Þetta er ömurlegur dagur. Það er skýjað og ég er að læra undir próf í siglo de oro (Gullaldarbókmenntum) og það er eiginlega nokkuð ljóst að ég mun falla, er eitthvað að reyna klóra í bakkann, en ég býst við það hafi ekki neitt upp á sig. Reyndar dauð sé ég eftir því að hafa skráð mig í þennann kúrs, hefði átt að vita að ég hefði sennilega ekki gaman af því að lesa Don Kíkóta, Lasarillo de tormes, og poesía lírica . Hvað var ég eiginlega að pæla???? Þetta er svona svipað og að lesa Íslendingasögurnar, nema þær eru nú skömminni skárri því þær eru jú á minu móðurmáli. Don kíkóti var bara skemmtilegur fyrstu tvær blaðsíðurnar og síðan varð ég bara pirruð á formlegheitum (Vuesta merced (yðar náð) í öðru hverju orði). En hlutirnir gætu þó verið verri, það gæti verið sól.Annars virðist vera einhver misskilningur í gangi með tunglið hér heimilinu. Já þið vitið tunglið, þetta gula, stóra sem endurkastar ljósi sólarinnar og þú sér aldrei almennilega nema á nóttunni. Ja sumir sem búa hérna standa vist í þeirri skoðunn að tunglið sé alltaf á sama stað á himninum. Ekki veit ég hvað er til stúdentsprófs i sumum löndum eða jafnvel til barnaskólaprófs...........en...............þetta er alveg fáránlegt. -“tunglið er næstum fullt í kvöld, hvar er það annars???? Það var yfir blokkinni þarna í gærkvöldi.” Reyndar varð mér lítið um svör svona í byrjun. Ég þurfti nú að velta því fyrir mér hvers vegna þetta hljómaði svona heimskulega í mínum eyrum, því jafnvel þótt ég eigi til að vera svoltið vitlaus sjálf þá held ég að mér hafi aldrei dottið í hug að tunglið sé alltaf á sama stað. Reyndar hélt ég einu sinni (þegar ég var þriggja eða fjögra) að tunglið væri að elta bílinn hjá okkur, alla vega beið ég alltaf eftir því að tunglið hyrfi aftur fyrir einhver hús en það kom alltaf aftur.Ég verð samt að viðurkenna að mér varð svoltið um þegar hún vinkona mín skildi ekkert í því að tunglið skyldi ekki vera þarna um miðnætti í gærkvöldi þegar hún hafði séð það á þessum stað þegar klukkan var að ganga 4 “kvöldinu” áður. Ástæðan fyrir orðleysi mínu var reyndar sú að 1) ég trúði því ekki að hún hefði spurt að þessu og hélt kannski að mér hefði misheyrst 2)ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að byrja útskýra hlutina fyrir henni. Þurfti ég að útskýra að jörðin væri ekki flöt? Að í rauninni væri það ekki himininn sem snérist heldur væri það jörðin? Að þegar það væri dimmt á einum stað væri það vegna þess að sólin skini hinum megin á jörðina, ekki vegna þess að það hefði verið dregið fyrir sólina með svörtu tjaldi og að stjörnurnar og tunglið væru göt á þessu teppi?
miðvikudagur, júní 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli