miðvikudagur, júní 16, 2004

Fótbolti fyrir Gunna

Púff púff, ég nenni ekki að læra meira..............................en það verður víst ekki hjá því komist.............núna er það literatura hispanoamericana de S:xx (á föstudaginn) og svo fæ ég líka fara í próf á mánudag og þriðjudag og svo fer ég ekki í próf fyrr en 30. jún og þá er ég búin og svo kem ég heim 7.júli og þá veit ég ekkert hvað ég ætla að fara gera, en jæja, skipulagning hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, þ.e. ég get alveg skipulagt en mér gengur djöfulega að fylgja skipulaginu (prógramminu). Það er svona svipað eins og það að ég ætla mér alltaf að læra að ganga um eins og manneskja en svo kemur alltaf rusl (í Heiðabæ “Rustl”) og mér finnst ekki gaman að laga til svo að það er alltaf rustl. (alveg djöfullegt) ég hef alltaf öfundað þá sem er alltaf fínt heima hjá.Ég er með fótbolta-ofnæmi eða óþol eða eitthvað svoleiðis. Það er alla vega sú niðurstaða sem ég hef komist að. Hvað annað getur verið að mér fyrst ég þoli ekki að það sé fótbolti í sjónvarpinu þegar ég er inní eldhúsi? Sennilega er þetta nú samt bara óþol, fyrst mér finnst fótbolti óþolandi, fæ alveg grænar.............. Sérstaklega finnast mér svona mót (sbr. Heimsmeistara-mót, Evrópumeistara-mót) leiðinleg, ég get alveg sætt mig við að það sé horft á fótbolta einu sinni í viku heima hjá mér, en þrisvar sinnum á dag er OF mikið, enda ákvað ég það þegar ég var 12 ára að ég ætlaði ekki að eiga mann sem fyndist fótbolti skemmtilegur. Mér finnst þetta alveg stór galli við karlmenn, að sitja inni á miðju sumri og horfa á á sjónvarpið í 6 klst. á dag. Oftast með dregið fyrir glugga og ekki er hægt að tala við þetta því þá er maður að trufla. TRUFLA HVAÐ? Það gerist nánast ekki neitt á þessum 90 mínútum sem leikurinn stendur yfir. Ef þú ert heppin/n þá færðu að sjá svona sirka 3 mörk (í handbolta geturðu hæglega fengið að sjá 40 mörk á 60 mínútum), kannski er einhver skapbráður og sparkar og lemur mennina í hinu liðinu, er virkilega þess virði að eyða 90 mínútum af sínu lífi í þetta? Eru þessir menn ekki enn búnir að uppgötva að það eru þættir sem gera útdrætti úr leikjum, svo að þeir þurfi ekki að sitja yfir leiknum í 90 mínútur. Mér finnast þessir þættir ágætis tímasparnaður, þú getur séð allt það mikilvægasta sem gerðist í leiknum á innan við 5 mínútum. Reyndar hef ég lengi efast um kynhneigð þessarra manna sem sitja löngum stundum yfir fótbolta. Fótbolta, þar sem leikmennirnir klæðast stuttbuxum og fletta upp um sig bolnum þegar þeir skora mark og hefur enginn velt því fyrir sér af hverju leikmennirnir þurfa alltaf að klappa hvor öðrum á rassinn? Og afhverju eru meiri líkur á því að þú náir sambandi við þessa menn þegar það er ber kona í sjónvarpinu en þegar það er fótbolti? Og hvað með kvennafótboltann? Maður skyldi ætla að það væri alveg topp sjónvarpsefni handa þessum mönnum. Stelpur og fótbolti í einu. En nei það er víst ekkert spennandi.En svo við víkjum aftur að þessu óþoli mínu, þá áttaði ég mig fyrst á því að það væri náttúrulega “sjúklegt” að mér væri ekki sama hvað væri verið að horfa á í sjónvarpinu þegar ég hefði engann áhuga á að horfa á það og væri ekki einu sinni í sama herbergi. Helst langaði mig að reka kærasta þessarar frönsku heim, því það var hann sem var að horfa á þennann ófögnuð, hann gæti víst horft á þetta þar, en ég náði að hemja mig

Engin ummæli: