mánudagur, janúar 31, 2005

Það hlýtur að vera bömmer að vera geitin sem greindist með kúariðu

laugardagur, janúar 22, 2005

Ég gleymdi

Ég gleymdi að segja frá svolitlu fyndnu

Ég gerði Helga bróður alveg orðlausann um daginn, ég held hann hafi haldið að ég væri alveg gjörsamlega búin að missa það í þetta skiptið. Þannig er mál með vextu að ég minntist á það um daginn, nokkrum dögum áður en ég gerði hann orðlausann, að maður kæmist ekkert áfram í þessu þjóðfélagi nema ganga í Sjálfstæðisflokkinn og bla bla bla og að maður ætti nú bara að fara gera það....o.s.frv. Auðvitað var þetta bara spaug, eins og þeir sem þekkja mig hljóta að vita.
Svo á þriðjudaginn fer ég að fá Moggann sendann, fékk 3 vikna fría áskrift að Mogganum. Helgi fer náttúrulega furða sig á þessu bunka sem alltí einu var til af Mogganum á þessu heimili, belive u me, það er ekki einu sinni árlegur viðburður. Og auðvitað dettur upp úr mér að ég hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn og þar með fengið þessa 3 vikna áskrift að Mogganum. Maðurinn varð bara alveg kjaft stopp, halda mætti að ég hefði annað hvort slegið hann eða sagt honum að ég seldi blíðu mína fyrir áskrift að Mogganum, ég get svo svarið það að það voru komin tár í augun á honum, enda maðurinn farinn að sjá það fyrir sér að hann þyrfti að afneita systur sinni.

Svo fór ég út í dag og mokaði snjóskafl svo ég kæmist út á snúru með þvott, ég hélt ég yrði ellidauð í þessum mokstri, enda nær þessi skafl hálfa leið til himins.

Þorrablótsfréttir

Já Herdís mín núna skal ég segja frá Þorrablótinu. Veit bara ekki alveg hvar ég á að byrja

Við skulum bara byrja á nokkrum staðreyndum. Þorrablót er náttúrulega ekkert annað en árshátíð með svona smá útilegustemningu og ....ja .....örlítið meira áfengi. Þegar ég segi útilegustemningu er ég ekki að meina við höfum haft tjaldi með okkur og tjaldað frammi á Rauða Torgi, eða uppi á sviði eða eitthvað svoleiðis, en mér datt í hug þegar við vorum búin að pakka matnum niður og komin út í bíl að við værum einmitt á leiðinni í útilegu og þar að auki var mamma búin að vera elda og vesenast í að pakka niður mat mest allann daginn, eins og hún gerir þegar við förum í útilegur.

Undir dansi spilaði svo hin sívinæla Danshljómsveit Friðjóns (sú sama og var á ballinu sem við fórum á í haust), með aðal hittarann "Þá stundi Mundi" og allir voru að skemmta sér alveg konunglega og ég þar á meðal (ég vil kenna áfenginu um, það er almennu hungri (hver borðar yfir sig af svona þorramat??))(úff ég er bara verða eins og Krugerinn)



laugardagur, janúar 15, 2005

Carnaval, eða eitthvað svoleiðis :)

Jæja þá er Þorrablótið á morgun. Og með allri familíunni þar að auki. Og á hótelinu, ætli ég ætti að prófa að fara inn um annann inngang, kannski breytist þetta ef ég skríð inn einhverstaðar í kjallaranum????? ég er ekkert voða spennt fyrir þessu þorrablóti, það hlýtur að boða gott. er það ekki?

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég mótmæli!

Sko, það er nóg komið af snjó hérna! Sumstaðar eru tveggja metra ruðningar og skaflar hér í bænum og enn er verið að spá snjókomu, það var reyndar bara eitt snjókorn (og mér sýndist það reyndar falla á Þeistareykjum) en þessar veðurfréttir ljúga alltaf, það þýðir nú lítið að segja mér að það komi bara eitt snjókorn í viðbót. !!!!!!!!!!!!!!!!!! Við erum að kafna í snjó hérna, snjór uppá miðja glugga, reyndar sér Helgi ekkert út um sinn glugga (en það skiptir kannski minnstu máli, því ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma dregið frá honum svo.......................) Það liggur við að þegar maður fer niður í bæ á bíl þurfi maður að stoppa bílinn á hverjum einustu gatnamótum, smegja sér út og kíkja fyrir hornið á ruðningnum til þess að athuga hvort óhætt sé að halda áfram, síðan eru þeir þarna hjá bænum svo lengi að átta sig á því að það eru líka til fólk sem labbar, svo það líða alltaf svona 2-3 daga þar til þeir fara með snjóblásarann á stéttarnar !!!!!!!!!!!!!!!!! Það er greinilegt að ég er ekki feig, því ég er alla vegana ekki enn dottin fyrir bíl sem strýkst upp við mig um leið og hann keyrir framhjá mér 40 kílómetra hraða og ég hringsnýst eins og skopparakringla í leiðinni. Jón Örvar er líka 2var búinn að reyna að drepa mig á gröfunni. Einu sinni var ég að labba í vinnunna kl 9 að morgni til, þá kemur Jón Örvar bakkandi á gröfunni, á fyrrnefndum 40 km hraða og stefnir í áttina að mér, ég átti bara fótum fjör að launa Og í hitt skiptið var hann búinn að króa mig af.......ég veit þetta var hann því enginn annar sem keyrir gröfu er líklegur til að reyna að drepa mig svona oft.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Hvernig kaupir þú ostinn þinn?

-Gleðilegt árið.
Ég fór á áramótaball á gamlárskvöld, djöfull var ógeðslega leiðinlegt! Ég verð að muna það að þegar ég er ekki í stuði og langar mest heim að sofa, þá er það nákvæmlega það sem ég á að gera, punktur og basta, ja og hvað sem ég geri ekki fara á ball á hótelinu, mér finnst það leiðinlegt, það hellast bara yfir mig þessi ólýsanlegu leiðindi um leið og ég labba þarna inn. Og ekki bætti úr skák að ég var edrú og allir hinir fullir og í góðu skapi, sennilega eftir sprengingar kvöldsins.
Annars sá ég stelpu í jólaskónum mínum, ekki það að hún hefði stolið þeim, heldur voru þetta skórnir sem mig er búið að langa í síðan í september en hef ekki alveg haft afsökun til að kaupa, þar sem þeir eru lágir, sléttbotna með smá hælstubbum og hvítu ísaumuðu mynsti. (-ekki beint mikið notagildi í svoleiðis skóm þegar maður er að vaða snjóskaflana) og kostuðu 8000kr, gott að það eru að byrja útsölur bráðum.

Síðan ég flutti heim í sumar hef ég verið að taka eftir svotlu í fari húsvískra "karlmanna", svotlu sem ég vil kalla Stórkalla stæla, reyndar veit ég ekki hvort þetta er einskorðað við Húsavík, en það er pirrandi. Þessir Stórkalla stælar virðast herja á karlpening(sbr.búpeningur) á aldrinum 16-25 ára og lýsir sér þannig að sjúklingar rökræða um hluti sem hvorugur hefur hundsvit á, en báðir þykjast vita betur, mjög pirrandi kvilli.
Til dæmis get ég nefnt samræður sem ég varð vitni að. Samræður þessar snérust um hvort hagstæðara væri að kaupa ost í sneiðum eða svona stykkjum, eins og flestir íslendingar gera. (Ég verð að viðurkenna að þetta málefni heldur ekki fyrir mér vöku á nóttunni, en..........) Annar vildi meina að til lengri tíma litið væri hagstæðara að kaupa sneiðar, því það færi svo mikið til spillis af stykkjunum, hinn sagði þá að sneiðarnar væru svo dýrar að það borgaði sig að skera niður ostinn sjálfur. Þá nefndi sá fyrri Bandaríkin og það var u.þ.b. þarna sem mín hætti að hlusta(það er nefnilega allt SVO gáfulegt sem kemur frá Bandaríkjunum), búin að draga sínar eigin ályktanir, hverjum er svo sem ekki sama hvernig fólk kaupir ostinn sinn, þetta er þrátt fyrir allt persónuleg val og málefnið kannski ekki þess virði að rífast um.