þriðjudagur, maí 17, 2005

jæja fyrst þið eruð farin að rukka

Jæja það er gott að einhver les, því það nennir enginn að lesa spænska-bloggið mitt, nú er ég búin að senda öllum sambýlingunum mínum slóðina, og enginn les, og enginn kommentar og enginn skrifar í gestabókina, ég hlýt að vera svona leiðinleg á spænsku........vá!

Ha......ég lét vinkonu mína hafa mig útí svoltið mjög sniðugt í kvöld.........fund hjá Sálarrannsóknar félaginu.........og mér til mikils léttis var þetta ekki hópur fólks sem sat í hring í andaglasi.........hins vegar vorum við að prófa að lesa í bolla............síðan var farið í íhugun, ég fylgdi að vísu voða lítið þessarri íhugun...............var komin í að leysa vandamál mín, eina ferðina enn, og meðtaka fréttir sem ég hafði fengið í gegnum símann stuttu áður en ég fór af stað....maður á ekki að láta fyrrverandi koma sér í uppnám.
...kannski er hann minn broddgöltur. (stór broddgöltur í bollanum mínu, e-h sem stingur og sýgur úr þér orku.........ef minnið glepur ekki)

En jæja nú er síðasta vikan í bakaríinu upprunnin, þetta tími nostalgíu, ég er rosalega fegin að vera losna úr þessarri vinnu en ég á eftir að sakna fólksins, sú sem ég þoldi ekki er hætt.
Nú eru nýjir tímar að byrja