föstudagur, desember 31, 2004

Jæja þá er árið búið

ja eða svona næstum því, einir átta tímar eftir.
Ég hef mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að gera árið upp á þessu bloggi. Ég verð bara að viðurkenna að ég veit bara alveg hvar ég á að byrja. Ég get ekki gert upp við mig hvert skemmtilegasta atvikið á þessu ári var, annars var rosa gaman þegar Jóna kom til mín til Valencia, sérstaklega fyrsta kvöldið þegar við fórum bara 2 saman á djammið, það var ekki alveg jafn gaman að vakna daginn eftir. En síðan var líka rosa gaman að fara til Reykjavíkur í nóvember, verst að sumir skyldu þurfa lögreglufylgd til að komast heim, og þá er ég EKKI að tala um sjálfa mig. (Vona bara að betur fari þegar ég kem í febrúar)
Neyðarlegasta atvikið var óumdeilanlega þegar 2 franskar stúlkur stóðu upp á veitingastað og betluðu brauð af næsta borði (þetta með glóðaraugað og gítarinn var í fyrra)
Ef ég hefði farið á harmonikkutónleika þá hefði það verið það allra leiðinlegasta sem ég hefði lent í árinu, en ætli ég verði ekki að láta tímana í Dialectologia nægja.
En afrek ársins er örugglega að koma jólakortinu til Guðnýjar Ster í fyrradag, vona bara að hún finni það einhverntímann.

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól frá mér til ykkar.

Ps. ég held ég vinni mér það ekki til lífs að skríða hérna útúr þessum snjóskafli og færa fólki jólakortin í dag, sjáum til á morgunn

miðvikudagur, desember 22, 2004

Ekki á morgunn, heldur hinn.

Já nú má svo sannarlega segja að við séum snjóuð í kaf hérna á Húsavíkinni og ótrúlegt má virðast að fyrir einungis sólarhring höfum við Jóna verið á rúntinum og ekki þurft að hægja á við hver einustu gatnamót til að sjá hvort einhver sé að koma. Já ruðningarnir eru orðnir svo háir að ég (meðalmanneskjan :)) sé ekki yfir með góðu móti.
Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég varð svolítið hissa þegar ég sá allann þennann snjó í morgunn, c.a. 1 meter af jafnföllnum, og mér datt einna helst í hug að ég hefði sofið eitthvað lengur en bara eina nótt.

En það er svona einna helst í fréttum að ég er að falla á tíma í jólagjafainnkaupunum, á 2 eftir og ég var að tala við Barböru í síma áðan, (Barböru sem ég bjó með í Valencia) og jú hún Hilda frænka mín er búin að vera marga daga á landinu og ég hef ekkert séð hana, ég er eiginlega farin að skammast mín svoltið mikið, ég er bara búin að vera svo voða upptekin og veðurteppt í kvöld.

laugardagur, desember 18, 2004

Hæ hæ aftur

Ein bara dugleg að blogga? hugsiði sjáfsagt með ykkur þegar þið lesið þessi orð. já internetið er sko komið í lag og ég bara í svona frábæru skapi....... þetta er nefnilega ekkert lítið skemmtilegur dagur, búin að fara í jólagjafainnkaupin, senda fullt af jólakortum, ég var líka ekkert smá stollt af sjálfri mér í gærkveldi að hafa rumpað þessum jólakortum af, held ég eigi samt einhver eftir, annars held ég að það sé nú varla alvarlegt, en jæja.....
Samt verð ég eiginlega að viðurkenna að ég keypti eiginlega stærðstu jólagjöfina handa sjálfri mér, ég er samt að hugsa um að pakka henni inn og skrifa bara "Til:Svanlaugar, Frá:Grílu" Ég keypti nefnilega svona Krullusléttitæki, og ekki vanþörf á!

Úpps!!Ég held ég hafi verið að komast að því hvert uppáhaldslagið mitt sé, allavegana þessa dagana............skrýtið, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart, það er muse lag, ég hef ekki hlustað á muse lengi og satt að segja verð ég að viðurkenna að muse minnir mig alltaf á fyrrverandi bekkjarfélaga minn sem gekk oft og yðurlega(er'etta annars ekki skrifað með uffsiloni) í bol merktum muse. Ég vona að þetta ástfóstur mitt standi engan vegin í tengslum við þennann bekkjarfélaga.............




föstudagur, desember 17, 2004

Já ætli það sé ekki rétt, að ég þurfi að fara blogga, það er langt síðan síðast.
En ég.....ég..........ég hef afsökun. Hann Helgi bróðir, maldito, stútaði einhverju rafmagnsdrasli svo ekki var hægt að fara á netið hérna á heimilinu í 2 vikur.

Annars er mjög lítið að frétta, nema ég á eftir að kaupa ALLAR jólagjafirnar og skrifa ÖLL jólakortin nema eitt..............Hvað er að mér? Ekki það að ég hafi allann heimsins tíma til að versla, ég er nú að vinna frá 9 til 6, og hvenær ef ekki á þessum tíma fer maður í búðir. Eg er þó búin að versla jólafötin, nú getur amma loksins farið að sofa á nóttunni, ég held að þetta hafa verið farið að valda henni svefnörðuleikum, það væri nú ljótt ef ég hefði nú farið í jólaköttinn...............MJÁ, en þessu með jólakortin verðu kippt í liðinn í kvöld og jólagjöfunum á morgunn................vonandi sem flestum

Ég hef verið að pæla í svotlu, ég hef reyndar oft pælt í þessu en það er þetta orðatiltæki "andskotinn á honum"
Dæmi.:
-Helgi, andskotinn á honum, braut spennubreytinn.


Hvað er þetta "andskotinn á honum"?

svar óskast