mánudagur, febrúar 14, 2005

Jú ég er orðin frekar löt að blogga. Það eru reyndar tvær ansi góðar ástæður fyrir því, sú fyrri er að Hermann bróðir minn þykist eiga þessa tölvu og hangir alltaf á öxlinni á mér ef ég voga mér að kíkja á netið, hin síðari er sú að það gerist aldrei neitt merkilegt í þessu skuði hérna. ( Mig grunar að fólk hafi voða lítinn áhuga á kjaftasögum frá Húsó og frásögnum mínum úr vinnunni, enda má ég nú kannski ekki tala um allt, reyndar get ég alveg upplýst að það er vel hugsanlegt að ég vinni með einni mest óþolandi manneskju á jarðríki, sama hvað ég reyni að láta manneskjuna ekki fara í taugarnar á mér, þá gerir hún það samt)

Annars er voðalega lítið fréttnæmt annað en það að ég er að fara í stutta heimsókn í borg bleytunnar í lok febrúar og að ég er að verða búin með þýðinguna mína, loksins, bara 4 bls eftir.