laugardagur, september 25, 2004

Ellismellur

Mikið ósköp er maður orðinn gamall. Það var alla vegana tilfiningin sem ég fékk þegar ég labbaði niður í bæ rétt fyrir klukkan ellefu í morgunn, það var líka bara gamalt fólk (svona á sjötugsaldri) sem ég mætti á röltinu. Venjulega hef ég nú reyndar ekki verið vöknuð á þessum tíma á laugardögum, þ.e. ef ég hef ekki verið að mæta í vinnu enda kannski ekki verið ástæða til þess. En þar sem ég var sofnuð um 10 í gærkvöldi (þar kemur ellin enn inn) er nú kannski alveg eðlilegt að ég hafi verið vöknuð.
Jæja, ég gerði mér semsagt ferð niður í bæ til að kaupa mér kórmöppu, ekki hægt að vera bara með blöðin og allt í óreglu............reyndar hélt ég að ég myndi kafna þegar ég fór að skoða þessar möppur þarna.......... og ekki var það vegna rykofnæmis, heldur verðsins, fyrst skoðaði ég möppu eins og konan sem situr við hliðina á mér á, með plöstum og rosa fínt fínt.................en þegar ég snéri henni við sá ég að eitt svona stykki kostaði 1.990 kr. (eða eitthvað svoleiðis) þá hætti mér bara alveg að finnast þetta fín mappa, ég verð eiginlega að segja eins og er. -mér dettur ekki í hug að versla svona lítinn og ómerkilegann hlut fyrir næstum 2000 kall, ég hefði skili ef mappan væri úr leðri með ekta gyllingum............(nei, sennilega hefði hún þurft að kosta meira til þess) en jæja ég keypti svipaða möppu á 470 kr. En mér finnst líklegt að það sé svoltið í það að ég hætti mér aftur inn hjá honum Frikka

sunnudagur, september 19, 2004

rigning

Já ég gleymdi að segja frá því að ég byrjaði í kór á síðasta þriðjudag. Samkórnum. og komst að því að ég er örugglega yngst, held ég nema "stjúpa" Lilju Friðriks sé yngri, veit ekki (veit reyndar ekki heldur hvort þetta sé stjúpan en held það). Mér leið eins og ég væri lent uppi á elliheimili og saknaði þessi mikið að vera ekki í stúlknakór eða háskólakór, sérstaklega þegar ég sá gamla dönskukennarann minn ganga í salinn (við erum að tala um það að maðurinn er kominn á ellilífeyri, þótt ekki sé hann elstur í anda) og svo var náttúrulega líka senjor Pig ( og þá er vitnað í útlit mannsinns), merkilegt samt hvað var mikið af kennurum í þessum kór.

Annars er ég bara búin að vera dúlla mér þessa helgina, þýða og leika við vinina

Já og Helgi bróðir lenti í slysi á föstudaginn, hann lenti í samstuði við Sigga Valla, það er náttúrulega eðlilegt að þegar tveir stórir menn lenda saman láti eitthvað undan. í þetta skiptið var það Helgi, hann var sendur með sjúkrabíl inn á Akureyri, en svo var bara allt í lagi með hann. (ég held hann hafi bara verið að þykjast) Nei annars maður á ekki að gera grín af þessu.

Ég lenti í brjálaðri rigningu þegar ég var labba heim í nótt, ég get svo svarið það að ég var bara blaut inn að beini. og síðan var þvottur fjölskyldunnar tekinn inn í morgunn og undinn aftur, því hann var blautari en þegar hann var settur út. (Andskotinn að hafa ekki munað eftir regnhlífinni þegar ég fór út)

laugardagur, september 18, 2004

Eitt stórt spurningarmerki

Ef andlitið á mér gæti orðið að einu stóru spurningarmerki hefði það orðið það í dag, þannig er svipnum sem kom á andlitið á mér þegar síminn hringdi í vinnunni best líst. Í símanum var maður sem hafði mjög furðulega spurningu, hann spurði eftir stelpu sem hafði unnið þarna í sumar sem hefði verið með strák sem á Rottweiler hund og vildi maðurinn ná tali af stráknum. Ég verð eiginlega að viðurkenna að mér fundust þetta frekar óljósar upplýsingar.

Annars gengur mér bara vel i vinnunni (ekki jafn vel með ritgerðina) en það skrítnasta sem ég er búin að vera gera af mér þarna er að baða sólstóla.

Annars hefur mér oft dottið í hug að kúnnarnir haldi að ég sé göldrótt.
Inn kemur stúlka, svona sirka 25 ára gömul með mömmu sína í eftirdragi, þetta var frekar myndarleg stelpa/kona (þess má geta að hún býr ekki í bænum þannig að það þýðir ekki að spurja), geðstirð mjög og ekkert nógu gott handa henni (örugglega e-h reykjavíkurgella), hún spyr nú samt hvernig karmellukakan sé, ég segi henni að þetta sé svona karmellukaka, -"hvernig karmellukaka?" (HVERNIG!!!!karmellu!!!) -"er'etta svona skúffukaka með karmellukremi?" -"nei, það er karmellubotn" þá verður gellan geggjað pirruð, ekkert hægt að éta þarna o.s.frv. en fær sér nú samt eitthvað.
Ég veit bara það að ef ég kæmi svona fram við einhverja afgreiðslustúlku í búð með mömmu með mér að þá myndi ég nú sennilega fá daskið þegar ég kæmi út í bíl aftur. (Ricardo vildi meina að svona fólk ætti bara að fá sér að r**a) ég hefði kannski bara átt að gefa henni súkkulaðistykki, þá hefði henni kannski liðið betur.

laugardagur, september 11, 2004

Long time no see

Jæja ég rak upp stór augu í morgunn þegar litli kisi minn hann Jón Sófus fræddi mig um það að það væri ekki smart að ganga í köflóttu og röndóttu á sama tíma. Ég sem sagt kveikti á wordinu í tölvunni minni og þá sagði hann Jón Sófus mér þetta (hann er litli hjálparmaðurinn minn í tölvunni), það var líka hann sem sagði mér að það væri ekki góð hugmynd að hlaupa með skæri, en hver gerir það svo sem.

Helst í fréttum:
-Er farin að vinna í bakaríinu, er mjög þreytt í fótunum eftir þá vinnu og hef einungis fallið í freystni í 3 skipti, 2 kleinuhringir með súkkulaði og eitt crossant með skinku og osti (geri aðrir betur)
-Held ég sé að verða eitthvað gömul því ég var sofnuð fyrir hálf ellefu í gærkvöldi (og það á föstudagskvöldi)
-Held að það sé verið að stokkera mig, alla vega hélt það á mánudaginn
-1bls þýdd í bókini, í þessari viku (verð að fara að bæta mig)
-Sá að löggan stoppaði með blikkandi ljósin á fyrir framan bakaríið í fyrradag, þá hafði einhver lagt ólöglega, það er víst stórglæpur á HÚSAVÍK
-Keypti mér skó uppá 9000kr í fyrradag (vona að það gleðji Baldvin bankadreng, sem segir að það eigi ekki að sjást í sokkana í gegnum sólann)



sunnudagur, september 05, 2004

ZZZZZ ZZZZZZZZZZ ZZZZZZZZZZZ......

ZZZZ ZZZZ ZZZZ
Nú er mín þreytt. Lenti á alveg frábæru djammi í gær (þó engin þynnka, enda það hæpið af 4 bjórum á 6 tímum). Guðný Stefáns átti stórleik (æi greyið lenti smá útundan, þegar ég talaði tungum) og sótbölvaði og tuðaði eins og...........ja.....eigum við ekki bara að segja eins og gamall KR-ingur :) :) Þetta var mjög fyndið djamm, ef djamm skyldi kalla, svo virtist sem ættingjar mínir væru ALLIR(faðir minn fremmstur í flokki, Hóddi, Hólmgrímur (pabbi Hönnu Rutar), Steini Pétur, Helga Dóra og örugglega einhverjir fleiri, þó fjarskyldir séu) mættir á svæðið svo um var að gera fyrir mig að hegða mér. Síðan um svona hálf þrjú er okkur Guðnýju smalað í pizzu í Snælandi hjá einhverjum spánverja og það má eiginlega segja það að Guðnýju hafi ekki fundist neitt gaman og það var þá sem hún bölvaði sem mest, en gaman af því.

P.S. óska eftir orðatiltæki eða málshætti sem er um að fólk eigi að gæta þess hvers það óskar. (Be careful what you wish for)

föstudagur, september 03, 2004

Einn af þessum DÖGUM

Já þetta er einn að þessum dögum í dag, ekkert að gera, rigning, ekkert að gera og meira ekkert að gera.
Ekkert komið útúr atvinnuleit minni ennþá, en eitthvað hlýtur það nú að verða...........trúi ekki öðru......þá er bara að fara í eitthvað af þessum 68% vinnum sem ég fann.......(afhverju 68%?)

Nú það helsta í fréttum er eiginlega það að þessi berjaárátta föður míns virðist eitthvað í rénun, hann fór t.d. ekkert í berjamó í gær En það var kannski bara vegna þess að það var ausandi rigning..(hann var búinn að vera fara eftir vinnu og svo aftur eftir kvöldmat) Ég verð að viðurkenna að ég var nú farin að hafa svolitlar áhyggjur af honum karlinum, ég meina það getur ekki verið eðlilegt að tala bara um ber, það er mjög takmarkað umræðuefni. Við erum að tala um það að maðurinn tönglaðist á því sama aftur og aftur (ég hélt að annahvort væri maðurinn geðveikur eða með alzheimer) og borðaði svo ber og rjóma í hálfa gjöf.