föstudagur, september 03, 2004

Einn af þessum DÖGUM

Já þetta er einn að þessum dögum í dag, ekkert að gera, rigning, ekkert að gera og meira ekkert að gera.
Ekkert komið útúr atvinnuleit minni ennþá, en eitthvað hlýtur það nú að verða...........trúi ekki öðru......þá er bara að fara í eitthvað af þessum 68% vinnum sem ég fann.......(afhverju 68%?)

Nú það helsta í fréttum er eiginlega það að þessi berjaárátta föður míns virðist eitthvað í rénun, hann fór t.d. ekkert í berjamó í gær En það var kannski bara vegna þess að það var ausandi rigning..(hann var búinn að vera fara eftir vinnu og svo aftur eftir kvöldmat) Ég verð að viðurkenna að ég var nú farin að hafa svolitlar áhyggjur af honum karlinum, ég meina það getur ekki verið eðlilegt að tala bara um ber, það er mjög takmarkað umræðuefni. Við erum að tala um það að maðurinn tönglaðist á því sama aftur og aftur (ég hélt að annahvort væri maðurinn geðveikur eða með alzheimer) og borðaði svo ber og rjóma í hálfa gjöf.