Já nú má svo sannarlega segja að við séum snjóuð í kaf hérna á Húsavíkinni og ótrúlegt má virðast að fyrir einungis sólarhring höfum við Jóna verið á rúntinum og ekki þurft að hægja á við hver einustu gatnamót til að sjá hvort einhver sé að koma. Já ruðningarnir eru orðnir svo háir að ég (meðalmanneskjan :)) sé ekki yfir með góðu móti.
Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég varð svolítið hissa þegar ég sá allann þennann snjó í morgunn, c.a. 1 meter af jafnföllnum, og mér datt einna helst í hug að ég hefði sofið eitthvað lengur en bara eina nótt.
En það er svona einna helst í fréttum að ég er að falla á tíma í jólagjafainnkaupunum, á 2 eftir og ég var að tala við Barböru í síma áðan, (Barböru sem ég bjó með í Valencia) og jú hún Hilda frænka mín er búin að vera marga daga á landinu og ég hef ekkert séð hana, ég er eiginlega farin að skammast mín svoltið mikið, ég er bara búin að vera svo voða upptekin og veðurteppt í kvöld.