sunnudagur, apríl 30, 2006

Rán í strætó


Farþegar og ökumaður strætó í San Pedro Sula (mínum heimabæ)voru rænd rétt fyrir utan El Carmen. Tveir vandræðaunglingar stigu upp í vagninn rétt eins og um venjulegt fólk væri að ræða, síðan réðust þeir á vagnstjórann og þar á eftir á hina farþegana. Sumir hverjir sem í vagninum voru misstu allt sem þeir höfðu á sér, þar á meðal mánaðarlaunin sem höfðu einmitt verið útborguð þennann dag. Hringt var í lögreglu eftir að atburðurinn átti sér stað og kom einn lögreglumaður á vettfang, ekkert bruðl þar á bæ.
mynd tekin af www.laprensahn.com

föstudagur, apríl 28, 2006

Slökkvuliðið mótmælir lágum launum



Slökkvuliðsmenn í A Corunya í Gallisíu vekja athygli á lágum launum sínum....(ein mynd segir meira en þúsund orð) Ætli þessi segi að slökkvulismenn séu á svo lágum launum að þeir séu hættir að hafa efni á fötum......vona ekki

mynd fengin að láni hjá www.elpais.es

Sól, sól og sumar

Jæja núna er ég búin að labba út í búð í dag (já og sigrún, ég villtist ekki), það er svona ekta vor-sumarveður, sól, logn, og þó nokkuð hlýtt, og svona einhverskonar iðnaðarmenn að dúlla sér úti á götu, bara svona rétt til að undirstrika að það er komið sumar.

Annars er lítið að frétta. Nema, íbúðin "mín" er búin að vera reyklaus í að verða tvær vikur, það er mjög ljúft að anda að sér svona fjallalofti (ja, eins hreint og það getur orðið hér í vesturbænum) á morgnana, í stað reykingarsvælunar.....sem mér þykir sífellt ógeðslegri.

Jæja ég ætla að fara hitta Ástu núna, hana hef ég ekki séð síðan á Páskunum

þriðjudagur, apríl 25, 2006

ba-ritgerðin versnar bara, styttist bara, og ég hata hana alltaf meira og meira....er u.þ.b. við það að fara með hana út í garð til að annað hvort grafa hana eða kveikja í henni,jæja gott fólk, hvort á ég að gera???? Það er orðið deginum ljósara að ég KANN EKKI að skrifa ritgerð!!!!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Djamm í gærkveldi

Skilti: eingöngu ljóshært fólk má koma hérna inn
Húsvíkingar og semihúsvíkingar: Gunna úr Bláhvammi, Haukur "vælukjói", Marta náttúrulega, Finninn sem var með Hildu Kristjáns, bara ótrúlega fáir húsvíkingar í þetta skiptið, guði sé lof

laugardagur, apríl 22, 2006

Ellikerling færist yfir

Já ég held hún ellikerling sé að færast yfir mig, hugsið ykkur, ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi, á föstudagskvöldi!!!!! og svo þurfti ég að leggja mig í dag, ég var svo þreytt.

Hef ekki enn komist að hver þessi dularfulli stokker minn er. Vitið þið það?

föstudagur, apríl 21, 2006

Hræddur flýr þó enginn elti

Það var nú málshátturinn í egginu þetta árið, held að ég hafi fengið vitlaust egg....
Annars fékk ég nú reyndar tvö......þið getið ekki ímyndað ykkur hvað móður minni þóttu það athyglisverðar upplýsingar.......og varð fyrir miklum vonbrygðum þegar hún heyrði að vinnan hefði gefið mér það....

Annars er lítið í fréttum, nema það að ég held að það sé verið að stokkera mig. Siðast liðnar tvær vikur er ég búin að vera að fá dularfull sms úr óþekktu númeri......og eitt af netinu, sem reynar vakti spurningar af minni hálfu....."ég er bara strax farinn að sakna þín, sjáumst þegar þú kemur aftur......" (Kem aftur hvert?)( sent fyrir 11 að morgni til, laugardaginn 10.apríl), síðan hafa þetta nú bara verið gleðilega páska og gleðilegt sumar sms. Ef einhver með óskráð vodafone-númer hefur verið að senda mér skilaboð er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hætta, eða gefa sig fram...þetta er farið að vera frekar óþægilegt!!!!

mánudagur, apríl 10, 2006

-Hvað eru margar ábætur?

Hitti Hildu mína í dag og fór með hana á flugvöllinn í vatnsmýrinni. gaman gaman
þar átti hún líka þennann frábæra frasa "- hvað eru margar ábætur?" þegar hún ætlaði spyrja hvað hún gæti fengið oft ábót á kaffibollann, sem by the way kostar 220kr stykkið!!!! En sem betur fer er hægt að fá endalausar ábætur á kaffibollann, og samt er þetta RÁn!!!! En frasinn hennar var nú alveg sérstaklega fyndinn af því að hún var einmitt búin að spyrja mig hvernig hún ætti að spyrja að þessu, og "-Hvað eru margar ábætur?" voru einn möguleikinn sem við vorum búnar að velta fyrir okkur og ákveða að væri ógáfulegur.
Hún Hilda er nú alger perla (og henni er fyrirgefið fyrir að vera svoltið bjöguð afþví hún býr í útlandinu), þær eru það allar frænkur mínar, og Herdís líka sem deilir einhverju með manni með uffsiloni (Y)=deyla

Krísa gærdagsins liðin hjá....bara af því að mér var gefið leyfi til að kjafta (ég kalla þetta húsvísku slúðurgenin)

kveðja
Lauga ekki svo mikil blaðurskjóða eftir allt saman

sunnudagur, apríl 09, 2006

Leyndó

já svona er það þegar maður er að reyna að læra smá.......búin að setja í þvottavél, og nú byrjuð að blogga engin er eirðin, hringja í Ástu, það sama uppi á teningnum þar á bæ.....dauð klæjaði í tunguna að kjafta í hana leyndarmáli.....kjafta því bara í Hildu í fyrramálið.(þá get ég sagt að ég hafi endst tvo daga :)) Þetta var sko furðuleg símtal, hugsa að ég hafi ekki heyrt helminginn af því sem Ásta var að segja mér bara af því að ég var að leita af fullt af öðrum hlutum til að segja Ástu í stað LEYNDARMÁLSINS...
Hvað er annars með leyndarmál......afhverju langar mann svona rosalega að kjafta?
Þetta er meir'að segja eitthvað svo nauða ómerkilegt að ég hreinlega skil ekki afhverju þetta þarf að vera leyndarmál !!!!!
Segi ég bara af því að mig klæjar svo í tunguna.....
Kveðja
Lauga blaðurskjóða

laugardagur, apríl 08, 2006

ég verð vist að fara fá mér víðar nærbuxur


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 86

You will die when your underwear gets to tight and cuts off your blood circulation

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis

miðvikudagur, apríl 05, 2006

"jii"

Það var einmitt það sem hrökk uppúr mér þegar ég var u.þ.b. að standa upp úr stólnum á hárgreiðslustofunni. (það hafði samt ekkert við strípurnar og klippinguna að gera). Ég var búin að vera að hlusta á tvær vinkonur tala saman, sem höfðu greinilega panntað sér saman tíma í klippingu (alltaf gaman saman). Ég veit ekki hvað svona kvendi kallast en "gelgjur á þrítugsaldri"kemur upp í hugan........ Kærasti þessarrar háu dökkhærðu hafði boðið henni og 6 ára syni hennar til útlanda yfir páskana....síðan var hann eitthvað farinn að draga til baka með það, vegna þess hversu dýrt það er og fór fram á að hún borgaði hluta........Síðan kom heil ræða um hvað þessi kærasti væri ömurlegur og la la la.........og litla ljóshærða vinkona hennar hlustaði alltaf á og tók þátt í þessu.........endalaus ræða um ömurlegleika kærastans......Og ekki komst ég hjá því að heyra þessa ræðu....Þetta var orðið svo rosalegt baktal að ég er bara enn miður mín...Síðan þegar ég stend upp úr stólnum heyri ég að sú litla ljóshærða segir "þú átt ömurlegasta kærasta ever" þá var mér allri lokið og þetta "jii" hrökk uppúr mér. Guð, hvað mér langaði að spyrja hvað hún væri að gera með þessum strák sem væri greinilega væri svo ömurlegur..............