laugardagur, maí 31, 2008

Undarleg mannanöfn í Færeyjum

Svanleyg....nafnið mitt á færeysku
Barba.....eitthvað skyld Barbapabba?
Eyðleyg...lögð í eyði? eyðilögð?
Femja...eins og fremja...
Giljanna... til giljanna minna
Gurli...wurly?
Gylta...Hvað ætli gylta sé á færeysku? Hef grun um að Gylta hafi eitthvað með gull að gera sbr. að gylla
Leyvoy...Ley á spænsku eru lög...voy er fyrsta pers. et. af Ir (að fara)
Lísbita...Lúsabit???
Lý...blý?
Píl...písl?
Pólína...kannski bara frænka mín???
Reiðunn...kannski alltaf reið?
Tabita...systir Gullintanna og Smjörbita?
Ulla...Ulla!

föstudagur, maí 30, 2008

Ég fæ alltaf kast þegar ég les færeysku.

Íslendsk nøvn
Fáir íslendingar hava ættarnavn ella eftirnavn. Flestir eru "kendir við faðir sín", eyðkendir við faðirsnavninum í hvørsfalli + -son/-dóttir. Íslendski uttanríkisráðharrin Steingrímur Hermannsson eitur Steingrímur og er Hermannsson, t.e. faðir hansara eitur Hermann. Einasta navn hansara er so statt Steingrímur, hitt er til eyðkennis. Tí er tað ikki góður siður at nevna hann ''Hermannsson", men væl ber til bert at siga Steingrímur, eftir at hann fyrst er kunnaður sum Steingrímur Hermannsson.

"MANGLA"
"Vit mangla fólk…" stóð í eini lýsing. Hetta óføroyska orð er javnan at síggja og hoyra. Hví nýta hetta orð altíð og stund, tá ið vit eiga góð føroysk orð við somu merking, sum t.d. vanta, tróta, skorta og ivaleyst onnur við. "Okkum vantar fólk…" hevði ljóðað ólíka betur. At mangla er at slætta klæði við manglifjøl.

Fengið að láni hjá: http://www.fmn.fo/ordafar/ordafar.htm

miðvikudagur, maí 28, 2008

Vinur hennar Hrefnu kominn aftur....

Ég komst að því fyrir nokkru að það var ekki strákurinn af efstu hæðinni sem ég hjálpaði upp úr snjó"skafli" hérna fyrr í vetur...Núna veit ég bara ekkert hverjum ég hjálpaði....bara einhverjum snoðuðum 17. ára strák....

Ég hafði nefnilega bara séð þennann á efstu hæðinni einu sinni...það var í ágúst þegar ég var að skila sameigninni af mér í fyrsta skipti, þá kom þessi til dyranna og var einhver svakaleg 5 ára gella með honum, þannig að ég gerði ráð fyrir að hann væri bara 5 ára líka...

Síðan birtist þessi maður hér í stigaganginum fyrir mánuði síðan.....og fór að heilsa mér!!!! Og auðvitað verður mér alltaf hugsað til Hrefnu.

fimmtudagur, maí 01, 2008

-Hvernig hljómar íslenska fyrir útlendingum?


Þegar ég var búin að vera u.þ.b. 5 mánuði í Hondúras, þá varð ég þess "heiðurs" aðnjótandi að komast einmitt að því hvernig íslenska hljómar fyrir útlendingum. Þannig voru mál með vextu að ég var eini íslendingurinn í Hondúras, sem ég vissi um, á þessum tíma og þar af leiðandi talaði ég ekki íslensku mjög oft, nema við mömmu sem hringdi 1 sinni í mánuði, og þá var það sko erfitt.

Ég vissi að þeir væru að koma, íslensku strákarnir 3, og var ég svolítið farin að kvíða fyrir að þurfa að fara tala íslensku, því ég var alveg handviss um að ég væri hætt að geta það. Ekkert mál að tala spænsku eða ensku...en ekki íslensku.

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk inn á svæðið sem við áttum að vera á á þessum AUS-hittingi, búin að sitja í skelfilegum, eldgömlum, amerískum Schoolbus með hænum, kanínum og ég veit ekki hverju fleira úr dýraríkinu. Já, ég gekk inn á svæðið og heyri þar sem þrír strákar eru að tala eitthvað svakalegt tungumál sem líktist einna helst rússnesku, 10 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að ég skil allt sem þeir segja og 5 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að þeir eru að tala ÍSLENSKU!
Ég var allt kvöldið að safna í mig kjarki til að reyna að tala við þá. Fyrstu setningarnar mínar á íslensku voru víst samsettar úr íslenskum orðum og spænskum sögnum með íslenskum beygingareindingum. Það má eiginlega deca að þetta kvöld hubiera ég hablað spíslensku.