þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hostage-situation á Stórhól

Ég heyrði alveg snilldar sögu af ungum, virkum dreng í dag (þess má geta að drengur þessi er kominn til vits og ára og hefur róast þó nokkuð síðan þetta gerðist)
Dag einn var faðir drengsinns að verka siginn fisk fyrir utan hús fjölskyldunnar á Stórhól. Faðirinn bregður sér inn í kaffi og skilur hnífinn eftir á borði þarna utan við húsið. Þegar faðirinn kemur aftur út er hnífurinn horfinn og undarlega hljótt orðið í hverfinu, þar sem venjulega heyrðust hávaði og læti í krökkum við leik. Nú voru góð ráð dýr, því föðurinn grunaði um leið hvar hundurinn lægi grafinn (ekki það að hann grunaði að hnífurinn hefði verið notaður til að drepa hund) Drengurinn hafði numið hnífinn á brott og fer faðirinn strax að leita og finnur drenginn í bílskúrsskoti við Stórhól 9 með eina tíu krakka í gíslingu. Þess má geta að drengurinn sem um er rætt var einungis fjögura ára þegar þetta gerðist og því ekki sakhæfur.

Engin ummæli: