sunnudagur, október 21, 2007

Óráðin framtíð, hvers á ég að gjalda?

Tileinka�u ��r a� �akka fyrir �ig � meira m�li en �� ert vanur/v�n. Einnig �ttir �� a� bera fram �skir ��nar �v� vi�br�g�in ver�a oftar en ekki j�kv�� �egar �� einfaldlega spyr�. Gleymdu ekki a� bi�ja um a�sto� �egar �� �arfnast �v� f�lk f�tt undir stj�rnu lj�nsins er f�rt um a� fara fram � hj�lp n�ungans ef �annig stendur � me� �v� a� bi�ja um grei�a en einungis me� j�kv��um og sk�rum h�tti. Haltu fast � forgangsr�� ��na �t okt�ber m�nu� og gef�u sj�lfinu forskot �ar me�.

Fengið að láni hjá spamadur.is í dag. Ætli Ellý hafi fundist erfitt að ráða í framtíðina núna og bætt mörgum spurningarmerkjum inn til að undirstrika það?

sunnudagur, október 14, 2007

Þarna komst upp um mig ;(

Já ég er ekki karlmaður.

Það hafa ruslpóstssendararnir haldið í mörg ár þegar þeir hafa sent mér auglýsingar um viagra og "penis enlargement"
Núna hefur sem sagt komist upp um mig og nú er ég farin að fá ruslpóst í gríð og erg þar sem bók ein er seld sem á að kenna konum að verða eftirsóttar af karlmönnum (!!!!)


Dear Svanlaug,

In case you haven't checked the forecast lately, here's today's
report:

IT'S RAINING MEN! (Hallelujah!)

And what's BLOSSOMING is the love lives of "Dating Without Drama"
women all over the world!

Today's DISH is devoted to some of the most awesome, INSPIRING
success stories I've received recently...

These women got out of their dating doldrums and discovered that,
when they date without drama, THERE ARE MEN EVERYWHERE who want to
date them and SHOWER them with attention and affection!

Svan, if you're ready to watch your love life bloom
into a happy, healthy one that's successful beyond your wildest
dreams, IT CAN BE DONE...




ÞAÐ ERU ÖRUGGLEGA EINHVERJAR NÓGU DESPERATE TIL AÐ KAUPA BÓKINA

fimmtudagur, október 11, 2007

Ein spurning til ykkar


Er fiskur kjöt?

sunnudagur, október 07, 2007

Talandi um búrókrata.

Ég fékk símtal fyrir um tveim vikum síðan, frá fyrrverandi leigusalanum mínum. Þar tapaði ég 30 mínútum af lífi mínu. Þá þurfti ég að fara aflýsa leigusamningnum mínum. Nú skyldi maður halda að það væri nóg að hringja í liðið sem vinnu hjá sýslumanni. En nei!!! Ekki var það nóg! Heldur þurfti ég að fara sjálf og hafa með mér afrit af leigusamningunum mínum.... Nú voru góð ráð dýr. Alveg villidýr. Ég hafði ekki hugmynd um hvar leigusamningurinn væri, hann var orðinn meira en ársgamall og þar að auki var ég flutt, fyrir um 3 mánuðum!!!!
Ég leitaði í öllum kössum hér heima. Og var gjörsamlega að gefast upp þar til mér datt í hug að hafa samband við Reykjavíkurborg. Þau lágu á samningnum mínum, eins og ormar á gulli, ég þurfti meir að segja að skrifa undir þegar ég tók hann með mér. Þetta þýddi að ég þurfti að gera mér ferð á svæðisskrifstofu reykjavíkurborgar í vesturbæ...gleði, gleði. Síðan fór ég skógarhlíðina að láta aflýsa þessu súper skjali, en nei ekki var það nóg! Þau stimpluðu aftan á samninginn og sögðu mér að láta leigusalann skrifa undir.
Það kostaði aðra ferð í Vesturbæinn og 45 mínútur af lífi mínu. Núna veit ég allt um drengina sem leigja íbúðina. Það liggur við að núna geti ég giskað á í hverning nærbuxum þeir séu þessa stundina.
Það var sem sagt um 3 klst prósess að aflýsa einu skjali.