miðvikudagur, mars 31, 2004

Eru Norðmenn nískasta þjóð í heimi?????

Vinkona mín var rænd um daginn. Reyndar var það hlutur sem mátti alveg missa sig. Helvítins stafræna myndavélin, sem var hægt að taka stutt vídjó á líka. Reyndar vona ég að hún fái vélina bætta frá tryggingunum en þessi vinkona mín var bara svo sérstaklega lunkin við að taka slæmar myndir af mér, hver þarf eiginlega á því að halda að honum séu sýndar myndir af öllu því “gáfulega” sem hann gerði og sagði kvöldið áður. Þess má geta að ég er ekki viss um að áfengi hafi svo góð áhrif á mig.En ránið átti sér hins vegar stað fyrir utan diskó sem heitir La Marcxa (la marcha, á spænsku, hitt er held ég valensíska) eða eitthvað svoleiðis. Þannig var mál með vextu að við stóðum í röð og vélinni var bara hreinlega stolið úr töskunni hennar. Æi ég vona nú samt að hún fái vélar andskotann bættann. En ég stend ennþá við þá skoðun mína að stafrænar myndavélar eru einungis af hinu illa komnar.Stundum á ég mjög erfitt með að skilja Frakka, þ.e ekki bara stundum, og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja þessa frásögn mína. Nú jæja ætli það sé ekki best að byrja á því þegar ég fór í hópferðina til Andalúsíu með Erasmus. Nú við vorum búin að vera á ferðalagi í marga daga og ekki hafði farið framhjá neinum að rútubílstjórinn var mjög antipático (pirraður, mjög óviðfeldinn maður), reyndar er hægt að segja að hann hafi hatað okkur öll með tölu, þótt ég persónulega telji mig nú ekki hafa gert honum neitt. Maður þessi átti það til að koma of seint til að sækja okkur, og stoppa stuttu eftir að lagt var á stað til að taka bensín o.s.frv.Nú jæja á þessari 9 tíma rútuferð milli Sevilla og València var stoppað á veitingastað til að næra sig aðeins. Þær frönsku vinkonur mínar panta sér salat, sennilega í sparnaðarskyni (í nísku sinni). Þess má geta að frakkar eru með brauð á heilanum og geta aldrei borðað mat án þess að hafa brauð með. Svo þegar þær stöllur eru langt komnar með salatið fer þær að langa í brauð.......og sjá að á næsta borði er antipatíska rútubílstjóranum fært brauð (heil karfa!!!!) með matnum sem hann pantaði (af því að hann pantaði alvöru mat!!!!!). Og í stað þess að biðja gengilbeinuna um brauð og bjóðast til að borga 50-60 centimos (u.þ.b. 40-50 ikr) þá vippa þær sér yfir á borðið hjá antipatíska rútubílstjóranum og spyrja hvort þær megi fá af brauðinu hans. Ég held ég hafi aldrei skammast mín svona mikið fyrir nokkrar manneskjur eins og þarna, og bara fyrir að þekkja þær!!!!!!!!!! Auðvitað svaraði maðurinn “nei, þetta er mitt brauð” og ég skil hann mjög vel. Þótt ég hefði örugglega orðið svo hlessa í hans sporum að ég hefði örugglega sagt “já”. En spurningin er hvenær ferðu yfir á næsta borð á veitinarstað og snýkir mat??? Svar: aðeins þegar þar eru nánir vinir eða ættingar, ekki antipatískir rútubílstjórar

þriðjudagur, mars 30, 2004

Við höfum verið plötuð!!!!!!!!

-Nos han engañado. Sagði Vicky í morgunn (-við höfum verið göbbuð) okkur var sagt að eftir Fallas yrði hægt að fara á ströndina en það er rigning og rok. Búhú. Greinar af trjánum liggja eins og hráviði út um allt og við vorum rétt 10 í tíma í morgunn (venjulega erum við 40 eða eitthvað svoleiðis). Það gerist ekki verra en þetta. Í dag er 8 stiga hiti, rigning og rok, humm minnir mig á eitthvað.............já Reykjavík (eða Reikijavik, eins og þeir skrifa það í spænskunni). Annars er búin að vera allsherjar leti í gangi í dag, við í íbúð 47 á Calle Bélgica 14 erum búin að sofa í dag eftir tímana og ekkert í sjónvarpinu í kvöld, ætli ég verði ekki bara að lesa Don Kíkóta. Ég hef reyndar komist að því við lestur þessarrar bókar að ég er með athyglisbrest (það getur ekki verið að kíkóti sé leiðinlegur því hann var valinn mesta ritverk allra tíma) en ég er búin að vera lesa hann síðan í október og ég sofna alltaf yfir honum og ég er bara langt komin með fyrrabindi (við síðustu talningu 558 bls). Ég er eiginlega farin að hafa svotlar áhyggjur af þessu.Konan sem kennir mér Español de América (spænska í rómönsku ameríku) er , held ég, sú óheppnasta manneskja sem ég veit um, í janúar datt hún um svona kúlur sem á mörgum stöðum eru til að afmarka bílastæði og gangstéttir, þetta eru kúlur úr málmi eða steypu (og nb. Þær eru í hnéhæð) hún lá held ég 2 tíma á jörðinni þangað til sjúkrabíllinn kom, sem betur fer var ekki rigning þá. Ég sá hana reyndar ekki detta en þetta var víst mjög slæmt fall, og hún var lengi að jafna sig. Síðan í dag var hún að segja okkur að hún hefði einu sinni verið í banka þegar bankarán átti sér stað, henni var rænt í Argentínu og skilin eftir einhverstaðar uppi í fjalli, hún lenti í fellibyl á Kúbu (og þufti að húka í kjallara í 3 daga og hlusta á þrumuræðu hja Castro og lifa á brauði og vatni) og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var hún að fræða okkur um í dag, ég ætla aldrei að ferðast með henni.

mánudagur, mars 29, 2004

Partý, Partý, Partý

Við vorum með partý í gær. Það kom margt fólk. Núna eigum við reiða nágranna. Það var ekki gaman að þrífa í morgunn. Þetta er eins og sögurnar sem Hermann bróðir skrifaði í 4 bekk. En þetta var nú bara smá útdráttur.Nú á yfirborðinu var þetta afmælisveisla. Vinkona austurrísku sambýliskonu minnar átti afmæli og hún býr í einhverju hreysi, skilst mér, svo við buðumst til að halda partý. En alla vegana við erum búin að komast að því að það voru 60-70 manns í heimsókn hjá okkur í gær, það er dágóð fermingarveisla, þótt enginn hafi fermst í þetta skiptið. Draslið var líka eftir mannfjöldanum í morgunn og þar sem það fer aldrei nokkur maður úr skónum þegar hann kemur inn í íbúðarhús var mjög gaman að skúra, ég held að besta lýsingin væri að það hafi verið svört klístruð skán á gólfunum í stofunni og í eldhúsinu, frábært!!!!!! En þetta var mjög fróðlegt allt saman og reyndar er það tvennt sem stendur upp úr:1)Nágrannarnir eru bilaðir eða réttara sagt –Spánverjar eru bilaðir. Einn þeirra lagði það virkilega á sig að fara niður í andyri í rigninguna og skítakuldann til að hringja dyrasímanum hjá okkur klukkan ellefu í morgunn, ég veit að sennilega er það pirrandi að fólk sé að halda partý í blokkinni þinni en við vorum búin að láta þau vita, svo er líka hægt að banka meðan hávaðinn er og biðja um að hafa lægra, en nei, það geta spánverjar ekki, það er ekki mögulegt að þeir geti gagnrýnt þig augliti til auglitis. Við erum að tala um að hún Eva (hin íslenska stelpan sem býr hér í València) fékk alltaf bréf frá spænsku stelpunni sem hún bjó með, þegar þeirri spænsku mislíkaði eitthvað (yfirleitt eitthvað í sambandi við óuppvaskaða diska í eldhúsinu o.s.frv.) 2)Stelpur ganga einungis í g-strengsnærbuxum til að æsa stráka. Þetta þótti mér nú alveg einstaklega athyglisverður fróðleikur, fannst þetta reyndar svo fyndið að ég hló svo mikið að ég gleymdi alveg að spurja þennann strák (já, auðvitað kom þetta frá strák!) hvaða staðreyndir hann styddist við, ég verð að spurja hann meira út í þetta næst þegar ég hitti hann.

sunnudagur, mars 28, 2004

Er hægt að kenna hundum að gera þarfir sínar í kassa????

Ég hata hunda. Þeir eru viðbjóður. Það ætti að banna þessi kvikindi. Ég skil ekki fólk sem dettur í hug að hafa hunda í þéttbýli. Þeir eru fínir útí sveit þar sem er hægt að láta þá smala rollum eða eitthvað. Hérna í Valencia eru hundar alger plága, það er ekki þverfótað fyrir þessum viðbjóðum, hvort sem þetta er villt eða í bandi. svo skíta þeir út um allt og grunlausir, saklausir vegfarendur stíga síðan ofan í viðbjóðinn sem þeir skilja eftir sig, já maður þarf sko að vera á varðbergi hérna í Valencia ef maður ætlar ekki að stíga ofan í hundaskít.Hundaeigendur í mínu hverfi er fólk alveg sér á parti, mjög sérstakt fólk. Ég bý í 14 hæða blokk og samt er fólk sem á hund í stigaganginum mínum. Hefur þetta ekkert annað að gera en að fara í göngutúr þrisvar á dag með hundinn sínn? Á þetta fólk engin börn? Er þetta fólk ekki í vinnu? Er hægt að kenna hundum(eins og köttum) að gera þarfir sínar í kassa?Reyndar hefur mér dottið í hug að það séu aðeins lífsleiðar húsmæður (börnin orðin fullorðin og farin af heiman, best að fá sér HUND!!!) og piparsveinar um fertugt sem eiga hunda. Mjög oft verð ég vör við húsfrúr á morgnana þegar ég er að fara í skólann sem eru að fara út með hundana sína og síðan sé ég alltaf einn mann fer greinilega alltaf út með hundinn um sex leitið, hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi maður er piparsveinn, ég er bara búin að ákveða það. Sennilega hefði ég aldrei tekið eftir þessum manni ef það væri ekki búið að klippa skottið af hundinum, þ.e. það er ekki maðurinn sem ég tek eftir heldur hundurinn. Afhverju klippir fólk skottið af hundinum sínum?? Mér er spurn. Satt að segja er þetta eini hundurinn sem ég hef samúð með, greyið að eiga þennann sadista fyrir eiganda.

laugardagur, mars 27, 2004

Er ég tepra?????

Hún franska sambýliskona mín er nýbyrjuð með strák. Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér. Ekki þeirri staðreynd að hún sé byrjuð með þessum strák, heldur þessu sambandi, þetta er nefnilega hið merkilegasta par, þau eru nefnilega svoltið fyndin saman, fyrir utan þá staðreynd að ég hef ekki séð þessa vinkonu mína án stráksins í 3 vikur, mér finnst eiginlega að ég verði að fara að rukka hann um leigu en það er heldur ekki málið. Spurningin er: Hversu náin geta pör verið á almannafæri án þess að vera hreint og beint dónaleg? Dónaleg í þeim skilningi að ekki sé nægilegt tillit tekið til annarra. Einu sinni var ég í strætó (nánar tiltekið 140) og það var gjörsamlega stappað, ég var á fæti og stóð fyrir framan mið hurðina þar sem ekki eru sæti og svona sirka 5cm frá nefinu á mér stóð par sem var að kyssast, bara smá, held að að “fagmáli” væru þetta kallaðir léttir mömmukossar. En þetta fannst mér óþægilegt/dónalegt og ég sá að fleirum þarna fannst þetta frekar óþægilegt, sérstaklega af því að það var alveg stappað og margir klesstir upp við mann.En svo ég víki mér aftur að henni vinkonu minni og kærastanum þá veit ég ekki alveg hvað mér á að finnast, en mér finnst alveg hundleiðinlegt að labba með þeim úti á götu, málið er ekki það að þau séu alltaf að “sleikjast” heldur hangir hún vinkona mín alltaf á öxlinni á kærastanum, jafnvel þegar þau eru að ganga, ég skil reyndar ekki alveg hvernig það er hægt, finnst reyndar að þau hljóti að vera brjóta eitthver lögmál, hvort sem það er þyngdarlögmálið eða eitthvað annað. Svo ég útskýri þetta betur þá eru þau nokkurnvegin jafn há, og hún hangir alltaf með olnbogann á öxlinni á honum. Ég verð að viðurkenna að þetta fer í taugarnar á mér, reyndar sérstaklega þegar ég er ein með þeim, (mentalnote: ég ætla ekki að fara neitt ein með þeim aftur). Ég held að þetta fari ekki í taugarnar á mér af þvi að mér finnist ég útundan né af því ég sé eitthvað afbrýðissöm eða af því að ég fari hjá mér að horfa á þau, mér finnst þau bara hreinlega hallærisleg/hlægileg og satt að segja finnst mér að kærastinn hljóti nú alveg að vera verða þreyttur á þessu, ég held allavega að ég yrði svoltið pirruð ef kærastinn minn þyrfti alltaf að vera með hendina á öxlinni á mér.

Fyrsta færsla

Jæja eftir svotlar vangaveltur hef ég ákveðið að fara að blogga. Hingað til hefur mér reyndar ekki fundist ástæða til þess, ég lifi nú ekki svo spennandi lífi en eftir umfangsmiklar rannsóknir hef ég komist að því að það lifa margir bloggarar mun meira óspennandi lífi heldur en ég, eða svo virðist vera. Mínar einustu áhyggjur eru að stafsetning hefur aldrei verið mín sterkasta hlið og á ég til að gera hinar ótrúlegustu stafsetningarvillur.Ummm, hvar byrjar maður fyrstu færslu???? Já hér í Valencia voru Fallas í síðustu viku. Fallas er einhverskonar 5 daga verslunarmannahelgi, nema það er ekki helgi heldur stendur hátíðin yfir fá mánudegi til föstudags. En jú stemningin er svipuð, ungt fólk á götufylliríi og tónleikar, en það sem Fallas hefur framyfir íslensku verslunarmannahelgina eru flugeldasýningarnar og skúlptúrarnir sem standa svo til á hverju götuhorni, sem eru svo brenndir á föstudagskvöldinu og þá leggur sko reyk yfir borgina, ímyndið ykkur ef á gamlárskvöld hefði hvert hverfi í Reykjavík sína sér brennu. Já í dag er vika síðan Fallas endaði en ég get svo svarið það að ég er ennþá þreytt. Geisp og ibúðin er að fá sitt rétta andlit aftur eftir Fallas, þegar enginn var heima og enginn þreif eftir sig og það er ekki gott mál þegar 4 búa saman og enginn vaskar upp eftir sig, og sumir koma kannski með gesti heim í mat. Ég er eiginlega að rífast yfir frönsku stelpuni sem ég bý með, hún kom alltaf heim með kærastann í mat og vaskaði aldrei upp. Hún sást ekki allann daginn og síðan kom hún heim um miðjann daginn og drullaði út marga potta og pönnur, diska o.s.frv. og fór svo bara, svo sátum við Barbara uppi með allt klabbið, eða ég, því að að bíða eftir að Barbara þrífi er eins og að bíða eftir heimsendi, oft boðað...-og svo bíðurðu og bíðurðu en ekkert gerist. Og ég skal segja ykkur það að ég hef nú aldrei talist neitt sérstaklega pjöttuð. En þegar maður býr með öðrum þarf maður að láta ýmislegt yfrir sig ganga en ég er að vona að ég haldi þetta út því það er ekki gott mál ef ég missi mig

föstudagur, mars 05, 2004

Úrkynjun

Jæja þá er ég komin úr fríinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta frí. Það er nefnilega hugsanlegt að ég hafi verið á ljótasta stað á Mallorca og hugsanlega á allri Spáni. Arenal er ekki staður fyrir mig. Og svo til að toppa allt saman var staðurinn fullur af ljótum þjóðverjum og einstaka bretum. En ekki misskilja mig, ég skemmti mér ágætlega, við lögðum nefnilega á flótta frá Arenal og fórum til Palma og Sóller eftir að við höfðum orðið vitni af einni þeirri mestu úrkynjun sem ég veit um. Við nefnilega létum okkur hafa að borga 15 evrur inn á diskó, og fyrir þennann pening átti maður að fá bol (sem ég reyndar sá aldrei), frítt á barnum (sem gerði lífreynsluna ögn þolanlegri), ferskir ávextir (don´t ask me why) og tertu (það var verið að opna). Við borguðum okkur inn og gengum niður í kjallara á einhverju hóteli, allt svartmálað og í speglaflísum, fullt af blindfullum ljótum þjóðverjum, margirhverjir í eins bolum (svo þeir týni ekki hver öðrum????) og ég má ekki gleyma go go dansmeyjunum sem voru klæddar í netasokkabuxur og plast-leðurbrækur utanyfir og brjósahaldara eða einhverskonar toppa, sem sagt alveg eins og m***ur (ekki beint virðingarverð vinna) og svo frétti ég daginn eftir að það hefðu einhverjar verið að klæða sig úr (ja það hefur allavegana verið fljótlegt og þess vegna “missti” ég af því). En eftir þessa lífsreynslu gat ég ekki annað en pælt í því “til hvers fer fólk eiginlega í frí?” Fyrir þetta? –Liggja á ströndinni á daginn, og svo svona æðislega skemmtilegt diskó á kvöldinn og þar að auki í tvær vikur (og kannski ár eftir ár) það fynnst mér alveg sorglega leiðinlegt. Ég verð að viðurkenna að mér væri farið að leiðast eftir einn dag.En sem betur fer rættist úr ferðinni og ég skemmti mér ágætlega eftir þetta og hápunkturinn var að fá að fara með hundrað ára gamalli lest til Sóller en það leiðinlegasta var örugglega þetta diskótek sem ég reyndar entist á þangað til klukkan sex um morgunninn, okkur tókst nefnilega að fynna okkur sæti útí horni og sátum svo og kjöftuðum við eitthvað fólk sem fannst þetta alveg jafn slæmur staður og okkur.