mánudagur, júní 14, 2004

Veðrið og problemas interculturales

Úff úff úff. Ég sofnaði eitthvað um þrjú í nótt, ekki það að ég hafi verið á djamminu í gær, nei nei, þetta er bara háttatíminn minn. Tveim tímum seinna vaknaði ég við einhvern hávaða og læti. “Hvað er þetta?” tauta ég hálf sofandi við sjálfa mig um leið og ég staulast að glugganum og loka honum. Glugginn minn er nefnilega hálf hurð, bara hægt að opna efripartinn og hann var farinn að sveiflast heldur mikið. Ég var með gluggann opinn og græið þarna sem maður dregur fyrir gluggann að utanverðu lokað. En jæja. Ég ákveð nú samt að tékka á þessum vindi þarna úti, og ég verð að viðurkenna að ég held að ég hafi misst andlitið því það sem við mér blasti leit einna helst út eins og íslenskur snjóbylur, nema þetta var rigning og göturnar voru að breytast í sundlaugar. Já og þrumur og eldingar og bara læti. Allir komnir á fætur í íbúðinni, eldhúsgólfið orðið blautt vegna rigningar og einhverra hluta vegna var öldugangur í klóstinu. Ég ætti eiginlega að fara upp á þak og athuga hvort grillið er ennþá þar, ég efast um það því ég veit að sjónvarpsloftnetið er ekki þar, sennilega hefur það fokið út í veður og vind í gærkvöldi, því nú sést ekkert í sjónvarpinu.Já við vorum með smá partý á þakinu í fyrrakvöld. Barbara var að halda upp á afmælið sitt. Já og með sanni má segja að upp hafi komið ákveðin menningarvandamál (problemas interculturales), samt ekki neitt hættulegt, bara smá fyndið. Við erum oft þreytt á því að það sé verið að spurja okkur (og þá sérstaklega ég) hvernig hlutirnir eru hverju landi fyrir sig.(maður veit ekki alveg hvar maður á að byrja þegar fólk veit ekki neitt) Nú jæja hún Joana frá Grikklandi var spurð “og hvað borðið þið í Grikklandi?” og Joana snillingurinn sem hún er svaraði “nú með gaffli” Mjög gott svar. (Þetta var mjög fyndið þá!!!!!)Ég var spurð “eru kýr á Íslandi?” Spánverjar standa í þeirri meiningu að það snjói allann ársinns hring í Austurríki og fyrsta spurningin sem ég fæ er oftast hvort það sé ekki voðalega kalt á Íslandi. Voðalega getur fólk verið vitlaust. Ég veit ekki hvað er kennt í landafræði í þessum löndum en...................por favor!!!!!!...........................og það sorglegasta við þetta allt saman er að allir sem ég þekki hérna eru búnir að vera í háskóla í að minnsta kosti eitt, tvö ár

Engin ummæli: