (þá var ég búin að eiga hann í viku og einn dag) auðvitað hringdi ég í Valda og hann hjálpaði mér að draga bílinn í gang...svo prófaði ég að drepa á honum og þá fór hann í gang svo að ég hélt að vandamálum mínum væri lokið og fór á honum í vinnunna....................en nei svo neitaði hann bara alveg að fara í gang fyrir framan vinnuna mína þetta kvöld.....................Og pabbi mátti gjöra svo vel að hjálpa mér að draga hann........................Á sunnudegi lét hann eins og mamma hringdi í afa og afi hringdi í karla sem hann þekkir og fékk einn sem var í sumarfrí til að kíkja í vinnunna til að lesa úr niðurstöðum sem fengust úr tölvunni á Bílaleigunni ( þessi maður er víst sá eini sem kann að lesa svona á Húsavík) En nei!!! Allt kom fyrir ekki. Það var víst ekkert að bílnum þótt hann vildi ekki fara í gang (góð talva sú) síðan voru þeir undirmannaðir á verkstæðinu............þá fór afi að hringja í fleiri kalla..........sem veltu því fyrir sér fram og aftur hvað gæti verið að þessum bíl.......................það kom svo í ljós að það sem var að var það sem faðir minn hafði tauta um allann helvítins tímann...............háspennukeflið! (!!!???Mér skilst að það sé eitthvað svipað auðvelt að skipta um það eins og að skipta um kerti) En ég fékk bílinn ekki aftur fyrr en um miðjan dag á föstudegi...............ha, þetta tók 4-5 daga að gera við eitthvað sem tekur ekki nema 30 mín að skipta um.......................Djöf var ég orðin pirruð.

Og þar með er ekki allt búið, nei nei............heldur þegar ég var á leiðinni inn á Akureyri biluðu rúðuþurkurnar, já!, sú bílstjóramegin vildi ekki hreyfast!!!!! Svo ég þurfti að keyra frá Akureyri í stöku skúrum með engar rúðuþurkur...........ég get ekki sagt að það hafi verið gaman.
Ég þorði einu sinni að segja afa frá biluninni þegar ég heimsótti hann daginn eftir, en sagði mömmu það þó (hún hélt að ég væri að ljúga, þetta væri ekki venjulegt) síðan talaði ég við hana seinna og þá sagði hún að ég þyrfti sennilega bara að herða bolta, sem og ég gerði í dag og allt virkar eins og það á að virka (to my best knowlege, anyhow)

Hey, síðan var staffapartý á Hvammi á laugardagskvöldið, ég var að vísu að vinna en ákvað þó að kíkja eftir vinnu og liðið var sko komið vel í það. Þessir fullorðnu útí garði með boozið og þessir yngri inni í singstar, líka með bús...............mjög fyndið að labba inn i svona drukkið partý alveg edrú. Ég ætlaði ekki að verða eldri þegar Toggi og stelpurnar tóku síðan keppni í einhverju þungarokkslagi..................Sem enginn hafði heyrt nema Toggi en samt tókst honum að tapa, lagleysi er víst mikið böl í hans fjölskyldu. (Þótt mér hafi nú aldrei þótt þungarokkssöngur fallegur söngur)
Síðan kíktum við út til fullorðna fólksins. Ína og Bima fóru að kostum, sátu með Ingu Þóris á milli sín og skiptust á að kalla hana Vigdísi Finnboga (Ég komst að því að þau höfðu verið í leik þarsem það er sett nafn aftan á þig og svo áttu að giska á manneskjuna) Inga hafði víst átt að giska á Vigdísi. But I guess u had to be there

Annars var ég að pæla í nafni á bílinn, Tómas II??? Einhverjar aðrar uppástungur?

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ég segi farir mínar ekki sléttar

Í vinnunni minni eru konur sem eru búnar að vinna þarna í 170 ár, þ.e þrefaldann líftíma sinn. Málið er að þær vilja að hlutirnir séu gerðir á ákveðinn hátt, því miður er ég með sjálfsbjargarviðleitni og þær ekki með umburðarlyndi, því vilja oft koma upp ansi fáránlegar aðstæður þegar ég held mig vera að redda málunum ( sem er oftast ekki eins og hlutunum ætti að redda, en skiptir nákvæmlega engu máli).

Ég var ekki búin að vinna þarna lengi þegar ég varð vör við þetta. Það er skiptið þegar ég RAÐAÐI VITLAUST Á KVÖLDVERÐARHLAÐBORÐIÐ. Held ég hafi svissað ávöxtunum og dótinu til að setja ofan á brauð..... ekkert stórvægilegt en það þurfti að breyta því.

Einu sinni þurftum við tvær afleysingastúlkur að redda okkur í eldhúsinu einn dag, hvorug okkar hafði hugmynd um hvað nákvæmlega við ættum að gera þarna...........en það reddaðist............bara ekki alveg eins og það hefði átt að reddast. Ég hafði þrifið vagninn sem heldur matnum heitum í hádeiginu vitlaust................ég hleypti vatninu niður af honum en vissi bara ekki að ég ætti að setja vatn í hann aftur.
Daginn eftir var ég að setja rúllur í konu frammi á gangi þegar ég heyri bergmála úr eldhúsinu "hverjir voru eiginlega í eldhúsinu í gær?" (grófleg þýð. "Hvaða HÁLFVITAR voru í eldhúsinu í gær??!") Þá hafði mín ekki sett vatnið í eins og ég átti að gera .......OG! í fáfræði minni sett skálar ofan í vagninn!!!!

í stað þess að telja alla hlutina upp ætla ég bara að segja frá þeim síðasta......það var glórulaust
Í gærmorgunn þegar ég var að klára nætur vaktina mína komst ég að því að trefjamaukið var búið (trefjamauk. e-h sem fólki er gefið til að fyrirbyggja hægðatregðu). Auðvita brá ég mér út í eldhús og bað þau að redda mér, ekki vildi ég hafa það að samviskunni að einhver fengi hægðategðu. Virðist ekki mikið mál.
Þegar konan i eldhúsinu kom i vinnunna sagði ég henni að trefjamaukið væri búið en ég væri búin að biðja þau í eldhúsinu að redda þessu....og auðvitað bjóst ég við klappi á bakið, en nei! í stað þess sagði hún mér að ég ætti ekkert að vera standa í svona veseni þegar ég væri á næturvakt og hringdi svo í eldhúsið og afpantaði trefjamaukið sem ég hafði pantað.

Það er alltaf spurning um að vera ekki of lengi í sömu vinnunni, serstaklega ef þú ert í svona vinnu.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Golf var það heillin

Ha ha..............talandi um að vera óglögg á bíla................ég var búin að rúnta allaleið til Egilsstaða á nýja bílnum áður en ég gerði mér grein fyrir að hann væri golf en ekki polo.................þarmeð er það leiðrétt.

Já minns var í sumarbústað með "gamla settinu" og Hemma litla, sem er ekki svo lítill lengur. Svo komu Tóta, Bjarni og Brynhildur og gistu eina nótt. Ég fór einmitt með Hemma og Brynku á rúntinn í fyrradag, fórum á Egilsstaði og síðan á Hallormstað...........Brynhildur sat í aftursætinu í krampakasti, allann tímann!!!! svona erum við systkinin skemmtileg...................eða kannski var það bara vegna þess að ég var að dóla mér.......á svona 80-100 km hraða, því hefur hún aldrei vanist.................bræður hennar eru nú bölvaðir ökuníðingar.
Þrennt stendur uppúr í þessarri ferð
1) Við keyrðum c.a 40 km langt þvottabretti (er að hugsa um að senda samgönguráðherra kvörtunarbréf)..........það var ekki gaman
2)Saga sem mamma var að segja af Hemma litla þegar hann var lítill. Hér kemur hún:
Einu sinni var hemmi í afmæli, c.a. 1-2 ára gamall, þegar spurt var "Hver er Völsungur??" öll börnin í veislunni svöruðu "Ég ég!", ekki hemmi, hann svaraði "Ekki ég, ég er mömmustubbur!"
3)Pabbi spilasvinlari svindlaði á litla barninu, sem er ekki svo lítið lengur í gæsaspilinu.................ekki enn vaxinn upp úr því karlinn.................hann svindlað líka á mér þegar ég var lítil, og þá meina ég lítil, c.a. 4 ára

Kveðja Svanlaug 25 ára

föstudagur, júlí 29, 2005

Helgarfrí?

Hvað er nú það???? Mig rámar eitthvað að ég hafi fengið svoleiðis þegar ég fór þarna á Humarhátíðina þarna í denn. En ekki síðar.

Geisp !!!! minns er sibbinn, fór á næturvakt á þriðjudagskveldi, fór heim kl 8 á mið, í vinnu aftur kl, 1530 á mið svo morgunvaktir fim og í dag............og ég hef bara verið að sofa svona 4-5 tíma í einu..............ég er glórulaus. Ég er bara búin að vera í brjáluðum svefngalsa í vinnunni......


Fréttir:
-Ég keypti bíl í gær. bláan polo.
-Helgi bróðir náði skriflega bílprófinu í gær...................það er samt langt þar til hann fær að fara einn á nýja bílnum
-Er að fara til Egilstaða núna í kveld, með mömmu og pabba og hemma litla, fólki er vinsamlegast boðið í heimsókn, ef það vill.

mánudagur, júlí 25, 2005

Dúdd úrú dú

Ha? já á ég blogg..........ha?(heyriði ekki ljóskutóninn í rödd minni???)

Húmm, á síðasta föstudag fórum við Marta upp í Mývó í smá útilegu................þetta er skemmtilegasta misheppnaða ferð sem ég hef farið í, svo var hún líka fyndin ;)
Sko við komum í Mývó klukkan u.þ.b. 9 á föstudagskveldi, tjölduðum fallega braggatjaldinu hennar Mörtu, fengum okkur smá bjór og drifum okkur síðan á barinn, þá var klukkan 00:30 (þið getið ímyndað ykkur hversu smár bjórinn var).

Við reyndar urðum strax fyrir óþægilegri lífsreynslu bara heima á tjaldsvæði................................fullt af úllum á klóstinu...............og þeir voru bara að þvo á sér fæturnar í handlaugunum (Það er ástæða fyrir því að þetta heita handlaugar!!!!) og svo voru þeir að þvo þvott í handlaugunum, þvo sér að neðan fyrir framan alla (ég get svo svarið það að við erum báðar með gat á sálinni eftir þessa lífsreynslu)

jæja þegar við komum á barinn var bara fullt af fólki fyrir utann........það var búið að loka..... AÐ LOKA!!!!! svo við fórum bara heim í tjald og fengum okkur smá meiri bjór(til að drekkja klósettreynslunni, þið sjáið nú hvernig það gekk) , og fórum að sofa...................................og vöknuðum síðan í 20 stiga hita..............þ.e. það var 20 stiga hiti fyrir utan tjaldið..........................svona 500.000 gráður inní því...og ég í flíspeysu................það var ekki gott að vakna í þessu...............ég get svarið það að ég hef aldrei verið jafn nærri dauðanum............(Vonandi eigiði aldrei eftir að vakna þunn í tjaldi í sól).....................sem sagt ógeð!!!!!!

jæja við laumuðumst á bak við sundlaugina og lögðum okkur í 1,5 í skugganum. Síðan fórum við og fengum okkur pizzu á Zanzibar........................... ÞVÍLÍK ÞJÓNUSTA!!!!! helvítins þjónustubeljurnar höfðu verið þarna fyrir utan barinn kvöldinu áður. (ég var nú ekki svo drukkin að ég myndi ekki eftir þeim)
Við settumst niður. Biðum. Stóðum upp og fengum okkur matseðla. biðum. Biðum meira. Stóðum upp og pöntuðum. Ég kók, Marta vatn+pizzu. Gengum með drykkina á borðið okkar, ég 1/5liters kók og glas, Marta glas og vatnskönnu. Settumst. 5mín seinna kallar konan í okkur "Hey væruð þið til í að skila vatnskönnunni?" svona rétt eins og við værum að stela henni...........það var greinilega bara eitt vatnsglas á mann í þessu pleisi.................
Þessi staður leit út eins og veitingarstaður, verðið var eins og á veitingastað.......................en þjónustan.............oh my god........sem betur fer bragðaðist þetta ágætlega. Fólk þurfti að sækja sér hnífapör.............ég held við höfum verið heppnar að sleppa við uppvaskið.

Síðan fóruum við á túrhestamarkaðinn, ég keypti sokka með skjaldarmerkinu............það stendur Iceland efst á stroffinu...............kannski dulbý ég mig bara sem túrista um Versló
Var mætt í vinnu kl 15.30


Fréttir:
1.Við erum komnar með íbúð í borg óttans, Reynimelur, takk fyrir.
2. Ég er ekki enn komin með bíl
3. Hef ekki hugmynd umhvað ég ætla að gera um Versló,,,,,,ætla samt ekki að vinna...........er búin að vinna síðustu þrjár helvítins helgar. Veit þar af leiðandi ekki hvað helgarfrí er. (Stendur kannski smá og fellur með bílakaupunum)

föstudagur, júlí 15, 2005

Alls ekkert draugalegt

En hins vegar svoltið leiðinlegt að vera svona ein....................
Já ég er sem sagt á næturvakt...........alein á elliheimli......vona bara að enginn hrökkvi upp af. Og það eina sem er í sjónvarpinu er mynd um fólk sem fer í andaglas...................þið getið rétt ímyndað ykkur söguþráðin (hentar mér ekki alveg í augnablikinu)
Ég er orðin svo langt leidd að ég er farin að lesa mitt eigið blogg, mér til skemmtunar og hlægja af því...ha ha. Get enn hlegið að því að hommi hafi verið að reyna við Baldvin.............................................mér finnst það endalaust fyndið.......................en sennilega er orðin eitthvað biluð af svefngalsa

mánudagur, júlí 11, 2005

Kílómetramælir óskast

Já ég hleyp mikið í vinnunni, upp og niður stiga. Gaman væri að hafa kílómetramæli til að vita hvað ég hleyp marga kílómetra þarna, fram og til baka með diska, með fólk á klósett, lyfjarúnturinn o.s.frv.
Var að koma heim af vakt, líður eins og ég hafi staðið í marga sólarhringa

P.s. Húsavík er að breytast í þjófabæli..........kíkið á þetta:
www.blog.central.is/husavikurelsa

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Ferðarsaga

Guð hvað það var gaman á Humahátíð, Sigrún Heiða átti alveg stórleik, það var bara eins og við hefðum pantað okkar einka grínista........sérstaklega á laugardagskvöldið, hún var svo sæt í jakkanum hans Smára, vildi að ég gæti sýnt ykkur mynd.........:)
Það var bara allt að gerast á þessarri hátíð
.................sko við Hildur byrjuðum á að gera smá gæðaprófun á góssinu sem við urðum okkur útum á Egilstöðum við skriðurnar, rétt hjá Djúpavogi, það var of snemma, því þegar það voru enn um 30 km í Höfn var ég farin að óska þess að ég væri með þvaglegg.................mér finnst hreinlega að ég ætti að fá medalíu fyrir að halda í mér. Loksins komumst við til Hafnar, þar var fyrsta stopp á klóstinu á tjaldsvæðinu, síðan fórum við að tjalda. Eftir að hafa setið í tjaldinu að snakki ákváðum við að drífa okkur á barinn..........enda enn langt í það að Ásta, Baldvin og Sigurrós kæmu........(Baldvin fær stórt hrós fyrir að nenna að hanga með bara stelpum ALLA helgina, hann reyndi að vísu svoltið að fá okkur til að veiða menn.........en það gekk ekki, lítill áhugi fyrir því)
Loksins komust þau þarna að sunnan á leiðarenda, svona rétt um miðnætti, þau komu á barinn.......en fóru samt snemma að sofa, enda erfið ferð að baki. En ég Hildur og Sigrún tókum til við að grilla ásamt fylgifiskum, ég vil meina að í þetta skipti hafi hamborgari bjargað lífi mínu. Nógur var verkurinn daginn eftir.
Þegar við vöknuðum var komið sólskin svo við drifum okkur út í sólbað.....................og síðan sund. Aldrei áður hef ég komið í sundlaug þar sem ekki eru læstir skápar, ætli fólkið á Höfn sé svona voðalega heiðarlegt að ekki þurfi að læsa?????
Síðan fór ég og lagði mig en hin fóru á markaðinn, hátíðarsvæðið, og komu svo "heim" með grillkjöt.
Um kvöldið var svo alsherjar partýstemmning á tjaldsvæðinu, þar sem Sigrún Heiða átti stórleik.....það má eiginlega segja að hún sé orðin með æfðari hjólbörum í þingeyjarsýslum, hvort sem það er norður eða suður. Svo fórum við á hátíðarsvæðið til að missa ekki af brennunni sem var aflýst, sennilega vegna kulda, efast um að það sé hægt að kveikja eld í svona miklum kulda....svo var haldið á ball með hinni æðisgengnu dansiballhljómsveit Skítamóral..og síðan heim í tjald.
Ennnnnn þegar við vöknuðum um morgunnin var komin þessi ægilega rigning og rok..........tjaldið mitt er enn að þorna á lóðinni............og ég fer ekki ofan af því að tjaldsvæðið á Höfn sé byggt í mýri sem ekki hefur enn verið ræst fram, það mætti allavega halda miðað við allar tjarnirnar á því. Samt held ég það hafi veri hápunktur hátíðarinnar hafi verið að fá að taka saman og ná tjöldunum niður, ef frá er talin framistaða Sigrúnar (auðvitað)

fimmtudagur, júní 30, 2005

Je dúdda mía, ég er farin að halda að mér sé ekki ætlað að fara í þessa útilegu, ó guð! Í kvöld ákvað Marta að hún treysti sér ekki til að fara (skil það vel) en það varð upp fótur og fit, þegar ég hafði samband við Sigrúnu í dauðans ofboði...............Sigrún gat sem betur fer tekið mig með sér..............ég sé samt frámá það við verðum að takmarka farangur...............mig rámar eitthvað í Hildi í fyrra á leiðinni inn á ak.................í KAFI í einhverju drasli.................og þó vorum við bara þrjár...
Það er semsagt ekki alveg ekki öllum ætlað að fara á Höfn, þótt sumir þrjóskist við............jésús

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stjörnuspáin

Ég fæ alltaf senda stjörnuspána á hverjum degi á hotmailið mitt. Málið er bara að hún er aldrei rétt, ekki einu sinni næstum því. Ég hlýt að vera á einhverju röngu róli miðað við önnur ljón.

Date of Birth: 08/01
Things have probably been going pretty well lately in the department of love and romance, svan. You should find that communication with your partner is improving, and that the witty banter exchanged between you is invigorating and educational. Today you may find, however, that there is a blip on the radar. More than likely you were so caught up in the good parts of your relationship that you failed to take care of some of the details and the actual work that is needed to make things run smoothly.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Höfn here I come

Jæja stúlkan gat svo unnið fyrir mig, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að ég komist á Humarhátíð!!!!
Nú þarf ég bara að fara skipuleggja..............t.d. hvernig ég komist á staðinn.

jæja

Í dag kemur í ljós hvort þessi sem ég spurði síðast getur unnið fyrir mig...............svo við skulum ekkert vera að djínxa það.

Ef ykkur leiðist á netinu er alveg tilvalið að kíkja á vísindavefinn og skoða föstudagssvörin............þar fjalla þeir tildæmis um það hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar og hvers vegna Andrés Önd vefji um sig handklæði þegar hann kemur úr sturtu, jafnvel þótt hann gangi allajafna um berrassaður (www.visindavefur.hi.is)

þriðjudagur, júní 14, 2005

Arg garg

Sagan endalausa......................
manneskjan sem ætlaði að vinna fyrir mig, getur það ekki.
Leitin heldur áfram

sunnudagur, júní 12, 2005

Munaðarlaus

Hafiði pælt í þessu orði? Munaðarlaus? Laus við allann munað, eða svo myndi maður halda. Nei það þýðir að eiga ekki foreldra...........og þessi síðustu ár hefur það fengið nýja merkingu, foreldrar að heiman.
Já við systkinin erum munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru í gærkvöldi í sveitasæluna á Melrakkasléttunni. Það er nú sjaldnast sæla þar. Oftast þoka og súld, ef ekki þá er þokusúld. Það eru fleiri sólarstundir í Reykjavík heldur en á sléttunni.
Helgi vildi að við færum að kæra þau fyrir vanrækslu, mér fannst það svoltið langt gengið þar sem við værum bæði orðin lögráða...............þá vildi hann kæra þau fyrir hönd Hermanns, jafnvel þótt tekið hafi verið loforð af mér að hann fengi ekki að vera úti fram á nótt, og að honum skyldi ekki vera hleypt út, nema í bandi. Sem minnir mig á litla stákinn í blokkinni sem við bjuggum einu sinni í sem var alltaf bundinn við snúrustaur eða þakrennu eða bara eitthvað svo hann færi sér ekki að voða................Sá maður er alveg voðalegur í dag.

Annars er ég búin að redda mér fríi fyrstu helgina í Júlí, ég á frí föstudegi til mánudags. Helgi bróðir vill meina að við verðum aldrei undir 6 tímum að keyra á Höfn i Hornafirði, malarvegir þið vitið.

þriðjudagur, júní 07, 2005

ooo

Hér með tilkynnist að ef ég get mögulega fengið einhvern til að vinna fyrir mig fyrstu helgina í Júlí þá ætla ég að koma í útileguna góðu á Höfn i Hornafirði. Ég ákvað það í kvöld..................annars var ég eiginlega lítið heit fyrir þessu fyrr en þá, án þess þó að eitthvað sérstakt hafi komið uppá

Það er eitthvað að

"stelpurnar" í vinnunni halda varla vatni yfir einhverjum læknakandídat þarna, þarna honum þarna nafna nýja páfans(-16). Svo er hann örugglega ekkert sætur

Verð að viðurkenna að allt þetta tal um læknakandídata minnir mig svoltið á hana Helgu Maríu

mánudagur, maí 30, 2005

snilld þessi vaktavinna

Mér líður svona pínu aðeins eins og ég sé að svíkjast um í vinnunni. Ég byrjaði formlega að vinna á Elliheimilinu á þriðjudaginn og vann svo líka miðvikudag og fimmtudag, og síðan hef ég ekkert þurft að mæta......á að vísu kvöldvakt í kvöld.
Það var samt eitt sem mér var ekki alveg gerð grein fyrir þegar ég byrjaði þarna, jú að sjálfsögðu var mér gert grein fyrir þagnarskyldunni..........en það hefði í rauninni átt að segja mér að maður ætti að halda því leyndu að maður ynni þarna í aðhlynningu........það er víst voða fyndið. Og víst voða fyndið að spyrja hvort maður eigi hjúkkubúning heima, sem ég á ekki. (ég veit ekki hvort ég átti að fara heim með þennann sem spurði og máta búninginn fyrir hann, eða hvað?)

laugardagur, maí 21, 2005

Ásta, er síminn týndur?

Sko nú mótmæli ég, þetta er ekki hægt. Maður reynir að senda fólki sms, marg oft, og það svarar ekki, maður reynir marg oft að hringja og aldrei nær maður í þetta fólk, núna síðast náðist ekki í þetta númer, það sagði alla vegana kerlingarbeyglan



Annars er Bakaríspliktinni lokið, byrja í nýju vinnunni á mánudaginn, og það besta er að ég á frí um verslunarmannahelgina, frá fjögur á föstudegi til fjögur á mánudegi, svona sirka, er það ekki gaman? og til að toppa allt þá verð ég víst 25 á frídegi verslunarmanna, hvað finnst ykkur um það?

þriðjudagur, maí 17, 2005

jæja fyrst þið eruð farin að rukka

Jæja það er gott að einhver les, því það nennir enginn að lesa spænska-bloggið mitt, nú er ég búin að senda öllum sambýlingunum mínum slóðina, og enginn les, og enginn kommentar og enginn skrifar í gestabókina, ég hlýt að vera svona leiðinleg á spænsku........vá!

Ha......ég lét vinkonu mína hafa mig útí svoltið mjög sniðugt í kvöld.........fund hjá Sálarrannsóknar félaginu.........og mér til mikils léttis var þetta ekki hópur fólks sem sat í hring í andaglasi.........hins vegar vorum við að prófa að lesa í bolla............síðan var farið í íhugun, ég fylgdi að vísu voða lítið þessarri íhugun...............var komin í að leysa vandamál mín, eina ferðina enn, og meðtaka fréttir sem ég hafði fengið í gegnum símann stuttu áður en ég fór af stað....maður á ekki að láta fyrrverandi koma sér í uppnám.
...kannski er hann minn broddgöltur. (stór broddgöltur í bollanum mínu, e-h sem stingur og sýgur úr þér orku.........ef minnið glepur ekki)

En jæja nú er síðasta vikan í bakaríinu upprunnin, þetta tími nostalgíu, ég er rosalega fegin að vera losna úr þessarri vinnu en ég á eftir að sakna fólksins, sú sem ég þoldi ekki er hætt.
Nú eru nýjir tímar að byrja

laugardagur, apríl 30, 2005

Talandi um að eldast

Ég var sofnuð uppúr klukkan níu í gærkveldi !!! Og það á föstudagskvöldi! Ekkert partý og ekki neitt. Ég hafði að vísu vaknað við HELVÍTINS ++??+'*+ dimiteringuna þarna um nóttina................það gleymdist víst að segja þessum bjánum að það ætti bara að vekja kennarana ekki allann bæjinn. Síðan dreif ég mig í skokka uppúr sex og síðan í vinnunna, þannig að það endaði með að ég var sofnuð áður en "Það var lagið" þátturinn var búinn, ekki það ég sjái eftir því að hafa misst af helmingnum að honum...........................annars velti ég því mikið fyrir mér hvaða snillingi hafi dottið í hug að bjóða Hemma Gunn starf í sjónvarpi,,,,ja eða nokkrum öðrum ljósvakamiðli, er enginn búinn að fatta það (nema ég ) að þessum manni skuli í lengstu lög halda frá sviðsljósinu, í guðana bænum setjiði allavega á "silent" þegar maðurinn byrjar að hlægja!!!!!!


Annars varð uppi fótur og fit (er þetta virkilega sagt svona????? Fótur og fit??? Hvernig fit? Sundfit???) í gærmorgunn. Pabbi fann ekki lyklana af vinnubílnum. Maðurinn mun nú seint teljast til fundvísustu manna á landinu.......eiginlega er hann bara ekkert fundvís...........svo við vorum nú ekki lengi að úrskurða að þetta væri fyrir einhvern sauðshátt hjá honum sem þessir lyklar fyndust ekki. í hádegishléinu mátti öll fjölskyldan spenna á sig sundfitin og leita og svo leita meira, á öllum stöðum sem hann setur lykla á þegar hann týnir þeim, á ólíklegustu stöðum, og ja á enn ólíklegri stöðum. Samt man mamma eftir lyklunum á eldhúsbeknum þegar hún fer í ræktina þarna um morgunninn.........leitin gekk svo langt að eldavélin var tekin framm....................síðan finnast lyklarnir í íþróttatöskunni hennar móður minnar, þá hafa þeir sópast ofan af bekknum ofan í töskuna og hún farið með þá í ræktina.................það er kannski ekkert skrýtið að karl faðir minn finndi ekki lyklana.....

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Svona verða slúddurnar........

til.
Ég frétti það í gær að einn af þessum litlu frændum mínum hefði keypt sér hús um helgina og borgað einar 5-6 millur fyrir. Það kom mér svoltið opna skjöldu að ég væri að frétta þetta svona bara útí bæ, svona sérstaklega af því að ég hafði hitt mömmu hans á laugardag og hún hafði ekki minnst á neitt. Reyndar kom þetta henni móður minni líka nokkuð í opna skjöldu þegar ég fór að spurja hana út í þessar fregnir í hádeginu, hún hafði nú hitt móður drengsins deginum áður og hafði hún enn ekkert minnst á þettað.
En í gær var heppnin með mér, ég þurfti ekki að lifa lengi í þessarri óvissu, kærasta frænda mins labbaði inn. Reyndar hafði hún ekki heldur frétt að hann væri búinn að kaupa húsið en hann hafði hins vegar farið og skoðað það.........................en var ekki búinn að kaupa það.

laugardagur, apríl 09, 2005

Æji ég passa ekki

Vitiði ég er ekki alveg að höndla líf mitt þessa stundina. Mér finnst ég ekki alveg passa inn í það. Er að koxa á vinnunni, finnst flestallir staðnaðir í kringum mig o.s.frv. Og svo á ég að mæta og syngja í fimmtugsafmæli í kvöld...............................hjá einum kórmeðliminum.....þannig að þetta er eiginlega partý, sem ég mun sennilega ekki passa inn í. Við erum að tala um elsti kórmeðlimurinn er gamli dönskukennarinn minn, hann er kominn á ellilífeyri.
Já ég er hreinlega ekki að höndla þetta líf, djöfull hlakka ég til að komast héðan í haust.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ættingjaheimsókn dauðans

Ég lenti í heimsókn til frænku minnar um daginn. Það í sjálfu sér er nú ekki til frásögu færandi nema þessi vel menntaða kona á fimmtugsaldri virðist alltaf þurfa að vera gefa mér ráðleggingar um það hvernig ég á að haga lífi MÍNU, þ.e. segja mér hvað ég ætti að vera að gera í stað þess sem ég er að gera (engin leið að gera alla ánægða), og oft og iðulega virðist flaumurinn berast “ástar”málum mínum.(alltaf jafn gaman að ræða það við ættingja)
–“Eru engir sætir strákar í spænskunni?”(þetta var á öðru árinu mínu)-“Jú jú þessir 2 eru voða sætir” : )
Núna í þetta skiptið snérust málin um það að ég væri nú að verða 25 ára og þurfi því endilega að fara gifta mig, já það eru hennar orð GIFTA MIG!!! (maðurinn hennar stakk reyndar upp á því að ég færi í kolaportið, þ.e. ekki til að gifta mig, heldur til að finna mann). Sem sagt ættingjaheimsókn dauðans.
Hvar finnur maður annars svona........ menn? Ég er búin að prófa djammið, og ekki virtust þessir tveir í spænskuni hafa áhuga........ Annars virðist ég vera alveg einstaklega lunkin í að laða að mér svona súper pesado náunga(þreytandi, uppáþrengjandi), sem engin leið virðist að losna við. Ég gleymi aldrei einum bókmenntafræðinema sem ég hitti einu sinni í miðborg Reykjavíkur. Hann var sko klisja. Ræddi við mig um spænska kvikmynd sem komið hafði út á vídjói vikunni áður, sem hvorugt hafði séð og hnykkti svo út með Manu Chao, allt eftir það að ég hafði sagt honum að ég væri að læra spænsku, ég held ég hafi alveg átt að falla fyrir honum bara fyrir að geta nefnt eina spænska kvikmynd, sem hafði komið út á vídjói vikunni áður og var auglýst í gríð og erg og af því að hann gat sagt Manu Chao, hver veit ekki hverjir þeir eru? Ég man hvað mér þótti þessi strákur brjóstumkennanlegur, hann skaut sig gersamlega í fótinn, þetta hefði virkað á stelpurnar sem höfðu VERIÐ á Spáni, þarna á þessum tíma hafði ég engann áhuga á Spáni. Aldrei hefur leiðin niður á Lækjartorg frá Hverfisbarnum virtst jafn löng og það hefði verið óskandi að ég hefði fattað að lát’ann hafa annað númer en mitt eigið, það hefði sparað margra vikna stokkeringu.
Svo var það sá nýfráskildi sem króaði mig af inni á klósti og fræddi mig um þá fyrrverandi..........sá svo greinilega eftir því og tók svo þann pólinn í hæðina að heilsa ekki daginn eftir, mánuðina á eftir, bara alls ekki. Sumir eru greinilega ekki að höndla áfengið.
Svo er það sá síðasti sem elti mig um allann barinn, sama hvað ég snéri upp á mig, og elti mig langleiðna heim. Ég var orðin hálf hrædd við hann, og farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi þurfa að skella útidyrahurðinni á nefið á honum eða láta pabba henda honum út, ja eða Helga bróður.
(Svo er verið að tala um að stelpur séu þurfandi/needy)
Hvað er að?
Ég neita að taka sökina alfarið á mig. Jú auðvitað gæti ég verið dónalegri og meira fráhrindandi en.............kannski lítið á því að græða. Ætlí fleiri eigi við þetta vandamál að stríða?
En hvað gengur fólki til að vera yfirheyra ættingja sína um einkamál þeirra. Mínir ættingjar eru heppnir að ég tek svona spurningar ekki nærri mér, en mér finnst þær leiðinlegar. Og í þetta skiptið gekk hún frænka mín fram að móður minni, henni fannst þetta fullmikil stjórnsemi. Og til hvers að spyrja? Ef þú ert að byrja samband og vilt ekki að það fréttist, segirðu ekki frá því. Ef þú ert í sambandi og það má fréttast, þá fréttist það örugglega, alla vega í minni fjölskyldu.
Annars er ég að að hugsa um það að setja svið leikþátt næst þegar þessi frænka fer út í þessi mál, láta hana fá taugaáfall. Væri það ekki fyndið ef ég brotnaði saman hjá henni og segði að þeir séu allir svo vondir við mig og bla bla bla. Væri það ekki frábært atriði? Hún myndi örugglega ekki spyrja aftur, þ.e. eftir að ég springi úr hlátri

fimmtudagur, mars 24, 2005

Afhverju?

Nei ekki afhverju ég? Heldur bara afhverju?

Það er eitt sem ég er búin að pæla í lengi. Afhverju er talað um að það sé óhollt að gleypa vínberjasteina? Maður hefur heyrt að það geti stíflað botnlangann og síðan geti líka farið að vaxa vínberjatré út um munninn á manni. (reyndar dreg ég það mjög í efa)

En er eitthvað óhollara að gleypa vínberjasteina en t.d. korn í brauði? Mér er spurn

sunnudagur, mars 20, 2005

o

O.......ég uppgötvaði það í morgunn að það er búið að vera Fallas í Valencia síðustu vikuna, held að það sé reyndar búið núna, las í blaði að í gær hefði verið fimmta Fallas kvöldið.
Finnst eins og ég hafi verið að missa af einhverju

laugardagur, mars 19, 2005

En nóg af leti

Ég get svo svarið það að ég er búin að liggja í dvala síðan ..................ég veit bara ekki hvenær. Ég veit ekki alveg hvort ég á að kalla þetta leti eða bara snert af þunglyndi.................maður verður þunglyndur af því að hringla ein í bakaríinu 5 tíma á dag, hina þrjá eru einhverjir þarna........... En mín hristi af sér þunglyndið í gær og fann sér aðra vinnu, en á því miður bara að byrja 23.maí. en þangað til verður maður víst að drepa tímann í Bakaríinu, alveg upp á síðasta dag. Bossinn ekkert happy yfir því að maður sé að hætta á þessum tíma, annars á ég nú bara mánaðar uppsagnarfrest. Það endar örugglega á því að ég þarf að vinna til 21.maí, ég sem hafði ætlað mér að fara í svona eitthvað sem kallað er frí áður en ég byrjaði í nýju vinnunni, en í staðinn verð ég bara að safna peningum.
Er eiginlega svoltið fúl því mig virkilega langaði að fara í frí með Ástu, Baldvini og kó, ja eða fara til Baunalands og kíkja á Hildu og Mörtu (kannski, ef hún vill fá mig???) En maður getur nú varla skilið aumingja Maju eftir eina í pleisinu, aleina, þó hún sé hörkutól

Það hefur annars ekkert gengið í ritgerðinni, ætli ég endi ekki á að skila henni 3.jan........og útskrifast þá í lok feb. Ég veit ég er snillingur í því að humma hlutina fram af mér, þótt ég viti vel að illu er best aflokið, það hugsa ég alla vegana þegar ég fer í uppvaskið á morgnana (sem ég lendi af einhverjum ástæðum alltaf í) Sem minnir mig á það að ég ætti að fara hringja í ökukennarann hans Helga, Já afhverju ætti ég að fara gera það? Nú af þvi að ég veit að hann gerir það ekki sjálfur. Sennilega feimni við að hringja í ókunnuga.

sunnudagur, mars 06, 2005

Þvílík leti

Já svo ég upplýsi þetta nýja nýyrði, þysja, þá er það notað um zoom á myndavélum, þá á maður víst að segja þysja í staðinn fyrir að "súmma".

Annars var ég í borg bleytunnar um síðustu helgi ( hún reyndar sleppti þvi að vera sérstaklega blaut í þetta skiptið). Það var mjög fín ferð, þótt ég hafi eytt 5 tímum í hlöðunni (þjóðarb...). Ég varð þeirrar gjæfu aðnjótandi að sjá bæði Ylfu og Lísu úr idolinu á strjáli þarna einhversstaðar. Annars var þetta bara svona hefðbundin borgarferð hjá mér. Ég sleppti því algerlega að heimsækja ættingja, ég hitti að vísu Soffíu frænku í kringlunni en...........
Það er annars merkilegt hversu álit manns á hlutunum geta breyst, ég hef aldrei verið mikið fyrir að sitja í hlöðunni, oft fundist það frekar þrúgandi, fullt af fólki að reyna vera hljóðlátt en tekst illa upp, núna fannst mér það bara fínt.
Ég lenti að vísu í svolitlu fyndnu í hlöðunni, ég bað um ritgerð sem var vitlaust skráð en fannst eftir svotla leit. Konan sagði að ég mætti alveg fá að skoða hana, þ.e. ef ég yrði sjáanleg, ef ég færi ekki langt. Reyndar hafði þetta eitthvað með það að gera að hún gat ekki skráð ritgerðina á mig þar sem hún var vitlaust skráð. Mér leið bara eins og ég væri hinn versti þjófur, rétt eins og ég myndi fara að stela ritgerð !!!!!!!!!!!!!
Ég verð samt að viðurkenna að ég verð stundum ferlega forvitin þegar ég skoða svona ritgerðir, þá aðalega um það hvað nemendurnir hafi fengið í einkunn. Annars sé ég alveg mun á því hvernig þær eru unnar, sumt finnst mér flott og annað hreint og beint barnalegt, aldrei myndi ég fara að hafa undir titilinn "Mis problemas" (Vandamál mín), þá átti höfundur við vandamál sem hún lenti í í sambandi við þýðinguna sína, ég held ekki að hún hafi farið út í sín persónulegu vandamál í BA-ritgerðinni sinni, og vona ekki.

Já, Tótla, ég er semsagt að gera BA-ritgerðina, er að gera svona þýðingarverkefni. Er búin að þýða heila bók (að vísu stutta) og ætla svo að gera 10 e ritgerð, 60 bls, að mér skilst, ekki það að mér sýnist að mér endist aldur til þess, ég vildi að ég mætti telja þýðinguna inn í ritgerðina því að þá ætti ég bara 2 bls eftir ;) En þetta kemur víst allt með kalda vatninu :)


Síðan var haldið þetta svakalega partý á Rauðarárstígnum, það endaði reyndar ekki með eldsvoða eins og síðast, enda aðeins fámennara en síðast, eða hvað? Skiptum við ekki bara Svenna og Benna út fyrir vini Baldvins, og Benna og gítarnum út fyrir Tanju? En vinir Baldvins eru ólíkt rólegri en Svenni & co.

Síðan kom Marta í heimsókn frá Baunalandi í þessarri viku, við fórum á Sölku og lentum á árshátíð FSH. Gaman Gaman. Birkir er víst farinn að múta NEF til að hafa ekki ball og banna áfengisneyslu á árshátíðinni, sem síðan endar í því að 16-18 krakkarnir eru full úti á götu og hin fara bara á barina. Er það bót í máli?

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Nýtt nýyrði

Hvað finnst ykkur um nýyrðið að þysja. Talað er um að þysja inn og út. Ég geri ráð fyrir að nafnorðið sé þá þys.

Hver veit hvað þysja er?

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ég kýldi síðustu síðurnar í gegn í þýðingunni í gærkveldi, þó á ég svoltið eftir í fíniseringum. Hver segir að ég eigi ekkert líf, sit yfir tölvunni á laugardagskveldi.............

laugardagur, febrúar 19, 2005

Fólk sem talar hátt

Ég verð að viðurkenna að fólk sem talar hátt fer virkilega í taugarnar á mér, fólk sem getur aldrei þagað fer að vísu líka í taugarnar á mér, en fólk sem gerir bæði er náttúrulega bara dauði og djöfull. Ég veit bara um eina manneskju sem gerir það og það vita nú allir hún þolir engan vegin að athylglin beinist að einhverju öðru en henni.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta fólk sem talar svona hátt sé eitthvað heyrnarlaust sjálft og haldi að við hin séum svoleiðis líka, ég verð að viðurkenna að ég hef oft verið komin langt inn í bakarí og samt heyrt það sem fólk er að segja frammi, er það ekki óþarfi þegar manneskjan sem þú talar við situr í 50 cm fjarlægð, svo er fólk hissa á því að það viti allir allt um alla í þessu skuði.
Og fólk sem getur aldrei þagað, hvað er að því? Er það hrætt við þögnina?

P.S. Nú getum við öll andað léttar því ekki verður lengur þörf á sílikondælingu til að gera barm sinn bústinn, það verður hægt að láta dæla í sig tilbúnum fitufrumum gerðum úr stofnfrumum, lífsgæðunum er misskipt, sumir djöflast í ræktinni til að losna við fitufrumurnar sínar og aðrir láta dæla í sig fitufrumum. (sjá linkinn)

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Helvítins beljan

Það kom kelling til mín í vinnunna í dag, sem afrekaði það að láta mér líka illa við sig áður en ég var búin að heilsa henni. (Að vísu hef ég afgreitt hana áður en.............) . Ég heyri að bjallan sem hringir þegar gengið er inn hringir þegar ég fer fyrir hornið hjá uppþvottavélinni, (um 5-6 m frá afgreiðslunni) ég skelli 2 diskum í (þess má geta að fólk heyrir það alveg að það hringir bjalla þegar það kemur inn) og sný við, rétt áður en ég kem fyrir hornið aftur er manneskjan farin að hringja "vantar afgreiðslu bjöllunni". Hvað er að?! Það líða kannski 10 sekúndur frá því að manneskjan gengur inn þar til hana er farið að "vanta afgreiðslu"!!!!!!!
Mér var skapi næst að troða bjöllunni ofan í kok á henni en hefndi mín stað þess með því að vera extra lengi að afgreiða hana, fyrst hún var að flýta sér svona voðalega........

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jú ég er orðin frekar löt að blogga. Það eru reyndar tvær ansi góðar ástæður fyrir því, sú fyrri er að Hermann bróðir minn þykist eiga þessa tölvu og hangir alltaf á öxlinni á mér ef ég voga mér að kíkja á netið, hin síðari er sú að það gerist aldrei neitt merkilegt í þessu skuði hérna. ( Mig grunar að fólk hafi voða lítinn áhuga á kjaftasögum frá Húsó og frásögnum mínum úr vinnunni, enda má ég nú kannski ekki tala um allt, reyndar get ég alveg upplýst að það er vel hugsanlegt að ég vinni með einni mest óþolandi manneskju á jarðríki, sama hvað ég reyni að láta manneskjuna ekki fara í taugarnar á mér, þá gerir hún það samt)

Annars er voðalega lítið fréttnæmt annað en það að ég er að fara í stutta heimsókn í borg bleytunnar í lok febrúar og að ég er að verða búin með þýðinguna mína, loksins, bara 4 bls eftir.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Andleysi

Ég þjáist af andleysi. Er að kafna af Húsavík og Húsvíkingum, hvernig getur fólk búið hérna allt árið um kring? Alltaf sama fólkið. Alltaf sama umræðuefnið. (Hvað eru hinir að gera? meir'að segja fólk sem það þekkir ekki neitt) Alltaf verið að velta sér upp úr því sama.

Ég er með bolluofnæmi. Skil ekkert í þessu fólki sem flykkist til mín og slafrar í sig rjómabollum í hálfa gjöf, veit það ekki hverskonar viðbjóður þetta er (veit að bakarinn er sammála mér). Sjálfsagt finnst manni allt viðbjóður sem maður sér 1000 stykki af á dag og drullast út um allt.
Svo er bara öskudagurinn eftir, hundruðir syngjandi barna (þá verð ég komin með barnaofnæmi), er að hugsa um að melda mig veika á öskudaginn því ekkert er verra upptjúlluð börn af sykuráti

mánudagur, janúar 31, 2005

Það hlýtur að vera bömmer að vera geitin sem greindist með kúariðu

laugardagur, janúar 22, 2005

Ég gleymdi

Ég gleymdi að segja frá svolitlu fyndnu

Ég gerði Helga bróður alveg orðlausann um daginn, ég held hann hafi haldið að ég væri alveg gjörsamlega búin að missa það í þetta skiptið. Þannig er mál með vextu að ég minntist á það um daginn, nokkrum dögum áður en ég gerði hann orðlausann, að maður kæmist ekkert áfram í þessu þjóðfélagi nema ganga í Sjálfstæðisflokkinn og bla bla bla og að maður ætti nú bara að fara gera það....o.s.frv. Auðvitað var þetta bara spaug, eins og þeir sem þekkja mig hljóta að vita.
Svo á þriðjudaginn fer ég að fá Moggann sendann, fékk 3 vikna fría áskrift að Mogganum. Helgi fer náttúrulega furða sig á þessu bunka sem alltí einu var til af Mogganum á þessu heimili, belive u me, það er ekki einu sinni árlegur viðburður. Og auðvitað dettur upp úr mér að ég hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn og þar með fengið þessa 3 vikna áskrift að Mogganum. Maðurinn varð bara alveg kjaft stopp, halda mætti að ég hefði annað hvort slegið hann eða sagt honum að ég seldi blíðu mína fyrir áskrift að Mogganum, ég get svo svarið það að það voru komin tár í augun á honum, enda maðurinn farinn að sjá það fyrir sér að hann þyrfti að afneita systur sinni.

Svo fór ég út í dag og mokaði snjóskafl svo ég kæmist út á snúru með þvott, ég hélt ég yrði ellidauð í þessum mokstri, enda nær þessi skafl hálfa leið til himins.

Þorrablótsfréttir

Já Herdís mín núna skal ég segja frá Þorrablótinu. Veit bara ekki alveg hvar ég á að byrja

Við skulum bara byrja á nokkrum staðreyndum. Þorrablót er náttúrulega ekkert annað en árshátíð með svona smá útilegustemningu og ....ja .....örlítið meira áfengi. Þegar ég segi útilegustemningu er ég ekki að meina við höfum haft tjaldi með okkur og tjaldað frammi á Rauða Torgi, eða uppi á sviði eða eitthvað svoleiðis, en mér datt í hug þegar við vorum búin að pakka matnum niður og komin út í bíl að við værum einmitt á leiðinni í útilegu og þar að auki var mamma búin að vera elda og vesenast í að pakka niður mat mest allann daginn, eins og hún gerir þegar við förum í útilegur.

Undir dansi spilaði svo hin sívinæla Danshljómsveit Friðjóns (sú sama og var á ballinu sem við fórum á í haust), með aðal hittarann "Þá stundi Mundi" og allir voru að skemmta sér alveg konunglega og ég þar á meðal (ég vil kenna áfenginu um, það er almennu hungri (hver borðar yfir sig af svona þorramat??))(úff ég er bara verða eins og Krugerinn)



laugardagur, janúar 15, 2005

Carnaval, eða eitthvað svoleiðis :)

Jæja þá er Þorrablótið á morgun. Og með allri familíunni þar að auki. Og á hótelinu, ætli ég ætti að prófa að fara inn um annann inngang, kannski breytist þetta ef ég skríð inn einhverstaðar í kjallaranum????? ég er ekkert voða spennt fyrir þessu þorrablóti, það hlýtur að boða gott. er það ekki?

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég mótmæli!

Sko, það er nóg komið af snjó hérna! Sumstaðar eru tveggja metra ruðningar og skaflar hér í bænum og enn er verið að spá snjókomu, það var reyndar bara eitt snjókorn (og mér sýndist það reyndar falla á Þeistareykjum) en þessar veðurfréttir ljúga alltaf, það þýðir nú lítið að segja mér að það komi bara eitt snjókorn í viðbót. !!!!!!!!!!!!!!!!!! Við erum að kafna í snjó hérna, snjór uppá miðja glugga, reyndar sér Helgi ekkert út um sinn glugga (en það skiptir kannski minnstu máli, því ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma dregið frá honum svo.......................) Það liggur við að þegar maður fer niður í bæ á bíl þurfi maður að stoppa bílinn á hverjum einustu gatnamótum, smegja sér út og kíkja fyrir hornið á ruðningnum til þess að athuga hvort óhætt sé að halda áfram, síðan eru þeir þarna hjá bænum svo lengi að átta sig á því að það eru líka til fólk sem labbar, svo það líða alltaf svona 2-3 daga þar til þeir fara með snjóblásarann á stéttarnar !!!!!!!!!!!!!!!!! Það er greinilegt að ég er ekki feig, því ég er alla vegana ekki enn dottin fyrir bíl sem strýkst upp við mig um leið og hann keyrir framhjá mér 40 kílómetra hraða og ég hringsnýst eins og skopparakringla í leiðinni. Jón Örvar er líka 2var búinn að reyna að drepa mig á gröfunni. Einu sinni var ég að labba í vinnunna kl 9 að morgni til, þá kemur Jón Örvar bakkandi á gröfunni, á fyrrnefndum 40 km hraða og stefnir í áttina að mér, ég átti bara fótum fjör að launa Og í hitt skiptið var hann búinn að króa mig af.......ég veit þetta var hann því enginn annar sem keyrir gröfu er líklegur til að reyna að drepa mig svona oft.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Hvernig kaupir þú ostinn þinn?

-Gleðilegt árið.
Ég fór á áramótaball á gamlárskvöld, djöfull var ógeðslega leiðinlegt! Ég verð að muna það að þegar ég er ekki í stuði og langar mest heim að sofa, þá er það nákvæmlega það sem ég á að gera, punktur og basta, ja og hvað sem ég geri ekki fara á ball á hótelinu, mér finnst það leiðinlegt, það hellast bara yfir mig þessi ólýsanlegu leiðindi um leið og ég labba þarna inn. Og ekki bætti úr skák að ég var edrú og allir hinir fullir og í góðu skapi, sennilega eftir sprengingar kvöldsins.
Annars sá ég stelpu í jólaskónum mínum, ekki það að hún hefði stolið þeim, heldur voru þetta skórnir sem mig er búið að langa í síðan í september en hef ekki alveg haft afsökun til að kaupa, þar sem þeir eru lágir, sléttbotna með smá hælstubbum og hvítu ísaumuðu mynsti. (-ekki beint mikið notagildi í svoleiðis skóm þegar maður er að vaða snjóskaflana) og kostuðu 8000kr, gott að það eru að byrja útsölur bráðum.

Síðan ég flutti heim í sumar hef ég verið að taka eftir svotlu í fari húsvískra "karlmanna", svotlu sem ég vil kalla Stórkalla stæla, reyndar veit ég ekki hvort þetta er einskorðað við Húsavík, en það er pirrandi. Þessir Stórkalla stælar virðast herja á karlpening(sbr.búpeningur) á aldrinum 16-25 ára og lýsir sér þannig að sjúklingar rökræða um hluti sem hvorugur hefur hundsvit á, en báðir þykjast vita betur, mjög pirrandi kvilli.
Til dæmis get ég nefnt samræður sem ég varð vitni að. Samræður þessar snérust um hvort hagstæðara væri að kaupa ost í sneiðum eða svona stykkjum, eins og flestir íslendingar gera. (Ég verð að viðurkenna að þetta málefni heldur ekki fyrir mér vöku á nóttunni, en..........) Annar vildi meina að til lengri tíma litið væri hagstæðara að kaupa sneiðar, því það færi svo mikið til spillis af stykkjunum, hinn sagði þá að sneiðarnar væru svo dýrar að það borgaði sig að skera niður ostinn sjálfur. Þá nefndi sá fyrri Bandaríkin og það var u.þ.b. þarna sem mín hætti að hlusta(það er nefnilega allt SVO gáfulegt sem kemur frá Bandaríkjunum), búin að draga sínar eigin ályktanir, hverjum er svo sem ekki sama hvernig fólk kaupir ostinn sinn, þetta er þrátt fyrir allt persónuleg val og málefnið kannski ekki þess virði að rífast um.