föstudagur, janúar 25, 2008

Reykvíkingar og snjór.

-það er eitthvað sem ekki á saman.

Í morgun kom ég seint í vinnuna, 3-mín, af því að sonur hjónana á efstu hæðinni festi sig á leiðinni út af bílastæðinu, ég sá að hann var að festa sig þegar ég kom út. Ég hugsaði "hann hlýtur nú að losa sig úr þessu, þetta eru bara 10-15 cm, nýfallið og engin hálka undir . Ekkert til að vera fastur í." En nei! haldiði ekki að maðurinn hafi ekki enn verið fastur þegar ég ætlaði að fara, þá var ég búin að eyða um 10 mín í að moka ofan af bílnum mínum. Þá hafði ekki enn hvarflað að honum að bakka aðeins, til að losa sig. Maðurinn var örugglega búinn að spóla í gegnum malbikið.

-Við erum að tala um að þetta lið hægir á sér og stoppar helst, ef það sér fram á að þurfa fara í gegnum smá snjó, svona bara svona til að festa sig örugglega.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Nágranninn

Ég sagði konunum í vinnunni frá forvitna nágrannanum í gær. Í dag vildu þær fara hafa samband við lögregluna. -"Það er náttúrulega ekkert eðlilegt að maðurinn sé svona á gluggunum hjá mér!"
Ég dó úr hlátri og stoppaði þær af, þessi maður getur seint talist mjög hættulegur og þar að auki hugsa ég að hann liggi ekki bókstaflega á gluggunum hjá mér. Ég verð bara muna að draga fyrir ef það koma gestir...........sérstaklega ef þeir eru karlkyns, s.s. pabbi minn.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Gera stjórnvöld engar athugasemdir við svona?

Það er kona sem ég veit um sem er skráð einstæð móðir og er með tvö börn. Á póstkassanum er bara nafnið hennar og síðan barnana. Samt er alltaf einhver maður hjá henni sem börnin kalla pabba, ég mæti honum mjög oft í þvottahúsinu og sé hann mjög oft fara út um kl. 07.30 á morgnana. Síðan er konan ólétt. Hvernig útskýrir hún það að börnunum hafi fjölgað hjá sér síðan í fyrra. Segir hún að börnin séu eingetin? Þarf hún ekki að feðra barnið? Eða segir hún kannski bara að að hún viti ekki hver faðirinn er? (humm, hljómar vel)

föstudagur, janúar 04, 2008

OMG

Ég á vangefinn nágranna, Hrefna mín þú veist alveg hver það er, og hann er með kærastamál mín á heilanum. Við erum að tala um það að maðurinn nefnir þessi mál við mig í hvert einasta skipti sem við hittumst, sem betur fer gerist það ekki nema svona 1-2 í mánuði.

Einu sinni var pabbi í heimsókn, þá spurði K hann hvort hann væri kærastinn minn. Þegar pabbi neitaði því og sagðist vera pabbi minn þá sagði K að það gæti ekki verið...........hann væri svo ungur.

Síðan var ég að tala við K aftur núna og þá spurði hann mig hvort ég væri með kærasta, enn og aftur..... En núna var ástæðan af því að hann hafði séð mig tala við eitthvað karlkyns, ljóshært heima hjá mér í stofunni!!!! Ég taldi honum trú um að þetta hlyti að hafa verið bróðir minn eða eitthvað :) Hann þyrfti að komast til Kúbu þessi, þarsem fólk fær borgað fyrir að kjafta um nágrannana.