miðvikudagur, maí 31, 2006

veik heima

Það dugar ekkert minna heldur en að mín verði veik til að mín nenni að blogga. Já, þetta er annar dagurinn sem mín meikar ekki í vinnuna fyrir hornös, hálsbólgu, hita og beinverkjum.

Annars er alveg fullt búið að gerast síðan síðast, Guðný stef búin að koma í heimsókn, Finnar búnir að vinna júró, ég er örugglega búin að fara svona 3svar á djammið, og alltaf að Celtic. Enda er maður farinn að kannast við starfsfólkið.....reyndar þekkti ég það nú fyrir......Dóri var nú að skjóta einhverju á mig þarna síðast þegar ég fór um dyrnar.....ég veit ekki hvað hann meinti....sennilega eitthvað í sambandi við að ég var í för með Hafliða og Gunna......Það var búið að fara með Ástu heim og ég ein eftir með vinum Baldvins, og Gunni uppástóð að við þyrftum að fara á Pravda, ég ætlaði nú að koma honum á séns (ekki með mér!!!) og síðan ætlaði ég að passa að Hafliði færi einn heim (kannski ekki mitt mál en..) En svo þegar við komum á Pravda voru bara karlmenn á staðnum, ja svona 80-90%, þannig að Gunni lenti ekki á séns það kvöldið.

föstudagur, maí 12, 2006

Það sem manni er ekki boðið upp á

Það er ekkert skrýtið þótt fólk liggji í áfengisdái hérna á Íslandi heilu og hálfu helgarnar, guð minn góður. Ekki er sjónvarpsdagskráin svo beisin, maður þarf alla vegna nokkur glös áður en maður getur farið að njóta hennar. Það sem einna helst er í boði er ofbeldi, klám eða limalaust fólk. Ástandið er sko svo slæmt þegar Marta situr inni í stofu og horfir á Omega, sér til skemmtunar. Það er bara allt leiðinlegt sem manni er boðið upp á, nema One tree hill, auðvitað. Þið getið rétt ímyndað ykkur að það sé svart þegar maður er farinn að íhuga að horfa á fransk/bandaríska sjónvarpsmynd um kínverskann lögreglumann í París sem er svikinn og vændiskona kemur til bjargar.(ofbeldi+klám=frábært)
Dæmi um það sem boðið hefur verið uppá í kvöld:
Stargate SG-1, svona starwarsdót
Þessi mynd þarna um kínverjann
bítófen 40
stelpa með engar fætur og engar hendur að synda....
Afhverju er ekkert í sjónvarpinu sem mig langar að sjá, þegar ég hef tíma

sunnudagur, maí 07, 2006


Ein spurning. Er þessi sætur?