mánudagur, febrúar 27, 2006

Hinir bílarnir leggja mig í einelti

Hvað er með fólk í Reykjavík, skammast það sín ekkert fyrir að fara útúr bílnum sínum þegar honum er svo illa lagt næstu bílar komast hvorki lönd né strönd. Er það ekki kennt í ökuskólum Reykjavíkurborgar að maður eigi ekki að leggja nema þar sem maður er ekki fyrir öðrum. Ég hata súsúkkí bifreið sem einn nágranna minna á , (þ.e. ég hata einn nágranna minna)Hversu oft hef ég verið að koma heim af kvöldvakt og lagt fyrir aftan ameríkanann af 4 hæðinni, og vaknað síðan á morgunnvakt og verið innikróuð af ameríkananum og súsúkkí jeppanum sem hefur lagt svoleiðis í skottinu á mér að 10 mínútur tekur að smokra sér útúr stæðinu. Hversu oft hefur mér ekki dottið í hug að setja í bakkgír og setja allt í botn (en sennilega myndi ég tapa meir á því en hann) eða sækja eldhúshníf inn og stinga á dekkin hjá honum ( sem betur fer hef ég alltaf verið að verða of sein í vinnuna þegar ég hef komist útúr þessu stæði) Núna er ég búin að læra að leggja ekki þarna nema hafa mjög gott bil á milli mín og ameríkanans.
Um daginn var ég síðan að koma úr vinnunni og þá var búið að leggja bíl á milli tveggja raða innst á bílastæðinu í vinnunni............auðvitað þurfti að vera jeppi við hliðina á mér og hár steypukantur hinumeginn..........aðrar 10 mín þurfti til að komast út.
Daginn eftir kom kona og lagði svo skakkt í bílastæðið við hliðina á mér að varla hægt var að komast út úr mínu bílastæði, síðan var hún svo illa inn í bílastæðinu að hún var eiginleg hálf úti á götu. Það virtist ekki hafa nein áhrif þótt ég sendi henni illt augnaráð þegar ég gekk inn í minn bíl

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ekki hundi út sigandi

Maður er bara rifinn upp fyrir allar aldir til að skutla liðinu í vinnunna. Pabbi er nefnilega fastur úti í sveit í brjáluðu veðri, á bílnum.
Það er brjálað veður, fullt af snjó, og svo heimta þau að ég skutli þeim, á litla lága Golfinum. Við erum að tala um að það voru bara Jeppar á ferðinni sem allir hugsuðu að "þessi ætti nú eftir að festa sig" en nei Golfinn hélt greinilega að hann væri bara jeppi líka þannig að nú er ég búin að fara niður á bryggju, á verkalýðsskrifstofuna og heim aftur. Ég mætti að vísu snjóruðningstæki hérna í götunni þegar ég kom aftur, núna held ég að ruslatunnan okkar sé horfin, ég heyrði alla vegana mjög grunsamleg hljóð áðan á meðan snjóruðningstækið skóf stéttina hjá okkur. Best að fara og gá.....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvað skal gera?

Já, hvað skal gera þegar X sendir manni sms og óskar manni gleðilegs Valentínusardags? Aumingja X tekur á taugarnar þessa dagana, jafnvel meira en oft áður. X finnur það á sér þegar ég er að fara út að skemmta mér. X finnur það á sér ef mér er sýndur áhugi. X uppástendur að koma í heimsókn daginn eftir að ég hef verið úti að skemmta mér, þótt heilsa mín bjóði ekki uppá það. (Til hvers? -þefa uppi hugsanlega næturgesti?) Og hangir í yfir 2 tíma!!!! Á meðan dotta ég við eldhúsborðið.
Það er liðið á annað ár síðan......
Hvernig svarar maður?

Yes people I took the high-road!!! og svaraði "Takk, hann verður það"(þ.e.Valentínusardagurinn)Bara af einskjærum kvikindisskap, jafnvel þótt ég sæti og horfði á sjónvarpið með mömmu minni.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ferðasaga

Jæja þá er minns kominn í smá heimsókn á norðurlandið.
Ég var reyndar búin að velta því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki fara, 1 heil vika í frí frá vinnunni, sá bara fram á leiðindi og slæping í borg roks og rigningar, forvitni að sjá vinkonu ólétta,...var þó tvístígandi vegna ótrúlegrar hálku, óveðurs, slysa-fælni minnar. (Ein sem fer varla út fyrir bæjarmörk að vetri til, vegna slysahræðslu)

Jæja ferðin hófst í rigningu í vesturbæ Reykjavíkur, viðkoma í þjóðarbókhlöðu, bókum skilað, skuld borguð. Stopp í Nýja Garði, reynt að ná í ba-ritgerð, skrifstofa lokuð.
Stopp í Orkunni, maður þarf víst bensín til að komast alla leið. Rigning ágerist þegar förin færist nær Grafarvogi, styttir upp þegar ekið er inn í Mosfellsbæ (tilviljun?). Endalaus hringtorg. Margir vörubílar. Léleg þurkublöð. Ónýt þurkublöð. Lendi á eftir Vörubíl, skítugum vörubíl, ónýt þurkublöð, mikið rúðupiss, sé þann kost vænstan að elta ljósin á vörubílnum, veit ekki hvert ég er að fara. En allt endar vel að lokum og stoppa í Esso í Borgarnesi, er rænd, 1300kr fyrir 1 nýtt þurkublað, þvílíkur glæpur. (Er að hugsa um að sækja nýja þurkublaðið mitt út og sofa með það uppí hjá mér í nótt)

Keyri beinustu leið norður til Húsavíkur. Hata alla íslenska útvarpsmenn, þeir tala of mikið. Það er verið að byggja voða sæta nýja brú yfir Laxánna.
Er hætt að vera skylda að lækka ljósin þegar maður mætir bíl?
Ég óska "heilögum Valentínusi" til hamingju með afmælið

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hvers á ég að gjalda

Fyrsti dagur í ófarlama

og ég kem út og það er púnterað á einu dekkjana undir bílnum, hugsaði hinum æðri máttarvöldum þegjandi þörfina, ég hlýt að hafa gert eitthvað mjög slæmt í fyrralífi fyrst ég á þetta skilið, að þurfa að skipta um dekk svona hölt eins og ég er.....og þess má geta að varadekkið er hjólbörudekk, maður fer nú ekki langt á því.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Farlama

Já mér tókst að stórslasa mig í bíói á sunnudagskvöldið......Hver slasar sig annars í bíói?
Þetta var svona atriði sem maður hefur séð í teiknimyndum. Ég var búin að gleyma að það væru tröppur þarna, náði að taka tvö skref í loftinu þangað til að ég fór að hrapa. Var samt ótrúleg hetja og sat í gegnum myndina....fór síðan upp á slysó á mánudag og fór í röntgen.......Er ekki brotin, bara tognuð og farlama, ég get ekki einu sinni keyrt bíl. en ég get vaskað upp og sett í þvottavél, það eru afrek dagsins.

Annað er það að frétta að ég hata blogger, hann hefur ekki enn viljað birta síðustu færslu frá mér,,,,,