fimmtudagur, júní 03, 2004

prófin ó prófin

Mér líður eins og ég sé einhver sveittur (ekki í jákvæðri merkingu) tölvukarl, nema það að tölvur eru ekkert búnar að koma við sögu (ja ekki nema bara þann tíma sem tók að skrifa þessi orð). En ég er búin að sitja og læra síðan um hádegi, það er 26 gráðu hiti og sólin, þótt það sé hálf skýað, hefur staðið uppá gluggann hjá mér í nær allann dag og herbergið mitt er bara fjórir “ferrmetrar”, tæplega fimm, og hefur hitastigið verið svipað og í sauna seinni partinn í dag, ég mátti meirað segja setja kveikja þokuljósin (borðlampann) til að sjá eitthvað þegar einhverjum datt í hug að draga tjaldið fyrir svalirnar svo sólin skini ekki inn. (ég á glugga sem opnast út á svalirnar). Ég sakna fjólubláa ljóta skrifborðstólsins míns á Íslandi. Ég held nefnilega að stóllinn minn hérn sé afkvæmi bekkjana í Húsavíkurkirkju og sólstóls. Þótt rassinn á mér sé alveg mjúkur þá þurfti ég nú samt að fara og sækja mér púða til að sitja á. Haldiði að það sé nú..............Þessi próf eiga greinilega eftir að vera algert helvíti, þótt oftast séu þau ekkert skemmtileg. Er að fara í Español de América á þriðjudaginn og Siglo de oro á miðvikudaginn. Ég ætla rétt að vona að sem flestir hugsi nú fallega til mín og krossi alla hugsanlega líkamsparta í von um að mér gangi nú vel í prófunum.

Engin ummæli: