fimmtudagur, apríl 29, 2004

Þreytandi tækifærissinnar

Jæja jæja þá er ég risin úr rekkju eftir veikindinn og næstum tilbúin að fara til Mallorca. Já ég er að fara til Mallorca á morgunn, loksins, það verður nú gaman að komast í burtu frá Valencia, þótt Valencia sé alveg ágæt sem slík, það eru sambýlingarnir sem fara stundum í taugarnar á mér. Mér finnst tildæmis alltí lagi að fólk spyrji hvort það megi nota tölvunna mína þótt ég skilji hana eftir á stofuborðinu. Um daginn hafði ég leyft þessari frönsku að nota tölvuna til að gera eitthvað á netinu, þetta var að kvöldi til og svo fór ég að sofa og tölvan varð eftir á stofuborðinu. Daginn eftir var ég að flýta mér í skólann svo ég mátti ekki vera að að ganga frá henni (þ.e. tölvunni, ekki þessarri frönsku) en þegar ég kom heim var kærastinn hennar að vinna verkefni í henni (sbr. Fyrri sviga). Mér finnst þetta nú svoltið mikil frekja. Eða kannski er ég bara svona eigingjörn. Þetta er bara eitt dæmi, mér finnst oft eins og það sé verið að vaða yfir mig á mínu eigin heimili, eða eins og sumir láti eins og þeir séu einir í heiminum. Þetta er þriðji strákurinn sem þessi stelpa er með í vetur (já hún er búin að eiga 3 kærasta bara núna í vetur) en hinir hafa þó kunnað sig og gert sér grein fyrir að þeir eru gestir hérna heima hjá okkur. Málið er að þegar fólk gerir sér ekki grein fyrir hvar mörkin milli átroðnings og ekki átroðnings eru þá...........ja eigum við ekki bara að segja að það sé erfitt að umgangast svona fólk. Og þarsem ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir að rífast þá segi ég ekki neitt og verð síðan hálf pirruð við sjálfa mig fyrir að segja ekki neitt. (en ég er farin að passa að hlutirnir mínir liggi ekki á glámbekk)Já frakkar eru tækifærissinnaðar skepnur, það eru fullt af dæmum sem eru svona af svipuðum toga og þetta með tölvuna, þetta eru svona litlir hlutir, þú réttir þeim litla putta og þeir ætla bara að taka alla höndina upp að öxl. Við vorum að drekka eplasnafs í fanta-lemon (mjög vinsæll drykkur) þ.e. Barbara var að drekka svoleiðis þegar Jóna var í heimsókn, og þau spurja hvort þau megi fá og jú jú ekkert sjálfsagðara en að gefa með sér...........en þar með er ekki sagt að þau megi eiga flöskuna, þetta var nú kannski fullýkt hjá mér, en svo förum við Jóna og Barbara út og skiljum þau eftir í stofunni, svo ekkert meira með það nema að ég hitti Barböru í stofunni daginn eftir og hún veifar flöskunni framann í mig þá var bara einn þriðji eftir (þetta eru svona á svipaðri stærð og einn peli af .......) og aumingja Barbara bara búin að drekka eitt glas af þessum eplasnafs.En í sambandi við kvefið mitt, ég veit ekki hvort þetta er eðlilegt en ég er eiginlega að drepast úr strengjum í maganum eftir að hafa eytt 2 dögum í að hósta úr mér lungunum, það mætti eiginlega halda að ég hafi eytt 2 dögum í að gera magaæfingar.Jæja ætli ég biðji ekki bara heilsa þangað til eftir helgi, þ.e. ég kem heim á mánudaginn

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Dularfullt sms-a misferli

Jæja þriðji dagur í kvefi og veikindum. Hvernig er hægt að hafa kvef og hita í næstum þrjátíu stiga hita???? Held að það þurfi dálitla lagni til.Ein spurning: Eru ekki allir komnir með nóg af Beckham? Ég sá í mogganum áðan að það hafi átt að vera list að horfa á hann sofandi en ég verð að viðurkenna að ég er orðin svoltið þreytt á honum. Þar sem ég ER á Spáni þá er ég búin að fá beint í æð allt vesenið með aðstoðarmanneskjuna sem aðstoðaði hann of mikið. En vitiði hvað? Það er eitt sem ég hef pælt mikið í. HVERNIG í ósköpunum náðu blöðin í sms-in sem eiga að hafa farið þeirra á milli? Og hvernig í ósköpunum stendur á að þau eru enn til? Ég veit ekki hverskonar pláss er í símunum þeirra en...........ég á ekki svona mörg gömul sms síðan í október, en jæja en kannski ef.................Við Brabra erum búnar að skemmta okkur mikið yfir þessu öllu saman, Brabra hafði mjög gaman af sms-unum og las þau upphátt fyrir alla sem komu í heimsókn til okkar (reyndar fannst mér þau aldrei neitt sérstaklega sannfærandi, eiginlega of klúr til að geta verið sönn).en jæja þetta er búið að vera í öllum blöðum og er orðið svoltið gamalt en mér finnst alveg merkilegt að við skulum vita svona mikið um eina manneskju sem við höfum ekki einu sinni séð með berum augum, en vitum hins vegar hvernig er í rúminu (ég veit ekki hvort það var sýnt á Íslandi en einn daginn var sama viðtalið við “aðstoðar”konuna sýnt á klukkutímafresti, ég held að á endanum hafi ég verið búin að sjá það allt).Ég hef reyndar mikið pælt í því hvort það sé nokkuð í lagi með þessa “aðstoðar”konu þarna. Viðurkennirðu í alvöru í blöðunum að hafa átt í sambandi við giftann mann? Þótt að það sé reyndar mín skoðun að viðhaldið sé nú sjaldnast sökudólgurinn í svoleiðis “samböndum”,( reyndar finnst mér alltaf svoltið heimskulegt þegar konur eru að tala um helvítins drusluna sem stal manninum þeirra. Hvað með manninn sem sem þær giftust sem er svo með viðhald líka? ) En svo við tölum meira um Rebeccu (mig minnir að hún heiti það) Og ferðu svo í sjónvarpið og segir frá því hvernig hann var í rúminu? Í alvöru? (og hverjum datt í hug að spurja?) Kom það henni virkilega á óvart að hún gæti ekki keppt við áralangt samband? Og er það ekki vitað mál að þú ert bara sjálfri þér verst ef þú ert með giftum manni? Æi greyið að það skuli vanta svona marga kafla í bókina í hausnum á henni, og ég ætla rétt að vona að henni líði betur eftir að hafa sagt frá þessu, því ég ætla rétt að vona að þetta hafi ekki verið athyglisýki hjá henni eða peningagræðgi. Hins vegar hef ég grun um að hún hafi bara verið að hefna sín á honum fyrir að dömpa henni (þótt mér skiljist að Viktoría hafi gert það fyrir hann).By the way stelpur þá er ég búin að breyta vinum og vandamönnum, bara fyrir ykkur, en ég verð að viðurkenna að það var smá púki í mér þegar ég skrifaði um ykkur Unufells"druslurnar"

sunnudagur, apríl 25, 2004

Hvað er málið með karlmenn og BRJÓST???

Þegar ég var lítil var mér kennt að það væri dónaskapur að horfa á hálfnakið fólk, og já hefur ekki alltaf verið dónaskapur að stara? Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er ekki sú að það hafi einhver verið að stara á mig (svo ég viti til), heldur varð ég vitni að því þegar tveir strákar um 17 ára aldurinn ganga framhjá stelpu sem hafði asnast til að fara úr bíkinitoppnum á ströndinni. Þarna liggur stelpan í sólbaði, það voru fáir á ströndinni þennann dag og þess vegna hálf flennulegt að liggja þarna berbrjósta á ströndinni, en það er svo sem hennar mál. En allavegana labba þessir strákar þarna framhjá og eru ekkert að fela það að þeir séu að glápa á þessa stelpu, í smá stund stóðu þessir drengir yfir stelpunni og gláptu Ég meina það þeir voru eins og algerir perrar þarna þar sem þeir gengu um ströndina, alklæddir og fóru frekar nærri léttklæddum konum, enda sjálfsagt aldrei séð annað eins.Ég var að velta fyrir því fyrir mér í dag “hverskonar egó eru strákar fæddir með?” og “hvað er eiginlega að þeim?”. Ég byrjaði að pæla í þessu um daginn þegar Diego var að segja okkur að La Bestia (vinur hans “villidýrið”) hefði hringt í hann til að kvarta yfir því að Diego hefði ekki stoppað hann í því að sofa hjá einhverri stelpu sem að mér skildist að hafi ekki verið neitt rosalega fríð, ég sá þessa stúlku reyndar ekki en mér finnst mjög ólíklegt að hún hafi verið mikið ófríðari en La Bestia, svo ég segi ekki meira.Síðan varð Barbara vitni af furðulegri tómstundaiðju ítala á ströndinni í gær, henni varð það nefnilega á að fara með Diego á ströndina, þeim leiddist víst svoltið greyjunum svo þeir tóku upp á því gefa stelpum (eða það er rössunum á þeim) (menn batna víst ekki mikið þótt þeir séu orðnir 27 ára) en þeir mega þó eiga það að þeir fóru þó allavega hjá sér þegar þeir uppgötvuðu það að Barbara skildi það sem þeir voru að gera. En mér finnst alveg merkilegt að þeir skuli leyfa sér það að vera gagnrýna einhverjar stelpur á stöndinni þar sem þessir drengir eru ekkert fríðari en gengur og gerist, ég hef aldrei(að ég held) orðið vitni að því að stelpur liggi á ströndinni eða einhverstaðar annarstaðar og glápi á stráka, það er ekki nema eitthvað sérstakt sé, svo sem alskonar furðuleg hegðun, t.d. einhverjar fimleikaæfingar, í dag var einhver að æfa barþjónakúnstir, það er mjög hentugt á ströndinni þarsem flaskan brotnar ekki.En nú er ég komin svoltið út fyrir efnið. Það sem ég vildi sagt hafa eða rétt minnast á: Hvað halda strákar eiginlega að þeir séu? Ef þeir halda að þeir geti bara legið á ströndinni og gagnrýnt einhverjar aumingjans stelpur á ströndinni, bíddu sjá þeir sjálfa sig ekki í réttu ljósi, og hverskonar egó er það að geta gagnrýnt aðra þegar þeir eru kannski ekkert mikið betri sjálfir.

laugardagur, apríl 24, 2004

Frægur og ekki frægur, það er efinn

Það er alveg greinilegt að ég fylgist voða lítið með íþróttum og þá sérstaklega fótbolta, ég lét þó hafa mig í það í mars að fara á völlinn (mestalla), fór þó bara til 1)að geta sagt Helga bróður frá því 2)af því að völlurinn er í 100m fjarlægð og því hálfgerð skömm að hafa aldrei farið. Nú jæja það sannaðist sko rækilega að ég fylgist ekkert með íþróttum á miðvikudagskvöldið. Þá fór ég á afmæli vinkonu minnar á bar þar sem statt var u.þ.b. helmingur Valencialiðsins og líka forseti Valenciahéraðs. En auðvitað gerði Svanlaug sér ekki grein fyrir því. Vinur minn benti mér á þetta fólk. Einu íþróttamennirnir sem ég þekki á Spáni eru Óli stef, Beckham og já núna markvörður valencialiðsins. (frekar sorglegur árangur) Hins vegar “þekki” ég alveg fullt af öðru frægu fólki, sem ég hef reyndar ekki enn komist að fyrir hvað það er frægt. Ja tildæmis Isabel Pantoja, sem er gömul, ljót og feit kelling og leiðinleg í þokkabót, fyrir hvað getur hún verið fræg? Hún er svoltið eins og Fjölnir á Íslandi, nema hann er ekkert af ofantöldu nema kannski leiðinlegur, en hver veit afhverju hann þarf alltaf að vera í Séð og Heyrt?En svo ég haldi áfram með hassneyslu spánverja þá frétti ég af einum góðum kennara í vikunni, sem, já kveikir sér í jónu í tíma á meðan hann er að kenna, svo vorum við að hneygslast á kennaranum sem kveikti sér í sígó í tíma í læknisfræðinni í vetur.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

FLOPP VIKUNNAR

Ha rosalega var ég andlaus í gaer (ég er ad skrifa í skólanum). Ég gleymdi nefnilega ad segja frá floppi vikunar. Tetta var nú reyndar á laugardaginn, nei aetli tad hafi ekki verid komid yfir midnaetti, nú jaeja tetta er sem sagt flopp tessarar viku. Jaeja ég fór med Jónu ad sína henni la Marcha (diskó), vid vorum svona nánast tví alveg edrú og haldidi ekki ad tad komi ekki tveir strákar alveg blind fullir til okkar tarna sem vid stódum í sakleysi okkar, og teir voru ekkert ad fara. Og ég er alveg viss um ad tegar teir vöknudu daginn eftir tá hefur teirra fyrsta hugsun örugglega verid "¿Hvernig datt mér í hug ad segja tetta?"Jaeja svo ég útskýri tetta betur tá koma tessir 2 tarna advífandi, Pascual og David, p frakki d spánverji, nú jaeja tegar svona gerist er mín reynsla ad vera bara kurteys og svara (annars getur madur lent í ad fá brunasár á mjödmina, reyndar er tad Hildar reynsla) en jaeja svo byrjar spánverjinn "¿a tí te gusta el calor corporal?"(líkar tér l´likamshiti?) ég hafdi ekki hugmynd um hvernig ég aetti ad svara tessu, hafdi grun um hvad hann vildi segja en............................jaeja eftir furdulegar samraedur enda ég á ad segja "no quiero parecer antipática pero si estas buscando sexo tienes que buscar otra persona"(ég vil ekki vera leidinleg en ef tú ert ad leita tér ad hjásvaefu tá tarftu ad leita annarstadar) tá fer hann og talar vid Jónu, og tegar spánverjar eru ad tala ensku tá er tad ekki alltaf fallegt, en ég fylgist ekkert sérstaklega med tessum samraedum nema tad ad alltí einu heyri ég "I want to fucking you!" aumingja jóna vissi ekki alveg hvernig hún átti ad taka tessu en tessi setning hefur verid daemd FLOPP VIKUNAR

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Hvenær ætla sumir að verða fullorðnir????

Jæja núna er Jóna komin heim til sín, vona ég. Og ég búin að fara í skólann. Humm, voðalega er ég andlaus í dag, ætli ekki sé um að kenna fyrirlestri þriggja tíma fyrirlestri í teatro latinoamericano, fyrsti dagurinn í skólanum eftir frí er alltaf erfiðastur, og svo vaknaði ég líka með Jónu í morgunn uppúr sex til að koma henni í lestina.Annars varð ég hálf orðlaus í gærkvöldi. Ég frétti nefnilega að tveir “vinir” mínir séu búnir vera halda einhvern lista um stelpur sem þá langar að vera með (svona einhverskonar skorlista) og jafnframt hafa þeir verið að gefa einkunnir. Mín spurning er bara: Eiga menn ekki að vera vaxnir upp úr svona vitleysu um tvítugt? Mig rámar í eitthvað svona úr barnaskóla en.........................

sunnudagur, apríl 18, 2004

Til Elísu

Jæja jæja þá er Jóna komin í heimsókn til mín og því er ég búin að vera sérstaklega upptekin við að dandalast, og þess vegna hef ég ekki getað bloggað (sorry). Við tókum nokkuð vel á því á fimmtudags”kvöldið”. Þetta var eiginlega stórfurðulegt djamm. Við byrjuðum heima hjá mér, það var einum og langt heim til hennar, síðan fórum við í Carmen (sem er gamli bærinn þarsem en mjög inn að djamma), fórum uppáhalds staðinn minn, sem var tómur, aldrei þessu vant, ég hef aldrei séð svona fátt fólk þarna, samt ílengtumst við í rúma 2 tíma, að kjafta. Enn var “kvöldið” ekki búið svo við ákváðum að fara á enn annann bar, sem var reyndar pakkaður, og tókum örsmátt úrtak á veitingum staðarinns. Það fyndnasta við þetta kvöld er enn eftir, þegar við komum útaf þessum stað þá hittum við breta, yessss loksins einhver sem getur talað við Jónu, hugsa ég, spánverjar eru ekki miklir enskumenn og lítið af vinum mínum úr skólanum heima, jæja við spjöllum við þennann sták og haldiði ekki að við endum ekki með honum á stað fyrir samkynhneigða, og ekkert okkar er samkynhneigt (svo vitað sé). Jóna var ekki alveg sátt við að vera fara á hommabar, en mér var nokk sama, en þetta VAR mjög athyglisverð reynsla, þarsem ég hef aldrei komið inn á svona stað áður, ég get ekki sagt ykkur að þetta sé svona á öllum svona stöðum, en það var bara eitt klósett (þ.e. ekki eitt stykki, heldur labbaði maður framhjá strákunum við sprænuskálarnar til að komast á klósett með hurð fyrir). Um hálf átta skiluðu gellurnar sér heim, eftir að hafa þurft á veifa leigubíl í rigningunni. Síðan var rumskað um tvö, þrjúleitið, Svanlaug á undan Jónu og svo var ákveðið að halda áfram að leggja sig vegna gífurlegrar þreytu. Loks var farið á fætur um sexleitið og skroppið út í búð og versla og eldað og síðan var aftur farið á djammið en auðvitað ekki fyrr en búið var að borða matinn sem eldaður var og smakka grappað sem Diego kom með frá Ítalíu, einmitt þennann dag..Dagurinn í dag er búinn að vera alger letidagur þarsem við vöknuðum og fórum svo að flatmaga á ströndinni.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Með brunarústir á öklanum

Ég á voða bágt í dag. Ég skaðbrann í gær, bara á öklanum. Vonandi finnst einhverjum þetta fyndið því það finnst mér ekki, reyndar er ég alveg farin að hafa húmor fyrir þessu. Þannig er mál með vextu að ég fór á ströndina í gær og já ekki vildi betur til en ég brann á ÖKLANUM. Þið kannski veltið fyrir ykkur hvernig hægt er að brenna bara á einum stað á líkamanum. Sko, ég fór á ströndina og lág í sólbaði svo þegar mér fannst nóg komið ætlaði ég að fara heim kom Barbara og ég ákvað liggja þarna aðeins með henni, en nennti ekki aftur úr fötunum (en einhvern vegin hafa buxurnar fokið eitthvað upp um mig í rokinu, já þarna síðast var eiginlega bara mjög hvasst, og ég get svo svarið það að ég er enn með sand í munninum).Jæja núna er Jóna að koma á morgunn og ég ætti eiginlega að fara laga til, ekki það að hún sé svo mikil pjattrófa heldur koma 2 sambýlingar mínir heim á föstudaginn og það var eiginlega búið að ákveða að það ætti allt að vera rosa sleikt og fínt þegar þau kæmu, þau voru nefnilega alls ekki að laga til eftir sig þegar þau fóru, einn skildi meira að segja eftir sig kex og te á stofuborðinu, bara rétt eins og hann hafi bara skroppið út í búð.Ég komst samt að einu í gær. Bandaríkjamenn eru háværasta þjóð í heimi, oft hafa spánverjarnir farið í taugarnar á mér fyrir kjaftagangi og hávaða en ég held að hugsanlega toppi bandaríkjamennirnir þá. Það var bara enginn svefnfriður á ströndinni í gær, kannski bara eins gott ef ég hugsa um ástandið á öklanum á mér í dag.Já spánverjar eru háværir. Ég minntist aðeins á kaffistofuna í skólanum, það er nú kannski ekkert skrýtið að það sé hávaði og læti þar, ég meina það er nú seldur bjór þar (ég er ekki ennþá byrjuð að skilja afhverju? Getur þetta fólk ekki drukkið VATN, ef það er þyrst?) og sumir á þessari kaffistofu eru duglegri en aðrir í hassinu. (hvað get ég sagt þetta er nú einu sinni heimspekideild, fólki finndist það skýra ýmislegt á Íslandi, en verst er að hérna er þetta ekkert betra í viðskiptafræðinni eða læknisfræðinni). Eitt mitt stærsta menningarsjokk þegar ég kom hingað var þegar ég áttaði mig á því að hér er reykt hass allstaðar (þ.e. ef þú hefur áhuga), það er kannski spurning um löggustöðina, en..................... ég hef ekki frétt af því að einhver hafi verið tekinn fyrir hassneyslu úti á götu. Merkilegt.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Á TALLLLLLLLLI!!!!

Er eitthvað vafamál með það að ef það er á tali þegar þú hringir í einhvern að þá ER Á TALI!!! Og að 5 sekúndum seinna verði sennilega líka Á TALI? Er eitthvað eðlilegt að reyna að hringja í einhvern 26 sinnum á 4 mínútum (frá 18:57 til 19:01)? .......................Er eitthvað sem ég er að missa af? –Að ef þú hringir bara nógu oft í númer sem er á tali, skellist sjálfvirkt á, því þú þarft greinilega meira að tala við þetta númer en sá sem er að tala við það.....................Ég er mjög ringluð í dag, velti því fyrir mér hvort það hafi gleymst að kenna mér eitthvað í sambandi við síma þegar ég var lítil. Reyndar vissi ég ekki að það væri hægt að hringja næstum þrjátíu sinnum úr síma á fjórum mínútum, það finnst mér reyndar alveg stórmerkilegt, það gæti hugsanlega verið einhverskonar met.............Já ég ætti kannski að fara útskýra þessar pælingar mínar............þannig er mál með vextu að hún Barbara á alveg merkilega bilaðann kærasta, eins og ég hef minnst á áður, sem já reyndi að hringja í heimasímann næstum þrjátíu sinnum á 4 mínútum. Þetta veit ég vegna þess að þegar það er Á TALI (hugtak sem umræddur maður greinilega skilur ekki) lendirðu inn í talhólfi og getur skilið eftir skilaboð (ef þú villt, sem hefur reyndar aldrei gerst, afhverju ætli það sé??) og þótt þú skiljir ekki eftir skilaboð þá tekur talhólfið niður tímann og númerið sem hringt var úr, mjög þægilegt. En svo við víkjum okkur aftur að umræddum manni, þá er ég eiginlega að verða smá hrædd við hann og þá sérstaklega fyrir hönd Barböru, hann nefnilega náði loks í hana í gærkvöldi (eftir að hafa átt 12 missed calls í símanum hennar, og það var bara á meðan hún var í baði) og öskraði á hana í 1 og hálfann tíma..................Je dúdda mía, ég á bara ekki orð yfir þessum óhemjuskap, hann er sem betur fer ekki alveg svona slæmur á hverjum degi, greyið, en á það þó til að vera svona erfiður, sérstaklega ef Barbara fer á djammið, þá hringir hann svona oft. Ég held það sé alveg spurning um siga einhverjum hausalæknum á aumingja drenginn, það getur ekki verið holt að vera svona bilaður.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Vitlaust páskaegg!!!!!!!!!

“Ástin gengur á tánum, þegar hún birtist, en skellir hurðum, þegar hún fer” já þetta var nú málshátturinn sem ég fékk í páskaegginu þetta árið. Ég held ég hafi fengið vitlaust páskaegg. Kannski var málshátturinn ætlaður Barböru, sem smakkaði aðeins á því með mér. Hún nefnilega rífst við kærastann á hverjum degi. Enda virðist drengurinn nokkuð mikið sækó, hringir á svona klukkutímafresti. Besta sagan er nú samt þegar hann hringdi og spurði hana spjöunum úr um það sem hún hafði verið að gera þann daginn, þurfti að vita hvað hún gerði af sér hverja sekúndu dagsins, svo kom í ljós að kærastinn hafði lesið stjörnuspána hennar sem í stóð eitthvað um nýja ást. Talandi um að vera smá bilaður.
En þetta eru búnir að vera mjög rólegir páskar, of rólegir, of kalt til að fara á ströndina, flest allir heima hjá sér yfir páskana eða með fjölskylduna í heimsókn o.s.frv. Í kvöld á svo enn og aftur að reyna að djamma, án þess að ég búist við einhverju merkilegu, ég verð að viðurkenna að ef ég fer á Warhol enn eina ferðina þá held ég að ég æli. Kannski ætti ég bara að vera heima hjá mér.

laugardagur, apríl 10, 2004

Klanið í Valencia

Jæja ég hefði átt að efast aðeins meira um eldunarhæfileika mína í gær, þetta gekk bara ágætlega hjá mér, þótt gasofninn sé gamall og karrýið furðulegt en jæja.Í dag höfðum við það af að fara niður á strönd, ekki til að liggja í sólinni, enda engann veginn veður til slíks og svo segir Gunni Bald að svoleiðis geri enginn óbrjálaður maður (ó nei það var það sem hann sagði um ljósabekkina). Ó nei ekkert sólbað en við fórum að sjá skrúðgöngu. Satt að segja vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera af mér að gera, þegar ég sá Klanið (ku kux klan) koma marserandi niður Calle de la Reina, þetta fannst mér sko ekki viðeigandi og vera klæða börn í þessa búninga. Siðan birtust nunnur, fólk með þyrnikórónur og Jesú líkneski á krossum og síðast en ekki síst fleira fólk með eins hatta og klanið nema bara í öðrum litum. Ég geri ráð fyrir þetta hafi ekki verið Klanið sem ég sá þarna heldur hafi K stolið þessum búningum sem ég veit ekki alveg hvað eiga að tákna, kannski lærisneiðarnar............lærisveinana, svikara eða......................lýðinn, hvað veit ég................(útskýring óskast)

föstudagur, apríl 09, 2004

Félagsleg fötlun????eða?

Það er rigning í dag og kalt, finnst mér. Ég er eiginlega búin að sofa í allann dag, finnst mér. Við komum heim af djamminu klukkan hálf sex í morgunn. Klukkan tíu í gærkvöldi komu tvær austrurískar stelpur í heimsókn til okkar Barböru í aperativo (fordrykk) síðan var haldið sem leið lá á Diablito að snæða pizzu og nachos. Síðan fórum við á Tangerine´s og síðan á Warhol (sem er diskó).Þótt ég sé nú búin að sofa í allann dag er ég nú samt að elda núna handa okkur Barböru, en maturinn lítur bara öðruvísi út en á Íslandi, og ég hef verulegar efasemdir um að hann smakkist eins. Þetta sem ég er að elda er kjúklingaréttur með brokkoli. Sem inniheldur sýrðann rjóma (sem heitir ferskur ostur á Spáni!!!) það er búið að taka mig 6 mánuði að átta mig á þessu. Og svo er öðruvísi lykt af karrýinu. Svo þið kannski skiljið að ég hafi mínar efasemdir um þetta brall mitt í eldhúsinu.Það hafa eflaust allir lent í því að reyna tala við einhvern sem hreinlega nennir ekki eða hefur engann áhuga á tala við þig. Og flestir gera sér grein fyrir því að þú nennir ekki að tala við hann, en sumir ekki og það er það mest óþolandi fólk sem til er. Já við lentum í alveg hundleiðinlegum spánverjum í gærkvöldi. Við vorum þarna 4 stelpur, greinilega útlenskar, í mestu friðsemdum að drekka drykkina okkar. Haldiði ekki komi ekki hópur af spánverjum og troðast að borðinu okkar og byrja að spjalla, við reyndum að vera kurteysar og svöruðum, en vorum svo sem ekkert að efna til einhverra samræðna, maður skyldi halda að þeir gerðu sér grein fyrir að þegar við svöruðum bara og héldum bara áfram að spjalla saman að við nenntum ekki að tala við þá. En nei!!!! Áfram héldu þeir, í 20 mínútur eða hálftíma eða eitthvað, þetta endaði svo á því að við fórum til vina okkar og báðu þá um að setjast hjá okkur svo þeir færu, sem betur fer virkaði það svo við þurftum ekki að vera dónalegar.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Í stórhættu

Jæja þá er Diego farinn til Ítalíu og verður þar þar til 16. apríl en þá koma þau Aude bæði heim, svo núna erum við Barbara bara einar heima, sem er reyndar alveg stórhættulegt, hún er nefnilega alveg rosaleg í persónulegu spurningunum. Aude lenti skemmtilega í henni um daginn. Barbara var búin að vera að heiman í meira en viku og á þessum tíma hafði Aude hætt með kærastanum og var byrjuð að dandalast með öðrum, þetta vorum við reyndar búnar að sjá fyrir áður en Barbara fór í ferðalagið sitt. En alla vega tekst mér að missa eitthvað út úr mér í sambandi við þetta mál, síðan förum við að sofa og Aude kemur heim eftir það. Síðan vakna ég við það að Aude er að tannbursta sig daginn eftir, hálf sofandi, en heilsar Barböru samt sem labbar framhjá baðherberginu hjá henni. –“Hæ” segir Aude. –“Hæ, ertu byrjuð með Pierre núna?” segir Barbara sem hafði ekki séð Aude í meira en viku, og ég heyri bara að Aude verður svo mikið við við þessa spurningu að hún er næstum drukknuð í tannkreminu en tekst samt að stynja upp –“neee nei”. Barbara skilur nefnilega ekki þetta millibils ástand, þegar fólk er að byrja saman en getur ekki samt sagt að það sé saman. (annað ertu með einhverjum eða ekki) (kemur sennilega af því að hún byrjaði með sínum kærasta þegar hún var 15 eða eitthvað)Jæja þá er páskafríið loksins byrjað hérna og spánverjar æsast uppí bílinn sinn og á ströndina. Æsingurinn er svo mikill að klukkan sex í dag var 31 látinn í bílslysum og það bara í dag. Um venjulega helgi hérna á Spáni látast um 60 manns, sorglegt ekki satt??? (skoðanir óskast, eða kvittunar í gestabók)Jæja en í kvöld er djamm, fyrst á að fara í mat á Diablito, og síðan í Flower Power Party á Warhol, best að fara spasla í andlitið á sér og skipta um föt, stelpurnar ætla koma klukkan tíu og hún er að verða hálf. (við erum nefnilega 2 tímum á undan hérna á íberíuskaganum)

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Með í vörinni????Eða ekki????

Ég fékk pakka í morgunn. Í morgunn? rétt upp úr 12 á hádegi. Ja ég var alla vega sofandi, ég skrapp nefnilega aðeins á Tangerine’s í gærkvöldi og kom ekki heim fyrr en að verða 4 og gat þar afleiðandi ekki mætt í tíma í morgunn, vegna þreytu!!!ekki vegna þynnku!!! Ég er samt ennþá þreytt!!! Helvítis kerlingin hjá póstinum að koma svona snemma, já ég mætti kannski bara vera þakklát fyrir að þurfa ekki að FARA á pósthúsið og STANDA í röð. Það er nefnilega svoltið sérstakt að fara á pósthúsið að sækja eitthvað, ja þótt maður fari bara með bréf þá er það samt sérstakt. Maður þarf í rauninni ekki að standa í röð heldur tekur maður númer (svona eins og þegar maður fer í Landsbankann í Smáralind eða kjötborðið í Nóatúnum í Kópavogi). Um daginn þurfti ég að sækja pakka (já það bara rignir yfir mig gjöfunum) og pósthúsið var pakkað, þetta var bara eins og á skemmtisöðunum í Reykjavík á góðu föstudagskvöldi. En jæja ég tek númer og fæ B893, síðan lít ég á skjáinn, það var verið að afgreiða B843, FRÁBÆRT!!!hugsa ég en ákveð jafnframt að staldra við, er nefnilega farin að þekkja spánverja, þeir eru ekkert fyrir að bíða, en ég þurfti samt að bíða meira en hálftíma, þótt u.þ.b. helmingurinn af þessum 50 hafi beilað.Vitiði??? Ég held ég sé að breytast í einhvern perra. Í gærkvöldi var mín aðal skemmtun að fylgjast með einhverju pari sleikjast, reyndar veit ég alveg hverjir þetta voru (kannast við þau bæði og veit að þau eru ekki par).Jorrit hollenski vinnufélagi minn fræddi mig einhvern tímann um það að aðilar af hinu kyninu virtist u.þ.b.1/3 fallegri þegar þú værir drukkin heldur en þegar þú ert edrú. Ég var bara velta því fyrir mér hvort þetta skipti máli eða ekki?? Hvort allir karlmenn séu þá bara ekki 1/3 fallegri þegar þú ert drukkin? (kemur það ekki þá bara nokkurn vegin á sama stað niður?), en jæja þetta “par” þarna var mjög vinalegt þarna hvort við annað og ég velti fyrir mér hvort stúlkan hafi gert sér grein fyrir að þessi drengur þarna er ekki beint sá fríðasti (Barbara segir að hann sé ljótur, en hún horfir á fegurðarsamkeppnir og bendir á keppendur og segir að þeir séu ljótir eða ljótar, hversu ljótur getur maður verið þegar maður er að keppa í fegurðarsamkeppni???) En alla vega fannst mér þessi stelpa geta gert betur. Drengur þessi er nefnilega mjög furðulegur til munnsins, eins og hann hafi fæðst með skarð í vör (eða eins og hann sé alltaf með í vörinni, en ég veit hann er ekki íslendingur svo það getur ekki verið).

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Helst í fréttum

Jæja nú er hún Aude, franska sambýliskona mín, farin til Frakklands í páskafrí, svo ég get ekki hneygslast á henni næstu 10 dagana, ég verð bara að finna mér eitthvað annað.Annars var ég að skoða Moggann áðan á netinu. Það er alveg hreint merkilegt hvað kemst í fréttir á íslandi, stundum finnst mér bara hreinlega að íslenskir fréttamenn ættu bara skrifa “ekkert í fréttum”. Til dæmis var lítil frétt um það að drengur í Bandaríkjunum hafi unnið einhverja spurningakeppni af því að hann vissi hvaða land var milli Grænlandssunds og Noregshafs, reyndar var það sett þannig fram í fréttini að kunnátta drengsins í íslandsögu hafi tryggt honum sigurinn, því einnig kom fram í spurnigunni “sem hefur bæði verið undir stjórn Noregs og Danmerkur. Kjaftæði!!!! Ég veit að Ísland hefur verið undir stjórn beggja landa en það er ekki séns að það hafi verið það sem sagði honum að Ísland væri svarið við spurningunni. (ég held það hafi verið staðsetningin)Það er náttúrulega bara mjög gott að ekki skuli vera neitt í fréttum á íslandi, ég varð bara að minnast á þetta. Þetta er kostur að þurfa ekki að horfa eða lesa fréttir um morð og sprengingar og viðbjóð á hverjum degi, fyrir utan ‘Ísrael, Palestínu, Írak og já Spán. Já hér á Spáni finnst mér að á hverjum degi sé sagt frá manni sem hefur barið konuna sína til dauða, um daginn var frétt um konu sem sem hafði orðið fyrir árás kærasta síns (núna fyrrverandi). Kærastinn hafði í afbrýðiskasti (konan var eitthvað sein heim úr vinnunni, og auðvitað var engin önnur ástæða fyrir því að hún væri sein heldur en að hún væri að halda framhjá honum) já í afbrýðiskastinu hafði maður farið í vinnunna til konunar (þar sem hún jú var) og ráðist á hana og skvett sýru í andlit hennar, sem varð til þess að hún er blind á öðru auga og hræðilega afmynduð í andliti.En mér finnst alltaf gaman að lesa fréttirnar frá íslandi eftir helgar. Til dæmis núna sá ég fyrirsögn sem var eitthvað á þessa leið:”Tólf fíkniefnabrot komu upp um helgina” ég opnaði hlekkinn og sá að þetta var löng runa og auðvitað hélt ég að ég væri að fara lesa um einhvern ægilegann hasar, nei, nei. Þá var þetta bara skýrsla um öll útköll á höfuðborgarsvæðinu. Þarna var minnst á barn sem hafði dottið úr rólu og brotið tönn, mann sem hafði verið að angra gesti veitingahúss, berfættur og á brókinni, og hvort honum hafði ekki tekist að sýna gestunum lilla kallinn líka. Svo var sagt frá hvernig það hafði gengið að koma fólkinu heim af djamminu, það hafði víst gengið vel sökum nægilegs úrvals leigubíla og já ég verð bara minnast á jólasveinana sem voru að slást útaf rusli á Snorrabrautinni.

Sumir þyrftu að búa úti í sveit

Snökkt snökkt, grát grát. Barn nágranna míns er að læra á hljóðfæri, held það sé klarinett. Núna síðustu daga hefur það verið að æfa sig, leitt að barn þetta skuli ekki hafa tónlistarhæfileika, það fer nú samt skánandi, en akúrat núna er það að spila Óðinn til gleðinnar, um daginn spilaði það Do Re Mí (úr söngvaseið) og áðan var það að spila Janúar, Febrúar-lagið. Stundum vildi ég að ég væri heyrnarlaus.En við megum víst bara þakka fyrir að fólkið í íbúðinni við hliðina á okkar í næsta stigagangi er ekki að hafa samfarir. Á sunnudegi fyrir svona 2-3 vikum kom Barbara á flótta út úr herberginu sínu inn í stofu, þá komu þessi rosalegu öskur í gegnum vegginn í herberginu hennar þar sem hún hafði verið að læra. Öskurinn voru svo rosaleg (og í öllum hugsanlegum tóntegundum) að það hvarflaði að okkur að það væri verið að myrða einhvern þarna inni,(ég meina það veggirnir hér eru úr pappír) við vorum í alvörunni að hugsa um að hringja í lögguna en svo heyrðist “Sí, sí!” og við ákváðum að þetta væri ekki mál fyrir lögguna og flúðum yfir í hinn enda íbúðarinnar. En við erum alveg á því að svona fólk eigi að búa í einbýlishúsi útí sveit. Sem betur fer höfum við ekki hugmynd um hverjir búa þarna.

mánudagur, apríl 05, 2004

Hversu lágt getur maður lagst???

Ég er endalaust hneygsluð á frökkum þessa dagana. Það virðast bara engin takmörk á sparsemi þeirra. Á mánudagskvöldið síðasta sagði hún franska vinkona mín mér að þau hefðu verið að “stela” bjór af bar sem vinur þeirra vinnur á til að taka með sér í ferð sem þau ætla að fara í. Þau ætla að fara til Ibiza og ætla virkilega að taka þennann bjór með sér, ég er eiginlega alveg viss um að það fæst bjór á Ibiza, eða svo hefur mér allavega heyrst á íslenskum ferðalöngum sem leið sína hafa lagt á þessa eyju, þess má geta að á börunum kostar bjór í flösku yfirleitt ekki meira en 3 evrur og yfirleitt miklu minna, svo ég veit ekki alveg hvort það borgar sig að vera drösla bjórnum með sér alla leið til Ibiza, það væri alveg hægt að drekka hann hérna heima og kaupa sér síðan bjór á Ibiza en það er ekki málið. Málið er að vera leggjast svo lágt að vera taka áhættuna á að vera gripinn fyrir eitthvað sem er ekki dýrara en þetta. En það er ekki allt búið ennþá, ó nei, ó nei, þessi franska, kærastinn og tveir aðrir frakkar mættu hérna um daginn með fullann kassa af brauði með súkkulaðispæni í. Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvar þau fengu það!!!! Í RUSLINU!!! Getiði ímyndað ykkur að láta sjá ykkur hirða mat úr ruslinu? Er hægt að leggjast miklu lægra?? Þetta brauð var að vísu í umbúðum og í kassa en maður veit aldrei hverskonar klikkhausar eru þarna úti, það hefði getað verið búið að setja eitthvað eitur í þetta eða eitthvað. En þeim fannst ekkert að því að smakka á þessu úr því að þetta var ekki komið yfir síðasta söludag. Það kom svo í ljós að brauð þetta var orðið þurrt og ólseigt, þannig að núna liggur það í kassanum á stofugólfinu heima hjá okkur. Ekki veit ég hvað þau ætla að gera með þetta, kannski taka það með sér til Ibiza ¿Hver veit? En ekki ætla ég að fara ómaka mig við að fara drösla þessu út í ruslið, þau geta gert það fyrst þau þurftu endilega að vera að draga þetta heim.

föstudagur, apríl 02, 2004

Loksins nennir einhver að koma að heimsækja mig!!!!!

Jóna er að koma í heimsókn til mín, mikið hlakka ég til. Hún er meirað segja búin að panta sér flugmiða svo það stendur ekkert í veginum í þetta skiptið. Hún keypti sér miða 15. apríl og síðan fer hún aftur heim til London 20. Vonandi verður komið strandarveður þegar hún kemur, svo ég geti farið með hana á ströndina (stating the obvious). Það er nefnilega búið að vera skítakuldi undanfarna daga (á mánudaginn var átta stiga hiti, rok og rigning, ekta norðlensk sumarrigning). Ég veiddi samt moskítoflugu inní herbergi hjá mér í nótt. Helvítin bíta mig alltaf. Það er víst góð regla að hafa glugganna lokaða ef þú ert með ljósin kveikt á kvöldin.Oooooooo ég er svo stolt af sjálfri mér ég er búin með fyrra bindi af Don Kíkóta, og fyrsta kafla í seinna bindinu, mig minnir að ég hafi ekki sofið jafn mikið yfir nokkurri bók síðan ég las Egilssögu um árið, enda svipað málfar viðhaft.Mamma sendi mér sms í gær og sagðist hafa sent mér pakka daginn áður og vildi ekki segja mér hvað það væri. Núna er ég rosa forvitin, jafnvel þótt mig gruni að þetta sé páskaegg, hún spurði mig nefnilega á sunnudaginn þegar ég talaði við hana í símann hvort hún ætti að senda mér páskaegg, svo ég hef hana grunaða um það að hafa sent mér páskaegg, ég vona bara að það verði ekki allt mölbrotið þegar það kemst loks í mínar hendur og helst að það verði komið fyrir páska. Póstsamgöngur hér á Spáni eru nefnilega ekki eins og best væri á kosið.Til dæmis tók það pakka næstum því tvær vikur að komast frá Húsavík til València, frá Frakklandi tekur það 3 daga. En ég ætti kannski bara að þakka fyrir að þetta er ekki eins og í Hondúras. Pósturinn kemst þó til, -á endanum. Ha ha ha!! Ég man eftir því þegar foreldrar mínir sendu mér jólagjöf til Hondúras (þess má geta að hún komst aldrei í mínar hendur, en sagan sem hér fer á eftir er mjög lýsandi fyrir þessi mið-ameríkuríki). Fyrir miðjan nóvember árið 2000 tekur móðir mín sig til og kaupir handa mér jólagjöf (buxur, bók (á íslensku), íslenskt nammi og ef ég man rétt túrtappa (en slíkar munaðarvörur fást ekki í Hondúras)). Pakkinn var svo sendur á heimilisfang samtakana sem ég fór út með, því það hafði aldrei nokkur skapaður hlutur komist til skila í gegnum póstinn heima hjá mér (helvítis glæpamenn á pósthúsinu!!!), um miðjann desember fer ég á skrifstofu samtakana og spyr hvort pakkinn sé kominn, en enginn kannast við það svo mín fer á pósthúsið og spyr eftir pakkanum (hann var ekki heima J ) (þess má geta að skrifstofa þessi og pósthús voru í annarri borg um 200km frá borginni sem ég bjó í). Svo koma jólin og enn var pakkinn ekki kominn og samtökin höfðu ekki enn fengið neina tilkynningu um neinn pakka. 5. febrúar fer ég síðan heim til Íslands og loks í byrjun apríl fæ ég e-mail frá skrifstofunni í Hondúras, pakkinn var kominn!!!!! Vei!!! (Ég var bara í vitlausu landi). En þau ætluðu að senda mér hann með strák sem var að koma til Íslands í heimsókn á þeirra vegum. Svo var komið að maílokum og ekkert hafði heyrst af pakka greyinu, svo ég fer að grafast fyrir um greyið litla, enda búinn að vera vanræktur lengi. Hringi á skrifstofuna á Íslandi en ekkert hafði heyrst þar, svo ég sendi skrifstofunni í Hondúras e-mail. Ég get svo svarið það, það er ekki ljúgandi upp á þessi lönd þarna!!!!! Þá hafði verið brotist inn á skrifstofunna og öllum tölvunum stolið og flest öllu verðmætu, sem og pakkanum mínum. Ég verð bara að segja VERÐI ÞEIM AÐ GÓÐU!!!! Íslensk bók, kemur nú að góðum notum fyrir hondúrana (ímynda ég mér). En ég vona að þeim hafi bara fundist íslenska nammið gott og að buxurnar og túrtapparnir hafi komið að góðum notum, því ekki hafa þeir fengið mikið fyrir tölvurnar, því þær voru svo gamlar að ég held að það hafi verið kasettutæki á þeim (sbr.Amstrad) og haldfang til að trekkja þær í gang (eins og á bílunum um þarsíðustu aldamót).