mánudagur, júlí 19, 2004

Tölvu-fötlun...er það til?

Já ég er sko sannarlega fötluð á tölvusviðinu. Þetta blogg er hreinlega að gera útaf við mig og ég hreinlega trúi því ekki að ég sé svona vitlaus. Mér er búnir að takast ótrúlegustu hlutir síðan ég opnaði þetta blogg í gær, þar á meðal klúðra hlutunum þannig að ekkert sjáist á skjánum nema hornklofar,örvar, strik og bara læti. Það er alveg óþarfi að brjótast inn á bloggið mitt og hakka það, ég er fullfær um það sjálf!!!! Er búin að reyna mikið að setja mynd inn á bloggið, mynd af bláu reiðhjóli, ætlaði nefnilega að segja sögu af þessu bláa reiðhjóli (ekki það að lásinn hafi verið inn-út-inn-inn-út) en það verður víst bara að bíða betri tíma.
Eitt er það sem ég er búin að reyna mikið, ja eina 2 tíma í kvöld, það er að setja teljara inn á síðuna, það bara gengur ekki, gestabókin kom þó en mér tókst þó að stroka allt út af síðunni við að setja teljarann inn, held að folk.is hafi einmitt verið hannað handa fólki eins og mér, en það þýðir víst ekkert að gefast upp.
 
 


Engin ummæli: