Já þá er það orðið ljóst, ég er að koma 7.júlí til landsins, ég fékk flugmiðann minn í pósti í dag. Hugsa að ég verði bara nokkuð fegin að komast heim eftir allt saman, þótt ég hafi það rosa fínt hérna. Ég er bara orðin frekar þreytt á þessarri frönsku og kærastanum, jafnvel þótt ég reyni að láta þau ekki pirra mig. Ég hef oft heyrt talað um það að þegar fólk er hamingjusamt gleymi það oft að taka tillit til annarra, jafnvel gleymi að aðrir séu til, og kannski er ég bara frekja. Frekja að leyfa kærastanum ekki að horfa á fótbolta í sjónvarpinu þegar enginn á þessu heimili horfir á fótbolta og við erum að koma af vídjóleigunni með spólu. Frekja að finnast ég eiga meiri rétt á að vera á mínu eigin heimili, þ.e. þar sem ég borga leigu (ekki hann). Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta akkúrat núna er að í dag kom Barbara heim úr prófi og mátti gjöra svo vel að horfa á tennis í sjónvarpinu (sem ég veit að þessarri frönsku finnst ekkert skemmtilegur) bara afþví að kærastinn vildi horfa á það. (Afhverju fer hann ekki heim til sín, ef hann vill horfa á TENNIS??) Afhverju myndi maður vilja horfa á tennis?????? Af því að maður er íþróttafýkill, en ætli það sé ekki sorglegra að horfa á golf????
þriðjudagur, júní 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli