laugardagur, október 23, 2004

Kúba eða Húsavík

Ég held ég hafi minnst á það einu sinni að ég þjáist af einhverri húsavíkurparanoju, þ.e. veiki þar sem þér finnst endilega eins og það sé alltaf verið að fylgjast með þér. Ég verð að viðurkenna að mér var farið að líða eins og ég væri þátttakandi í Gran Hermano (Big Brother) um daginn. Merkilegt hvað fólk er mikið að tala um aðra hérna.(veit að ég er alls ekki saklaus) Og merkilegt að fólki skuli finnast það merkilegt hvað ég er að gera, það sem mér finnst eiginlega merkilegast við það er mér finnst ég ekki þekkja neinn hérna, þess vegna finnst mér þessi áhugi svo merkilegur, já af því að ég þekki í rauninni voða fáa. í alvörunni þetta er bara eins og á Kúbu, la vigilancia allstaðar............nema það er ekki klagað í Castro heldur Mömmu!............. þannig er mál með vextu að fyrir tveim vikum var móðir mín spurð útí búð, eða útá bílastæði eða eitthvað hvort það væri kominn tengdasonur, þá hafði þessi kona séð mig labbandi útí bæ með e-h manni (sem ég hafði svo sem verið að "hitta" en hafði nú ekki séð ástæðu til að tilkynna foreldrum mínum um)
-Hvað er að?

föstudagur, október 08, 2004

Allar þessar einstæðu mæður

Mig minnir að ég hafi minnst á það einhvern tímann að ef lítið væri að gerast á blogginu hjá manni þá væri sennilega meira gerast í alvöru lífi manns. Ég verð eiginlega að viðurkenna að svo er nú eiginlega ekki í mínu tilviki. (Ég skipti bara um vinnu og nú er ég ekki á netinu allann daginn, núna fékk ég bara rétt að skreppa á netið hjá honum bróður mínum)

Í dag fékk ég geggjaða heimþrá til Reykjavíkur, ég var að skoða Fréttablaðið, þar var grein um "heitustu" pöbbana í Reykjavík...........og núna get ég ekki beðið eftir að 6.nóvember komi, gaman að hafa eitthvað svona til að láta sér hlakka til.

Ég held að ég sé alveg búin að sjá það út að ég muni ekki búa á Húsavík í framtíðinni, þessi staður fyllir mig paranoju, án spaugs! Stundum held ég að fólk hérna viti meira um mig heldur en ég veit sjálf, án spaugs! Mér finnst alveg ótrúlegt að fólk sé að tala um mig útí bæ, ég meina ég þekki nú ekki svo marga. (það var kúnni sem spurði mig um daginn hvernig mér gengi að skrifa!!!!!!!!!!!!) ég vissi ekki til þess að þessi maður þekkti mig!!!!! En á maður ekki bara að þakka fyrir að umtalið er á góðu nótunum, en ekki djöfulsins druslan og helvítins hóran. :)

Annars er mjög fyndið að fylgjast með þessu liði hérna, eins gott að þér verði ekki á því þér verður aldrei fyrirgefið!!!! Fólk hefur fordóma fyrir útlendinum, aðkomufólki (þ.e. þeim sem eru ekki af þriðja ættlið sem búið hefur í bænum, hefur ekki gengið í barnaskóla hérna, eða foreldrar þeirra eiga ekki ættir að rekja hingað), letingjum, vitleysingum, hálvitum, stelsjúkum, dópistum (fólki sem hefur einu sinni verið tekið 1 jónu fyrir aftan íþróttahúsið) , aumingjum, fólki sem borgar ekki reikningana sína, öryrkjum, einstæðum mæðrum, alkhóllistum, fólki sem það þekkir ekkert o.s.frv. (þá er líka orðið askoti erfitt að fara út úr húsi og tala við fólk, því þá er ansi mikið upptalið) Reyndar heyrði ég líka af einni konu sem var með fordóma út í hóp menntafólks, sem var svo merkilegt að ósennilegt þótti henni að það gæti tekið til eftir sig!!! og ekki erum við að tala um hóp heilaskurðlækna eða stærðfræðinga.

En þessar einstæðu mæður, hvað er málið með þær!!!!!!!????? Ætli fjöldi einstæðra mæðra segi eitthvað til um "gæði" íslenskra/húsvískra karlmanna? (Er gjörsamlega ómögulegt að búa með þessu?) Eða kunnum við ungafólkið ekki að takast á við vandamáilin? Búum við til vandamál þar sem þau eru ekki? (já, allavegana ég) Erum við að flýta okkur of mikið? (Erum við að æða út í sambúð og barneignir, húsakaup o.s.frv. of snemma?) Er fólk almennt að halda það að það eigi bara að vera hamingjusamt? og það þurfi allt að vera skemmtilegt og frábært og yndislegt? Að það séu aldrei skúrir í lífinu? (Á hvaða bandarísku bíomynd hefur þetta fólk verið að horfa á?)
Ég allavegana neita að trúa því að þessir íslensku séu allir hálvitar og aumingjar. (þótt alveg sé ástæða til að skilja við þá suma)

Annars kom hún Marta María til landsins núna í síðustu viku, en núna er hún farin aftur, og við fórum á djammið á henni Húsavík um síðustu helgi (ekki Helgi bróðir!!!) og ég er alveg að segja satt þegar ég segi að sunnudagurinn eftir djammið hafi verið ónýtur. Annars var þetta mjög fyndið djamm, Guðný Stef. fór alveg á kostum þegar hún var að kvarta yfir gífurlegri elli sinni, að það væri nú orðið rosalegt þegar maður þekkti börnin á djamminu af foreldrunum og sagðist vera fædd árið 46 fyrir krist, geri aðrir betur!!!! (ótrúlegt hvað hún hefur haldið sér)
Já þetta var alveg súper djamm, fórum í fyrir partý til Mörtu, sötruðum munnskol (leit út eins og munnskol, bragðaðist eins og munnskol, => munnskol..........................einungis aðeins áfengara) með Helgu Dóru föðursystur minni, fórum svo í eftirpartý hjá Mörtu (þá var Guðný löngu farin heim að lulla) og ég eldaði handa liðinu....................besti matur sem ég hef nokkurn tímann eldað, held að liðið hefði borðað þótt þetta hefði verið spaghetti og soyasósa.

Jæja eigum við ekki að segja þetta gott í bili?
Hasta luego!!!!!!

p.s. annars er ég farin að fá svoltið skrýtinn tölvupóst uppá síðkastið, "áttu fimmkall?" -já, en hvað er málið?, "Ertu á leiðinni til Þýskalands?"-nei en hvað er málið?