laugardagur, apríl 30, 2005

Talandi um að eldast

Ég var sofnuð uppúr klukkan níu í gærkveldi !!! Og það á föstudagskvöldi! Ekkert partý og ekki neitt. Ég hafði að vísu vaknað við HELVÍTINS ++??+'*+ dimiteringuna þarna um nóttina................það gleymdist víst að segja þessum bjánum að það ætti bara að vekja kennarana ekki allann bæjinn. Síðan dreif ég mig í skokka uppúr sex og síðan í vinnunna, þannig að það endaði með að ég var sofnuð áður en "Það var lagið" þátturinn var búinn, ekki það ég sjái eftir því að hafa misst af helmingnum að honum...........................annars velti ég því mikið fyrir mér hvaða snillingi hafi dottið í hug að bjóða Hemma Gunn starf í sjónvarpi,,,,ja eða nokkrum öðrum ljósvakamiðli, er enginn búinn að fatta það (nema ég ) að þessum manni skuli í lengstu lög halda frá sviðsljósinu, í guðana bænum setjiði allavega á "silent" þegar maðurinn byrjar að hlægja!!!!!!


Annars varð uppi fótur og fit (er þetta virkilega sagt svona????? Fótur og fit??? Hvernig fit? Sundfit???) í gærmorgunn. Pabbi fann ekki lyklana af vinnubílnum. Maðurinn mun nú seint teljast til fundvísustu manna á landinu.......eiginlega er hann bara ekkert fundvís...........svo við vorum nú ekki lengi að úrskurða að þetta væri fyrir einhvern sauðshátt hjá honum sem þessir lyklar fyndust ekki. í hádegishléinu mátti öll fjölskyldan spenna á sig sundfitin og leita og svo leita meira, á öllum stöðum sem hann setur lykla á þegar hann týnir þeim, á ólíklegustu stöðum, og ja á enn ólíklegri stöðum. Samt man mamma eftir lyklunum á eldhúsbeknum þegar hún fer í ræktina þarna um morgunninn.........leitin gekk svo langt að eldavélin var tekin framm....................síðan finnast lyklarnir í íþróttatöskunni hennar móður minnar, þá hafa þeir sópast ofan af bekknum ofan í töskuna og hún farið með þá í ræktina.................það er kannski ekkert skrýtið að karl faðir minn finndi ekki lyklana.....

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Svona verða slúddurnar........

til.
Ég frétti það í gær að einn af þessum litlu frændum mínum hefði keypt sér hús um helgina og borgað einar 5-6 millur fyrir. Það kom mér svoltið opna skjöldu að ég væri að frétta þetta svona bara útí bæ, svona sérstaklega af því að ég hafði hitt mömmu hans á laugardag og hún hafði ekki minnst á neitt. Reyndar kom þetta henni móður minni líka nokkuð í opna skjöldu þegar ég fór að spurja hana út í þessar fregnir í hádeginu, hún hafði nú hitt móður drengsins deginum áður og hafði hún enn ekkert minnst á þettað.
En í gær var heppnin með mér, ég þurfti ekki að lifa lengi í þessarri óvissu, kærasta frænda mins labbaði inn. Reyndar hafði hún ekki heldur frétt að hann væri búinn að kaupa húsið en hann hafði hins vegar farið og skoðað það.........................en var ekki búinn að kaupa það.

laugardagur, apríl 09, 2005

Æji ég passa ekki

Vitiði ég er ekki alveg að höndla líf mitt þessa stundina. Mér finnst ég ekki alveg passa inn í það. Er að koxa á vinnunni, finnst flestallir staðnaðir í kringum mig o.s.frv. Og svo á ég að mæta og syngja í fimmtugsafmæli í kvöld...............................hjá einum kórmeðliminum.....þannig að þetta er eiginlega partý, sem ég mun sennilega ekki passa inn í. Við erum að tala um elsti kórmeðlimurinn er gamli dönskukennarinn minn, hann er kominn á ellilífeyri.
Já ég er hreinlega ekki að höndla þetta líf, djöfull hlakka ég til að komast héðan í haust.