laugardagur, júní 05, 2004

Stjórnarskráin ekki heilög

Hvað er eiginlega að?” varð mér spurn í morgunn þegar ég sá að Dabbi og Dóri Ásgríms vildu fara að taka synjunarvaldið af forsetnanum. Til hvers erum við þá að hafa forseta ef hann á ekkert að gera??? Og á þá forsetinn bara að vera skildugur að skrifa undir lög? Ef hann má ekki neita, til hvers þarf hann þá að skrifa undir þau??? Til hvers er Ísland þá með forseta ef hann á ekki að gera neitt nema brosa, fara í opinberar heimsóknir og, já, búa á Bessastöðum?Ég skil mjög vel að það fari í taugarnar á Dabba að geta ekki gert nákvæmlega eins og honum hentar, að það skuli einhverjum detta í hug að setja ofan í við hann, en fara engar bjöllur í gang í hausnum á honum þegar honum dettur í hug að breyta Stjórnarskránni??? Stjórnarskránni!!!! Í alvöru Dabbi????!!!! Og lögfræðimenntaður maðurinn...............Mér finnst reyndar að það mættu oftar vera þjóðaratkvæðagreiðslur, mér finnst þessi ríkisstjórn alltaf vera gera eitthvað sem mér er persónulega á móti skapi. t.d. styðja bandamenn í stríðinu á móti Saddam Hussein og hækkun bensínverðs, sem reyndar var upphaflega vegna gjöreyðingavopna sem áttu að vera í Írak, en viti menn ári seinna hafa þau ekki fundist, jafnvel þótt þeir leituðu í munninum á Saddam....................................................................

Engin ummæli: