fimmtudagur, júlí 29, 2004

vinnan

Já annar vinnudagur búinn, og búin að tala við ótrúlegasta "fólk", vegagerðina, hvalaskoðunarfyrirtæki, skattstofuna, hótel, rútubílstjóra, fólk sem vill borða lunda svo fátt lítið sé upptalið. Undirbúa íslandsferðina fyrir einhverja frakka sem eru búnir að koma trekk í trekk, ég er eiginlega farin að halda að þau séu bara að koma til að hitta mig.

Hvernig snobbari ert þú?

HASH(0x89f0c3c)
You speak eloquently and have seemingly read every
book ever published. You are a fountain of
endless (sometimes useless) knowledge, and
never fail to impress at a party.What people love: You can answer almost any
question people ask, and have thus been
nicknamed Jeeves.What people hate: You constantly correct their
grammar and insult their paperbacks.

What Kind of Elitist Are You?
brought to you by

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hvað er EIGINLEGA að?????

Ég veit ekki hvort einhverjum öðrum hefur orðið á að horfa á Húsavíkursjónavarpið nýlega en upp á síðkastið hefur oft hvarflað að mér að ég hafi óvart ferðast í tíma. Nú fyrir þá sem ekki vita þá er verið að sýna tónlistarmyndbönd á þessarri stöð og þar að auki allann daginn, það er svo sem ekkert að því enda finnst mér það hin ágætasta skemmtun að horfa á tónlistarmyndbönd og ég væri nú sennilega ekkert að minnast á þetta nema bara af því að ekkert kom út á þessu ári. Lunginn af þessum myndböndum er af níunda áratug síðustu aldar. Áðan sá ég til dæmis myndband með David nokkrum Bowie þar sem hann var einmitt íklæddur leðurbuxum, ber að ofan og með sítt að aftan (sem mig grunar reyndar að sé að koma aftur í tísku, mér til ómældar ánægju ;( )
Við systkinin höfum jafnframt verið að velta svoltið fyrir okkur tónlistarvali Frikka í Bókabúðinni. Hvernig stendur á því að hann velur svona mikið af Tekknói? Maður sér hann nú ekki beint fyrir sér vera að dansa við það. Og hvað er með öll þessi lög með AHA (eða hvernig það er nú skrifað)?
Hvernig stendur á því að það er farið að sýna tónlistarmyndbönd þarna allann daginn? Er kannski búið að sýna öll leikrit sem sett hafa verið upp í bænum? Og kannski öll heimamyndbönd líka?

Hostage-situation á Stórhól

Ég heyrði alveg snilldar sögu af ungum, virkum dreng í dag (þess má geta að drengur þessi er kominn til vits og ára og hefur róast þó nokkuð síðan þetta gerðist)
Dag einn var faðir drengsinns að verka siginn fisk fyrir utan hús fjölskyldunnar á Stórhól. Faðirinn bregður sér inn í kaffi og skilur hnífinn eftir á borði þarna utan við húsið. Þegar faðirinn kemur aftur út er hnífurinn horfinn og undarlega hljótt orðið í hverfinu, þar sem venjulega heyrðust hávaði og læti í krökkum við leik. Nú voru góð ráð dýr, því föðurinn grunaði um leið hvar hundurinn lægi grafinn (ekki það að hann grunaði að hnífurinn hefði verið notaður til að drepa hund) Drengurinn hafði numið hnífinn á brott og fer faðirinn strax að leita og finnur drenginn í bílskúrsskoti við Stórhól 9 með eina tíu krakka í gíslingu. Þess má geta að drengurinn sem um er rætt var einungis fjögura ára þegar þetta gerðist og því ekki sakhæfur.

Trabajo trabajo trabajo

Jæja þá er mín bara komin með vinnu og allt. Í upplýsingabásnum í Strax, mér skilst að vinnan snúist einna helst um það að taka á móti fólki í kaffi og spila tetris, nei nei, fólk má sko alveg koma í heimsókn til mín (milli 2 og 4, er rólegast, þ.e. ef ég er þarna) en vinnan snýst um það að halda túristunum í bænum og láta þá gera sem mest. og hjálpa þeim náttúrulega, virðist mér við fyrstu sýn að áhugi kvennkyns túrista á lundum sé í hæstafalli óeðlileg...........það væri örugglega hægt að selja miða í lundaskoðunnarferðir!!!!!!(Voða spennó!!!)
Jæja best að fara út og njóta góða veðrisins(eða hvernig maður segir það)

 

mánudagur, júlí 26, 2004

Jú jú ég er á lífi

Púff nú er orðið svoltið síðan ég bloggaði síðast, ja einir 2-3 dagar en jæja, er svosem ekki búin að vera gera neitt, bara leita af vinnu og taka til eftir bræður mína, sem síðan kvörtuðu yfir því að það væri ekki farið inn í herbergi hjá þeim, óhreinu fötin sótt og svo dúkkuðu þau bara upp hrein í fataskápnum, einnig  kvörtuðu þeir yfir því að diskarnir færu ekki sjálfir í uppþvottavélina. (síðan hvernær hafa þeir gert það!?)
Nú ekki hefur mikið markvert gerst þessa dagana nema það að foreldrar mínir eru komnir heim úr Danaveldi og höfðu talsvert góss með sér og í dag fór ég með Hóffý og Grétari Þór að gefa öndunum, það var fínt og endurnar mjög gráðugar þótt ég sé svona nokkuð viss um að Grétar hafi nú lítið verið að gefa öndunum að sínu brauði, heldur hafi hann mestmegnis verið að japla á því sjálfur, eins og börn gera einmitt oft.


fimmtudagur, júlí 22, 2004

BA pælingar

      Barn þarfnast níu mánaða til að fæðast en einungis eina sekúndu þarf til að maður deyji. Ein mínúta var nóg til að breyta lífi mínu. Mínútan þegar síminn hringdi og fjarlæg rödd Jean Charles ýtti mér út í leit sem ég endaði á að týna mér í.
     Jean Charles hafði verið besti vinur minn. Það voru aðrir tímar, orðatiltæki eins og “besti vinur” höfðu ekki einungis þýðingu heldur voru þau oft notuð.
    Á einni mínútu á októberkvöldi braust vinur minn inn í líf mitt með ærandi hringingu símans.
    -Antonio, Antonio..-Ég þekkti röddina ekki aftur, en hún mælti nafn mitt-. Antonio, þú verður að hjálpa mér.
    Klikk. Sambandið slitnaði. Ég kannaðist við röddina, jafvel þótt ég hefði ekki heyrt hana í marga mánuði.
    Síminn hringir aftur. Núna jú.
   -Antonio, þetta er Jean Charles...-og aftur bylja klikkin á tólinu hjá mér.
   Þetta var, hafði alltaf verið rödd vinar míns, Jean Charles, ef orðið vinur hafði einhverja þýðingu fyrir mig ennþá.
   Ég ýtti við uppþornuðu eintaki af El banquete eftir Platón og heilu fjalli af myndasögum eftir Milo Manara með fætinum, þar til ég sá bók með rauðri kápu, þar sem ég geymdi líf mitt, koma undan bunkanum. Þarna geymdi ég símanúmer Jean Charles. Áður fyrr kunni ég það utan af en ég gleymdi því daginn sem ég kom að Ofélie með öðrum manni.
   Mér hefur alltaf fundist að það væri hægt að vita hvort einhver væri heima bara á hljóðinu á hringingunni; þetta málmkennda hljóð bar vitni um að hann væri ekki heima. Hann hafði ekki hringt í mig heiman frá sér. Enginn getur talað með örvæntingarfullri röddu sitjandi á þægilega indverka rúminu hans Jean.
   Í þriðju tilraun svaraði kona drukkinni röddu: “Jean Charles býr ekki lengur hér”.En hann hafði hringt í mig af einhverjum óþekktum stað, og mælt furðulega hræddri röddu. Jean Charles var án efa furðulegur maður, en eitthvað skelfilegt hlaut að hafa hent hann til þess að hann.............................

 Langar einhvern til að heyra meira????(Commentin!!!)

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Í djúpum..............

Hemmi bróðir á afmæli í dag (til hamingju með það!!) en það væri nú ekki til frásögu færandi nema af því að ég er einmitt að passa hann núna. (foreldrarnir í Danmörku) Mamma hringdi í  mig í gær og fræddi mig um það að litla barnið hennar ætti afmæli daginn eftir (reyndar þurfti hún líka að minna afmælisbarnið á það sama) og var óskað eftir því að ég myndi baka handa honum. (já og þarna liggur hundurinn grafinn) Helvítins kakan.
Já eftir að hafa talað við móður mína, spyr ég Hermann  hvað baka skuli og byrjar hann á því að óska eftir einhverju marens dóti með ávöxtum, súkkulaði og ég veit ekki hverju (no way in hell!!!) og var þá sæst á köku með súkkulaðirjóma og perum, hljómar nógu einfallt en er það ekki.
Byrjaði á að baka eitthvað sem heitir svampbotnar, það var svona nokkurn vegin hálvitahellt, líka það að setja inn í þessa köku, en svo var það helvítins súkkulaðirjóminn....................sem skildi sig tvisvar!!!! Ekki spyrja mig af hverju, ég skil það ekki.................kannski að einhver hafi hrekkt kúna sem rjóminn kom úr, eða eitthvað, eða hann hafi verið gallaður, eða að ég hafi bara ekki haft hugmynd um það sem ég var að gera (sem mér finnst reyndar líklegra).      Nú jæja, nú var Hemmi kominn ofan í skálina hjá mér og búinn að taka stjórnina, hann reyndar var búinn að hafa yfirumsjón yfir þessu öllu saman og það var honum að kenna að rjóminn skyldi sig í fyrra skiptið.
Nú jæja rjóminn komst svo loksins á kökuna í þriðju tilraun og situr núna í ískápnum, spurningin er hvort við tímum nokkuð að borða hana, en við erum alla vegana búin að taka mynd....

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Sagan af bláa reiðhjólinu


 Posted by Hello Ég þekki stelpu sem heitir Didi og þetta er hjólið hennar. Nema hvað Didi þessi er mjög óheppin ung stúlka og má eiginlega segja sem svo að við höfum verið óhullt í Valencia í þann tíma sem hún var þar. Aumingja Didi fór til Valencia til að læra spænsku, eins og svo margir aðrir, en svo óheppilega vildi til að Didi kynntist öllum verstu hliðum Valenciaborgar og var satt að segja farin að sjá eftir því að hafa komið.
Í fyrstu vikunni sinni í Valencia fór Didi á ströndina og skildi fartölvuna sína og gsm-síma eftir í íbúð vinar svo hún yrði nú ekki rænd á ströndinni. En svo óheppilega vildi til að þegar Didi og vinurinn komu heim af ströndinni að búið var að brjótast inn í íbúðina og auðvitað hafði þessi óprúttni aðilli haft tölvuna hennar og símann á brott með sér.  Nú myndu margir halda að þessi manneskja gæti nú andað rólegar því ólíklegt sé að fleira af svipuðum toga gæti hent sömu manneskjuna í miljóna borg. En nei nei, það væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að hún Didi bjó með rúmensku pari og tók maðurinn þessu rosalega ástfóstri við hana, þannig að hún átti nánast því fótum fjör að launa.
Rúmenski maðurinn:(á meðan Didi borðar morgunnmatinn)-Þú ert svo falleg     -þú ert svo falleg     -Alveg eins og Tiramisú. (Hver yrði nú ekki upp með sér við svona hól?)
Síðan bankaði rúmenski maðurinn uppá hjá Didi einn morguninn, Didi opnar dyrnar, og hvað haldiði???? Þá stóð maðurinn alsber fyrir utan dyrnar hjá henni og sagðist vilja fara með henni á ströndina. Þennann dag flutti Didi út. (ljái henni hver sem vill) Og einmitt þennann dag flutti hún inn til okkar og var í nokkra daga þar til hún var búin að finna nýja íbúð. Daginn eftir komst Didi að því að kærastinn hennar væri búinn að vera týndur í Alaska í viku, þ.e. hann hafði ekki skilað sér á réttum tíma úr kajakferð sem hann hafði farið í með vini sínum.
Enn gæti fólk haldið að nú væri hrakförum Didiar lokið en nei svo er nú ekki því að u.þ.b. viku seinna fer Didi á hjólinu sínu í partý í Ciudad de Artes y Ciencias og ekki vill betur til en svo að forláta bláa reiðhjólinu hennar er stolið.
Og enn gæti fólki dottið í hug að loksins væri hrakförum Didiar lokið en nokkrum dögum síðar fer Didi á djammið í Carmen og í þetta skiptið var hún vel undirbúin, enginn átti að geta rænt hana. Didi hafði fjárfest í hengilás á veskið sitt. En samt sem áður tekst óprúttnum aðillum að hafa á brott með sér nýja símann hennar Didiar sem hafði einmitt verið í veskinu með hengilásnum. Einhver galdramaður þar á ferð.
Þess má geta svona í lokin að ég var aldrei rænd í Valencia, reyndar þekki ég tvær aðrar stelpur sem voru rændar en engann sem var svona óendanlega óheppinn eins og Didi
 

mánudagur, júlí 19, 2004

Tölvu-fötlun...er það til?

Já ég er sko sannarlega fötluð á tölvusviðinu. Þetta blogg er hreinlega að gera útaf við mig og ég hreinlega trúi því ekki að ég sé svona vitlaus. Mér er búnir að takast ótrúlegustu hlutir síðan ég opnaði þetta blogg í gær, þar á meðal klúðra hlutunum þannig að ekkert sjáist á skjánum nema hornklofar,örvar, strik og bara læti. Það er alveg óþarfi að brjótast inn á bloggið mitt og hakka það, ég er fullfær um það sjálf!!!! Er búin að reyna mikið að setja mynd inn á bloggið, mynd af bláu reiðhjóli, ætlaði nefnilega að segja sögu af þessu bláa reiðhjóli (ekki það að lásinn hafi verið inn-út-inn-inn-út) en það verður víst bara að bíða betri tíma.
Eitt er það sem ég er búin að reyna mikið, ja eina 2 tíma í kvöld, það er að setja teljara inn á síðuna, það bara gengur ekki, gestabókin kom þó en mér tókst þó að stroka allt út af síðunni við að setja teljarann inn, held að folk.is hafi einmitt verið hannað handa fólki eins og mér, en það þýðir víst ekkert að gefast upp.
 
 


ahaaaa

ahaaa

Fyrsta færsla á nýju bloggi

Jæja fyrst að folk.is var farið að fara í taugarnar á mér, bara hreinlega fyrir að vera of einfalt, ákvað ég að skipta, reyndar held ég núna að það hafi verið vanhugsað hjá mér því ég var búin að bardúsa ótrúlega langann tíma við hlut sem var svo ótrúlega einfaldur, núna langar mig að skipta um lit á þessu bloggi, en hef ekki hugmynd um hvernig maður gerir það. En jæja það hlýtur að koma í ljós fljótlega, það er ekki eins og ég hafi ekki nógann tíma. Sennilega verð ég svoltinn tíma að redda þessu, þar sem ég er hálf fötluð á tölvur, en þetta hlýtur bara að koma 


laugardagur, júlí 17, 2004

Táin af við öxl

Æ Æ aumingja táin mín, ég er fótlama. Ég varð fyrir smá slysi í gær, opnaði baðherbergisdyrnar á litlu tánna á hægri löpp. Æ Æ það var ekki gott.......og núna er ég bara með hálfa nögl á tánni og............. plástur.Úff já ég lifi ótrúlega óspennandi lífi þessa dagana, engin vinna og ein heima með bræðrunum, sem eru aldrei heima, sem sagt ein heima og táin á mér eru stærstu fréttir úr lífi mínu þessa dagana (enn sorglegt og ég þarf ekki einu sinni hækjur til að ganga, bara plástur) Ég fann nú samt gamla vegabréfið mitt í gær, já ég held það hafi verið í gær, ég gerði svo dauða leit af þessu vegabréfi í fyrra sumar og satt að segja var ég farin að ímynda mér að það hefði verið brotist inn í íbúðina mína á meðan ég bjó á Kársnessbrautinni og því stolið með þessum 40 pundum sem voru inní því. En nei, nei, þegar ég fór að taka upp úr kössum í gær kom það upp með hinum bókunum, svona er það þegar maður ætlar að geyma eitthvað á svo vísum stað. Svo endar það á því að maður finnur hlutinn ekki einu sinni sjálfur.Svo fór ég líka á Baukinn í gærkvöldi, það kom mér svoltið á óvart að sjá svona mikið af fullorðnu fólki þarna, þá er ég að tala um yfir fertugu, og þar að auki vel við skál. Ég var t.d. spurð hvort ég talaði ennþá íslensku???? vitiði stundum efast ég, sérstaklega þegar ég hlusta á bræður mína tala saman, þeir nota orð sem ja samkvæmt mínum orðabókum eru EKKI til, t.d. sögnina "að lagga"-ég er ekki enn búin að komast að hvað þetta þýðir, en það hefur eitthvað með tölvur að gera, held ég.

föstudagur, júlí 16, 2004

Leti og aftur LETI

Úff það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég bara hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Já ég er komin aftur til Íslands. Það var svoltið annað að koma núna til landsins en þegar ég kom frá Hondúras þarna um árið, enda var það í Febrúar og um fimmtíu gráðu hitamismunur. En núna var þetta bara allt í lagi, ég var eiginlega bara dauðfegin að lenda á Keflavíkurflugvelli í alskýjuðu, rigningarúða, þótt ekki hafi verið laust við það að glamrað hafi í tönnunnum á mér. Eftir flugið mitt fór ég nú samt að velta einu fyrir mér(reyndar í annað skiptið á ævinni), enda nógur tími (45 mínútur í rútu).Mér finnst alveg merkilegt hvað gamalt fólk getur verið dónalegt. Ég er alltaf að reka mig á það að þetta fólk bara veður yfir allt og alla eins og það eigi allann heiminn.(Auðvitað eru til undantekningar). Ég byrjaði fyrst að velta þessu fyrir mér þegar ég fór í flug í Alicante um jólin. Þarna var ég að standa í röð, og búin að bíða þó nokkuð lengi og svo kom bara eitthvað gamallt pakk og tróð sér fram fyrir mig og endaði á að reka mig aftur fyrir röðina þegar ég sagðist nú hafa verið þarna undan. Kannski er þetta bara gamla fólkið í Alicante sem að lætur svona, heldur að það eigi rétt á að vera fyrst í röðinni bara af því bara eða af því að það býr þarna.(við erum ekki að tala um að þetta fólk sé eitthvað á dánarbeðinu eða sé örkumla)Á miðvikudaginn í síðustu viku þurfti ég svo aftur að taka flug frá Alicante. Ég ásamt allnokkrum fjölskyldum á leið heim úr sumarleyfinu vorum búin að bíða í hátt upp undir klukkutíma í röð fyrir framan innritunina þegar birtist maður á áttræðisaldri og treður sér framm fyrir alla röðina bara rétt sí svona eins og hann ætti allann heimin og benti okkur á að hann væri nú búinn að fara þrjátíu sinnum og það ættu að vera þrjár raðir. En af hverju skildi hann eiga að vera fyrstur í einni röðinni þegar það voru margir sem voru búnir að bíða miklu lengur? Enda voru það nokkrir sem kurteysislega bentu honum á þetta, aumingja konan hans var komin út í horn, dauðskammaðist sín örugglega fyrir hann. Það var samt ein kona í hópnum sem lét hann ekki vaða yfir sig og reifst við hann, aumingja spanjólarnir í afgreiðslunni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og ég skammaðist mín bara mest fyrir að vera íslendingur og stödd á þessum stað.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Stjörnuspáin

Ég fae alltaf stjörnuspána mína senda í e-mail, veit reyndar ekki alveg hvers vegna, en jaeja, gaman ad tví en stundum veit ég ekki alveg hvad sá sem skrifar tessar stjörnuspár er ad paela. (Hugsa ad Jóhannes á Víkurbladinu sé hugsanlega kominn í aukavinnu, tótt ekki sé ég viss um ad hann sé svona sleipur í enskunni). En tetta er alla vegana tad sem ég fékk í dag
 
Your attitude towards others pushes you to meet people, who could be considered by a large majority, as eccentric persons. They might be considered by a large majority to be a little bit strange. You will be happy to meet one of them today, but this person will look familiar and strangely enough, will most likely be yourself.Veistu...............ég veit bara ekki alveg hvernig ég á ad taka tessu

mánudagur, júlí 05, 2004

Ekki ferðabæklingur

Ég er ad hugsa um ad fara ljúga til um tjóderni, leidast nefnilega obbó mikid ad svara spurningum um Ísland, um hitastig, sólstödur og ýmislegt sem fólk virdist ekki vita um Ísland, t.d. ad tad séu KÝR á Íslandi. Ég er ekki ferdabaeklingur. En samt fraedi ég tann sem spurdi um kýrnar nú í hvert skipti um húsdýrin á Íslandi og er ad hugsa um ad senda honum bók um Íslensku húsdýrin í jólagjöf, Tid vitid tessa med tykkuspjöldunum sem börn undir eins árs aldri eiga. Ég get svo sest nidur med honum vid taekifaeri og kennt honum nöfnin og ad segja Brabra og mumu og svoleidisAnnars erum vid búnar ad lenda í skemmtilegum leigubílstjórum uppá sídkastid, sem hafa bara spjallad og spjallad, einn fraeddi okkur um borgarastyrjöldina í Kólumbíu, annar virtist alveg aestur í ad kenna mér spaensku (ég var bara ein í tetta skiptid) Vitidi tad eru 4 merkingar á ordinu banco í spaensku, -Banki,-Bekkur,-fiskitorfa(er tad ekki annars kallad torfa?),-og eitthvad sem leigubílstjórinn mundi svo ekkert hvad var, Sídan var hann ad fraeda mig um mismuninn á tessum tveim sögnum í spaensku sem týda "ad vera"!!!!!!!!!!! ég var ekki alveg viss um hvort ég aetti ad vera módgud. Og já svo lentum vid á leigubílstjóra sem gerdi ekki annad en ad tala um hvad vinkona mín vaeri falleg, henni var nú ekki alveg sama greyinu.En jaeja ég er bara alveg ad fara heim og reyndar bara einn dagur eftir í Valencia, sem verr fer, tótt ég sé alveg til ad fara sleppa úr tessum hita. Áaetladur lendingartími á Íslandi: 1730 tann 07.07.04