Jæja núna er ég búin að labba út í búð í dag (já og sigrún, ég villtist ekki), það er svona ekta vor-sumarveður, sól, logn, og þó nokkuð hlýtt, og svona einhverskonar iðnaðarmenn að dúlla sér úti á götu, bara svona rétt til að undirstrika að það er komið sumar.
Annars er lítið að frétta. Nema, íbúðin "mín" er búin að vera reyklaus í að verða tvær vikur, það er mjög ljúft að anda að sér svona fjallalofti (ja, eins hreint og það getur orðið hér í vesturbænum) á morgnana, í stað reykingarsvælunar.....sem mér þykir sífellt ógeðslegri.
Jæja ég ætla að fara hitta Ástu núna, hana hef ég ekki séð síðan á Páskunum
föstudagur, apríl 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli