mánudagur, nóvember 29, 2004

Eigum við að friða endur?

Hæ ég var bara að velta fyrir mér hvað væri að á 'islandi ('i dag).............Í gær þegar ég var að lesa textavarpið rakst ég á frétt þar sem talað var um að Halldór nokkur á þinginu (man ekki hvort það var Blöndal eða gamli Utanríkisráðherrann þ.e. Forsætisráðherrann) vildi fara friða endur...................vildi bara hafa veiðitímabilið í 3 mánuði og að ekkert mætti skjóta endur eftir áramót ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,mér svo sem alveg sama hvort endur séu skotnar eða ekki, það er ekki eins og ég skjóti þær eða þær mig eða að ég borði þær eða nokkuð
Það sem mér þótti athyglisvert við þetta allt saman var að fyrrnefndur Halldór hafði fylgst með öndum í barnæsku og virtist mér það vera aðalástæða friðuninnar...............HVAÐ ER AÐ?

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Umræður sem einungis gætu átt sér stað á Húsó!!

Fyrir nokkru varð ég vitni að umræðum sem mér finnast mjög lýsandi fyrir Húsvíkinga og Húsavík. Þetta eru svona umræður þarsem kjaftasögurnar verða til........þar sem enginn veit neitt en hver og einn hefur dregið sína eigin ályktun. Þar sem ég geri í því að vera ekki svona stóð ég bara hjá og tuldraði ofan í hálsmálið hjá mér "get a life!"
Þess má geta að ég heyrði þessar samræður ekki allar, þannig að ég veit ekki enn um hvern var verið að tala, en svona ef ég giska-þá held ég að það hafi verið kona, fráskilin eða ekkja. Annars er mér slétt sama.............ég á fullt í fangi með mitt eigið líf.

Þátttakandi 1: "Ég sá'ana labba fram hjá heima í gær og það var einhver maður með henni"
þátttakandi 2 og3: "Nú'" "Hver var það?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki"
Þátttakandi 2:"Er hún komin með mann?"
Þátttakandi 3: "Ég hélt hún væri með einhverjum á Akureyri"
Þátttakandi 2:"Nú það hlýtur þá að vera búið" (Það er greinilega bara hægt að fara frá Húsavík til Akureyrar, ekki öfugt!!)
Þátttakandi 4: "Leiddust þau?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki".................................................

Ég vona að ég verði aldrei svo sorgleg að standa í svona umræðum.(Er að reyna venja mig af þessu slúðri alltaf hreint) Afhverju er fólki ekki sama um hvað fólk sem það þekki ekki neitt er að gera? Faðir minn vill meina að þetta sé náunga kærleikur, ég vil meina að þetta séu leiðindi......................Í gvuðanna bænum, fáið ykkur bók að lesa!



fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Alger Vesalíngur

Það sem maður lætur hafa sig útí.

Það sem maður lætur hafa sig útí:
-það sem maður lætur hafa sig útí............að mæta í kór einu sinni í viku og svo er maður bara allt í einu lentur í leikriti.............Já, mín er lent í söngleiknum Vesalingunum...........sér til ómældrar ánægju.............eða hitt þó..............Við erum að tala um það að á síðustu tveimur., þremur vikum hef ég mætt á t.d. einar 8 æfingar í þessu drasli, og þó skrópaði ég á einar 2............kannski 3, síðustu 3 daga hef ég farið í vinnu og síðan á leiksýningu............................Ég ætlaði að vera eitt kvöld í viku í kór!!!!!!!!!!!!!!!-hefði mig langað að vera í leikriti, þá hefði ég gengið í leikfélagið !!!! Ég verð að segja það að mér er nóg boðið, og er skapi næst að hætta í þessum kór....................

föstudagur, nóvember 19, 2004

Annað hvort er fólk almennt hætt að lesa bloggið mitt eða hefur ekki þorað að kommenta eða spyrja neins eftir síðustu faerslu mína. En nóg um það....................

Núna er kominn FÖSTUDAGUR og mig langar alveg ofboðslega mikið að fara eitthvað út í kveld. þ.e. mig langar ekki til að vera heima og prjóna í kvöld. Ég keypti mér nefnilega garn til að prjóna lopasokka og vettlinga og svo keypti ég líka kuldaskó, maður kemst víst ekki hjá því fyrst það vill ekki haetta að snjóa -Maður kemst víst ekki hjá því að versla í heimabyggð fyrir jólin því ég held við séum snjóuð inni

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Forvitnin leynist víða

Ha ha ég lenti svotlu ótrúlega fyndnu í dag, ég fór með Ricardo í búð og þar voru ekki fleiri né faerri en 3 aettingjar, Helga Dóra, Amma og Soffia. Þegar ég sá Soffiu fara þriðju ferðina í kringum rekkann grunaði mig að kannski vaeri að njósna um mig. og það var rétt. Svo erum við bara þarna að versla og lendum í að maeta þeim.....................þá heyrist í Helgu -"Við erum svo forvitnar að við erum bara hreinlega með verki." (-"þá verðiði bara að hafa verki" varð mér að orði) Ég verð nú að viðurkenna að mér leist nú ekki á það þegar ég sá þaer koma í halarófu á móti mér...................var alveg eins búin að sjá það fyrir mér að nú yrði mér ýtt út í horn, vasaljósið dregið upp og lýst í augun á mér. -yfirheyrsla-
Jaeja þetta var nú það sem ég vildi tjá mig um í dag...................forvitnin leynis víða

laugardagur, nóvember 13, 2004

Í laugardagsfíling

Guð best að sýna smá lit á þessum laugardagseftirmiðdegi og blogga -ég meina það er nú orðið all svakalegt ef Jóna er farin að slá mér við.
Annars er voða lítið að frétta - allavega ekkert meira en á fimmtudaginn -nema það að hún Jóna er að koma heim um jólin (vei!!! skyldi ****r*** vita af þessu? :))-það hefur ekki gerst síðastliðin tvö jól -en það gladdi mitt litla hjarta að vita að hún vaeri að koma -þá verður alveg fullt af fólki til að fara með á djammið.:)
Ja Húsvíkingar eru ennþá forvitnir -ég varð aðeins vör við það - ég labbaði tvisvar yfir Garðarsbrautina í gaerkvöldi og í baeði skiptin keyrðu sömu bílarnir framhjá og í baeði skiptin glápti innihaldið á mig -aetli þeir hafi ekki fattað hver ég vaeri í fyrra skiptið? -eða voru þeir að forvitnast hver vaeri með mér.......
Nú Helgi bróðir vill meina að ég sé einstaklega lunkin við að finna alla leiðinlegustu tónlistina hans í tölvunni -ég get svo sem ekkert daemt um það -en mér fannst ekki gaman að hlusta á Birgittu Haukdal syngja um að hún vaeri með fingur !!!!!!!!!!!!!!!!!!! -Bíddu-á ég þá bara að kyrja í kór -"já ég líka!!!" (ég veit að svo fylgir -sem vilja snerta- en það sem er mest krípí er að svo fylgir-þessa mjúku sál!!!!!!!)
Annars er faðir minn orðinn bilaður -hann kom fram rétt í þessu og kallaði -"Helgi-það er það sama og áðan!!" ??????? og bara uppúr þurru -Hvað er það? -Hvað er maðurinn að meina? (að það sé það sama í matinn? að sami maðurinn hafi skorað mark? að.....?)

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ótrúlega langt síðan síðast

Já það er nú ótrúlega langt síðan síðast og ég búin að framkvaema alveg fullt. En það hefur verið alveg einstaklega erfitt fyrir mig að blogga því hann lyklaborðaböðull (þ.e. Helgi) hefur verið einstaklega skapvondur og núna á þessu lyklaborði er ekki haegt að gera aí og kommu. (á hinu var annaðhvort ekki haegt að stroka út eða þú varðst að stroka út allt sem þú varst að skrifa (komma) sem betur fer er ég ekki að gera BA-ritgerðina mína á þessa tölvu)

Jaeja hvað er maður svo búinn að vera bardússa síðan síðast?
Ja maður er búinn að vera að vinna og svo fór ég til Reykjavíkur um síðustu helgi (komma) að nafninu til til að vesenast í BA-ritgerðinni en endaði svo á djamminu með partýgengi GunnaGunn http://gunnigunn.blogspot.com en staesta plúsinn faer náttúrulega sú sem toppaði sjálfa sig og týndist og kom heim í lögreglufylgd (komma) geri aðrir betur!!!!
Annars er lítið að frétta. nema að Húsvíkingar eru enn jafn forvitnir og lélegir að fara rétt með sögur og velta fyrir sér hlutum sem þeim koma engan vegin við