laugardagur, október 07, 2006

Ég gleymdi

Já ég gleymdi að segja ykkur frá því sem ég sá á Dropanum fyrir fáeinum vikum síðan.

Ég var að fara í fötin mín niðri í búningsklefa eftir vakt og sá þar dökkhærða konu sem var að klæða sig í jakkann sinn, sem væri nú ekkert sérstaklega óvenjulegt nema fyrir það að jakkinn var actually babybleikur gervi loðfeldur....ég rek náttúrulega upp stór augu, en kann þó ekki við að vera að stara á þessa konu.


Ég álpast upp stigann í bleiku móki og er að stimpla mig út, þegar ég hitti hann Eika og upp úr mér vellur þetta með bleika gervi loðfeldinn. Og þá spyr hann mig bara að því hvort ég sé viss um að þetta hafi verið kona?????
Það renna á mig tvær grímur, maður býst nú ekkert sérstaklega við því að hitta karlmann í kvennaklefanum með sítt dökkt hár og í bleikum gervi loðfeldi.

Hann Eiki fræddi mig síðan á því að það er víst kynskiptingur að vinna á 4.hæðinni, kynskiptingur með hryllilegann smekk, því hann/hún var eins og tuskudýr fá 8. áratugnum i þessum feldi.

föstudagur, október 06, 2006

Hvað er í gangi, eiginlega?

Sjónvarpsdagskráin breytist ekkert....hún er ennþá jafnslæm, þ.e. um helgar

Ómar Ragnars er búinn að hringsóla á árabát á Hálslóni í hálfann mánuð, hvað er með hann? er hann kominn á ellilaun? þarf hann ekki að mæta í vinnu?

Útvarpskonur eru farnar að auglýsa það að þær séu komnar í karlabindindi

Og Fertugir karlmenn eru farnir að auglýsa eftir nánum samskiptum við aðra karlmenn, helst marga í einu.....(rak augun í þetta þegar ég fletti Fréttablaðinu um daginn).

Er fólk alveg að tapa sér?

þriðjudagur, október 03, 2006

Ráðleggingar

Ég var að vinna á Dropanum um helgina....tað eru alltaf sögur eftir Dropahelgar, reyndar líka aðrar helgar en tad er annað mjálm. Nema hvað að tessa helgina virtust öll spjót beinast að hjúskaparstöðu minni....Ég lendi í samtali við eina 97 ára sem finnst alveg upplagt að ráðleggja mér í leit minni að eiginmanni, hann átti að vera svona og hinseginn, ekki drekka of mikið, nenna að vinna, útí að vera laghentur og snyrtilegur, síðan var henni mjög umhugað að ég ætti frystikistu til að geyma hluti í (kannski eiginmanninn tegar hann verður orðinn of leiðinlegur) :) Tess má geta að sú 97 ára hefur ekki enn orðið ágengt í leit sinni að eiginmanni (tannig að ef einhver er spenntur fyrir einni 97 ára í hjólastól tá....bara djók). Tað er alveg spurning hvort ég eigi ekki að spurja tessar sem eru tví- og trígiftar. (ekki tað að ég hafi beðið um tessar ráðleggingar)

Síðan var ég að vinna með einni frá Filipseyjum sem vildi endilega ráðleggja mér að fara nú eignast börn, tað væri nú ekki seinna vænna. Hún væri nú orðin 51 árs og nú væri búið að taka eggjastokkana hennar svo ekki myndi hún fara að eignast börn, ég ætti nú endilega að eignast bara eitt....tað virtist ekki skipta neinu máli tótt ég væri 26 ára og ætti engann kærasta.......Tannig að ég sagði henni bara að ég myndi fara út um næstu helgi og redda tessu :) (hvernig öðruvísi getur maður svarað )