föstudagur, júní 11, 2004

á leið í grillið (ekki á það)

Ég man eftir því fyrst eftir að ég flutti hingað í íbúðina þá vaknaði ég alltaf við það klukkan fimm á morgnana að konan á hæðinni fyrir ofan var komin á fætur og í háhæluðu skóna sína. Tikk-tikk, tikk-tikk, ég veit reyndar ekki hver leggur það á sig að ganga á háumhælum heima hjá sér? Reyndar hefur mig oft langað til að banka uppá hjá þessarri konu til að athuga hvort það sé ekki örugglega rétt það sem ég ímynda mér, að þetta sé einmitt húsfrú á sextugsaldri. Það hefur reyndar ekki alltaf verið fallegt það sem ég hef hugsað til þessarrar vinkonu minnar þarna uppi en “Æ nei ekki aftur” hefur oftar en ekki bergmálað í hausnum á mér. Hver leggur það annars á sig að vakna klukkan fimm? Við erum að tala um að það er ekki enn orðið bjart klukkan fimm. En núna er ég hætt að vakna við hana (ég vona að þetta sé “hún”) en ég heyri oft í henni yfir daginn líka, ætli hún fari aldrei út???? Það er annars skrýtið með þessar spænsku, þær fara aldrei út, ekki einu sinni út í matarbúð, nema hárið sé fullkomið, meiköppið og alles.Ég fór í bíó áðan og sá alveg mjög skemmtilega mynd, eða skemmtilega??? Ég á eftir að sakna þessa þegar ég kem heim, að geta ekki farið í bíó þegar mér dettur í hug. Svo þarf maður alltaf að horfa á bandarískar myndir. Hvað er annars málið með íslendinga og bandarískar myndir? Afhverjum þurfum við alltaf að horfa á bandarískar myndir sem eru allar eins, bang bang, spark spark, og ég veit ekki hvað og hvað en ef að það sést eitt brjóst þá er verið að misbjóða fólki.En jæja góða nótt börnin mín, við erum að fara grilla upp á þaki.

Engin ummæli: