miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Eigum við að láta okkur dreyma


um sól og sumaryl í svartasta skammdeginu.

Roatán, Honduras

Jæja skyldi þetta takast

Ég reyndi um daginn að blogga og það týndist þannig að ég er búin að vera í svolítilli fílu við hann blogger síðan þá.

Nú það er svolítið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér svo að ég er að hugsa um að gera bara svona þetta helst

Þetta er helst....

-Fór til Köben 19. okt, er reyndar löngu komin aftur, en skemmti mér konunglega með frænkum mínum.....fyrir utan veikindi og stokkera sem urðu á vegi mínum.....það er sko langt þangað til bjór kemur inn fyrir mínar varir.......................hápunktar ferðarinnar voru myndataka á ákveðnum manni í rauðum bol (stelpurnar vita um hvað ég er að tala) og rifrildin hjá systrum ( sumir hlutir breytast bara ekki)

-Fyrstu prófin eru á föstudaginn, nemendur mínir eru að fara yfir um af stressi.....og aðalspurningin er "-kemur þetta á prófi?"

-Ég er hætt á Dropanum

-Ég hef ekki farið á djammið síðan í Danmörku og fer sennilega ekki fyrr en um jól.

-Fyrrverandi kærastinn er kominn aftur til Íslands eftir 10 daga langa búsetu á Spáni, sem er þó nokkuð undarlegt því þegar hann fór seldi hann húsgögnin sín, hjólið og bara allt, það kæmi mér ekki á óvart þótt hann hefði reynt að selja nærfötin sín.....allt þetta virðist nú nokkuð ýkt miðað við 10 daga fjarveru......Svo nú eru þeir Ricardo og Hafliði bara orðnir næstu nágrannar, aftur. (Hverjar eru líkurnar?)

-Ég sá konu í tigerkápu um daginn, varð ósjálfrátt hugsað til ofurskutlunar tigerTöru og síðan til Ella.........Hann hefur greinilega verið á undan sinni samtíð þegar hann keypti rúmteppið forláta.
En þessi kona hefði tekið sig vel út með Töru í bandi. Hún hefði hins vegar ekki tekið eins vel út með Ella í bandi innvafinn í rúmteppinu.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Mér er vorkun

Já eða þannig,

-Ég þarf að vera í vinnunni til 6 í dag
-Það lítur allt út fyrir það að ég fari ekki á djammið þessa helgina, það er þá þriðja helgin í röð sem ég sit alein heima og "bora í nefið", (mér býðst að vísu að fara í kveðju partý hjá fyrrverandi kærasta sem er að flytja af landi brott, jú hú hversu gaman er það, en ætli ég komi ekki við hjá honum og kveðji, finnst hans vinir ekki spennandi djammfélagar......útlendingar og annað pakk, vonandi kemst ég hjá að hitta þann sem býr hinum megin við götuna, þetta er búinn að vera nógu erfiður dagur fyrir)

chao