sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ég lenti fríkí samtali við einn samkennara minna í grillpartýi á fimmtudagskvöld. Þá hafði hún frétt að hún Svanlaug væri að byrja kenna í skólanum. Fréttirnar bárust reyndar af mjög furðulegum stað, af leikskóla sonar hennar........!!!! Ég auðvitað varð bara eins og spurningarmerki í framan,,,,Eina manneskjan sem hélt að ég þekkti sem hefur eitthvað með leikskóla að gera....var hún Lilja...og sennilega er hún ekki mikið að blaðra um mig...og mín atvinnumál....því ekki er víst að maður megi vita hvar hún er að vinna þessa stundina (marta skilur hvað ég meina, er það ekki?)
Jæja uppúr dúrnum kemur svo að hann Dóri er að kenna á þessum leikskóla. Reyndar finnst mér mjög dularfullt hvernig hann hefur frétt þetta því ekki hef ég hitt hann síðan....ja....síðan.....ég hitti hann í dyrunum á Celtic, ég held það hafi verið á kosningavökunni.
Ég á mér greinilega athyglisverðara líf en ég geri mér grein fyrir, þó hef ég ekki farið á djammið í Reykjavik, síðan ég kom heim frá Tenerife, nema einu sinni edrú, þetta fólk þarf nefnilega alltaf að fara eða gera eitthvað þegar ég hef ekki tíma, ja eða þarf að mæta í vinnu kl.8. já svo fór ég á djammið á Húsó

Síðan er það þetta djamm á fólki sem rífur svefnfrið minn, í fyrrakvöld, n.b. á fimmtudagskvöldi, hringdi Marta í mig eftir miðnætti því hún hafði hitt bróður minn á Bauknum og ég þurfti endilega að vita það. Og það var ekki nóg að ég léti hringja út einu sinni svo hún léti mig í friði, heldur hringdi hún aftur, ég náttúrulega neyddist til að fara á fætur og sækja símann í hleðslu, því ég hafði áhyggjur af að eitthvað hefði gerst.
Síðan fékk ég sms frá honum bróður minum í nótt, sem enn var lentur á djamminu, og fréttir herma að hann sé að fara aftur í kvöld....

Ég er búin að vera ein heima í rúmlega viku núna og líkar svona bara þokkalega, þó erfitt hafi það verið þegar ég þurfti ekki að mæta í vinnu, þá var slæmt að Ásta þyrfti endilega að vera í útlöndum og ég þurfti að horfa á Rockstar alein heima hjá mér, það reyndar hvarflaði að mér að fara og banka upp á á Barónsstígnum, en það hefði bara verið kvikindiskapur...aðillinn sem býr þar var ofboðslega feiminn að þurfa fara með mér í lyftu niður 3 hæðir um daginn, greinilegt að sumir mundu eftir því hvað þeir sögðu á djamminu helginni áður....og kvikindið sem ég er hefur náttúrulega bara lúmskt gaman af því.

En hafið ekki áhyggjur þið megið alveg tala um mig eins og þið viljið, bara svo lengi sem þið vitið að það sem þið eruð að segja um mig er rétt. :)

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Fyrsti dagur í skólanum búinn, gekk vel, er enn að reyna koma bloggi inn sem ég skrifaði á föstudag, held að tölvan mín sé vangefin, kannski lagar Helgi minn þetta þegar hann kemur til mín

föstudagur, ágúst 18, 2006

Mig dreymdi....

Í nótt dreymdi mig að ég hitti Kristínu Péturs, bekkjarsystur mína, bambólétta á fylliríi í lyftu. Þetta var mjög skrýtið allt saman, reyndar man ég nú ekki alveg hvernig stóð á því að ég hitti hana þarna, en ég man bara hvað ég var hissa á þessu öllu saman, og sérstaklega á því hvað maðurinn hennar var hryllilega ómyndarlegur (að mínu mati).
Hvað ætli draumráðendum þyki um þetta?

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Mig langar sko ekki í svona ís!!!!!!


Þykir þetta nú orðið smekklegt í henni Asíu, að asíubúum ólöstuðum, þá er þetta viðbjóður. Og hvað er að þér Jóna að vera senda mér svona ljótar myndir???? Ég er hætt að geta borðað ís úr vél..... kannski ekki alveg en ég hefði pottþétt ekki list á svona ís!!!!

Jæja þá er sumarfríinu lokið.
Það er helst að frétta:
-að ég er komin heim frá Tenerife, fyrir svona mánuði síðan
-að ég er búin að ráða mig í nýja vinnu, í spænskukennslu.
-að Marta er að flytja frá mér og Helgi bróðir að flytja inn.
-að ég er bráðum að fara kaupa mér eldhúsborð...af því mig vantar slíkt

heyrumst seinna