Úff ég er svo dugleg, bara ef ég væri svo dugleg að gera það sem ég ætti að gera. Þ.e. LÆRA!!!!!! Ég er nefnilega farin leita mér að hlutum sem þarf nauðsynlega að gera bara svo ég þurfi ekki að læra og svo hef ég náttúrulega samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Í dag var það svo símreikningurinn sem þurfti athlygli minnar, svo ekki væri verið að snuðra neinn (hef það nefnilega á tilfinningunni á því að þessi franska haldi alltaf að það sé verið að snuðra hana eitthvað, það þarf allt að vera uppá sentímó (krónu) og þetta er smitandi). Reyndar er það meira mál en maður hefði haldið að fara í gegnum símareikning þar sem 4 nota símann og ég held að spánverjar séu alveg snillingar að gera einfalda hluti flókna. Þessi símafyrirtæki eru náttúrulega bara glæpasamtök og guð hjálpi þér ef þér verður á að hringja í GMS úr heimasímanum þínum. Það var nú samt eitt sem vakti athygli mína. Á síðustu blaðsíðu reikningsinns var talið upp: “Símtöl í eigið talhólf”, “Símtöl til Útlanda”, “innanlands símtöl”,”Símtöl í farsíma”,”Símtöl á aðra staði (a otros destinos)”, “Internet”. Bíddu nú við..................................???????????????????? “Á aðra staði”? Hvert? Til Mars? Er ég að missa af einhverju? Hvert hringir maður þegar símtöl innanlands, til útlanda, internetið (við erum ekki með fax) eru upptalin?????? Til Mars? Tunglsins???? :) En sennilega finnst mér þetta bara fyndið úr því að ég er búin að sitja yfir átta blaðsíðna símareikningum okkar í 2-3 tíma. Á endanum ákvað ég bara að gera eins mér fannst, taka allt þetta sem enginn kannaðist við og deila því niður á fjóra og þau verða þá bara taka því þegjandi og hljóðalaust.......................Er það ekki??????????
laugardagur, júní 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli