sunnudagur, júní 06, 2004

tvö búin fjögur eftir

Jæja þá er aftökunni lokið. Tvö próf búin og fjögur eftir, en það erfiðasta er að baki, vona ég, annars er það aldrei að vita hvað þessum kennurum dettur í hug.Annars rak ég upp stór augu í gær. Það sat stelpa fyrir framan okkur Evu sem greinilega vissi ekki svarið við einni spurningu og hvað haldiði að hún geri? Nú auðvitað dró hún bókina upp og leitaði að svarinu. Ef þetta er ekki kallað að SVINDLA, þá veit ég ekki hvað..............

Engin ummæli: