miðvikudagur, júní 30, 2004

Prófin búin

Já loksins eru prófin búin, tótt fyrr hefdi verid.Tad er alls ekki búid ad ganga vel, en tetta verdur bara ad koma í ljós, og ég er bara búa mig undir tad ad hafa fallid í öllu, tá verdur madur nefnilega svo rosa gladur tegar madur naer einu, en jaeja...........nóg um tad.Núna tarf ég ad fara drífa mig heim, ég tarf nefnilega ad fara maeta annarstadar eftir tvo tíma.bless bless, tad er ekki víst ad ég bloggi fyrr en ég er komin til íslands

föstudagur, júní 25, 2004

Flutningspartý áður en í nýja íbúð er komið

Jæja elskurnar mínar núna ætla ég að blogga í síðasta skipti fyrir flutninga( já ég er ekki enn flutt) en það gerist í dag kl.2000, þá kemur kallinn að kippa af okkur lyklunum. En jæja núna ætla ég að gera smá könnunn, ég ætla að skora á alla þá sem koma inn á þessa síðu að kvitta í gestabókina, bara svo ég sjái hvort einhverjir aðrir en Jóna vinkona og Elísa(það eru nefnilega þær sem eru að kommenta) eru yfir höfuð að lesa, þið þurfið svo sem ekki að segja neitt merkilegt, bara hæ eða uhmmmm eða eitthvað, ég er nú svo sem ekki að biðja um heilu ritverkin.En jæja já það var partý á þakinu í kvöld (en el techo), við reyndar komumst að því að við höfðum verið að bjóða í partý í loftinu á íbúðinni okkar, techo þýðir nefnilega bara loft í húsum innan dyra og þótti þetta því mjög spaugilegt, því span”jólarnir” (og þá vil ég taka fram JÓLARNIR) vissu ekki alveg hvað við vorum að fara fram á.En jæja ég bið bara að heilsa að sinni og ekki gleyma gestabókinni, það er ekki afsökun að vera búinn að skrifa ;)

mánudagur, júní 21, 2004

Helvítins GLÆPAMENN

Jæja nú eru bara 2 próf eftir. Español coloquial búið, sem var reyndar bara algert djók, en jæja það er búið og núna á ég að fara í annað próf á morgunn.Í gærkvöldi kom svo leigusalinn okkar og sagði okkur að það væri að koma nýtt fólk í íbúðina á laugardaginn, já hann er búinn að leigja undan okkur íbúðina, takk fyrir það!!!! Og við erum öll með samning til 30.júni og ein meirað segja til 15.júli. Hvað á þetta að þýða eiginlega????? Hann reyndar bauð okkur aðra íbúð, á öðrum stað, ekki svo langt í burtu. Hann vissi alveg að við ætluðum að vera eitthvað fram í Júlí, og var meirað segja búinn að segja okkur að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við gætum alveg haft þetta eins og við vildum..............já takk.En við erum alveg búin að ákveða það að við ætlum ekki að flytja þangað sem hann vill að við förum. Við höfum ekki áhuga að vera borga þessum mönnum leigu, fyrst þeir koma svona framm. Afhverju þurfum við að taka saman tveim vikum fyrr? Afhverju getum við ekki bara fengið að vera heima hjá okkur? Og þetta lið farið í þessa íbúð þarna???? Hvað á það annars að þýða að mæta bara á sunnudagskvöldi og segja okkur að við þurfum að vera farin út fyrir laugardag????

laugardagur, júní 19, 2004

Símtal til tunglsins

Úff ég er svo dugleg, bara ef ég væri svo dugleg að gera það sem ég ætti að gera. Þ.e. LÆRA!!!!!! Ég er nefnilega farin leita mér að hlutum sem þarf nauðsynlega að gera bara svo ég þurfi ekki að læra og svo hef ég náttúrulega samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Í dag var það svo símreikningurinn sem þurfti athlygli minnar, svo ekki væri verið að snuðra neinn (hef það nefnilega á tilfinningunni á því að þessi franska haldi alltaf að það sé verið að snuðra hana eitthvað, það þarf allt að vera uppá sentímó (krónu) og þetta er smitandi). Reyndar er það meira mál en maður hefði haldið að fara í gegnum símareikning þar sem 4 nota símann og ég held að spánverjar séu alveg snillingar að gera einfalda hluti flókna. Þessi símafyrirtæki eru náttúrulega bara glæpasamtök og guð hjálpi þér ef þér verður á að hringja í GMS úr heimasímanum þínum. Það var nú samt eitt sem vakti athygli mína. Á síðustu blaðsíðu reikningsinns var talið upp: “Símtöl í eigið talhólf”, “Símtöl til Útlanda”, “innanlands símtöl”,”Símtöl í farsíma”,”Símtöl á aðra staði (a otros destinos)”, “Internet”. Bíddu nú við..................................???????????????????? “Á aðra staði”? Hvert? Til Mars? Er ég að missa af einhverju? Hvert hringir maður þegar símtöl innanlands, til útlanda, internetið (við erum ekki með fax) eru upptalin?????? Til Mars? Tunglsins???? :) En sennilega finnst mér þetta bara fyndið úr því að ég er búin að sitja yfir átta blaðsíðna símareikningum okkar í 2-3 tíma. Á endanum ákvað ég bara að gera eins mér fannst, taka allt þetta sem enginn kannaðist við og deila því niður á fjóra og þau verða þá bara taka því þegjandi og hljóðalaust.......................Er það ekki??????????

miðvikudagur, júní 16, 2004

Fótbolti fyrir Gunna

Púff púff, ég nenni ekki að læra meira..............................en það verður víst ekki hjá því komist.............núna er það literatura hispanoamericana de S:xx (á föstudaginn) og svo fæ ég líka fara í próf á mánudag og þriðjudag og svo fer ég ekki í próf fyrr en 30. jún og þá er ég búin og svo kem ég heim 7.júli og þá veit ég ekkert hvað ég ætla að fara gera, en jæja, skipulagning hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, þ.e. ég get alveg skipulagt en mér gengur djöfulega að fylgja skipulaginu (prógramminu). Það er svona svipað eins og það að ég ætla mér alltaf að læra að ganga um eins og manneskja en svo kemur alltaf rusl (í Heiðabæ “Rustl”) og mér finnst ekki gaman að laga til svo að það er alltaf rustl. (alveg djöfullegt) ég hef alltaf öfundað þá sem er alltaf fínt heima hjá.Ég er með fótbolta-ofnæmi eða óþol eða eitthvað svoleiðis. Það er alla vega sú niðurstaða sem ég hef komist að. Hvað annað getur verið að mér fyrst ég þoli ekki að það sé fótbolti í sjónvarpinu þegar ég er inní eldhúsi? Sennilega er þetta nú samt bara óþol, fyrst mér finnst fótbolti óþolandi, fæ alveg grænar.............. Sérstaklega finnast mér svona mót (sbr. Heimsmeistara-mót, Evrópumeistara-mót) leiðinleg, ég get alveg sætt mig við að það sé horft á fótbolta einu sinni í viku heima hjá mér, en þrisvar sinnum á dag er OF mikið, enda ákvað ég það þegar ég var 12 ára að ég ætlaði ekki að eiga mann sem fyndist fótbolti skemmtilegur. Mér finnst þetta alveg stór galli við karlmenn, að sitja inni á miðju sumri og horfa á á sjónvarpið í 6 klst. á dag. Oftast með dregið fyrir glugga og ekki er hægt að tala við þetta því þá er maður að trufla. TRUFLA HVAÐ? Það gerist nánast ekki neitt á þessum 90 mínútum sem leikurinn stendur yfir. Ef þú ert heppin/n þá færðu að sjá svona sirka 3 mörk (í handbolta geturðu hæglega fengið að sjá 40 mörk á 60 mínútum), kannski er einhver skapbráður og sparkar og lemur mennina í hinu liðinu, er virkilega þess virði að eyða 90 mínútum af sínu lífi í þetta? Eru þessir menn ekki enn búnir að uppgötva að það eru þættir sem gera útdrætti úr leikjum, svo að þeir þurfi ekki að sitja yfir leiknum í 90 mínútur. Mér finnast þessir þættir ágætis tímasparnaður, þú getur séð allt það mikilvægasta sem gerðist í leiknum á innan við 5 mínútum. Reyndar hef ég lengi efast um kynhneigð þessarra manna sem sitja löngum stundum yfir fótbolta. Fótbolta, þar sem leikmennirnir klæðast stuttbuxum og fletta upp um sig bolnum þegar þeir skora mark og hefur enginn velt því fyrir sér af hverju leikmennirnir þurfa alltaf að klappa hvor öðrum á rassinn? Og afhverju eru meiri líkur á því að þú náir sambandi við þessa menn þegar það er ber kona í sjónvarpinu en þegar það er fótbolti? Og hvað með kvennafótboltann? Maður skyldi ætla að það væri alveg topp sjónvarpsefni handa þessum mönnum. Stelpur og fótbolti í einu. En nei það er víst ekkert spennandi.En svo við víkjum aftur að þessu óþoli mínu, þá áttaði ég mig fyrst á því að það væri náttúrulega “sjúklegt” að mér væri ekki sama hvað væri verið að horfa á í sjónvarpinu þegar ég hefði engann áhuga á að horfa á það og væri ekki einu sinni í sama herbergi. Helst langaði mig að reka kærasta þessarar frönsku heim, því það var hann sem var að horfa á þennann ófögnuð, hann gæti víst horft á þetta þar, en ég náði að hemja mig

mánudagur, júní 14, 2004

Veðrið og problemas interculturales

Úff úff úff. Ég sofnaði eitthvað um þrjú í nótt, ekki það að ég hafi verið á djamminu í gær, nei nei, þetta er bara háttatíminn minn. Tveim tímum seinna vaknaði ég við einhvern hávaða og læti. “Hvað er þetta?” tauta ég hálf sofandi við sjálfa mig um leið og ég staulast að glugganum og loka honum. Glugginn minn er nefnilega hálf hurð, bara hægt að opna efripartinn og hann var farinn að sveiflast heldur mikið. Ég var með gluggann opinn og græið þarna sem maður dregur fyrir gluggann að utanverðu lokað. En jæja. Ég ákveð nú samt að tékka á þessum vindi þarna úti, og ég verð að viðurkenna að ég held að ég hafi misst andlitið því það sem við mér blasti leit einna helst út eins og íslenskur snjóbylur, nema þetta var rigning og göturnar voru að breytast í sundlaugar. Já og þrumur og eldingar og bara læti. Allir komnir á fætur í íbúðinni, eldhúsgólfið orðið blautt vegna rigningar og einhverra hluta vegna var öldugangur í klóstinu. Ég ætti eiginlega að fara upp á þak og athuga hvort grillið er ennþá þar, ég efast um það því ég veit að sjónvarpsloftnetið er ekki þar, sennilega hefur það fokið út í veður og vind í gærkvöldi, því nú sést ekkert í sjónvarpinu.Já við vorum með smá partý á þakinu í fyrrakvöld. Barbara var að halda upp á afmælið sitt. Já og með sanni má segja að upp hafi komið ákveðin menningarvandamál (problemas interculturales), samt ekki neitt hættulegt, bara smá fyndið. Við erum oft þreytt á því að það sé verið að spurja okkur (og þá sérstaklega ég) hvernig hlutirnir eru hverju landi fyrir sig.(maður veit ekki alveg hvar maður á að byrja þegar fólk veit ekki neitt) Nú jæja hún Joana frá Grikklandi var spurð “og hvað borðið þið í Grikklandi?” og Joana snillingurinn sem hún er svaraði “nú með gaffli” Mjög gott svar. (Þetta var mjög fyndið þá!!!!!)Ég var spurð “eru kýr á Íslandi?” Spánverjar standa í þeirri meiningu að það snjói allann ársinns hring í Austurríki og fyrsta spurningin sem ég fæ er oftast hvort það sé ekki voðalega kalt á Íslandi. Voðalega getur fólk verið vitlaust. Ég veit ekki hvað er kennt í landafræði í þessum löndum en...................por favor!!!!!!...........................og það sorglegasta við þetta allt saman er að allir sem ég þekki hérna eru búnir að vera í háskóla í að minnsta kosti eitt, tvö ár

föstudagur, júní 11, 2004

á leið í grillið (ekki á það)

Ég man eftir því fyrst eftir að ég flutti hingað í íbúðina þá vaknaði ég alltaf við það klukkan fimm á morgnana að konan á hæðinni fyrir ofan var komin á fætur og í háhæluðu skóna sína. Tikk-tikk, tikk-tikk, ég veit reyndar ekki hver leggur það á sig að ganga á háumhælum heima hjá sér? Reyndar hefur mig oft langað til að banka uppá hjá þessarri konu til að athuga hvort það sé ekki örugglega rétt það sem ég ímynda mér, að þetta sé einmitt húsfrú á sextugsaldri. Það hefur reyndar ekki alltaf verið fallegt það sem ég hef hugsað til þessarrar vinkonu minnar þarna uppi en “Æ nei ekki aftur” hefur oftar en ekki bergmálað í hausnum á mér. Hver leggur það annars á sig að vakna klukkan fimm? Við erum að tala um að það er ekki enn orðið bjart klukkan fimm. En núna er ég hætt að vakna við hana (ég vona að þetta sé “hún”) en ég heyri oft í henni yfir daginn líka, ætli hún fari aldrei út???? Það er annars skrýtið með þessar spænsku, þær fara aldrei út, ekki einu sinni út í matarbúð, nema hárið sé fullkomið, meiköppið og alles.Ég fór í bíó áðan og sá alveg mjög skemmtilega mynd, eða skemmtilega??? Ég á eftir að sakna þessa þegar ég kem heim, að geta ekki farið í bíó þegar mér dettur í hug. Svo þarf maður alltaf að horfa á bandarískar myndir. Hvað er annars málið með íslendinga og bandarískar myndir? Afhverjum þurfum við alltaf að horfa á bandarískar myndir sem eru allar eins, bang bang, spark spark, og ég veit ekki hvað og hvað en ef að það sést eitt brjóst þá er verið að misbjóða fólki.En jæja góða nótt börnin mín, við erum að fara grilla upp á þaki.

sunnudagur, júní 06, 2004

tvö búin fjögur eftir

Jæja þá er aftökunni lokið. Tvö próf búin og fjögur eftir, en það erfiðasta er að baki, vona ég, annars er það aldrei að vita hvað þessum kennurum dettur í hug.Annars rak ég upp stór augu í gær. Það sat stelpa fyrir framan okkur Evu sem greinilega vissi ekki svarið við einni spurningu og hvað haldiði að hún geri? Nú auðvitað dró hún bókina upp og leitaði að svarinu. Ef þetta er ekki kallað að SVINDLA, þá veit ég ekki hvað..............

laugardagur, júní 05, 2004

Stjórnarskráin ekki heilög

Hvað er eiginlega að?” varð mér spurn í morgunn þegar ég sá að Dabbi og Dóri Ásgríms vildu fara að taka synjunarvaldið af forsetnanum. Til hvers erum við þá að hafa forseta ef hann á ekkert að gera??? Og á þá forsetinn bara að vera skildugur að skrifa undir lög? Ef hann má ekki neita, til hvers þarf hann þá að skrifa undir þau??? Til hvers er Ísland þá með forseta ef hann á ekki að gera neitt nema brosa, fara í opinberar heimsóknir og, já, búa á Bessastöðum?Ég skil mjög vel að það fari í taugarnar á Dabba að geta ekki gert nákvæmlega eins og honum hentar, að það skuli einhverjum detta í hug að setja ofan í við hann, en fara engar bjöllur í gang í hausnum á honum þegar honum dettur í hug að breyta Stjórnarskránni??? Stjórnarskránni!!!! Í alvöru Dabbi????!!!! Og lögfræðimenntaður maðurinn...............Mér finnst reyndar að það mættu oftar vera þjóðaratkvæðagreiðslur, mér finnst þessi ríkisstjórn alltaf vera gera eitthvað sem mér er persónulega á móti skapi. t.d. styðja bandamenn í stríðinu á móti Saddam Hussein og hækkun bensínverðs, sem reyndar var upphaflega vegna gjöreyðingavopna sem áttu að vera í Írak, en viti menn ári seinna hafa þau ekki fundist, jafnvel þótt þeir leituðu í munninum á Saddam....................................................................

fimmtudagur, júní 03, 2004

prófin ó prófin

Mér líður eins og ég sé einhver sveittur (ekki í jákvæðri merkingu) tölvukarl, nema það að tölvur eru ekkert búnar að koma við sögu (ja ekki nema bara þann tíma sem tók að skrifa þessi orð). En ég er búin að sitja og læra síðan um hádegi, það er 26 gráðu hiti og sólin, þótt það sé hálf skýað, hefur staðið uppá gluggann hjá mér í nær allann dag og herbergið mitt er bara fjórir “ferrmetrar”, tæplega fimm, og hefur hitastigið verið svipað og í sauna seinni partinn í dag, ég mátti meirað segja setja kveikja þokuljósin (borðlampann) til að sjá eitthvað þegar einhverjum datt í hug að draga tjaldið fyrir svalirnar svo sólin skini ekki inn. (ég á glugga sem opnast út á svalirnar). Ég sakna fjólubláa ljóta skrifborðstólsins míns á Íslandi. Ég held nefnilega að stóllinn minn hérn sé afkvæmi bekkjana í Húsavíkurkirkju og sólstóls. Þótt rassinn á mér sé alveg mjúkur þá þurfti ég nú samt að fara og sækja mér púða til að sitja á. Haldiði að það sé nú..............Þessi próf eiga greinilega eftir að vera algert helvíti, þótt oftast séu þau ekkert skemmtileg. Er að fara í Español de América á þriðjudaginn og Siglo de oro á miðvikudaginn. Ég ætla rétt að vona að sem flestir hugsi nú fallega til mín og krossi alla hugsanlega líkamsparta í von um að mér gangi nú vel í prófunum.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Don Kíkóti og tunglið

Þetta er ömurlegur dagur. Það er skýjað og ég er að læra undir próf í siglo de oro (Gullaldarbókmenntum) og það er eiginlega nokkuð ljóst að ég mun falla, er eitthvað að reyna klóra í bakkann, en ég býst við það hafi ekki neitt upp á sig. Reyndar dauð sé ég eftir því að hafa skráð mig í þennann kúrs, hefði átt að vita að ég hefði sennilega ekki gaman af því að lesa Don Kíkóta, Lasarillo de tormes, og poesía lírica . Hvað var ég eiginlega að pæla???? Þetta er svona svipað og að lesa Íslendingasögurnar, nema þær eru nú skömminni skárri því þær eru jú á minu móðurmáli. Don kíkóti var bara skemmtilegur fyrstu tvær blaðsíðurnar og síðan varð ég bara pirruð á formlegheitum (Vuesta merced (yðar náð) í öðru hverju orði). En hlutirnir gætu þó verið verri, það gæti verið sól.Annars virðist vera einhver misskilningur í gangi með tunglið hér heimilinu. Já þið vitið tunglið, þetta gula, stóra sem endurkastar ljósi sólarinnar og þú sér aldrei almennilega nema á nóttunni. Ja sumir sem búa hérna standa vist í þeirri skoðunn að tunglið sé alltaf á sama stað á himninum. Ekki veit ég hvað er til stúdentsprófs i sumum löndum eða jafnvel til barnaskólaprófs...........en...............þetta er alveg fáránlegt. -“tunglið er næstum fullt í kvöld, hvar er það annars???? Það var yfir blokkinni þarna í gærkvöldi.” Reyndar varð mér lítið um svör svona í byrjun. Ég þurfti nú að velta því fyrir mér hvers vegna þetta hljómaði svona heimskulega í mínum eyrum, því jafnvel þótt ég eigi til að vera svoltið vitlaus sjálf þá held ég að mér hafi aldrei dottið í hug að tunglið sé alltaf á sama stað. Reyndar hélt ég einu sinni (þegar ég var þriggja eða fjögra) að tunglið væri að elta bílinn hjá okkur, alla vega beið ég alltaf eftir því að tunglið hyrfi aftur fyrir einhver hús en það kom alltaf aftur.Ég verð samt að viðurkenna að mér varð svoltið um þegar hún vinkona mín skildi ekkert í því að tunglið skyldi ekki vera þarna um miðnætti í gærkvöldi þegar hún hafði séð það á þessum stað þegar klukkan var að ganga 4 “kvöldinu” áður. Ástæðan fyrir orðleysi mínu var reyndar sú að 1) ég trúði því ekki að hún hefði spurt að þessu og hélt kannski að mér hefði misheyrst 2)ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að byrja útskýra hlutina fyrir henni. Þurfti ég að útskýra að jörðin væri ekki flöt? Að í rauninni væri það ekki himininn sem snérist heldur væri það jörðin? Að þegar það væri dimmt á einum stað væri það vegna þess að sólin skini hinum megin á jörðina, ekki vegna þess að það hefði verið dregið fyrir sólina með svörtu tjaldi og að stjörnurnar og tunglið væru göt á þessu teppi?

þriðjudagur, júní 01, 2004

íþróttafíkill

Já þá er það orðið ljóst, ég er að koma 7.júlí til landsins, ég fékk flugmiðann minn í pósti í dag. Hugsa að ég verði bara nokkuð fegin að komast heim eftir allt saman, þótt ég hafi það rosa fínt hérna. Ég er bara orðin frekar þreytt á þessarri frönsku og kærastanum, jafnvel þótt ég reyni að láta þau ekki pirra mig. Ég hef oft heyrt talað um það að þegar fólk er hamingjusamt gleymi það oft að taka tillit til annarra, jafnvel gleymi að aðrir séu til, og kannski er ég bara frekja. Frekja að leyfa kærastanum ekki að horfa á fótbolta í sjónvarpinu þegar enginn á þessu heimili horfir á fótbolta og við erum að koma af vídjóleigunni með spólu. Frekja að finnast ég eiga meiri rétt á að vera á mínu eigin heimili, þ.e. þar sem ég borga leigu (ekki hann). Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta akkúrat núna er að í dag kom Barbara heim úr prófi og mátti gjöra svo vel að horfa á tennis í sjónvarpinu (sem ég veit að þessarri frönsku finnst ekkert skemmtilegur) bara afþví að kærastinn vildi horfa á það. (Afhverju fer hann ekki heim til sín, ef hann vill horfa á TENNIS??) Afhverju myndi maður vilja horfa á tennis?????? Af því að maður er íþróttafýkill, en ætli það sé ekki sorglegra að horfa á golf????