mánudagur, maí 30, 2005

snilld þessi vaktavinna

Mér líður svona pínu aðeins eins og ég sé að svíkjast um í vinnunni. Ég byrjaði formlega að vinna á Elliheimilinu á þriðjudaginn og vann svo líka miðvikudag og fimmtudag, og síðan hef ég ekkert þurft að mæta......á að vísu kvöldvakt í kvöld.
Það var samt eitt sem mér var ekki alveg gerð grein fyrir þegar ég byrjaði þarna, jú að sjálfsögðu var mér gert grein fyrir þagnarskyldunni..........en það hefði í rauninni átt að segja mér að maður ætti að halda því leyndu að maður ynni þarna í aðhlynningu........það er víst voða fyndið. Og víst voða fyndið að spyrja hvort maður eigi hjúkkubúning heima, sem ég á ekki. (ég veit ekki hvort ég átti að fara heim með þennann sem spurði og máta búninginn fyrir hann, eða hvað?)

laugardagur, maí 21, 2005

Ásta, er síminn týndur?

Sko nú mótmæli ég, þetta er ekki hægt. Maður reynir að senda fólki sms, marg oft, og það svarar ekki, maður reynir marg oft að hringja og aldrei nær maður í þetta fólk, núna síðast náðist ekki í þetta númer, það sagði alla vegana kerlingarbeyglan



Annars er Bakaríspliktinni lokið, byrja í nýju vinnunni á mánudaginn, og það besta er að ég á frí um verslunarmannahelgina, frá fjögur á föstudegi til fjögur á mánudegi, svona sirka, er það ekki gaman? og til að toppa allt þá verð ég víst 25 á frídegi verslunarmanna, hvað finnst ykkur um það?

þriðjudagur, maí 17, 2005

jæja fyrst þið eruð farin að rukka

Jæja það er gott að einhver les, því það nennir enginn að lesa spænska-bloggið mitt, nú er ég búin að senda öllum sambýlingunum mínum slóðina, og enginn les, og enginn kommentar og enginn skrifar í gestabókina, ég hlýt að vera svona leiðinleg á spænsku........vá!

Ha......ég lét vinkonu mína hafa mig útí svoltið mjög sniðugt í kvöld.........fund hjá Sálarrannsóknar félaginu.........og mér til mikils léttis var þetta ekki hópur fólks sem sat í hring í andaglasi.........hins vegar vorum við að prófa að lesa í bolla............síðan var farið í íhugun, ég fylgdi að vísu voða lítið þessarri íhugun...............var komin í að leysa vandamál mín, eina ferðina enn, og meðtaka fréttir sem ég hafði fengið í gegnum símann stuttu áður en ég fór af stað....maður á ekki að láta fyrrverandi koma sér í uppnám.
...kannski er hann minn broddgöltur. (stór broddgöltur í bollanum mínu, e-h sem stingur og sýgur úr þér orku.........ef minnið glepur ekki)

En jæja nú er síðasta vikan í bakaríinu upprunnin, þetta tími nostalgíu, ég er rosalega fegin að vera losna úr þessarri vinnu en ég á eftir að sakna fólksins, sú sem ég þoldi ekki er hætt.
Nú eru nýjir tímar að byrja