fimmtudagur, júní 30, 2005

Je dúdda mía, ég er farin að halda að mér sé ekki ætlað að fara í þessa útilegu, ó guð! Í kvöld ákvað Marta að hún treysti sér ekki til að fara (skil það vel) en það varð upp fótur og fit, þegar ég hafði samband við Sigrúnu í dauðans ofboði...............Sigrún gat sem betur fer tekið mig með sér..............ég sé samt frámá það við verðum að takmarka farangur...............mig rámar eitthvað í Hildi í fyrra á leiðinni inn á ak.................í KAFI í einhverju drasli.................og þó vorum við bara þrjár...
Það er semsagt ekki alveg ekki öllum ætlað að fara á Höfn, þótt sumir þrjóskist við............jésús

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stjörnuspáin

Ég fæ alltaf senda stjörnuspána á hverjum degi á hotmailið mitt. Málið er bara að hún er aldrei rétt, ekki einu sinni næstum því. Ég hlýt að vera á einhverju röngu róli miðað við önnur ljón.

Date of Birth: 08/01
Things have probably been going pretty well lately in the department of love and romance, svan. You should find that communication with your partner is improving, and that the witty banter exchanged between you is invigorating and educational. Today you may find, however, that there is a blip on the radar. More than likely you were so caught up in the good parts of your relationship that you failed to take care of some of the details and the actual work that is needed to make things run smoothly.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Höfn here I come

Jæja stúlkan gat svo unnið fyrir mig, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að ég komist á Humarhátíð!!!!
Nú þarf ég bara að fara skipuleggja..............t.d. hvernig ég komist á staðinn.

jæja

Í dag kemur í ljós hvort þessi sem ég spurði síðast getur unnið fyrir mig...............svo við skulum ekkert vera að djínxa það.

Ef ykkur leiðist á netinu er alveg tilvalið að kíkja á vísindavefinn og skoða föstudagssvörin............þar fjalla þeir tildæmis um það hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar og hvers vegna Andrés Önd vefji um sig handklæði þegar hann kemur úr sturtu, jafnvel þótt hann gangi allajafna um berrassaður (www.visindavefur.hi.is)

þriðjudagur, júní 14, 2005

Arg garg

Sagan endalausa......................
manneskjan sem ætlaði að vinna fyrir mig, getur það ekki.
Leitin heldur áfram

sunnudagur, júní 12, 2005

Munaðarlaus

Hafiði pælt í þessu orði? Munaðarlaus? Laus við allann munað, eða svo myndi maður halda. Nei það þýðir að eiga ekki foreldra...........og þessi síðustu ár hefur það fengið nýja merkingu, foreldrar að heiman.
Já við systkinin erum munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru í gærkvöldi í sveitasæluna á Melrakkasléttunni. Það er nú sjaldnast sæla þar. Oftast þoka og súld, ef ekki þá er þokusúld. Það eru fleiri sólarstundir í Reykjavík heldur en á sléttunni.
Helgi vildi að við færum að kæra þau fyrir vanrækslu, mér fannst það svoltið langt gengið þar sem við værum bæði orðin lögráða...............þá vildi hann kæra þau fyrir hönd Hermanns, jafnvel þótt tekið hafi verið loforð af mér að hann fengi ekki að vera úti fram á nótt, og að honum skyldi ekki vera hleypt út, nema í bandi. Sem minnir mig á litla stákinn í blokkinni sem við bjuggum einu sinni í sem var alltaf bundinn við snúrustaur eða þakrennu eða bara eitthvað svo hann færi sér ekki að voða................Sá maður er alveg voðalegur í dag.

Annars er ég búin að redda mér fríi fyrstu helgina í Júlí, ég á frí föstudegi til mánudags. Helgi bróðir vill meina að við verðum aldrei undir 6 tímum að keyra á Höfn i Hornafirði, malarvegir þið vitið.

þriðjudagur, júní 07, 2005

ooo

Hér með tilkynnist að ef ég get mögulega fengið einhvern til að vinna fyrir mig fyrstu helgina í Júlí þá ætla ég að koma í útileguna góðu á Höfn i Hornafirði. Ég ákvað það í kvöld..................annars var ég eiginlega lítið heit fyrir þessu fyrr en þá, án þess þó að eitthvað sérstakt hafi komið uppá

Það er eitthvað að

"stelpurnar" í vinnunni halda varla vatni yfir einhverjum læknakandídat þarna, þarna honum þarna nafna nýja páfans(-16). Svo er hann örugglega ekkert sætur

Verð að viðurkenna að allt þetta tal um læknakandídata minnir mig svoltið á hana Helgu Maríu